Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ DJÖRF orðanotkun sakflytjenda setti svip sinn á réttarhöld í gær yfir varnarliðsmanninum sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Hafnarstræti í byrjun júní. Óum- deilt var að í umrætt skipti upphóf- ust harkaleg áflog milli varnarliðs- manna og Íslendinga sem lauk með því að Íslendingur hlaut fimm hnífs- stungur og hefði beðið bana ef ekki hefði tekist að koma honum á spítala strax. Þetta fullyrti læknir sem kom fyrir dóminn í gær. Sveinn Andri Sveinsson verjandi ákærða lýsti kvöldinu sem „aðal- fundi hnífavinafélagsins“ og vísaði þar til hins almenna hnífaburðar sem virtist tíðkast meðal gesta í mið- bænum þetta kvöld. Vísaði hann til framburðar vitnis sem sá annan að- ila en ákærða stinga fórnarlambið, auk þess sem sama vitni fullyrti að fórnarlambið sjálft væri alltaf vopn- að hnífi. Verjandinn sagði fórnar- lambið hafa hlotið fimm stungur, þar af hefði ákærði valdið einu. Sagði verjandinn að engin leið væri að full- yrða með vissu að ákærði bæri ábyrgð á fleiri en einni stungu og einnig hvort hann bæri ábyrgð á einu þriggja lífshættulegra sára. Samkvæmt rannsókn Þóru Stef- fensen réttarmeinafræðings er úti- lokað að stungurnar fimm sem fórn- arlambið hlaut séu eftir einn hníf. Eitt sönnunargagn er í málinu, fjað- urhnífur, sem ákærði notaði en vís- aði lögreglu á. Af lögum sárs á lík- ama fórnarlambsins hefði sá hnífur ómögulega getað valdið tilteknum áverka sem var lífshættulegur. Verjandi ákærða krafðist þess að- allega að dómurinn sýknaði ákærða og byggði kröfuna á því hættu- ástandi sem skapaðist í Hafnar- strætinu þessa nótt. Við þær að- stæður hefði ákærði átt yfir höfði sér yfirvofandi árás og beitt nauð- vörn. Hefði hann ekki farið út fyrir leyfileg mörk nauðvarnar eins og saksóknari hélt fram. Krafist refsingar Kolbrún Sævarsdóttir fulltrúi rík- issaksóknara krafðist hinsvegar refsingar yfir ákærða þótt hún drægi ekki í efa að hann hefði fyllst skelfingu sem leiddi til þess að hann beitti hnífnum. Þessa nótt hefði fólk verið drukkið og „dópað“ í miðbæn- um og úrvinda af þreytu. Þannig hefði fólk ekki mátt við miklu áreiti, enda fór það svo að allt fór í bál og brand. Líkti saksóknarinn ástandinu í miðbænum við „tívolí“. Hinsvegar taldi saksóknarinn að varnarliðs- maðurinn hefði enga heimild haft til að beita hnífnum í sjálfsvörn og hér ætti því ekki við 12. gr. almennra hegningarlaga þar sem segir m.a. að ekki skuli refsa mönnum ef þeir vinna verk í neyðarvörn. Sagði sak- sóknarinn að ákærði bæri sönnunar- byrðina á því að sanna að um nauð- vörn hefði verið að ræða. Þá taldi saksóknari hreinan uppspuna þá frásögn ákærða að hann hefði verið sleginn í höfuðið með flösku. Engin glerbrot hefðu fundist á vettvangi sem lögreglan girti af við rannsókn málsins og þá hefði enginn borið um áverka á höfði ákærða eftir meint flöskuhögg. Að mati saksóknarans var atburðarásin sú að hópslagsmál burtust út og hefðu varnarliðsmenn tekið fórnarlambið afsíðis og ráðist á það. Taldi saksóknari upp sjö vitni sem sögðust hafa séð fleiri en einn mann ráðast á fórnarlambið. Jafnvel þótt trúnaður yrði lagður á þá frá- sögn ákærða að hann hefði verið barinn með flöskunni, nægði það ekki til að fullnægja skilyrðum um nauðvörn að mati saksóknara. Varn- ir ákærða hefðu verið hættulegri en sú árás sem hann var að verjast og eins hefði hann einfaldlega getað flú- ið af vettvangi, enda hefði enginn reynt að hindra för hans. Saksóknari minnti á að hnífar væru stórhættu- legir í átökum og ætti ákærða sem atvinnuhermanni að vera það full- ljóst. Þá minnti saksóknari á það grundvallaratriði í nauðvörn að henni væri beint að árásaraðila, en í þessu tilviki væri óþekktur sá maður sem átti að hafa lamið ákærða með flöskunni. Vísað til eldra sakamáls Í varnarræðu sinni vísaði verjandi ákærða í sakamál frá Neskaupstað frá fjórða áratug síðustu aldar þar sem lögreglumaður var sýknaður af ákæru á grundvelli nauðvarnar. Hann skaut fimm byssuskotum á nokkra landa á sína á balli, en þeir höfðu fleygt honum niður af palli og hótuðu honum lífláti. Varnarliðsmaðurinn sjálfur sagð- ist hafa orðið skelfingu lostinn er hann var barinn með flösku í höfuðið sem fyrr segir og hefði hann þá grip- ið til hnífsins. Sortnaði honum fyrir augum eftir flöskuhöggið og sveifl- aði hnífnum út í loftið. Sagðist hann hafa fundið fyrir því að hnífurinn lenti í manneskju, ekki ólíkt því sem gerist þegar menn eru í „steikar- skurði“. Fannst dómara þessi sam- líking óheppileg. Dómur verður kveðinn upp innan fárra vikna. Réttarhöldum lokið í máli varnarliðsmannsins sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps Deilt um rétt ákærða til nauðvarnar Ljósmynd/Sigurður Við lok skýrslutöku í gær gengu dómarar málsins, ásamt ákærða og sakflytjendum, á vettvang í Hafnarstræti. MENNTAMÁLARÁÐHERRA og borgarstjóri Reykja- víkur undirrituðu í gær á sal Menntaskólans í Reykjavík samkomulag um að veita 1.250 milljónir króna á næstu fimm árum til stækkunar á framhaldsskólum sem fyrir eru í borginni. Hvert ár mun ríkið leggja 150 milljónir króna til verkefnisins og Reykjavíkurborg 100 milljónir. Samhliða þessu mun ríkið bera kostnað af öllu við- haldi á Menntaskólanum í Reykjavík næstu fimm árin og Reykjavíkurborg leggja 200 milljónir króna til nýfram- kvæmda að því loknu. Áður á að vinna áætlun um áfangaskiptingu framkvæmdanna. Ánægðir með samstarfið Bæði Þórólfur Árnason borgarstjóri og Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sögðust ánægðir með yf- irlýst samstarf og að tekið væri á vanda framhaldsskól- anna í heild. Sett verður á laggirnar nefnd um húsnæðis- mál skólanna þar sem sæti eiga tveir fulltrúar menntamálaráðuneytisins, tveir fulltrúar borgarinnar og einn fulltrúi fjármálaráðuneytisins. Nefndin á að vinna tillögur um forgangsröðun þeirra verkefna sem brýnast og hagkvæmast er að ráðast í og annast jafnframt áætlanagerð og undirbúning fyrir sér- hverja framkvæmd. Þá á hún að fjalla um fjárhagslegar forsendur eignaskipta milli ríkis og borgar. Þegar á að hefja undirbúning að stækkun Fjölbrauta- skólans við Ármúla, Menntaskólans við Hamrahlíð, þar með talið nýtt íþróttahús, Iðnskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Þá á að meta strax með hvaða hætti húsnæðismálum Menntaskólans við Sund verður best hagað. Undirbúningur hefst strax Þórólfur sagði þetta til farsældar fyrir framhalds- skólastigið og var ánægður með að viðhald og nýbygg- ingar væru skildar að. Framkvæmdir verða að byggjast á fjárveitingum Alþingis og fjárhagsáætlun Reykjavík- urborgar og sagði Tómas undirbúning fyrir það hefjast fljótlega. Strax og hægt yrði að hefja framkvæmdir, eft- ir hönnun húsa og afgreiðslu skipulagsyfirvalda, ætti fjármagnið í verkin að vera til. Aðspurður um hvernig kostnaði við nýbyggingar framhaldsskólanna yrði háttað að þessum tíma liðnum sagði menntamálaráðherra þennan samning ná til 5 til 7 ára og á meðan ynni nefndin að því að leysa það mál. Þórólfur benti á að á samningstímanum yrði hugað að breytingum á lögum um framhaldsskóla og stefnt að því að fella stofnkostnað sveitarfélaga niður. Um þann þátt hafa deilur milli ríkis og borgar staðið undanfarin ár en samkvæmt gildandi framhaldsskólalögum skulu sveit- arfélög leggja til 40% af stofnkostnaði nýrra skóla. Samið um stækkun framhaldsskóla í Reykjavík Yfir milljarður í nýbygg- ingar næstu fimm árin Morgunblaðið/Þorkell Tómas Ingi Olrich og Þórólfur Árnason kynntu sam- starf um stækkun framhaldsskóla í Reykjavík í gær. MEÐALHITI aðalsumarmánuðina í Reykjavík hefur aldrei verið jafnhár og í ár frá því að mælingar hófust. Var hann 12,1°C en fyrra met mánuðina júní til ágúst er frá árinu 1880 þegar meðalhiti var 11,7°C. Hið fræga hlýin- dasumar 1939 var meðal- hitinn 11,6 gráður. Ágústmánuður var sá hlýjasti í Reykjavík síðan samfelldar og saman- burðarhæfar mælingar hófust árið 1871. Meðal- hiti var 12,8°C sem er 2,5°C yfir meðallagi ár- anna 1961–1990. Á Akureyri var meðalhitinn einnig 12,8°C en vitað er um einn hlýrri ágúst fyrir norðan ár- ið 1947 þegar hitinn var að meðaltali 13,2°C. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 158 og er það í meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirn- ar aðeins 110 og er það 26 stundum minna en í með- alári. Nýtt met á hálendinu Í Reykjavík var úr- koma 20% umfram með- allag en 10% á Akureyri. Á Hveravöllum var meðalhitinn í ágúst 9,8°C og hefur hann ekki orðið hærri í sama mánuði áð- ur. Sömu sögu er að segja frá Stykkishólmi og Vestmannaeyjum en í Bolungar- vík var álíka hlýtt í ágúst og árið 1947. Á Raufarhöfn var hlýrra árin 1939 og 1947 og ívíð hlýrra á Dala- tanga árin 1947 og 1955. Sumarhitinn slær öll met í Reykjavík                    !!   " #  $%  %   & FLOSA Arnórssyni, stýrimannin- um sem setið hefur í fangelsi í ná- grenni Abu Dhabi, höfuðborgar Sameinuðu arabísku furstadæm- anna, frá 12. ágúst sl. var ekki sleppt úr fangelsinu í gær. Systir hans Jóna S. Arnórsdótt- ir sagði í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöld að svo virtist sem tæknilegir örðugleikar kæmu enn í veg fyrir það að honum yrði sleppt. Vonir standa þó til að Flosa verði sleppt úr haldi næstu daga. Flosi hefur, eins og áður sagði, verið í fangelsinu frá 12. ágúst sl. vegna ólöglegs vopnaburðar. Áð- ur hafði hann setið um fjörutíu daga í gæsluvarðhaldi. Norska sendiráðið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum vinnur að því að finna lausn á málinu, en skv. úr- skurði dómara átti að sleppa Flosa í vikunni. Flosi er enn í haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.