Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 2003 21
LÁTINN er í Reykjavík málarinn
Jóhannes Geir Jónsson, einn nafn-
kenndasti listamaður þjóðarinnar
um árabil, sjötíu og fimm ára að
aldri. Með honum hverfur merki-
legur og jarðbundinn kafli í ís-
lenzkri myndlist, og þótt engin
tæmandi yfirlitssýning hafi verið
haldin á æviverki hans, skortir hér
naumast heimildir. Samt tímanna
tákn, að þrátt fyrir að einnig hafi
komið út bók um listferil Jóhann-
esar 1985, mun borðleggjandi að
yngri kynslóðir séu hér minna en
skyldi með á nótunum.
Jóhannes Geir var mikilvirkur
frá fyrstu tíð svo fremi að honum
hugnaðist að nálgast miðla sína,
myndverk hans lengstum vel sýni-
leg þótt einkasýningar yrðu hvorki
margar né stórar. Tók þátt í fjölda
samsýninga heima sem erlendis og
virkur í Listmálarafélaginu meðan
það var og hét. Að þessu leyti var
sonur Jóns Þ. Björnssonar, skóla-
stjóra barnaskólans á Sauðárkróki,
andlega skyldur félögum sínum og
frændum, Sigurði og Hrólfi Sig-
urðssonum. Synir sýslumannsins á
Króknum jafnvel ennþá minna
gefnir fyrir sérsýningar, halda list
sinni á þann hátt fram, þótt list-
ræna metnaðinn skorti ekki. Allir
voru þó um sína daga vel kunnar
stærðir meðal þeirra sem á annað
borð þekktu til innviða íslenzkrar
myndlistar. 
Við vorum samtíða í Handíða- og
myndlistarskólanum veturinn
1947?8, Jóhannes þó vænu ári á
undan og samtíða þeim Benedikt
Gunnarssyni, Eiríki Smith og
Sverri Haraldssyni, mannvali sem
við er vorum að feta fyrstu skrefin
litum ótæpilega upp til, töldum rís-
andi meistara. Innbyrðis sam-
keppni milli þeirra mikil og heil-
brigð, og þótt ólíkir væru höfðu þeir
drjúg áhrif á hver annan og voru
svo neyðarlega miklu betri en við
græningjarnir, sem sáum sumir
vart glætu til sólar. Þetta var á
frumbýlingsárum Handíðaskólans,
myndlistardeildin hafði ekki starfað
nema í sjö ár og var þó á góðri leið
með að umbylta landslaginu, og
skólinn í það heila íslenzkum sjón-
menntum. Burðargrindurnar stór-
hugur og eldmóður Lúðvígs Guð-
mundssonar, sem einn fárra var
meðvitaður um hve langt við vorum
hér á eftir nágrannaþjóðunum,
jafnframt hve glámskyggt mennta-
kerfið var á þessa hlið hagnýtrar og
virkrar þjóðreisnar. Yfirkennarinn
Kurt Zier hélt nemendum við efnið
með þýðverskum aga og skipulagi
dags daglega, en æringi og drif-
fjöður sprells og spés á uppsláelsi,
þar sem hann lék við hvern sinn
fingur með aðstoð frumgerðra leik-
brúða og leikmynda. Aðstoð-
arkennarinn Kjartan Guðjónsson
nýkominn heim frá námi úti í hinum
stóra heimi, ef ekki sjálfri Ameríku,
ungur ferskur og einn oddvitanna í
framvarðasveit nýrra viðhorfa í
málverki.
Sauðkrækingurinn var þó dálítið
sér á báti í þessu úrvalsliði og man
ég ekki annað en að viðvera hans
væri minni en hinna en atorkan þó
engu síðri, sama um Benedikt
Gunnarsson sem sást stundum ekki
dögum saman en kom svo með fullt
fangið af brúnum upprúlluðum um-
búðapappír sem hann festi á vegg
og sýndi lærimeisturunum. Hjá
þeim félögum var skólinn ekki aðal-
atriði, heldur meðal til mótaðri út-
rásar sköpunargleðinnar, jafnframt
að finna henni farveg í samtím-
anum, allt annað einskins virði.
Hvað Jóhannes áhrærði kom hann
mér svo fyrir sjónir að með honum
byggi snertur af hiki og eirðarleysi,
einkum andspænis öllu því steypi-
flóði ókennilegra nýjunga í mynd-
listinni sem eftir heimsstyrjöldina
hvelfdist yfir einangruðu þjóðina,
yst í eilífðar útsæ. Hann var þó
fljótur að halda utan til framhalds-
náms og varð Kaupmannahöfn, hin
gamla höfuðborg Íslands, fyrir val-
inu, en viðveran við Akademíuna á
Kóngsins nýjatorgi þar sem pró-
fessor hans var Axel Jørgensen,
mun trúlega hafa verið enn minni
en í Handíðaskólanum. Gæti vel
skilið það í ljósi þess hvernig
ástandið var í málunardeild pró-
fessorsins á þessum árum með
ákveðna teóríu á oddinum sem átti
alls ekki við upplag Jóhannesar.
Svo var einnig að þar var þröng á
þingi og sem hospitant, gestanemi,
var hann ekki alveg fullgildur, slíkir
urðu gjarnan af bestu stöðunum er
teikna skyldi fyrirsætur/sáta, sem
ég varð þó minna var við í deild
Kræsten Iversens er mig bar að
tveim árum seinna. Hins vegar skal
engum getum leitt að mögulegu
framhaldi ef Jóhannes hefði upp-
götvað grafíska skólann, þar sem
Axel Jørgensen var allt í öllu og
kennslan til muna opnari, en þang-
að komust einungis grónir nem-
endur. Hæfileikar Jóhannesar ótví-
ræðir í öllum greinum svartlista,
sem einnig er sýnilegt í málverkum
hans. Upp í hugann kemur hrif-
mikil sýning rissna og smámynda
sem Ólafur Maríasson kaupmaður,
annar helmingurinn af hinni fyrr-
um nafntoguðu herrafataverslun
P&Ó stóð fyrir í sýning-
arsalnum Man á síðast-
liðnu sumri.
Listspíran unga hélt
snemma heim að vori,
heimsótti okkur í
Handíðaskólann, sem
var til húsa á efstu hæð-
inni að Laugavegi 118,
gustaði þá af hinum
siglda bjartleita og
hressa hal. Er við tveir
stóðum út við glugga
með útsýni yfir sundin
og ræddum málin, trúði
hann mér fyrir því að
mikill hluti tímans hafi
farið í að ganga um göt-
ur Kaupmannahafnar í
þeim forláta þykks-
óluðu skóm sem hann hafði fest sér
í heimsborginni og hann var afar
hreykinn af. Svo sem ekkert verra
hafi hann litið inn á söfnin í leiðinni
sem ég efa ekki og eða heimsótt Jón
Stefánsson á vinnustofu málarans á
Store Kongensgade sem reyndist
honum sem fleirum afburða vel.
Hinn mikli og óvægi rökfræðingur
var svo ekkert að skafa af hlutunum
sýndu listspírur honum myndverk
sín og þá eins gott að hafa sterk
bein. Í þeirri grein var Jón án efa
harðari og rökfastari nokkrum pró-
fessor við Akademíuna, fór hér ekki
í manngreinarálit í ljósi þess að
gildir málarar fengu sömu meðferð
áræddu þeir að leggja myndir sínar
fyrir hann og fara af því ýmsar sög-
ur. Flestir umbáru þó rýnina vegna
þess að Jón gagnrýndi eigin verk
óvægast, hafði innsýn í ólíkustu við-
fangsefni og var fær um að skil-
greina þau og skýra á ljósan hátt í
samræðum. En þótt
harður væri og
ákveðinn, var hann
ekki maður þrúgandi
strangleika né öfga-
fullrar alvöru, hafn-
aði engu í lífi sínu
sem ánægju og gleði
gat veitt, ef það sam-
rýmdist hinum göf-
uga og réttsýna
skilningi hans, líkt og
öldum áður var sagt
um Albrecht Dûrer.
Það eitt að hafa að-
gang að Jóni Stef-
ánssyni og það hald-
reipi að rökræða við
hann, var í raun og
sannleika á við heilt
ár við Akademíuna ef ekki tvö.
Ofanskráð eru helstu kynni mín
af Jóhannesi Geir, og þótt alla tíð
værum við góðkunningjar fylgd-
umst grannt með hvor öðrum úr
fjarlægð eins og skólafélögum er
tamt, bar fundum okkar misoft
saman, hittumst aðallega varðandi
framkvæmdir á myndlistarvett-
vangi, á sýningum og förnum vegi.
Nánara varð samband okkar aldrei
og skaraðist helst árin í Listmál-
arafélaginu, þannig held ég að ég
hafi aðeins einu sinni eða tvisvar
komið til hans heima að Heiðarbæ
þar sem einbúinn hafði komið sér
afar vel fyrir. Var trúlega í sam-
bandi við starf mitt í sýningarnefnd
FÍM og þátttöku á Tvíæringnum í
Rostock, á einungis góðar minn-
ingar af öllum okkar samskiptum.
Á ýmsu gekk árin sem Jóhannes
var að finna sjálfan sig í listinni, var
nokkur sveimhugi en af öllu mátti
ráða að hið hlutlæga og jarðbundna
yrði vettvangur hans. Átti við ýms-
ar hremmingar að stríða en mun
þar hafa notið umhyggju og upp-
örvunar Stefáns bróður síns sem þá
var einn örfárra starfandi auglýs-
ingateiknara á landinu, en söðlaði
seinna yfir í arkitektúr. Hjá Stefáni
mun hann hafa fengið verkefni auk
þess sem bróðirinn hvatti hann til
að láta ekki deigan síga á lista-
brautinni og var sagður honum inn-
an handar við myndasölu. Þetta var
líka á tímum kalda stríðsins og
strangflatalistarinnar og þá áttu
þeir bágt sem aðhylltust önnur við-
horf, utangarðs í heimslistinni.
Án efa var það viðkynningin við
myndheim hins mikla færeyska
málara Sámal Joensen- Mikines,
sem olli mestu hvörfum um list-
þroska Jóhannesar. Hjá Fær-
eyingnum fann hann til þeirrar
blóðríku samsemdar með nátt-
úrusköpunum í Skagafirði og
mannlífinu á Króknum sem stóðu
upplagi hans sjálfs næst. Mikines
var skólaður í Danmörku en hafði
einnig orðið fyrir sterkum áhrifum
af list Edvards Munchs, en heim-
færði þessi áhrif á vettvang heima-
slóða. Og sama gerði Jóhannes,
sem vann nú úr áhrifunum frá Mik-
ines og yfirfærði á Krókinn, en
gerði það með sínu lagi, melti áhrif-
in og fjarlægðist er fram liðu stund-
ir, skóp sér mjög auðkennilegan og
persónulegan stíl hvar sem hann
bar niður með birtumögn norðurs-
ins að leiðarljósi. Hér á ferð víxl-
verkanir áhrifa sem frambáru gilda
og varanlega list.
Jóhannes
Geir Jónsson 
Jóhannes Geir eins og
hann leit út á Hand-
íðaskólaárunum.
Blönduhlíð 1980, olía á léreft, 118 x 115 sm.
Bragi Ásgeirsson
FYRSTU tónleikar sumarsins
undir nafninu Sumarkvöld við org-
elið voru framfærðir af dómorg-
anistanum, Marteini H. Friðriks-
syni sl. sunnudagskvöld við góða
aðsókn eins og endranær. Mar-
teinn hóf leik sinn með verki eftir
dóttur sína Þóru sem stundar tón-
smíðanám í Gautaborg og hefur
þegar lokið tveimur árum af fjór-
um. Verk Þóru bendir til þess að á
ferðinni sé efnilegt tónskáld og var
margt áheyrilegt í tónmáli verks-
ins þó að nokkuð gætti áhrifa frá
píanóinu með síslegnum undir-
leikshljómum í hægri hendi. 
Annað viðfangsefni
Marteins var F-dúr
tokkatan og fúgan,
BWV 540, en tokkatan
er einn alls herjar
?virtúósaleikur?, þar
sem unnið er með eina
tónhugmynd, en ein-
mitt sú vinnuaðferð
einkennir oft tækni
meistarans, sem náði
ávallt að halda lifandi
framvindu. Í þessu til-
felli bregður þó fyrir
niðurlagshugmynd
sem verkinu lýkur á.
Fúgan er byggð á
tveimur stefjum en
þykir frekar laus í
formi og seinna stefið frekar 
?ó-Bach-legt? Marteinn lék verkið
mjög vel, á skýran og yfirvegaðan
máta, sérstaklega þó tokkötuna,
sem er sérlega erfið um miðbikið
þar sem úrvinnslan nær hámarki.
Sálmaforleikur
Jóns Þórarinssonar
yfir sálmalagið Jes-
ús, mín morgun-
stjarna er einkar fal-
leg tónsmíð er var
sérlega vel flutt og
?registeruð? af Mar-
teini. Sama má segja
um Forleik um sálm
sem aldrei var sung-
inn, eftir Jón Nor-
dal, þýðlega hugleið-
ingu, sem var mjög
fallega mótuð í flutn-
ingi Marteins.
G-dúr sónatan,
BWV 530, eftir
meistara meistar-
anna, J.S. Bach, ásamt örðum
fimm sónötum, er ótrúleg stúdía í
þriggja radda kontrapunkti, þar
sem megintónmálið er þó lagt í
?manúalleikinn? en fótspilið, sem
þó er ótrúlega fjölbreytilegt, ber
nokkurn svip fylgiraddar. Þetta á
við um allar sex sónöturnar
(BWV 525?30), sem eru meist-
araverk og sérlega erfiðar í flutn-
ingi, þarna fór Marteinn á kost-
um, þar sem lögð var áhersla á
skýra aðgreiningu raddanna og
var leikur hans sérlega áhrifa-
mikill í fyrsta þættinum og radd-
fleygun miðþáttarins mjög fallega
útfærð.
Marteinn H. Friðriksson hefur
lagt mikla áherslu á að flytja org-
elverk Páls Ísólfssonar, forvera
síns í starfi sem dómorganisti, og
lauk tónleikunum með Chaconne
Páls, um stef úr Þorlákstíðum,
leiktæknilega glæsilegu verki
sem var mjög vel flutt. Í svona
raðverkum þar sem hvert til-
brigðið tekur við af öðru er fitjað
upp á margvíslegum útfærslum
en slík tilbrigðavinna um eina
tónhugmynd reynir bæði á kunn-
áttu og hugmyndaauðgi, hversu
til tekst, að klæða eina tónhug-
mynd í margvísleg úrvinnslu
mynstur. Tilbrigðin spanna allt
sviðið frá reisulegu upphafinu til
finlegra þátta og undir lokin þar
sem tæknileikurinn nær hármaki
og lýkur með tignarlegu niður-
lagi. Þessu öllu gerði Marteinn H.
Friðriksson góð skil. 
Í heild voru þessir upphafstón-
leikar Sumarkvölds við orgelið
sérlega góðir og hefur leikur
Marteins sjaldan verið betri,
enda Klais-orgel Hallgrímskirkju
hvetjandi fyrir orgelleikara.
Minnisstæðast verður flutningur
Marteins á tokkötunni og són-
ötunni eftir Bach en einnig sér-
lega falleg útfærsla Marteins á
verkum nafnanna Þórarinssonar
og Nordals. Til að fulltelja allt
prógrammið var verk Þóru Mar-
teinsdóttur athyglisvert sem gef-
ur fyrirheit um að þar fari efni-
legt tónskáld. Síðasta verkið,
Chaconne Páls, hefur Marteinn
trúlega leikið oftar en nokkur
annar íslenskur orgelleikari og
var það sérlega vel til fundið að á
móti tveimur verkum eftir J.S.
Bach, voru á efnisskránni fjögur
íslensk verk.
Fjórir á móti tveimur
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Marteinn H. Friðriksson dómorganisti
flutti verk eftir Þóru Marteinsdóttur, J.S.
Bach, Jón Þórarinsson, Jón Nordal og Pál
Ísólfsson. Sunnudagurinn 6. júlí 2003.
ORGELTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson 
Marteinn H. 
Friðriksson 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48