Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Morgunblaðið/Sigurgeir
Það þarf snör og örugg handtök við
að veiða lundann á flugi.
LUNDAVEIÐITÍMABIL ársins í
Vestmannaeyjum er nú hálfnað og
hefur um margt verið óvenjulegt.
Veiðin hefur ekki verið nálægt því
að vera til hálfs við veiði fyrri ára.
Lítið fjör er í fuglinum og kraftur í
viðveru sáralítill. Að sögn Óskars J.
Sigurðssonar í Vestmannaeyjum
má vera að lítið sé um æti fyrir
lundann. ?Sandsíli eru kjörfæða
lundans og það má vera að þau
haldi sig of fjarri landi í ár,? sagði
hann í samtali við Morgunblaðið.
?Það koma ár við og við þar sem
veiðin er lítil,? bætti hann við. Ekki
telur hann að ástæða sé til að óttast
um stofninn, en öðru hverju sé
ástandið svona.
Pysjudauði er allmikill og sjá má
á dauðum pysjum hve stutt þær eru
komnar í þroska, þær eru aðeins
smáhnoðrar þótt langt sé liðið á
veiðitímann.
Vegnar vel í Vigur
Öðru máli gegnir um viðgang
lundans í eynni Vigur í Ísafjarðar-
djúpi. Þar er fjöldi fugla svipaður
og verið hefur. Stofninn er stór og
að sögn íbúa í eynni er ástand
lundastofnsins gott þar vestra. 
Lundaveiði
lítil í Eyjum
LÍKUR eru taldar á því að markaðir
fyrir frysta síld verði þokkalegir
næstu mánuðina. Verð á síldinni náði
hámarki um áramótin 2001/2002,
sem leiddi til kauptregðu. Verðið féll
svo verulega í fyrra og lýstu Norð-
menn markaðsástandinu þá sem ein-
hverju versta ári í sögu síldarút-
flutnings. Ekki blæs byrlega í ár í
norskum síldarútvegi en það er gott
hljóð í íslenskum síldarsölumönnum. 
Gert er ráð fyrir að eftirspurn
aukist að nýju og meira jafnvægi ríki
milli framboðs og eftirspurnar, en
engar líkur eru taldar á því að verðið
nái fyrri hæðum.
Minna til Póllands
Samkvæmt upplýsingum um inn-
flutning Pólverja, dróst hann mikið
saman á síðasta ári, einkum vegna
þess að verð í gjaldmiðli landsins,
zloty, hafði hækkað nokkuð. Þannig
minnkaði innflutningur um 46% á
fyrstu 9 mánuðum síðasta árs, en
verðið hækkaði um 11%. Innflutn-
ingur frá Noregi dróst saman um tvo
þriðju, en Svíar juku hlut sinn. Inn-
flutningur á ferskri síld og frystum
flökum dróst saman um 26%, en
verðið hækkaði um 5%. 
Útflutningur Norðmanna á heil-
frystri síld á þessu ári hefur enn
haldið áfram að dragast saman. Á
hinn bóginn hafa Íslendingar og
Færeyingar aukið hlut sinn á þess-
um markaði verulega, en salan þang-
að þrefaldaðist á síðasta ári. Nú,
þegar samið hefur verið við Norð-
menn um veiðar á norsk-íslenzku
síldinni, má gera ráð fyrir því að
hærra hlutfall aflans verði fryst úti á
sjó fyrir markaði í austanverðri Evr-
ópu.
Meira til Rússlands
Markaðurinn fyrir frysta síld í
Rússlandi stækkaði töluvert á síð-
asta ári og var nærri 300.000 tonn.
Aukningin varð fyrst og fremst
vegna eigin veiða Rússa og innflutn-
ings frá Noregi. Einnig flytja Rússar
inn töluvert af síld frá Eystrasalts-
löndunum, sem þangað hefur komið
frá Noregi og löndum Evrópusam-
bandsins.
Sala á síld til Austur-Evrópu hef-
ur aukizt á þessu ári. Eftirspurn er
mest í Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-
Rússlandi, enda eru þar minni birgð-
ir en í fyrra.
Gott hljóð í Íslendingum
Að sögn Teits Gylfasonar, sölu-
stjóra SÍF fyrir A-Evrópu, er nánast
öll sumarsíldin seld hjá þeim og hann
segir að síldarmarkaðir séu í fínu
jafnvægi.
?Það er ágæt eftirspurn og alla-
vega sú síld sem við höfum höndlað
með í sumar, og við erum með tals-
vert magn, er að mestu seld og mest-
megnis á þokkalegu verði þannig að
við höfum ekki yfir neinu að kvarta.?
Þann vanda sem hrjáð hefur
norskan síldarútveg segir Teitur
vera algjörlega heimatilbúinn. Hann
liggi í því að þeir eigi mjög mikla
kvóta eftir sem þeir óttist að geta
ekki veitt upp í, verðlagning síldar-
innar sé ákveðin af einum aðila og
tryggingafélög sem hafi tryggt
greiðslur til fiskiskipa frá verkend-
um í Noregi hafi sagt þeim upp.
Ástæðan sé m.a. sú að norskur sjáv-
arútvegur sé rekinn með gífurlegum
halla og tryggingafélögin treysti því
ekki að þessi norsku fyrirtæki lifi
það af að geta staðið við sínar skuld-
bindingar gagnvart hráefnisbirgj-
um.
Þokkalegir mark-
aðir fyrir frysta síld
Síldarmarkaðir í fínu jafnvægi
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
? leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
687 MILLJÓNA króna munur á
eiginfjárstöðu Kaupfélags Árnes-
inga samkvæmt ársreikningi 2002
og beiðni um heimild til greiðslu-
stöðvunar í júlí helgast af mismun-
andi aðferðafræði, að sögn Einars
Gauts Steingrímssonar hrl., að-
stoðarmanns á greiðslustöðvunar-
tímabilinu. 
Samkvæmt ársreikningi 2002 er
eigið fé jákvætt um 342 milljónir
króna, en í beiðni um greiðslu-
stöðvun frá 14. júlí sl. eru skuldir
345 m.kr. hærri en eignir og eigið
fé því neikvætt sem því nemur.
Einar Gautur segir að við end-
urmat á eignum og skuldum fyr-
irtækisins, sem lagt hafi verið til
grundvallar við fyrrnefnda beiðni
um greiðslustöðvun, hafi ekki verið
beitt hinum hefðbundnu bókhalds-
reglum. ?Við kusum að beita ýtr-
ustu varfærni við þetta mat. Í stað
þess að meta eignir á endurkaupa-
verði, þ.e. hvað kostar að afla
þeirra til að nota í rekstrinum,
voru þær metnar á söluverði, sem
leiddi til töluvert lægra mats,? seg-
ir hann.
Að auki, segir Einar Gautur, var
allt hlutafé í Brú afskrifað, sömu-
leiðis allar kröfur á Brú. Þá hafi
allar ábyrgðir vegna Brúar verið
taldar til skulda hjá kaupfélaginu.
?Þarna munar alls um 400 millj-
ónum,? segir hann.
Eignarhaldsfélagið Brú var
stofnað í júlí 2001 og yfirtók kaup-
samning vegna Hótel Selfoss og
samdi jafnframt um rekstur þess
til fimmtán ára. Hluthafar Brúar
eru Kaupfélag Árnesinga, Isosport
hf. og eignarhaldsfélag Suðurlands
Fundur á mánudag
Sem kunnugt er hefur KÁ verið
veitt greiðslustöðvun til 1. ágúst,
en fram að þeim tíma verður leitað
leiða til að koma skipulagi á fjár-
mál félagsins. 
Á mánudaginn verður haldinn
fundur með kröfuhöfum, þar sem
þeim verður gerð grein fyrir stöðu
mála.
Bókhaldsleg fjárhagsstaða Kaupfélags Árnesinga, 
sem er í greiðslustöðvun, versnaði mikið á árinu
687 milljóna munur
er á uppgjörunum
Aukinni varfærni
beitt við mat
á eignum
ATLANTSOLÍA afgreiddi sína
fyrstu pöntun af olíu í gærmorgun en
þá voru eldsneytisgeimar vinnuvéla
á vegum verktakafyrirtækisins
Magna fylltir af olíu. Stefán Kjærne-
sted, einn eigenda Atlantsolíu, segir
að fyrirtækið ætli ávallt að bjóða lítr-
ann af olíu á krónu lægra verði en
samkeppnisaðilarnir. Auk þess verði
tilboð til stórnotenda.
Samtals voru afgreiddir í gær um
tíu þúsund lítrar. Þar með hefur Atl-
antsolía hafið sölu á olíu til stórnot-
enda. Stefán segir að þegar hafi um
hundrað tonn af olíu verið flutt inn til
landsins á vegum Atlantsolíu, en á
sunnudag eigi olíufélagið von á um
2.000 tonnum frá Statoil í Noregi. 
Stefán segir að framtíðin lofi góðu.
?Við erum þegar búin að fá stóra
pöntun um olíu til skips í næstu
viku,? segir hann, sem dæmi, ?þann-
ig að hjólin eru komin á fleygiferð.
Þetta gengur eins og smurð vél.?
Hann segir að viðtökur neytenda
hafi verið mjög góðar og að margir
hafi haft samband við fyrirtækið til
að staðfesta pantanir. ?Við erum
ánægðir með þau viðbrögð sem við
höfum fengið og greinilegt er að
neytendur á Íslandi eru mjög virkir
og vilja samkeppni.?
Ætla að vera
krónu ódýrari
Morgunblaðið/Arnaldur
Rögnvaldur Kristbjörnsson, starfsmaður Atlantsolíu, setur olíu á vinnuvélar fyrirtækisins Magna.
Fyrsta pöntun Atlantsolíu afgreidd
Metfjöldi
af geitung-
um í sumar
MIKILL fjöldi geitunga sést á
sveimi þetta sumarið og segir
Erling Ólafsson skordýrafræð-
ingur að það hafi ekki verið
meira um geitunga hér á landi
frá því þeir námu land hér um
1975.
?Þetta er metár í sögu geit-
unganna hér á landi, það er ekki
spurning,? segir Erling. Hann
segir að skordýralíf almennt hér
á landi sé með líflegasta móti í
sumar, enda veðurfar í sumar
með því besta sem gerist fyrir
skordýr. ?Nú flýgur allt sem
flogið getur í þessum hita og
þess vegna ber mikið á þeim.?
Lúsin hefur það gott eins og
önnur skordýr að sögn Erlings,
og hefurmjög mikið verið um
hana í sumar. Hann segir þó
plöntur bera það ágætlega þar
sem það er svo hraður vöxtur á
svona góðu sumri.
?Það er svo hraður vöxtur að
maður verður ekki var við nein-
ar alvarlegar skemmdir, plönt-
urnar eru svo fljótar að endur-
nýja sig,? sagði Erling.
Níu ára stúlka
slasaðist við
fall af baki
NÍU ára stúlka féll af hestbaki við
bæinn Höfða í Dýrafirði í gærkvöldi.
Hjálmur sem hún var með á höfðinu
brotnaði við fallið. Stúlkan var flutt
með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkra-
húsið á Ísafirði. Að sögn lögreglunn-
ar á Ísafirði varð slysið á níunda tím-
anum í gærkvöldi. Ekki fengust
upplýsingar um líðan hennar.
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48