Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AKUREYRI
16 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SUÐURNES
Njarðvíkurnar verða skoðaðar í
fylgd Áka Granz mánudaginn 28.
júlí. Mæting er við Ytri-Njarðvík-
urkirkju klukkan 20. Er þetta skoð-
unarferð á vegum Upplýsinga-
miðstöðvar Reykjaness.
Þriðjudaginn 29. júlí verður gengið
með Halldóri Ingvarssyni um
Grindavík. Mæting er við verslunina
Samkaup í Grindavík klukkan 20.
Á NÆSTUNNI
ÁFORMAÐ er að sleppa í dag 1000
urriðum í Seltjörn á Reykjanesi.
Fiskurinn er af svonefndum ísald-
arstofni, svipuðum og í Veiðivötn-
um og gamla stofninum í Þingvalla-
vatni.
Fyrirtækið Reykjanes Adventure
ehf. tók Seltjörn á leigu í vor af
Reykjanesbæ. Vatnið er við Grinda-
víkurveg, á landi Reykjanesbæjar.
Hyggst fyrirtækið byggja upp
stofninn í vatninu og endurvekja
veiðiánægjuna en það tók vatnið á
leigu til fimm ára.
?Ég veiddi mikið í vatninu hér
áður fyrr. Þetta er ákaflega fallegt
og vel staðsett veiðivatn, stutt fyrir
fólk að fara. Mig langaði því að
bjarga vatninu,? sagði Aðalsteinn
Jóhannsson hjá Reykjanes advent-
ure ehf. þegar blaðamaður leit við á
dögunum. Þá var Aðalsteinn og
samstarfsfólk hans að gera könnun
á vatninu. Vitjaði um tvo litla net-
stubba sem þau lögðu kvöldið áður.
Komu fimmtán fiskar í netin.
?Þetta kemur mér virkilega á
óvart, þetta eru svo litlir net-
stubbar. Hann segir að það sýni að
enn sé töluvert af fiski í vatninu og
hann sé feitur og pattaralegur.
Leigutakar vatnsins ákvaðu
strax að rækta upp ísaldarsilungs-
stofn í vatninu en hafa ekki getað
sleppt fiskinum fyrr en nú vegna
hitans. Vatnið hefur nú kólnað og
er áformað að sleppa 1000 fiskum,
2-4 punda að þyngd, í vatnið í dag.
Við það ætti veiðin að glæðast en
hún hefur verið frekar dræm í vor.
Þó hafa veiðimenn sem þekkja
vatnið vel fiskað ágætlega.
Lögð er áhersla á fluguveiði í
Seltjörn og að veiðimenn sleppi
ósærðum fiski aftur í vatnið. Þó má
hver maður taka með sér tvo fiska
eftir daginn. Aðalsteinn segir að
þetta sé liður í því að byggja upp
stofninn. Hægt er að kaupa sér
veiðileyfi fyrir dag í einu en einnig
er boðið upp á sérstök sumarkort
sem gilda allt sumarið.
Ísaldarurriðinn í Veiðivötnum og
Þingvallavatni er einstæður. Hann
er stórvaxinn og feitur. Er talið að
hann hafi einangrast ofan ófisk-
gengra fossa fljótlega eftir að ísöld
lauk og þaðan er nafnið fengið.
Óvíða í heiminum er til hreinni
stofn af þessari tegund urriða, að
því er fram kemur á heimasíðu
Veiðivatna. Urriðar af ísaldarstofni
eru sérlega hraðvaxta og verða síð-
ar kynþroska en urriðar af sjó-
göngustofnum eða stofnum í lág-
lendisvötnum.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Aðalsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri landar urriða úr Seltjörn.
Þúsund ísaldarurrið-
um sleppt um helgina
Seltjörn
?ÉG hef alla tíð unnið mikið, ekki síst
við eldamennsku og ætla mér ekki að
vera atvinnulaus á þessum aldri,?
segir Gréta Jónsdóttir, 64 ára, sem
tekur við rekstri veitingastofunnar
Varar 1. ágúst næstkomandi.
Sjómanna- og vélstjórafélag
Grindavíkur á húsnæði og tæki veit-
ingastaðarins og hefur leigt veitinga-
mönnum. Reksturinn var auglýstur
nýlega og var Gréta, með stuðningi
fjölskyldu sinnar, í hópi þeirra fjög-
urra aðila sem lögðu inn tilboð.
Stjórn Sjómanna- og vélstjórafélags-
ins samþykkti að taka tilboði hennar
og segir Hermann Magnús Sigurðs-
son formaður að vel viðunandi samn-
ingar hafi náðst.
Skammur fyrirvari
Gréta segist hafa unnið í veitinga-
stofunni í tólf ár við eldamennsku og
fleira. Þegar núverandi rekstraraðili
hafi ekki getað sætt sig við hækkun á
leigu fyrir reksturinn og sjómanna-
félagið boðið hann út hafi hún staðið
frammi fyrir því að missa vinnuna.
Hún segir að enga vinnu sé að hafa í
Grindavík fyrir fólk á hennar aldri
og því hafi henni dottið í hug að
reyna að fá reksturinn á leigu og
fengið við það öflugan stuðning fjöl-
skyldu sinnar. Það hafi gengið eftir.
Gréta tekur við rekstrinum 1.
ágúst svo fyrirvarinn er skammur.
Hún segist taka við að morgni þess
dags og reyna að halda opnu því eng-
inn dagur megi falla úr í svona
rekstri. Hún hefur því í nógu að snú-
ast þessa dagana við að afla leyfa og
undirbúa innkaup.
Hún hyggst reka staðinn með
svipuðu sniðu og núverandi rekstr-
araðili en segist hafa ýmsar hug-
myndir að breytingum sem vonandi
verði hægt að hrinda í framkvæmd
með tíð og tíma. ?Ég horfi bjartsýn
fram á veginn og er viss um að þetta
tekst hjá okkur,? segir Gréta Jóns-
dóttir.
Tekur við veitingum í Vör 1. ágúst
Ætla mér ekki að
vera atvinnulaus
Grindavík
BÆJARRÁÐ hefur samþykkt
fundargerð stjórnsýslunefndar en
nefndin samþykkti á fundi sínum
um miðjan mánuðinn að auglýsa
stöðu jafnréttisráðgjafa 10. ágúst
nk. en um 100% stöðu er að ræða.
Samkvæmt minnisblaði frá vinnu-
hópi meirihlutaflokkanna um stöðu
og verkefni jafnréttisráðgjafa bæj-
arins, er m.a. lagt til að staðan
verði stjórnandastaða á stjórn-
sýslusviði og heyri beint undir
sviðsstjóra/bæjarstjóra.
Elín Antonsdóttir hefur verið í
starfi jafnréttisfulltrúa Akureyrar-
bæjar í liðlega fjögur ár. Hún
sagði starfi sínu lausu 1. júní og
hætti nú í byrjun júlí. Elín var í
100% starfi hjá bænum og sinnti
jafnréttismálunum í 50% stöðu.
?Það segir enginn upp góðu starfi
nema einhver ástæða liggi þar að
baki. Mér leið afar vel í þessu
starfi og hafði komist í kynni við
mikið af góðu fólki,? sagði Elín en
vildi að öðru leyti ekki ræða
ástæðu uppsagnar sinnar. Hún
sagðist taka því fagnandi að til
stæði í ráða í 100% stöðu við þenn-
an málaflokk. ?Það er nú samt
þannig að jafnréttismál eiga langt í
land, ekki bara á Akureyri heldur
á landinu öllu og það er víða pottur
brotinn. Ýmislegt jákvætt hefur
gerst og það er t.d. ánægjulegt að
sjá hver þróunin í átt til kynjajafn-
réttis hefur verið í bæjarstjórn
Akureyrar og í nefndum bæjarins.
En það breytir því þó ekki, að á
meðan laun kynjanna eru ekki
jöfn, vantar talsvert mikið á jafn-
réttið. Með það getur engin ábyrg
manneskja verið ánægð með.?
Það er óhætt að segja að mikið
hafi gengið á í þessum málaflokki í
bænum mörg undanfarin ár. Ak-
ureyrarbær hefur á liðnum árum
greitt milljónir króna til nokkurra
kvenna, vegna brota á lögum um
jafna stöðu og jafnan rétt kvenna
og karla. Sum þessara mála hafa
komið til kasta kærunefndar jafn-
réttismála en einnig hafa héraðs-
dómur Norðurlands eystra og
Hæstiréttur komið við sögu. Þegar
niðurstöður þessara mála eru
skoðaðar kemur í ljós að þau eru
frekar vandræðaleg fyrir bæinn,
ekki síst þar sem bæjaryfirvöld
hafa lagt áherslu á jafnréttismál
og þar hefur jafnréttisfulltrúi
starfað lengi. 
Elín sagði ekki hægt að breiða
fjöður yfir það að á undanförnum
árum hafa komið upp mál sem hafa
verið vandræðaleg og leiðinleg fyr-
ir bæinn. ?Kannski verður þessum
málum betur fyrir komið þegar bú-
ið verður að ráða jafnréttisfulltrúa
í fullt starf. Og ég á ekki þá ósk
heitari en að svo verði.?
Mikill skaði að missa Valgerði
úr starfi jafnréttisstýru
Valgerður H. Bjarnadóttir bæj-
arfulltrúi á Akureyri hefur látið af
starfi framkvæmdastýru Jafnrétt-
isstofu og stjórnarformennsku í
leikhúsráði Leikfélags Akureyrar,
eftir að Héraðsdómur Norðurlands
eystra komst að þeirri niðurstöðu
að LA hefði brotið jafnréttislög við
ráðningu leikhússtjóra. Elín sagði
það mikið áfall fyrir jafnréttismál í
landinu að ekki skyldi borin gæfa
til þess að leysa þetta mál á annan
máta en raun ber vitni. ?Ég tel það
mikinn skaða að missa Valgerði úr
starfi jafnréttisstýru, þekking
hennar á jafnréttismálum er óum-
deilanleg,? sagði Elín.
Fráfarandi jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar
Jafnréttismál eiga langt
í land á landinu öllu 
Jafnréttisfulltrúi
hættir en jafn-
réttisráðgjafi
ráðinn í staðinn
?VIÐ vorum að reyna að veiða
kött en hann slapp alltaf,? sögðu
þeir félagar Einar Oddur Páll, 5
ára, og Hilmir Gauti, 6 ára, þar
sem þeir voru með net í eftirdragi
í Síðuhverfinu. Þeir gáfu sér þó
tíma fyrir stutt spjall og mynda-
töku. ?Þessi köttur var búinn að
skíta í garðinn hjá vinkonu hennar
mömmu,? sagði Hilmir ?og pissa
líka,? bætti Einar við. ?Við reynd-
um og reyndum að ná kettinum en
hann hljóp svo hratt, við hlupum
líka hratt en kötturinn hljóp hrað-
ar.? Sigmar, félagi þeirra Einars
og Hilmis, var einnig með í elt-
ingaleiknum en hann var farinn
heim. ?Hann var alltaf að stökkva
í polla og var orðinn blautur í fæt-
urna.?
Vorum að
reyna að
veiða kött
Morgunblaðið/Kristján
Fjórðu tónleikar Sumartónleika í
Akureyrarkirkju verða haldnir
sunnudaginn 27. júlí kl. 17. Flytjandi
verður orgelleikarinn Björn Steinar
Sólbergsson og mun hann leika öll
orgelverk Páls Ísólfssonar, í tilefni
þess að í október n.k. eru liðin 110 ár
frá fæðingu hans. Björn Steinar
mun leika þessi verk í Hallgríms-
kirkju og Selfosskirkju í september
og einnig hljóðrita þau fyrir geisla-
disk á haustdögum. Aðgangur
ókeypis og allir velkomnir.
Kvöldmessa verður haldin í kirkj-
unni kl. 20.30 og mun sr. Anna S.
Pálsdóttir, dóttir Páls Ísólfssonar,
predika og við messuna mun einnig
verða flutt tónlist eftir Pál. Sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir þjónar fyrir alt-
ari og félagar úr Kór Akureyr-
arkirkju syngja.
Á MORGUN
Í DAG, laugardaginn 26. júlí,
verður opnað í félagsheimilinu
Sólgarði í Eyjafjarðarsveit ein-
stakt safn ýmiss konar muna
sem Sverrir Hermannsson,
húsasmíðameistari á Akureyri,
og eiginkona hans Auður Jóns-
dóttir, hafa afhent Eyjafjarðar-
sveit til eignar og varðveislu.
Safnið hefur hlotið nafnið
?Smámunasafn Sverris Her-
mannssonar? og er eins og áður
segir einstakt í sinni röð. Fjöldi
muna er ótrúlegur og fjöl-
breytileikinn ekki síður, en
Sverrir sem er Akureyringur,
fæddur árið 1928, hefur safnað
margs konar smáhlutum í ára-
tugi og oft hafa honum áskotn-
ast fast að þúsund hlutir á ári. 
Smámunasafn
Sverris Her-
mannssonar opnað
Safnið ein-
stakt í 
sinni röð 
Ein af nýjungum sumarsins á Gás-
um verður á morgunn, sunnudag-
inn 27. júlí kl. 11:00 en þá verður
farið í dagsgönguferð frá Gásum að
Möðruvöllum með viðkomu á
tveimur öðrum sögufrægum stöð-
um þ.e. Skipalóni og Hlöðum. Farið
verður af stað frá bílastæðinu við
Gáseyri. 
Gengið verður fyrst um uppgraft-
arsvæði kaupstaðarins undir leið-
sögn Dagbjartar Ingólfsdóttur en
eftir það tekur Bjarni Guðleifsson,
náttúrufræðingur, við leiðsögninni.
Gengið verður að Skipalóni og
Hlöðum og endað á Möðruvöllum
þar sem rúta bíður til að ferja
göngufólk aftur að bílastæðinu.
Fólk er hvatt til að vera vel skóað
og hafa með sér nesti. Þátttöku-
gjald 1000 krónur. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48