Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Borgartúni 28  Sími 562 5000   www.bjorninn.is
Eldhúsinnréttingar  Innihurðir
Baðinnréttingar  Fataskápar 
Innréttingar
 Fjölbreytt úrval innréttinga.
 Verð við allra hæfi.
 Hönnun og ráðgjöf.
framt á að umsækjandi hefur, með
því að óska eftir hæli á Íslandi, eftir
að hafa ferðast víða um Evrópu og
a.m.k. þrisvar áður sótt um hæli og
að eigin sögn fengið synjun í öllum
þeim ríkjum, berlega misnotað
ákvæði Flóttamannasamningsins
sem ætlað er að vernda þá sem
raunverulega þurfa vernd,? segir
ennfremur í úrskurðinum. Þá hafi
hann með hegðun sinni brotið gegn
lögum um eftirlit með útlending-
um. Beiðni hans um hæli af mann-
úðarástæðum var einnig hafnað,
með vísan í flest þau sömu rök og
hér að ofan. Fjölskyldunni var því
vísað úr landi og bannað að koma til
landsins næstu þrjú ár. Bannið
gildir fyrir allt Schengen-svæðið.
Þennan úrskurð kærði maðurinn til
dómsmálaráðuneytisins.
Alvarlegar afleiðingar 
fyrir börnin
Í greinargerð lögmanns manns-
ins, Hilmars Magnússonar hrl.,
segir að maðurinn hafi ástæðu til
að óttast ofsóknir í Rúmeníu. And-
staða gegn minnihlutahópum fari
vaxandi þar í landi og stóraukinn
fjölda pólitískra flóttamanna þaðan
megi beinlínis rekja til þess. Þá sé
rangt að ofsóknirnar hafi verið til-
viljanakenndar. Hann hafi auk
þess leitað eftir aðstoð yfirvalda í
Rúmeníu en sú viðleitni kallað yfir
hann enn meira harðræði en áður.
Krafan um hæli af mannúðar-
ástæðum var m.a. byggð á því að
hann og eiginkona hans hafi meira
og minna verið á flótta í 13 ár, og
oft á tíðum verið viðskila við börn
sín um árabil. Fjölskyldan hafi að-
lagast íslensku samfélagi vel og
njóti bestu meðmæla, börnin hafi
t.a.m. náð frábærum árangri í
grunnskóla. Vísaði lögmaðurinn
einnig til álits sálfræðings um að
það hefði mjög alvarlegar afleið-
ingar í för með sér fyrir andlega
heilsu fjölskyldunnar, sérstaklega
barnanna, ef fjölskyldunni yrði
sundrað einu sinni enn. 
Á þetta féllst dómsmálaráðu-
neytið ekki og staðfesti úrskurð
Útlendingastofnunar. 
RÚMENSK fjölskylda, sem hvorki
fékk hæli sem pólitískir flóttamenn
né af mannúðarástæðum, var flutt
úr landi í gær og fylgdu lögreglu-
menn þeim áleiðis til Rúmeníu.
Fólkið kvaðst verða fyrir ofsóknum
í heimalandi sínu og hafa verið á
flótta í meira en 12 ár. Útlendinga-
stofnun hafnaði hælisbeiðninni og
var sá úrskurður staðfestur af
dómsmálaráðuneytinu. 
Í úrskurði dómsmálaráðuneytis-
ins kemur fram að maðurinn kom
ásamt konu sinni og tveimur börn-
um til landsins 20. desember 2002.
Hann hafði þá dvalið lengur innan
Schengen-svæðisins en honum var
heimilt og var synjað um land-
göngu en öll fjölskyldan sótti þá um
hæli sem pólitískir flóttamenn.
Einnig sótti maðurinn um hæli af
mannúðarástæðum fyrir sig og
fjölskyldu sína. Maðurinn hafði áð-
ur komið til Íslands, í ágúst sama
ár, og óskað eftir hæli. Meðan hæl-
isumsókn hans var til meðferðar
var hann um tíma í hungurverkfalli
en í nóvember dró hann hælisum-
sóknina til baka og fór til Hollands
með aðstoð íslenskra stjórnvalda. 
Ofsóttur af lögreglu
Í viðtali hjá Útlendingastofnun
sagði maðurinn að lögregla í Rúm-
eníu hafi byrjað að ofsækja hann
þegar hann sneri heim frá Bret-
landi árið 1998, en ástæður þess að
hann sneri heim voru annars vegar
þær að ættleiða hafi átt börn hans
og að hann hafi sætt ofsóknum og
líflátshótunum frá auðugum arab-
ískum hryðjuverkamanni. Í Rúm-
eníu hafi lögregla ofsótt hann, m.a.
vegna viðleitni hans til að fá menn
dæmda sem höfðu misþyrmt hon-
um í gegnum tíðina og gerst sekir
um alvarlegt ofbeldi gegn eigin-
konu hans. Þá hafi hann verið of-
sóttur vegna þess að hann tilheyrir
ungverskum minnihlutahópi. Í við-
talinu kom einnig fram að hann hafi
orðið fyrir ofsóknum hér á landi af
hálfu rúmenskra flóttamanna sem
hafi talið að hann ynni fyrir Útlend-
ingastofnun. 
Útlendingastofnun taldi að þær
lögregluaðgerðir sem maðurinn
greindi frá, jafnvel þótt frásögn
hans væri rétt, væru tilviljana-
kenndar og hlytu að vera afleiðing-
ar þess að einstaklingar hafi mis-
notað vald sitt. Til þess að falla
undir skilgreiningu Flóttamanna-
samningsins þurfi hælisumsækj-
andi að sýna fram á að þessi tilvik
hafi ekki einfaldlega verið tilfall-
andi af hálfu einstaklinga heldur
um skipulagðar aðgerðir að ræða
eða ofsóknum beint að umsækj-
anda sem hafi verið stjórnað, heim-
ilað eða framfylgt af yfirvöldum,
eða þá að yfirvöld hafi ekki getað
eða viljað veita honum fullnægj-
andi vernd. Útlendingastofnun
taldi að ríkisstjórn Rúmeníu myndi
ekki líða brot á grundvallarmann-
réttindum. Ekkert hafi heldur
komið fram um að maðurinn hafi
leitað aðstoðar þar til bærra yfir-
valda í Rúmeníu áður en hann sótti
um hæli sem flóttamaður en það sé
grundvallarforsenda fyrir því að
möguleiki væri á að veita honum
hæli sem pólitískur flóttamaður. 
Byggjast á rannsókn ESB
Í úrskurðinum er minnt á að
Rúmenía hafi sótt um inngöngu í
Evrópusambandið og allar líkur
séu til þess að umsóknin verði sam-
þykkt á næsta ári eða fljótlega eftir
það. Þá hafi Schengen-ríkin fellt
niður áritunarskyldu gagnvart rík-
isborgurum landsins en það bygg-
ist á umfangsmikilli rannsókn sem
ESB hafi gert vegna aðildarum-
sóknar Rúmeníu. ESB hafi komist
að þeirri niðurstöðu að rúmensk
stjórnvöld mismuni hvorki þegnum
sínum né láti mannréttindarbrot
viðgangast. Þá bendi ekkert til
þess að hann verði fyrir ofsóknum
eða áreiti verði hann sendur aftur
til Rúmeníu. ?Benda verður jafn-
Fjölskylda flutt úr landi eftir að hælisbeiðni var hafnað
Töldust ekki 
vera flóttamenn
Beiðni um 
hæli af mann-
úðarástæðum
einnig hafnað
RICHARD Kelson, aðstoðarforstjóri álfyrir-
tækisins Alcoa, leggur áherslu á að starfsemi
álversins við Reyðarfjörð falli að íslensku sam-
félagi með því m.a. að Íslendingar verði ráðnir
að álverinu og að álverið verið hluti af ?Alcoa
fjölskyldunni?. Kelson var í sinni fyrstu Ís-
landsheimsókn á fimmtudag og föstudag, þar
sem hann hitti m.a. iðnaðarráðherra, bæjar-
stjórnarmenn á Reyðarfirði og ýmsa þá lykil-
menn sem tengjast álverkefninu. Tilgangur
heimsóknar hans var einkum sá að kynnast
fólki og sjá með eigin augum álversstæðið við
Reyðarfjörð og einnig heimsótti hann starfs-
menn við Kárahnjúkavirkjun.
?Nú er lokið mati á umhverfisáhrifum verk-
smiðjunnar og næst verður farið út í meirihátt-
ar hönnunarvinnu við verksmiðjuna,? segir
Kelson. Næstu mánuðina verður því ekki mikið
að sjá á landi Sómastaða við Reyðarfjörð, þar
sem hið 320 þúsund tonna álver á að rísa, þar
sem ekki verður byrjað verður á byggingunni
en árið 2005. ?Ég er mjög bjartsýnn á þá tíma
sem framundan eru,? segir hann. ?Álverið við
Reyðarfjörð skiptir afskaplega miklu máli fyr-
ir Alcoa. Það er orðið langt síðan fyrirtækið
reisti álver og mikilvægt að nýja álverið verði
af bestu gerð og eins umhverfisvænt og mögu-
legt er. Það þarf líka að vera öruggur vinnu-
staður og við erum í heildina mjög spenntir að
fá tækifæri til að reisa nýtísku álver hér á
landi.?
Bandaríska verkfræðistofan Bectel, sem
mun vera sú stærsta í heimi, byggir álverið í
samvinnu við þrjár íslenskar verkfræðistofur,
Hönnun hf., Rafhönnun hf. og Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen. Ganga íslensku fyrir-
tækin undir heitinu HRV og eiga þau, ásamt
Bectel, að skila álverinu tilbúnu apríl 2007.
?Að svo komnu máli erum við mjög ánægðir
með það sem Bectel og HRV hafa fram að
færa,? segir Kelson.
Góður staður fyrir álver
Bygging álvers við Reyðarfjörð og virkjana-
framkvæmdir við Kárahnjúka í tengslum við
það er eitt umdeildasta mál sem upp hefur
komið hérlendis. Aðspurður er Kelson hins
vegar nokkuð bjartsýnn á að talsmönnum 
Alcoa muni takast að sannfæra þá sem eru á
móti álverinu, um að það eigi rétt á sér. ?Mér
heyrist þeir Íslendingar sem ég hef rætt við,
vera býsna ánægðir með álverið. Eftir samtöl
við umhverfisverndarsinna er ég enn á þeirri
skoðun að þetta sé góður staður fyrir álver út
frá umhverfisverndarsjónarmiðum og vonandi
mun fólk komast að raun um að það verður
byggt á ábyrgðarfullan hátt.?
Eins og kunnugt er mun Landsvirkjun selja
Alcoa raforku sem framleidd verður í Kára-
hnjúkavirkjun. Aðspurður hvort það hafi áhrif
á fyrirtæki á borð við Alcoa og áform þess um
byggingu álvers, að umhverfissamtök víða um
heim hvetji banka til að lána ekki fé til bygg-
ingar Kárahnjúkavirkjunar, segir hann að 
Alcoa láti slíkt ekki sem um vind um eyru
þjóta. Í mars sl. bárust fréttir um að 120 um-
hverfissamtök frá 47 löndum hefðu myndað
með sér bandalag í þeim tilgangi að hafa áhrif á
banka og lánastofnanir um að veita ekki fé til
byggingar Kárahnjúkavirkjunar.
?Ég held að maður vilji alltaf skilja sjónar-
mið fólks og undan hvaða rifjum þau eru runn-
in. Við hlustum alltaf á ólíkar skoðanir og reyn-
um að gera okkar besta í umhverfismálum og
við teljum okkur vera í takt við ríkjandi stefnur
hvað það snertir. En það munu alltaf verða til
staðar þeir aðilar sem eru okkur ósammála í
þeim efnum.?
Atvinnuleysi á Íslandi er nú um 3%. Hvað
hefur Kelson að segja við þá Íslendinga sem
vilja fá vinnu við álverið?
?Þetta verður íslenskt álver með íslensku
vinnuafli,? segir hann. ?Vinnuaflið verður ís-
lenskt en starfsfólk fyrirtækja Alcoa víðsvegar
að úr heiminum mun veita ýmsan tæknilegan
stuðning. En þetta verður íslenskt álver og við
munum reyna að leggja áherslu á að innri gerð
álversins verði íslensk. Hér verður því um að
ræða íslenskt álver sem verður hluti af Alcoa-
fjölskyldunni. Við vonumst til að við verðum
þáttur í íslensku samfélagi.?
Varðandi aðstæður á álmarkaði segir Kelson
að ekki sé hægt að tala um óskatíma, fyrirtæki
hafi verið að ganga í gegnum þrengingar og
séu ekki komin út úr þeim enn. ?Ástandið gæti
verið betra og ég held að þaðmuni batna. Það
verður byrjað á álverinu árið 2005 og fram-
leiðsla hafin 2007 og þetta mun verða eitt hag-
kvæmasta álver heims. Við þurfum að vera
samkeppnisfær hvað snertir álverð, útgjöld
vegna raforkukaupa og launakostnaðar og ég
held að sú verði raunin.?
Richard Kelson aðstoðarforstjóri Alcoa um Fjarðarál sem á að hefja álframleiðslu 2007
?Verður ís-
lenskt álver?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dr. Richard Kelson aðstoðarforstjóri Alcoa.
HÁTÍÐIN Flugdúndur hófst í
Smáralind í gær en það er kynning
á áhugaflugi á vegum Flugmála-
félags Íslands og aðildarfélaga
þess. Sýningin verður opin alla
helgina. Að sögn Gunnars Þor-
steinssonar, hjá Flugmálafélagi Ís-
lands, er kynningin haldin í tilefni
af 100 ára afmæli flugsins í heim-
inum. ?Flug Wright bræðra, fyrir
100 árum, markaði upphaf flugsins.
Þeir fóru á loft, gátu haldið hæð og
stjórnað vélinni sem var vélknúin.
Þetta markar upphaf nútímaflugs-
ins,? segir Gunnar.
Karl Eiríksson flugstjóri (l.t.h.),
Arngrímur Jóhannsson flugstjóri
og Bergur G. Gíslason, frumkvöðull
flugs á Íslandi, voru viðstaddir upp-
haf flugsýningarinnar í gær. 
Morgunblaðið/Kristinn
Afmæli flugsins minnst

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48