Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 23
A
RFINN er atvinnuskap-
andi fyrir ungmenni
landsins, en það er ekki
bara arfi sem mætir þeim í
vinnunni. Í sumar gróðursetja t.d.
nemendur Vinnuskólans í Reykjavík
um 18.500 plöntur og taka 739 garða
eldri borgara og öryrkja í gegn. Síð-
asta sumar fylltu nemendur Vinnu-
skólans poka og jarðvegsgáma með
515 tonnum af jarðvegi, úrgangi og
sorpi.
Í öllum bæjum landsins eru ung-
lingar við sumarstörfin. Í sumar
starfa u.þ.b. 3.200 unglingar hjá
Vinnuskóla Reykjavíkur. Skólinn á
sér langa sögu en hefur sjaldan áður
verið svo fjölmennur. Árið áður voru
2.700 í honum. Í Morgunblaðinu árið
1937 stóð um fyrsta sumar Vinnu-
skólans: 
?Vinnuskóli fyrir unglinga, sem
bæjarstjórnin hefur ákveðið að kom-
ið verði upp í tilraunaskyni nú í sum-
ar, tekur til starfa í næstu viku. Er
ráðgert að hann standi í fjórar vikur.
Verður hann starfræktur í skíða-
skála Ármanns í Jósefsdal. Þar
verða 25 piltar á aldrinum 14-16 ára.
Þar verður vinnudagurinn 6 klst. á
dag og einni stund varið til íþrótta-
iðkana. Fæðið verður ókeypis, svo og
kennslan og húsnæðið að sjálfsögðu.
Gert er ráð fyrir að piltarnir fái 15
krónur í þóknun að námskeiði
loknu.? Skólinn var þó ekki formlega
stofnaður í Reykjavík fyrr en árið
1951.
Góð þjálfun leiðbeinenda
Vinna unglinganna er þáttur af
umhirðu og snyrtingu innan borgar-
markanna, en utan borgarmarka
starfa fimmtán ára unglingar einnig
í uppgræðslu, skógrækt og stígagerð
í Heiðmörk og á Hólmsheiði. Eitt-
hvað er enn um göngustigagerð í
Esjunni, en átak var gert í þeim efn-
um fyrir nokkrum árum. 
Svavar Jósefsson fræðslu- og upp-
lýsingafulltrúi Vinnuskólans segir að
vegna þessa hlutverks hafi þjálfun
leiðbeinenda verið stóraukin og kröf-
ur til þeirra orðið meiri. Hann segir
að áður en sjálft sumarstarfið hefjist
sitji þeir námskeið þar sem farið er
yfir grundvallaratriði svo sem fyrstu
hjálp, vinnuvernd og vinnubrögð,
stjórnun, garðvinnu o.fl. Námskeið
leiðbeinenda verða sífellt fjölbreytt-
ari og nú voru t.d. sérhæfð námskeið
á borð við fjölmenningarfræðslu og
fíkniefnafræðslu.
Vinna aldurshópanna
Fjórtán ára unglingar vinna nú 3,5
klst á dag í sex vikur. Reynt er að
halda vinnuhópum þeirra í nágrenni
við heimili, þar á meðal við skóla og
íþróttasvæði. Verkefni þeirra eru þá
umhirða og snyrting lóða og opinna
svæða í hverfinu. Þetta fyrsta ár er
lögð áhersla á að kynna fyrir nem-
endunum vinnubrögð, beitingu verk-
færa, grundvallarreglur á vinnustað
o.s.frv. 
Fimmtán ára unglingar vinna 7
tíma á dag í sex vikur. Ekki er sér-
staklega miðað við að þeir séu að
vinna í hverfum sínum, heldur þar
sem starfskrafta þeirra er þörf.
Meiri alvara hefur færst í leikinn,
þeir starfa m.a. við þjónustu við eldri
borgara og öryrkja. 
Sextán ára unglingar vinna einnig
7 klst á dag, en í sex vikur. Litið er á
þessi ungmenni sem starfsmenn
fremur en nemendur og störfin mið-
ast við að þau kunni til verka að lokn-
um tveimur árum í skólanum. Verk-
efni þeirra eru bæði innan borgar og
utan. Í borginni er unnið í samvinnu
við gatnamálastofu- og garðyrkju-
deild Reykjavíkurborgar að erfiðari
verkum. 
Tómstundir og forvarnir
Svavar segir að vinnuskólinn sé
einnig forvarnarstofnun. Rannsókn-
ir hafa sýnt að mest hætta er á að
unglingar leiðist út í óreglu á sumrin.
Aðalorsakir eru taldar vera rýmri
tími, minna aðhald og meiri fjárráð.
Vinnuskólinn hefur reynt að sporna
gegn óreglu með uppbyggjandi
fræðslu. 
Á sumrin eru flestar félagsmið-
stöðvar lokaðar eða minna opnar en
yfir vetrarmánuðina. Meðal annars
af þeim sökum heldur Vinnuskólinn
uppi tómstundastarfi. Fræðslustarf-
ið er auk þess miðað við að þar sé
heilbrigðum lifnaðarháttum og
spennandi áhugamálum gert hátt
undir höfði. Vinna og fræðsla mynda
spennandi, þroskandi og heilbrigða
heild - sem er líkast til besta for-
vörnin. 
Fræðsla og fjölmenning
Frá árinu 1995 hefur Vinnuskól-
inn boðið upp á sérstaka fræðslu-
daga. Hver hópur fer í þrjár fræðslu-
ferðir og telst hver dagur fullur
vinnudagur. Fræðslan spannar þrjú
svið sem nefnast: 
L50776 Náttúran og umhverfið 
L50776 Listir og menning 
L50776 Lífsleikni og sjálfsstyrking.
Fjórtán ára nemendur fara í nátt-
úru- og umhverfisfræðslu í Viðey.
Nemendur eru bæði fræddir um
sögu staðarins og náttúrufar, en
nefna má að þar verpa 24 tegundir
fugla.
Þessi hópur fær lista- og menning-
arfræðslu í Ásmundasafn og fjöl-
menningarfræðslu í Alþjóðahúsinu.
Svavar segir að markmiðið með því
sé að gera unglingunum grein fyrir
því að Ísland sé fjölmenningarlegt
samfélag. Einnig að þeir fái innsýn í
líf jafnaldra sinna í öðrum löndum.
Fimmtán ára taka fræðsludag í
Heiðmörk, bæði til að kynnast henni
sem útivistarsvæði og til að fræðast.
Þau eru einnig í fræðslu sem nefnist
List í borg, en þar leggja leiðbein-
endur áherslu á að kynna nemendum
nýtt sjónarhorn á Reykjavík. Dag-
urinn hefst í turni Hallgrímskirkju
og eftir það er ferðast á fæti um
borgina og kannað hvað helst er að
gerast í listum.
Sjálfsmynd og samskipti er sam-
starfsverkefni Geðræktar og Rauða
kross Íslands sem þessi aldurshópur
kynnist. Þar er fjallað um sjálfs-
mynd og viðhorf unglinganna til
sjálfra sín og hvernig samskipti
þeirra og hugmyndir tengjast öðru
fólki.
Hjól í borg og List í borg
Framtíðarfræðsla Verzlunar-
mannafélags Reykjavík er ennfrem-
ur efni sem sextán ára njóta - en það
er um hinar fjölmörgu leiðir sem
standa til boða eftir grunnskóla og
kennsla í að sækja um starf. Þau
læra um rétt sinn og mikilvægi góðra
samskipta, svo dæmi sé tekið.
Sextán ára taka skemmtilegan
dag á hjólum og nema þannig nátt-
úru- og umhverfisfræðsluna. Hjólað
er um Elliðarárdalinn, um Fossvog-
inn og þaðan upp að Öskjuhlíð þar
sem leystar eru þrautir og farið í
spurningakeppni. Eftir það er haldið
í Nauthólsvík og slegið upp grill-
veislu, en deginum lýkur í Vestur-
bæjarlauginni. Markmiðið með Hjól
í borg er m.a. að kynna hjólreiðar
sem farkost til hreyfingar og
skemmtunar, ýta undir heilbrigða og
holla lífshætti og opna augu fyrir
náttúru og sögu Elliðaárdals og
Öskjuhlíðar.
Listafræðslan fyrir 16 ára ung-
linga er haldin í Listasafni Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu. Leiðbeinend-
ur leggja m.a. áherslu á nútímalist,
samruna listforma og list í nánasta
umhverfi. Fræðslan á að virka bæði
hvetjandi og örvandi fyrir þátttak-
endur.
Vinnuskólinn stendur í sumar í níu
vikur eða frá 10. júní til 8. ágúst. Hér
er alls ekki sagt frá öllu sem við ber í
vinnuskólanum, t.d. hefur frá árinu
1987 hefur Vinnuskólinn boðið fötl-
uðum nemendum í Reykjavík og ná-
grannasveitarfélögum upp á sumar-
störf, sumarhátíðinni sem var haldin
17. júlí sl. Um miðjan ágúst verður
síðan haldin hátíð fyrirmyndarhópa.
Munu yfirleiðbeinendur þá tilnefna
18-20 hópa sem verða valdir úr fyrir
vel unnin störf og fá í verðlaunaskyni
að sækja hátíðina.
Vinnuskólinn/Árlega eru á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur 500.000 trjáplantna gróðursettar, um 750 garðar elli-
lífeyrisþega hirtir í tvígang og 1000 tonnum af lífrænum garðaúrgangi skilað til SORPU þar sem honum er breytt
í moltu. Gunnar Hersveinn heilsaði upp á nokkra af u.þ.b. 3200 starfandi unglingum hjá Vinnuskólanum. 
Ekki bara
arfi í beðum
borgar
Morgunblaðið/Arnaldur
Hópur úr Vinnuskólanum á fræðsludeginum List í borg sem Gerður og Guðfinna leiðbeina á. Hópurinn hóf daginn
á því að fara í Hallgrímskirkjuturn og líta yfir borgina og eftir það skoðaði hann Listasafn Einars Jónssonar.
L50098 Vinnuskólinn er vinsæll vinnustað-
ur og skóli með 200 bekki.
L50098 Á fræðsludögum er t.d. hjólað um
borgina eða farið í Alþjóðahúsið.
guhe@mbl.is
TENGLAR
.....................................................
http://www.vinnuskoli.is/
GERÐUR Jónsdóttir og Guðfinna
Mjöll Magnúsdóttir leiðbeina í
Lista- og menningarfræðslunni
List í borg sem er fyrir 16 ára
unglinga. Blaðamaður hitti hópinn
eftir að hann hafði skoðað útsýnið
úr Hallgrímskirkjuturni og Ein-
arssafn. 
Viktor Bjarnason, Sólrún Tinna
Grétarsdóttir og Karitas 
Matthíasdóttir voru bara ánægð
með morguninn, en yfirleitt eru
þau að störfum á Hólmsheiði í
Heiðmörk.
Framundan þennan dag var að
ganga um miðbæinn og kanna
hvort Reykjavík sé borg sem
geymir fjölbreytt og skemmtilegt
listalíf.
Blaðamaður hitti annan hóp í
Laugardalnum eða þau Sunnu Sig-
urðardóttur, Þórhildi Sunnu Æv-
arsdóttur og Pál Helga Sigurðar-
son ásamt Frey Björnssyni leið-
beinanda þeirra. ?Þetta er fín
vinna,? segir Páll, maður fær
a.m.k. borgað fyrir að reyta arfa.?
Sunna og Sunna voru fyrst í
sumar í Öskjuhlíðinni en fengu að
skipta yfir í Laugardalinn. Sunna
Sigurðar og Páll hafa reyndar
unnið þar öll þrjú árin en Þórhild-
ur Sunna starfað líka í Mosfells-
bænum.
Núna vinna þau sjö tíma á dag
og fá tvisvar fimmtán mínútur í
kaffi og hálftíma í mat. ?Starfstím-
inn er níu vikur,? segir Sunna, ?og
af þeim erum við 12 daga í fríi.?
?Við erum með 385 krónur á
tímann núna, en þau úr 9. bekk
eru með 290 og 8. bekk með 257
krónur,? segir Þ. Sunna og Páll
bætir við að einnig séu 2 veik-
indadagar greiddir.
Þau segjast bara vera sátt við
vinnuna, vera mest í arfatínslu, en
einnig að kantskera og jafnvel að
slá gras. Veðrið er auðvitað mis-
jafnt og erfitt að vinna ef rign-
ingin er rosaleg. 
Þau byrja kl. 8:30 á morgnana
og eru að störfum til 15:50. 
Næsta haust ætla þau öll í nám.
Páll í Fjölbrautaskólann við Ár-
múla, Sunna í Fjölbrautaskólann í
Breiðholti og Þórhildur Sunna í
Menntaskólann í Reykjavík.
?Þetta er fín vinna?
Morgunblaðið/Arnaldur
?Maður fær a.m.k. borgað fyrir að reita arfann.? Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Sunna Sigurðardóttir, Páll Helgi
Siguðarson og Freyr Björnsson, leiðbeinandi í Vinnuskóla Reykjavíkur. Þau segjast bara vera sátt við vinnuna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48