Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						DAGLEGTLÍF
4BFÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Nöfnin
þekkt
að góðu
Lífstykkjabúðin Brynja
Andrés
Fjöldi manns vann
við saumaskap og
umsvifin voru mikil
ANDRÉS Andrésson var umsvifa-
mikill klæðskeri allt frá árinu 1911
þegar hann stofnaði fyrirtæki sitt
nýkominn úr framhaldsnámi frá
Kaupmannahöfn. Þórarinn, sonur
Andrésar, tók við rekstrinum ásamt
konu sinni, Kristínu Hinriksdóttur,
að föður sínum látnum árið 1970, en
Þórarinn lést árið 1989. Síðan hefur
Ásgeir Höskuldsson, sonur Krist-
ínar af fyrra hjónabandi, séð um
reksturinn.
Margir sem nú eru fullorðnir hafa
eflaust klæðst matrósafötum frá
Andrési sem börn, en verslunin var
m.a. þekkt fyrir þessi föt á sínum
tíma, en barnaföt eru ekki lengur á
boðstólum. Verslunin Andrés hefur
verið í núverandi húsnæði við Skóla-
vörðustíg 22a í u.þ.b. þrjátíu ár, en
húsið er í eigu Ásgeirs og fjölskyldu
og þar eru einnig verslanir með
handgerðar brúður og silkiliti. ?Við
reynum þannig að falla inn í heild-
armyndina á Skólavörðustígnum?,
segir Ásgeir sem stendur í búðinni
með sextíu ára gömlum íslenskum
innréttingum sem hafa staðist tím-
ans tönn. Buxnaslá og fleira er
bandarísk smíð og stærðarinnar an-
tíkspegill frá Danmörku prýðir
einnig verslunina, sem er þó eig-
inlega of lítil fyrir hann. 
Verslunin Andrés var líka stærri
á árum áður. Þá var hún á Lauga-
vegi 3 þar sem einnig var stærsta
verkstæði landsins. Þar vann fjöldi
manns við saumaskap og umsvif
fyrirtækisins voru mikil. Þetta var á
tímum innflutningshafta og hag-
kvæmara var að flytja inn efni og
sauma fatnaðinn hér á landi, heldur
en að flytja inn tilbúin föt. Auk þess
að framleiða fyrir lager verslunar-
innar, var klæðskerasaumað á við-
skiptavini og saumaðir einkennis-
búningar fyrir ýmsar stofnanir, eins
og Strætisvagna Reykjavíkur, Lög-
regluna, Tollgæsluna, sýslumanns-
embætti og fleiri. Verksmiðjufram-
leiðslan lagðist af um 1968. 
?Andrés hafði mikla persónutöfra,
var hlýr en ákveðinn,? segir Ásgeir
sem vann hjá Andrési á sjötta ára-
tugnum og man vel eftir honum. Þá
hétu verslanir oftast nafni eigand-
ans og klæðskerinn Andrés hafði
marga í vinnu. ?Margir unnu allt
sitt ævistarf hjá honum,? segir Ás-
geir. 
Nafnið Andrés er þekkt að góðu
og Ásgeir segist reyna að halda því
á lofti og leggja áherslu á vandaða
vöru á vægu verði. Hann fer oft út á
land og heldur þar fatamarkaði sem
ganga vel. Ásgeir segist vona að
verslunin Andrés verði áfram til
þótt verslunarrekstur á Skólavörðu-
stíg geti gengið erfiðlega. Í versl-
uninni er seldur klassískur herra-
fatnaður frá Danmörku, Portúgal,
Englandi, Austurríki og Þýskalandi
og nú eru aðrir tímar en þegar efni
var flutt inn í stórum stíl og saumað
á stóru verkstæði Andrésar. 
Brynja
Alls konar smáhlutir
sem stórmarkaðirnir
nenna ekki að 
vera með
EITT af akkerum miðbæjarverslunar-
innar er Brynja sem hefur staðið við
Laugaveginn í nær 84 ár og stendur
enn. Brynjólfur Björnsson er núver-
andi eigandi Brynju en það var ömmu-
bróðir Brynjólfs, Guðmundur Jónsson,
sem stofnaði Brynju árið 1919. 
Í Brynju eru seld verkfæri af öllu
tagi, auk ýmiss konar járn- og bygg-
ingarvöru. Lyklar hafa verið smíðaðir
hjá Brynju um langt árabil, merki
verslunarinnar hefur alltaf verið lykill
Lífstykkjabúðin
Verðandi brúðir
kaupa sér lífstykki
undir brúðarkjólinn
LÍFSTYKKJABÚÐIN var stofnuð
árið 1916 af Elísabetu Kristjánsdóttur
Foss. Fyrir tíu árum keypti Guðrún
Steingrímsdóttir verslunina af þeim
Þóri Skarphéðinssyni og Guðjóni
Hólm og hefur gert heilmiklar breyt-
ingar síðan, þótt ekki komi til greina
að breyta nafninu að hennar mati.
?Þessar gömlu búðir eiga að halda sín-
um nöfnum. Þetta er mjög skemmti-
legt nafn og þekkt,? segir Guðrún.
Hún segir að viðskiptavinahópurinn
sé breiður, allt frá eldri konum til ung-
lingsstúlkna, auk karlmanna að kaupa
gjafir. ?Þetta byggist allt á þjónust-
unni. Við aðstoðum við að finna réttu
stærðina og hættum ekki fyrr en við-
skiptavinurinn er ánægður.?
Lífstykki, öðru nafni korselett, hafa
mikið verið notuð af konum í gegnum
tíðina og þóttu ómissandi til að laga
vöxtinn, gera mittið mjórra og barm-
inn hærri. Lífstykkjasaumur var áður
fyrr sérstök iðngrein og var Elísabet
Foss menntuð í henni í Kaupmanna-
höfn. Lífstykki eru reimuð saman að
aftan og ná frá brjóstum og niður á
mjaðmir. Í þau var hægt að festa
sokkana með þar til gerðum klemm-
um sem héngu niður úr lífstykkinu.
Lífstykki eru enn framleidd og núorð-
ið er algengt að verðandi brúðir kaupi
sér slíkan nærfatnað undir brúðar-
kjólinn. Einnig eru lífstykki notuð
sem toppar og standa þá fyrir sínu
sem flík en ekki nærfatnaður. Líf-
stykkjabúðin stendur undir nafni og
býður mikið úrval lífstykkja, auk þess
sem kalla má nútímalífstykki, en það
er svokallað bodywrap sem á að
minnka ummál, og mörgum þykir eft-
irsóknarvert.
Fyrri eigendur Lífstykkjabúðar-
innar ráku saumastofu að Skólavörðu-
stíg 3 en starfsemi þar hafði verið
hætt löngu áður en Guðrún keypti.
Lager af efnum, böndum, teinum,
spöngum, krókum og festingum í líf-
stykki var þó enn til og fylgdi með í
kaupunum. Guðrún ákvað að gefa
þetta saumastofum leikhúsanna, sem
þáðu með þökkum og þótti sem þær
hefðu komist í gull, eins og Guðrún
rifjar upp. 
Lífstykkjabúðin byrjaði í smáum
stíl árið 1916 og Elísabet Foss notaði
eina saumavél við framleiðsluna.
Fyrst var saumastofa og lítil búð í
Kirkjustræti 4, þá fluttist starfsemin í
Austurstræti 4 og árið 1929 lét Elísa-
bet byggja hús við Hafnarstræti 11 og
hafði 6-9 stúlkur í vinnu, eins og hún
segir sjálf frá í bókinni Þættir úr
verzlunar- og iðnaðarsögu Íslands:
?Einu erfiðleikarnir við að reka fyr-
irtækið, hafa stafað af efnisskorti, sem
hefir orsakast af gjaldeyrisskorti og
innflutningshömlum. Hefir því ekki
verið hægt að fullnægja eftirspurninni
og þó sízt á þessum síðustu og verstu
tímum. Er jeg sannfærð um, að hægt
hefði verið fyrir löngu að vinna þessa
smásaumastofu upp í stóra og góða at-
vinnugrein með 20-30 stúlkum starf-
andi, ef þessir annmarkar hefðu ekki
verið til fyrirstöðu, þar sem varan,
sem framleidd hefir verið, hefir í alla
staði verið samkeppnisfær að gæðum,
vöndun og verðlagi.?
Gamalgrónar 
verslanir
Útlensk nöfn og síbreytilegar innréttingar í
verslunum eru ekki endilega ávísun á farsælan og
langlífan rekstur. Steingerður Ólafsdóttir og Jim
Smart spókuðu sig um í nokkrum af elstu versl-
unum borgarinnar. Ein er kennd við Brynju,
þrjár við stofnendurna, Andrés, Bernharð og
Þorstein, og sú fimmta við nærplagg kvenna. 
Andrés
1911
Ásgeir
Höskuldsson
við buxnaslána
góðu í versl-
uninni Andrési
sem kennd er
við stofnand-
ann Andrés
Andrésson
klæðskera.
1916 1919
Eigandinn, Guðrún Steingrímsdóttir,
lengst til hægri. Lífstykkjabúðin var
í Hafnarstræti 11 frá árinu 1929,
þegar gamla myndin var tekin. Þar
sést stofnandinn, Elísa-
bet Kr. Foss, með son
sinn, Hilmar Foss, á
vinstri hönd. Í sænskri
bók, Korsetten, er
saga lífstykkisins
rakin og þessi teikn-
ing m.a. birt. 
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Ljósmynd/Magnús Ólafsson

					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8