Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 41
Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins 
í síma 569 1122, askrift@mbl.is 
eða á
Þjónustan gildir fyrir fjóra daga að lágmarki 
og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður.
ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS  MOR 21021  05/2003
Fáðu Morgunblaðið sent
Við sendum blaðið innpakkað og merkt 
á sumardvalarstaði innanlands.
Morgunblaðið bíður þín
Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert 
í fríi og sendum til þín þegar þú kemur 
heim aftur.
Fríþjónusta
Ertu 
að fara 
í frí?
Viltu vinna flugmiða?
Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins 
tekið þátt í léttum spurningaleik um 
Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga 
möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag 
eða Budapest með Heimsferðum.
Taktu þátt!
LEIKMENN Chelsea leika gegn
sigurvegaranum í viðureign SK
Zilina frá Slóvakíu ogr Maccabi Tel
Aviv frá Ísrael í þriðju umferð for-
keppni Meistaradeildar Evrópu. Ef
Chelsea mæta Maccabi fá leikmenn-
irnir tilvalið tækifæri til að hefna
ófaranna frá UEFA-keppninni fyrir
tveimur árum, þegar Chelsea var
slegið út af ísraelska liðinu Hapoel
Tel Aviv, samanlagt 3:1. Þá óskuðu
nokkrir leikmenn að sleppa við að
fara til Ísraels og leika þar, sem
varð Chelsea dýrkeypt.
Nýr eigandi Chelsea, Rússinn
Roman Abramovich, mun ekki
koma leikmönnum upp á að vera
heima á nýjan leik þar sem hann
leggur áherslu á að Chelsea komist
í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Til þess að það takist verða leik-
menn liðsins að fagna sigri í viður-
eigninni í þriðju umferð forkeppn-
innar.
Chelsea leikur útileik sinn 12.
eða 13. ágúst en heimaleikinn á
Stamford Bridge tveimur vikum
síðar.
M
ikil spenna var í leikmönnum og
dómarinn þurfti að hlusta á
tuðið en getur sjálfum sér um kennt
því hann lét menn komast upp með
óþarfa brot sem voru
til komin vegna
óánægju með eigin
frammistöðu. Þegar
menn sáu að hann
ætlaði sér ekki að hemja leikmenn
gengu þeir á lagið og lögðu mikið í að
garga á dómarann, aðstoðardómara
og fleiri. 
Gestirnir úr Víkinni voru mjög
ákafir fyrstu mínúturnar en heima-
menn í Hafnarfirði vörðust fimlega til
að byrja með. Mesta púðrið fór í að
berjast um miðjusvæðið og þar höfðu
Víkingar yfirleitt betur en ekki betur
en svo að Haukar fengu fleiri umtals-
verð færi. Fjögur sæmileg færi voru
skráð á Víkinga fyrir hlé og fimm á
Hauka en Ögmundur Rúnarsson í
marki Víkinga sýndi tvisvar glæsileg
tilþrif í markinu. 
Dæmið snerist við eftir hlé, þá náðu
Víkingar völdum á miðjunni og þegar
vörnin hafði sóknarmenn Hauka í
hendi sér fengu þeir ekki færi fyrr en
undir lok leiksins. Strax í upphafi síð-
ari hálfleiks varði Jörundur Kristins-
son markvörður Hauka vel á línu,
Daníel Hjaltason prjónaði sig laglega
í gegnum vörn Hauka á 53. mínútu en
skaut framhjá og á 75. mínútu átti
Stefán Örn Arnarson gott skot en það
fór í varnarmann og horn. Þegar leið
að lokum fóru Haukar að færa sig upp
á skaftið en gekk illa að komast
framhjá Sölva Geir Ottóssyni og
Þorra Ólafssyni en Goran Lukic tókst
samt að sleppa í gegn á 86. mínútu en
skot hans fór rétt framhjá stönginni. 
Haukar stóðu vörnina af prýði en
tókst ekki að halda miðjusvæðinu og
sóknarmenn þeirra voru ofurliði
bornir eftir hlé. ?Þetta var hörkubar-
átta og slagur milli tveggja liða, sem
spila af hörku og nota líkamann,?
sagði Guðmundur Magnússon varn-
armaður Hauka eftir leikinn. ?Við
ætluðum að nota sömu taktík og Vík-
ingar hafa sjálfir notað ? að liggja aft-
arlega í vörninni og sækja síðan hratt.
Við þéttum því miðjuna og það gekk
upp að vissu leyti en við náðum ekki
að pota boltanum inn. Eftir hlé hugs-
uðu bæði lið meira um að fá ekki á sig
mark en það vill oft verða svo,? bætti
Guðmundur við. ?Ég tel að Víkingar
muni blanda sér í toppbaráttuna og
við ætluðum að gera það líka með
sigri í dag en ætli við höldum bara
ekki áfram í miðjumoðinu um stund.?
Jörundur markvörður átti góðan leik
og Darri Johansen með Guðmundi í
vörninni en Goran Lukic og Magnús
Ólafsson áttu góða spretti. 
Víkingar gengu ekki sáttir af velli
og ekki hýrnaði yfir þeim við fréttir af
sigri Þórs. ?Við ætluðum að taka þrjú
stig og þurftum á því að halda til að
halda öðru sæti deildarinnar,? sagði
Þorri Ólafsson fyrirliði Víkinga, sem
átti góðan leik í vörninni ásamt Sölva
Geir. ?Þetta var ekki nógu gott hjá
okkur í fyrri hálfleik því við eyddum
fjörutíu og fimm mínútum í vitleysu,
röfl og tuð í stað þess að einbeita okk-
ur að leiknum. Við ætluðum að snúa
við blaðinu eftir hlé og sköpuðum okk-
ur færi en Haukar áttu ekki eitt í
fjörutíu og fimm mínútur. Það vantaði
hins vegar alveg að skora mörkin, við
höfum gert fimm jafntefli og það
gengur ekki upp, við verðum að vinna
fleiri leiki.? Fyrir utan varnarmenn-
ina tvo áttu Steinþór Gíslason og Ög-
mundur góðan leik. Daníel Hjaltason
var í fremstu víglínu en tókst ekki vel
upp þar, hinsvegar var hann góður við
að aðstoða á miðjunni.
Morgunblaðið/Kristinn
Egill Atlason úr Víkingi og Haukamaðurinn Jón Gunnar Gunnarsson voru einbeittir á svip.
Meira um tuð en
mörk á Ásvöllum
EITT stig á hvort lið var alveg nóg umbun þegar Víkingar sóttu
Hauka heim í Hafnarfjörðinn í gærkvöldi. Meira var um tuð og röfl í
stað góðrar knattspyrnu enda lauk leiknum með markalausu jafn-
tefli. Haukum tókst með sigri að færa sig upp í fjórða sæti deild-
arinnar en þar sem Þór vann HK í Kópavoginum misstu Víkingar
annað sæti deildarinnar til Þórsara. 
Stefán
Stefánsson
skrifar
Chelsea aftur til Ísrael?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48