Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóna KristínBjarnadóttir fæddist í Bæ í Hrúta- firði 2. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítala Landa- koti 23. júlí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Þorsteinsson, kenn- ari á Borðeyri í Hrútafirði, f. 11.8. 1892, d. 26.9. 1973, og Helga Jónsdóttir, f. 6.8. 1892, d. 13.11. 1973. Þau bjuggu í Lyngholti í Hrútafirði. Bræður Jónu Kristínar eru Þorbjörn, f. 22.8. 1934, og Þorsteinn, f. 12.10. 1936. Jóna Kristín giftist 11.10. 1958 Hannesi Þorkelssyni, f. 23.7. 1935. Foreldrar hans voru Þorkell Helga- slitu samvistum. 4) Gunnlaug, f. 10.3. 1964, sambýlismaður Hlynur Bergvin Gunnarsson og eiga þau tvö börn. Þau eru a) Berglind Ósk og b) Kristinn Már. 5) Anna Kristín, f. 4.1. 1966, eiginmaður Helgi Helgason og eiga þau tvö börn. Þau eru a) Auður og b) Helgi Ari. Jóna Kristín lauk landsprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði 1951. Hún lauk tónlistarnámi við Söngskóla þjóðkirkjunnar og kennaraprófi í söng í Kennaraskóla Íslands 1958. Hún stundaði ýmis störf, kenndi m.a. við Barnaskólann á Borðeyri, Barnaskólann á Vatnleysuströnd, æfði söngkór Prestbakkakirkju í Hrútafirði og var orgelleikari um skeið í Prestbakkakirkju og Kálfa- tjarnarkirkju. Hún var kirkjuvörð- ur í Háteigskirkju um árabil, söng í kirkjukór Háteigskirkju í nær 30 ár, auk þess að stjórna tónlistar- stundum í félagsstarfi aldraðra. Hún var einnig kórstjóri Kvöld- vökukórsins frá árinu 1983. Útför Jónu Kristínar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. son bóndi, f. 10.12. 1900, d. 1986, og Ást- ríður Ingibjörg Björnsdóttir, f. 10.1. 1902, d. 1951. Jóna Kristín og Hannes eiga fimm dætur. Þær eru: 1) Ástríður Ingibjörg, f. 15.9. 1959, eiginmað- ur var Eyvindur Berg- mann Reynisson og eiga þau fjögur börn. Þau eru a) Hannes Bergmann, b) Andri Bergmann, c) Guðrún Bergmann og d) Svan- dís Bergmann. Ingibjörg og Ey- vindur slitu samvistum. 2) Helga, f. 15.9. 1959. 3) Bjarndís, f. 10.8. 1961, eiginmaður var Lúther Hróbjarts- son og eiga þau þrjú börn. Þau eru: a) Bjarni Jóhann, b) Alma Lóa og c) Jóna Kristín. Bjarndís og Lúther Ég elska lífið og þess töfrasvið. Ég elska fólkið, djarft og valið lið. Ég elska vorsins undur geislamátt. Ég elska flug, sem stefnir djarft og hátt. Þetta kvæði samdi móðurafi okkar, Bjarni Þorsteinsson. Ekki vitum við af hvaða tilefni, ef eitthvert hefur ver- ið, en okkur þykir sem þessar línur lýsi vel viðhorfi mömmu sjálfrar til lífsins. Hún gaf okkur dætrum sínum líf og reyndi að innprenta okkur, á sinn hægláta hátt, góð gildi og ást á lífinu. Barnabörnin fengu notið um- hyggju hennar eitt af öðru eftir því sem bættist í hópinn. Er hún taldi sig vita að dauðinn mundi hafa betur í baráttunni við sjúkdóminn var henni sorg í huga að þurfa að yfirgefa þau allt of snemma og fá ekki að fylgjast með öllum vaxa úr grasi. Við erum þó allar fullvissar um að mamma mun ekki sleppa af okkur verndarhendinni og að enn um stund verði vakað yfir okkur. Við viljum með þessum fáu línum þakka mömmu allt sem hún var okk- ur og kveðja hana að leiðarlokum með ást og virðingu. Dæturnar. Minningarnar hlaðast upp þegar ég skrifa þessar línur um hana tengdamóður mína, Jónu Kristínu Bjarnadóttur, sem var einstaklega hlý og góð manneskja í alla staði. Ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna Jónu og Hannesar fyrir 17 árum og var mér tekið með kostum og kynj- um. Ég vil minnast tengdamóður minnar, Jónu Kristínar, sem sterku, greindu konunnar í fjölskyldunni. Blessuð sé minning hennar. Helgi Helgason. Elsku amma. Þú ert farin svo fljótt frá okkur. Það var áfall að fá þær fregnir frá þér í febrúar á þessu ári að þú hefðir greinst með alvarlegt krabbamein. Svo fórst þú í gegnum lyfjameðferð og við hugsuðum sterkt til þín og báð- um bænir. Eftir að þú varst lögð inn á Landspítalann og seinna Landakot báðum við bænir á hverju kvöldi um að Guð hjálpaði þér að ganga í gegn- um þessi erfiðu veikindi. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Fálkagötuna. Þú settist oftast við píanóið og kallaðir okkur til þín og svo var sungið saman. Í síðustu heim- sókn okkar til þín á Fálkagötuna gát- um við ekki sungið saman en í staðinn spilaðir þú fyrir okkur geisladisk sem hefur að geyma einsöng þinn á 30 lög- um. Þú gafst svo mömmu eintak af diskinum og er hann ómetanlegur, okkar kærasta gjöf. Það var gott að geta hlegið með þér, því þú sást oft spaugilegu hliðina á málunum. Stundum hlóst þú svo hjartanlega að við krakkarnir hlógum með bara af því að þú smitaðir svo í kringum þig, en svo þurfti að útskýra fyrir okkur hvað hefði verið svona hlægilegt. Það var gleðilegt að þú treystir þér til að koma austur í Hveragerði til okkar 4. maí til þess að taka þátt í fermingardegi Ölmu Lóu. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Takk fyrir allar góðar samverustundir. Takk fyrir all- an sönginn. Mamma sagði okkur að nú værir þú hjá foreldrum þínum, þeim Bjarna og Helgu, en myndir samt passa upp á að fylgjast með okk- ur. Við söknum þín svo mikið og von- um að þú verðir stolt af okkur í fram- tíðinni. Við biðjum Guð að styrkja afa, mömmu og systur hennar í söknuðin- um. Guð geymi þig og verndi. Þín ömmubörn, Bjarni Jóhann, Alma Lóa og Jóna Kristín. Systir mín, Jóna Kristín Bjarna- dóttir, er látin. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var miðvikudaginn 2. júlí síð- astliðinn. Við bræðurnir vorum staddir, ásamt dætrum Jónu, á líkn- ardeildinni á Landakotsspítala til að heimsækja hana þar á 70 ára afmæli hennar, þiggja góðar veitingar, sem dætur hennar stóðu fyrir, dvelja hjá henni í smástund, þó ekki lengi því von var brátt á nánustu fjölskyldu hennar. Hún lá í rúminu, virtist all- hress og glöð, umvafin blómum, smá- gjöfum og umhyggju dætra sinna og starfsfólks spítalans. En hvers vegna lá hún þarna fárveik af lungna- krabbameini, hún sem aldrei hafði reykt, já, hvers vegna gafst henni ekki tóm til að halda upp á afmælið sitt með sínum nánustu ættingjum og félögum Kvöldvökukórsins á þann hátt sem hún hafði ákveðið, kórfólk- inu sem hún hafði tekið svo miklu ást- fóstri við og stjórnað og sungið með í næstum 20 ár? Við slíkum spurningum fást engin svör, reyndar skipta slíkar vangavelt- ur engu máli, því að þremur vikum síðar var lífi Jónu lokið og í dag 1. ágúst fylgjum við henni svo til grafar. Á slíkum tímamótum brjótast margar minningar fram. Ég man hana, elsta okkar þriggja systkina, þar sem við ólumst upp saman í sveit- inni hjá foreldrum okkar, reyndum að aðstoða þar við þau störf er til féllu á litlu búi þar sem faðir okkar hafði sitt aðalstarf við kennslu. Það var oftast úr litlu að spila, varð að fara sparlega með, en það var auðvitað hlutskipti margra á þeim tíma, þó voru til pen- ingar til að kosta okkur systkinin til náms í Reykjaskóla, en erfitt hefur það ábyggilega verið. Það mun sennilega hafa verið 1948 að lítið harmóníum var keypt á heim- ilið og slógum við systkinin saman í það, ásamt foreldrum okkar, og létum renna í það sparifé okkar, en hljóð- færið kostaði þá 2.200 kr. Og nú var farið að æfa sig á það, læra að þekkja nótur með nánast engri tilsögn og þetta varð trúlega m.a. til þess að Jóna fór síðar meir í Orgelskóla þjóð- kirkjunnar og 1957 stofnaði hún síðan kirkjukór sem söng fyrst við vígslu kirkjunnar þá um vorið og hún stjórn- aði honum síðan þangað til hún stofn- aði heimili og fluttist í burtu. Nú tóku við þau árin sem dæturnar og heimilisstörfin tóku mestan tíma hennar, en hún eignaðist fimm dætur með eiginmanni sínum, Hannesi Þor- kelssyni, en samt var alltaf tími fyrir sönginn. Jóna söng árum saman í kirkjukór Háteigskirkju og var henni það mjög hugleikið. Hún var líka vel trúuð, þótt ekki flíkaði hún því, og var trúin henni ætíð mikill styrkur, ekki síst í hinum erfiðu veikindum sem hel- tóku hana síðasta árið sem hún lifði. Hún kenndi fyrst alvarlegra veikinda í ágúst á síðasta ári, komst þá ekki norður í sveitina, eins og hún ætlaði sér, en hafði þó bæði þrek og áræði til að syngja inn á geisladisk allmörg lög sem hún ásamt eldri einsöngslögum með Kvöldvökukórnum gaf út og gaf nokkrum sínum nánustu vinum og kórfélögunum. Diskur þessi, sem hún gaf út í tilefni af sjötugsafmæli sínu, verður vonandi okkur öllum, sem hann eignuðumst, dýrmæt minning um konu sem vildi öllum gott gera, var mikil húsmóðir og góður uppalandi barna sinna. Að lokum vil ég votta eiginmanni hennar, dætrum og fjölskyldum þeirra, ásamt bróður okkar, mína dýpstu samúð og þakka alla þá um- hyggju og ástúð sem hún ætíð sýndi okkur. Þorbjörn Bjarnason. Stórt skarð hefur nú verið höggvið í raðir kórs Háteigskirkju með andláti Jónu Kristínar Bjarnadóttur. Hún var einn af máttarstólpum kórsins, var það þegar ég tók við kórnum fyrir fjórum árum, og hafði verið það langt þar á undan, nánar tiltekið í um það bil 33 ár. Slík fórnfýsi í garð kirkjunnar og kirkjutónlistar er sjaldgæf nú til dags. Merkilegt var hversu vel söngrödd hennar hélst í gegnum árin, alltaf tær og ljúf. Þetta sannaðist blessunarlega með útkomu geisladisks með söng hennar sem hún sjálf gaf út og dreifði til vina og vandamanna aðeins nokkr- um vikum fyrir andlátið. Nú þegar kór Háteigskirkju held- ur upp á fimmtugsafmæli sitt í haust verður Jónu minnst með djúpum söknuði. Douglas Brotchie, organisti og kórstjóri. Elsku Jóna. Kirkjukór Háteigskirkju þakkar þér fyrir langt og farsælt samstarf. Við þökkum fyrir hvað þú varst dug- leg að hjálpa okkur þegar þess þurfti. Við þökkum fyrir dugnað þinn og ósérhlífni í öll þessi ár. Við munum minnast þín sem yndislegrar og hlýrrar konu. Elsku Jóna. Við þökk- um þér fyrir fallega geisladiskinn sem þú gafst okkur öllum. Hann mun ylja okkur um hjartarætur um ókom- in ár. Elsku Jóna. Við þökkum þér fyrir allt. Kirkjukór Háteigskirkju. Ég kynntist henni Jónu í kór Há- teigskirkju þar sem við vorum sam- vista í nokkur ár, og fylgdi ég henni svo í Kvöldvökukórinn „Kórinn henn- ar Jónu“. Þeim kór hafði hún stjórnað í fjölda ára. Allar þær ánægjustundir sem hún veitti svo ótal mörgu fólki með starfi sínu þar eru ómetanlegar. Það sem einkenndi Jónu var hóg- værð, lítillæti og öryggi. Það var gott að vera í návist hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista við hana. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Steinunn Sveinbjarnardóttir. Hún Jóna spilaði undir söng hjá okkur í Félagsstarfi aldraðra á Dal- braut 18–20 í ellefu ár. Hún kom einu sinni í viku með sína hógværu nær- veru og alla þá hlýju sem hún hafði ævinlega handa okkur. Hún kom með gleði og söng í húsið og söngstund- irnar með Jónu við píanóið voru með allra vinsælustu stundum fé- lagsstarfsins. Hún gerði meira en að spila undir söng einu sinni í viku, hún kom og að- stoðaði við undirbúning þegar voru skemmtanir og var ómissandi á öllum skemmtunum og hátíðahöldum. Jónu er sárt saknað en við erum ríkari eftir að hafa kynnst henni og þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Við sendum fjölskyldu Jónu Kristínar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Með kveðju og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Starfsfólk og sönghópurinn í félagsstarfinu Dalbraut 18–20. JÓNA KRISTÍN BJARNADÓTTIR Það var mikð áfall að fá þær fréttir að Sigrún væri dáin og ólýsanleg tilfinning. Maður hugs- ar: hvað er eiginlega hægt að leggja á eina fjölskyldu? Var ekki komið nóg? Hvað á eigin- lega að þýða að leggja þetta allt á bestu vinkonu mína og bróður henn- ar? Það eru bara sjö ár síðan pabbi þeirra dó og nú mamma. Maður spyr sjálfan sig af hverju svona mikið er lagt á eina fjölskyldu og fær engin svör. Þetta er óréttlátt en samt ráð- um við engu um þetta, verðum bara að reyna að lifa með þessu og halda áfram lífinu. Ég veit að Líney og SIGRÚN EDDA GESTSDÓTTIR ✝ Sigrún EddaGestsdóttir fæddist í Reykjavík 15. desember 1947. Hún lést á heimili sínu 24. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Kópavogskirkju 31. júlí. Bent munu gera það en það verður erfitt. Ég var búin að þekkja Sigrúnu síðan 1988, þegar ég kynntist Líneyju við nám í ferðamálafræði í Sviss. Síðan þróaðist vinskap- urinn þannig að við Líney fórum að leigja saman íbúð. Það var ekki sjaldan sem Sig- rún kom til okkar með smotterí í ísskápinn eins og hún orðaði það, og ég tala nú ekki um þegar hún bauð okkur fátæku leigj- endunum í mat. Þá erum við ekki að tala um eitthvert slor, nei, borðið svignaði af stórsteikum og þykkum rjómalöguðum sósum, og ég minnist þess alltaf að það sást aldrei í kjötið á disknum hans Bent, því það var þakið svo mikilli sósu. Sigrún var listakokkur og það var alltaf gott að koma í mat til hennar, það var held- ur ekkert verið að kaupa eitthvert draslkjöt, þetta voru sko almenni- legar steikur! Það var heldur ekki sjaldan sem var verið að snyrta, blása hárið eða mála mann þegar svo bar undir. Í seinni tíð, þá hittumst við vinkonurnar stundum hjá Sig- rúnu og hún litaði augnhárin og augnabrýrnar. Henni var ýmislegt til lista lagt, og var reyndar lærð hárgreiðslukona og naut maður góðs af því. Maður tók strax eftir því að það voru einstaklega sterk tengsl á milli þeirra mæðgna og má eiginlega segja að það hafi verið mjög sér- stakt. Þær hjálpuðu hvor annari mjög mikið og má segja að þetta hafi verið annað heimili Andra Marínós, enda mikill ömmustrákur. Ég vil bara segja við fjölskylduna að missir ykkar er mikill og maður vonar að þið komist yfir sorgina og söknuðinn, en vinirnir eru ekki langt undan og standa við bakið á ykkur. Sendi ykkur Líney, Bent og fjöl- skyldum mína innilegu samúðar- kveðju. Eydís Einarsdóttir. Elsku Sigrún. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég er búin að vera að hugsa síðan Líney tilkynnti mér að þú værir farin frá okkur, af hverju þú? Svona ung kona sem ætl- aðir að fara að njóta lífsins með litlu barnabörnunum þínum. En ég trúi því að guð hafi kallað þig til sín til einhvers góðs verkefnis með honum Marinó þínum. Við hin sem sitjum eftir munum skilja tilganginn seinna. Ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég man alltaf eftir þegar þú komst til Hosta til að vera með Líneyju þegar hún útskrif- aðist. Þú komst þarna og hittir okk- ur allar stelpurnar og varðst strax ein af okkur vinkonunum. Æ síðan héldum við sambandi þó svo stund- um liði langt á milli þess að við hitt- umst. Alltaf tókstu vel á móti mér þegar ég kom til þín á Grenigrund- ina og nú á síðustu árum í Furu- grundina. Elsku Sigrún, ég vona að þú sért nú komin til hans Marinós þíns sem þú saknaðir alltaf svo sárt og ég vona að þið fylgist saman með börnunum ykkar og litlu barnabörnunum. Elsku Líney, Kalli, Andri Marinó, Sigrún Ósk, Bent og Sif og börn, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og þeim mikla missi sem þið hafið orðið fyrir. Guð veri með ykkur öllum. Kær kveðja, þín vinkona, Helga S. Sigurgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.