Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 33 Í dag, 30. ágúst, hefði Kristján Ómar Krist- jánsson, eða Kóbi eins og hann var kallaður, orðið sjötugur. Undir- búningur að fjölskylduferð hafði stað- ið yfir af því tilefni, til stórborgar í Evrópu, þegar andlát hans bar svo brátt að. Það hefði án efa orðið skemmtileg ferð, því fjölskyldan er mjög samstillt og glaðvær. Það er varla hægt að minnast Kóba án þess að nefna Kollý í sömu mund, þau tóku mér strax opnum örmum þegar ég var svo lánsöm sem barn að kynnast Kristínu Þóru dóttur þeirra fyrir næstum 30 árum, en hún er langyngst af fjórum systrum. Það hefur einkennt Kóba og Kollý hvað þau hafa alltaf verið örlát og rausn- arleg, þess fékk ég ríkulega að njóta hvort sem var á heimili þeirra, í bíl- túrum til Hveragerðis að fá sér ís, eða í ferðunum í Galtarlækjarskóg um verslunarmannahelgar, þangað sem þau buðu mér alltaf með Kristínu Þóru og fengum við að tjalda okkar litla tjaldi sér, og skemmtum okkur konunglega. Minnist ég alls þessa með þakklæti. Sagði ég stundum í gamni að þau væru sem aðrir foreldr- ar mínir. Þar sem þau hjónin bjuggu á þessum árum í næsta nágrenni okkar urðu foreldrar mínir einnig vinir þeirra og kom Kóbi stundum í heim- KRISTJÁN ÓMAR KRISTJÁNSSON ✝ Kristján ÓmarKristjánsson fæddist á Ísafirði hinn 30. ágúst 1933. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 27. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 4. júlí. sókn með hundinn sinn til að spjalla um daginn og veginn og hlæja dá- lítið, en hann var mjög félagslyndur maður með sterkan og mikinn persónuleika. Á ung- lingsárum mínum buðu þau hjónin mér vinnu í framköllunarfyrirtæki sínu, en þau voru þá flutt úr nágrenninu, þar vann ég tvö sumur og lagði Kóbi jafnan lykkju á leið sína í vinnuna til að leyfa mér að vera samferða. Kóbi var jarðsettur 4. júlí sl. en þann dag var ég og fjölskylda mín á leið til Íslands og komumst við því miður ekki til að kveðja vin okkar. Fjölskylda hans hefur fengið að kynnast sorginni áður, þegar Kristín eignaðist fullburða, en andvana dreng, sem nefndur var Kristján og hefur hann nú fengið afa sinn til sín. En í miðju sorgarferlinu hefur þessi fjölskylda enn veitt mér af miklu örlæti, er Kristín sem er at- vinnuljósmyndari, tók að sér mynda- töku í brúðkaupi okkar Bergþórs, þrátt fyrir mikið annríki þar sem hún þurfti svo fyrirvaralaust að taka við hlutverki föður síns í fyrirtækinu. Þökkum við henni og fjölskyldunni fyrir óeigingjarna vinnu, velvild og hlýhug í okkar garð. En fjölskyldan er mjög samheldin, náin og kærleiksrík, veit ég að það, ásamt þeirra miklu glaðværð á eftir að hjálpa þeim í sorginni. Elsku Kollý, Kristín Þóra og stór- fjölskylda, megi góður Guð styrkja ykkur, vernda og hugga. Elsku Kóbi, takk fyrir mig. Guð geymi þig. Linda Laufdal Traustadóttir. ✝ Hólmfríður Þor-leifsdóttir fædd- ist í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu 8. apríl 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn 19. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þorleif- ur Ketilsson, f. 22. nóvember 1853, d. 29. júlí 1921, og Guð- rún Björg Eyjólfs- dóttir, f. 2. október 1865, d. 31. október 1955. Bróðir Hólm- fríðar var Ólafur Þorleifsson, f. 10. júní 1908, d. 1. júní 1990, og hálfsystir þeirra, dóttir Bjargar, var Ingifinna Jónsdóttir, kennari og húsfreyja á Mýrum í Skriðdal, f. 7. október 1895, d. 10. október 1929. Stjúpsonur Hólm- fríðar og Ólafs er Vilhjálmur Geir Þór- hallsson, f. 22. ágúst 1928, kvæntur Láru Jónínu Magnúsdótt- ur, f. 4. júní 1930, og eiga þau þrjú börn. Hólmfríður ólst upp í Lóni í Austur- Skaftafellssýslu og bjó þar allt til ársins 1988 en þá fluttist hún ásamt bróður sínum á elliheimilið Skjólgarð á Höfn í Hornafirði og bjó þar síðan. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku Fríða mín. Þá er komið að leiðarlokum hjá þér. Þó ég vissi að þér var stundin kærkomin verður maður aldrei tilbúinn að kveðja. Minningarnar hrannast upp, hver annarri dásamlegri, því mér hefur hvergi liðið eins vel og hjá þér og Óla bróður þínum í Efra- Firði. Ég kom til ykkar fimm ára gamall og dvaldist öll sumur hjá ykkur allt til unglingsáranna og hef komið öll sumur eftir það í heim- sókn. Það eitt segir sína sögu hversu dásamlegt það var að vera í návist þinni. Fríða mín það voru forréttindi að hafa verið samferða svo mikilhæfri konu eins og þér. Ég þakka þér fyrir allar stund- irnar sem ég átti með þér í fjósinu og þann fróðleik sem þú miðlaðir til okkar systkinanna og síðan til dætra minna, Súsönnu, Heiðu Láru og Fríðu Ruthar. Öll þau ævintýri sem voru sögð þar og frásagnir frá fyrri tímum voru alveg nýr heimur fyrir börn úr borginni. Allt sem þú gerðir var í augum okkar stórkost- legt, bjóst til smjör, osta, brauð og allt það sem aðrir fóru bara út í búð til að kaupa. Þú varst töfrakona í okkar augum og verður alla tíð. Það verður seint þakkað allt sem þú gerðir fyrir mína fjölskyldu. Fríða mín, þessi fátæklegu kveðjuorð eru mjög takmörkuð þar sem svo mikið er fyrir að þakka. Hlýjan og mannkostir þínir eru mér svo minnisstæðir. Heimili þitt og Óla bróður þíns var mér og minni fjölskyldu alltaf eins og heimili og verður ætíð í huga okkar sem heimili fjölskyldunnar. Fríða mín, ég þakka þér fyrir að miðla mér og minni fjölskyldu af öllum þínum viskubrunni sem eng- in takmörk voru fyrir. Guð geymi þig. Heiðar Vilhjálmsson. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir. Ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Höf. Guðrún Gísladóttir.) Elsku Fríða mín. Fyrir nokkuð mörgum árum naut ég þeirra for- réttinda að kynnast tveimur þeim bestu og hlýjustu manneskjum sem að ég hef hitt á lífsleiðinni. Það varst þú, elsku vina, og Óli bróðir þinn. Ég kom þá í sveitina ykkar kæru með Heiðari og í fylgd með okkur var dóttir okkar Súsanna. Ég man að í fyrstu hugsaði ég með mér að það yrði lengi að líða sá tími sem við vorum búin að ákveða að dvelja hjá ykkur, en ekki voru liðn- ir margir dagar þegar að ég vissi að hjá ykkur myndi mér líða vel, því að frá ykkur stafaði þvílíkur kærleikur og hlýja. Við gátum talað um alla skapaða hluti í litla eldhús- inu í gamla bænum, eins og við kölluðum hann. Efst eru mér í huga öll ljóðin sem við ræddum um en okkur fannst báðum gaman að fara með og lesa ljóð. Já og þú, elsku Fríða mín, gast nú aldeilis ort þau sjalf. Ég á mörg þeirra nið- urskrifuð og geymi þau eins og fjársjóð. Ekki má gleyma öllum sögunum sem þú sagðir mér frá gamla tímanum þegar að þú varst að alast upp og ég, sjálft borg- arbarnið, hafði aldrei heyrt talað um. Sveitin varð mér afar kær og finnst mér ég alltaf vera að koma heim er ég kem þangað. Já, þær eru margar yndislegar minning- arnar frá öllum sumrunum sem við dvöldum hjá ykkur. Seinna bættust Heiða Lára og nafna þín Fríða Ruth í fjölskylduna. Þær ásamt Súsönnu fengu að njóta samvista ykkar Óla og fræðast um sveitina og öll dýrin sem voru þá á bænum. Þið reyndust þeim öllum sem besta amma og afi. Árin liðu og Davíð Örn systursonur minn bættist í hópinn og fannst honum alltaf jafn- gaman að fá að koma í sveitina með okkur. Sonur Súsönnu, Pétur Andri fékk síðan að kynnast þér þegar að hann fór að koma með afa og ömmu í sveitina og var afar kært á milli ykkar. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt, elsku vina. Það er ómetanlegt og yndislegt að eiga allar ógleyman- legu stundirnar með þér, minning- arnar koma til með að lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Megi englar guðs leiða þig í Paradis, hvíl í friði. Ég finn hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna en sjá þig ekki hér. Því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. Í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér. (Höf. óþekktur.) Kveðja og ástarþakkir. Sigríður Pétursdóttir. Elsku Fríða. Það er komið að kveðjustund. Hún er blönduð sorg og gleði. Sorg yfir að fá ekki að njóta samvista við þig lengur, gleði yfir því að þú hafir fengið kærkomna hvíld og öllum þeim minningum sem ég og fjöl- skylda mín eigum um ómetanlegar samverustundir með ykkur Óla. Þær munu fylgja okkur þar til við hittumst aftur. Samverustundirnar í sveitinni hafa verið mínar mestu gleðistund- ir í lífinu. Þær voru ófáar sögu- stundirnar þar og fróðleikur þinn og viska sem þú þreyttist aldrei á að deila með mér og mínum hefur verið okkur ómetanlegt veganesti út í lífið. Elsku Fríða mín, ég á því miður ekki kost á að fylgja þér í dag en ég verð hjá þér í huganum. Hafðu þökk fyrir allt og guð geymi þig, Súsanna. Elsku besta Fríða mín. Nú er kominn tími til að kveðja í bili. Þó að söknuðurinn verði mikill þá veit ég að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna. Ég veit að það verður aldrei eins að koma í Efra-Fjörð eftir að þú ert farin. Ég á þó allar góðu minningarnar um samverustundir okkar og þær eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Mínar bestu æsku- stundir átti ég með þér og Óla bróður þínum. Þó sérstaklega man ég eftir sauðburðinum og hvað það var gaman hjá okkur. Þið tókuð alltaf svo vel á móti okkur. Hlýjan og ástúðin streymdi frá ykkur, ég var bara svo heppin að vera ein af þeim sem fengu að kynnast þér og Óla og fá að eyða sumrunum með ykkur. Allar sögurnar sem þú varst vön að segja mér, sögur frá því þú varst lítil og sögur af pabba og hans bernskubrekum þótti mér alltaf skemmtilegastar. Þegar þú sagðir þær skein kátínan út úr and- liti þínu. Þannig var þér best lýst, alltaf hress og kát. Þú varst ljós í mínu lífi. Þakka þér fyrir að gefa mér allar þessar góðu stundir með þér og minning- arnar sem þeim fylgja. Guð geymi þig. Þín nafna Fríða Ruth Heiðarsdóttir. Það eru margar minningarnar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þeirra stunda sem ég átti með Fríðu og Óla í sveitinni. Hvert sumar byrjaði ekki fyrr en fréttir af sauðburði í sveitinni voru staðfestar. Á mínum yngri árum fór öll fjöl- skyldan saman í sveitina, bíllinn var hlaðinn og af stað við fórum á vit ævintýranna í Efra-Firði. Eft- irvæntingin var alltaf mikil og eitt var víst að gaman skyldum við hafa. Þegar ég var aðeins eldri flaug ég með Sússý systir til Hafn- ar og við eyddum nokkrum vikum einar í sveitinni áður en pabbi, mamma og Fríða Ruth létu sjá sig. Það er þessi tími sem er mér hvað minnistæðastur. Alltaf var tekið á móti okkur eins og konungsfólki og við okkur var stjanað frá morgni til kvölds. Ósjaldan vöknuðum við systir upp við kleinu- eða jólaköku- ilm. Enginn bakaði betri kleinur en Fríða amma. Deginum var venju- lega eytt utandyra þar sem ým- islegt var brallað, það þurfti að gefa kindunum (eitt af mínum uppáhalds verkum í sveitinni), net- in voru lögð og þeirra vitjað, nú og svo þurfti að sulla aðeins í læknum. Við systir áttum búdót sem var okkur afar kært, Fríða safnaði doll- um og ílátum í búið yfir veturinn og það var alltaf mikil eftirvænting hjá okkur systrum að sjá hvað okk- ar beið. Þegar deginum lauk var svo haldið inn í hús þar sem okkar biðu ýmsar kræsingar. Fríða amma var ekki kona sem lét mat fara til spillis og það var venja að borða það sem lagt var á borð. Svið er sá matur sem ég hef aldrei kunnað að meta, Fríða eldaði alltaf sér mat handa mér þegar svið voru í mat- inn, hún sagði alltaf við Óla að hún skildi vel að ég vildi ekki borða vini mína. Ég beið alltaf spennt eftir að kvöldmatnum lyki því að þá fór Fríða alltaf upp í Gamla Bæ að sækja eggin og auðvitað trítlaði ég með. Það var venja hjá okkur að giska á hve mörg egg hænurnar höfðu skilið eftir handa okkur. Kvöldunum var svo eytt við spila- mennsku þar sem Hornafjarðar- manni var í uppáhaldi. Að leggja kapal var önnur iðja sem við dund- uðum við. Það eru ófáir kaplarnir sem Fríða kenndi mér og enn þann dag í dag sit ég fyrir framan sjón- varpið á kvöldin hér í Boston og legg kapal. Fríða var sérstaklega lagin við að segja sögur og höfðum við systir unun af að hlusta á sög- urnar hennar frá uppvaxtarárum hennar og Óla í sveitinni. Einu sinni í viku hringdi Fríða inn inn- kaupapöntun í Kaupfélagið og bið- um við systir spenntar eftir Kaup- félagsbílnum því að alltaf beið okkar eitthvert góðgæti sem Fríða pantaði sérstaklega fyrir okkur. Efri-Fjörður verður aldrei samur án þeirra systkina en minningarnar munu lifa í hjörtum okkur um ókomna tíð. Elsku Fríða, ég kveð þig að sinni og þakka þér fyrir allar ánægju- stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig. Heiða Lára. HÓLMFRÍÐUR ÞORLEIFSDÓTTIR Elsku afi á „Hól“. Í dag, 30. ágúst 2003, hefðir þú orðið 86 ára. Mig langar í tilefni af þessum degi að minnast þín með nokkrum orðum. Margar gafst þú mér góðar minn- ingar til að geyma. Manstu eftir sjó- ferðunum þar sem þú kenndir mér mið og sýndir hvar gott var að renna fyrir fisk. Kópur gamli var sérstak- lega til þess fallinn að kenna okkur barnabörnunum að umgangast fjörð- inn og eyjarnar. Mér þótti sérstak- lega gaman þegar Kópur var prýddur segli þöndu og farið var yfir rétt handtök við þá iðju. Alltaf hef ég fundið hjá mér sterkar tilfinningar til Breiðafjarðar og eyjalífsins en þetta var einmitt það sem var svo stór hluti af þér. Svo var það heyskapurinn upp í „Nýrækt“ þar kenndir þú okkur barnabörnunum réttu handtökin og hvernig bæri að umgangast búfé með virðingu. Þú hafðir einstakt lag á að kenna vinnulag þannig að við krakk- arnir hefðum gaman af. Þær voru ófáar stundirnar á Hól þar sem ræddum við landsins gagn og nauðsynjar og þá voru það iðulega sjávarútvegsmálin og hestamennska sem stóðu okkur næst. Þú hafðir mik- inn metnað fyrir því að í Stykkishólmi þrifist öflugur sjávarútvegur og hafð- GUÐMUNDUR ÓLAFUR BÆRINGSSON ✝ GuðmundurÓlafur Bærings- son fæddist í Stykk- ishólmi 30. ágúst 1917. Hann andaðist í St. Franciskusspít- alanum í Stykkis- hólmi 11. ágúst síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Stykk- ishólmskirkju 23. ágúst. ir ákveðnar skoðanir á þeim málum. Oft furð- aði ég mig á því hversu hugmyndafrjór og úr- ræðagóður þú varst í þeim málum og vorum við þá oftast sammála. Ég held að ég hafi aldrei kynnst jafn vilja- föstum manni og þú munnt alltaf vera mér fyrirmynd á lífsleiðinni. Þegar mikið liggur við og ég er að bugast und- an álagi þá finnst mér gott að hugsa til þess hvernig þú komst áfram í lífinu og skilaðir þínu hlutverki með sóma. Það stappar í mann stálinu og fær mann til að halda ótrauður áfram. Elsku afi, ég bið þig að vaka yfir ömmu og okkur hinum sem siglum áfram okkar lífsleið, en bið þig um að gefa nýja stefnu ef villumst við af leið. Takk fyrir allt. Magnús Ingi Bæringsson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.