Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 23 FORELDRAR Gabriels Bunch eru af kynslóð blómabarna sem leit á menntun og fyrirhyggju sem leiðindi og smáborgara- hátt. Ljúfa lífið í tónlistarbransan- um heillaði og Rex, faðir Gabr- iels, lék á gítar með hinum fræga Lester Jones og móðirin saumaði búninga og sam- kvæmisklæðnað á hljómsveitina, umboðsmennina og aðdáendurna. En brátt hallaði undan fæti og Rex gerð- ist atvinnulaus pöbbaröltari í skítug- um gallabuxum, vonlaus draumóra- maður og mamman varð beisk og árásargjörn. Og svo fór með fleiri af þessari kynslóð frelsis og ástar: „Flestir voru hinsvegar á atvinnu- leysisbótum, í meðferð, angandi af auðnuleysi eða að deyja úr vonbrigð- um“ (20). Dag einn flytur pabbinn út af heimilinu og veröldin fer á annan endann. Það kemur í hlut Gabriels, 15 ára unglings, að koma vitinu fyrir foreldra sína og sameina fjölskyld- una á ný. Þetta er efni nýrrar skáld- sögu bresk-pakistanska rithöfundar- ins Hanifs Kureishi, Náðargáfu Gabriels. Sagan gerist í norðurhluta Lond- on, fjölþjóðlegri borg sundurgerðar og stéttamunar. Í hverfi Gabriels eru glæsilegir veitingastaðir innan um dópgreni; þar búa morðingjar jafnt sem fölir uppar með þroskaðan kaffi- smekk; og sumir vegfarendur dragn- ast með innkaupakörfur í leit að rusli sem hugsanlega má koma í verð (14– 15). Gabriel, erkiengillinn, axlar ábyrgðina á brottfluttum föður sín- um og boðar honum fagnaðarerindið. Í skemmtilega hvunndagslegri at- burðarás sögunnar raðast brotin saman, heimurinn verður nýr og betri og það er náðargáfu Gabriels að þakka. Titill sögunnar er reyndar tví- ræðari á ensku en íslensku, Gabriels gift merkir gáfa Gabriels en einnig hæfileiki eða gjöf. Poppgoðið Lester gefur Gabriel mynd eftir sig og sú gjöf gegnir veigamiklu hlutverki í sögunni, ekki síst eftir að Gabriel tekst að líkja nákvæmlega eftir henni og spurningar vakna um muninn á raunverulegri list og eftirlíkingu, raunverulegum listamönnum og mis- heppnuðum. Náðargáfa Gabriels felst í fjörugu ímyndunarafli hans og sköpunargáfu og í bókarlok er ávæn- ingur um að hann verði einn af hinum raunverulegu, skapandi listamönn- um. Persónur sögunnar eru fremur breyskt fólk og misheppnað, nema Gabriel sem er óvenju þroskaður unglingur. Rex er trúverðugur skip- brotsmaður að bíða eftir frægðinni sem aldrei kemur. Mamman er í kreppu miðaldra konu sem finnst hún hafa kastað lífi sínu á glæ og þrá- ir að vinna upp glataðan tíma. Upp- gjörið þeirra á milli, eftir langa og stormasama sambúð, kallast á við uppgjör hugsjóna hippakynslóðar- innar. Rex segir t.a.m. við son sinn: „Ég veit að ég veit mínu viti. Gallinn er sá að ég sólundaði því öllu í nei- kvæða orku. Ég vildi rífa allt í tætlur. Á sjöunda áratugnum vildu menn gefa skít í allt, ekki síst „venjulegt“ líf. Menn kölluðu það uppreisnar- girni. En í rauninni var ég bara kald- hæðinn og ég vildi óska að raunin hefði verið önnur“ (160). Munurinn á þeim feðgum Rex og Gabriel er sá að sonurinn hefur þann hæfileika (eða náðargjöf) að láta drauma sína ræt- ast en pabbinn hefur ekki dug til að finna hæfileikum sínum farveg. Í sögunni rekast gamlar hugsjónir og úrelt lífsmynstur foreldranna á hug- myndir og drifkraft nýrrar kynslóð- ar. Brostnar vonir birtast við hlið frægðar og velgengni, hippalífi er stillt upp andspænis smáborgaralegu lífi – án snobbs eða sleggjudóma. Frásagnarháttur sögunnar er fjar- lægur og hlutlaus, sagan líður hægt áfram og atburðir hennar endur- spegla daglegt líf úthverfanna. Gabr- iel er mikið í mun að raða brotum saman og hafa stjórn á umheiminum og draumur hans er að verða kvik- myndagerðarmaður: „Þetta voru einu töfrarnir sem Gabriel kærði sig um, sameiginlegur draumur sem fólst í því að breyta sögum í myndir. Brátt myndu myndirnar safnast saman á filmunni; innan tíðar gætu aðrir séð það sem hann hafði haft í kollinum undanfarna mánuði og hann yrði ekki lengur einn á báti“ (202). Náðargáfa Gabriels er bjart- sýn saga í svartnætti sínu, tilfinn- ingasöm í hráslaga borgarlífsins. Hún er reyndar afslappaðri og trú- verðugri á frummálinu, þýðing Jóns Karls Helgasonar er svolítið sér- viskuleg á köflum. En ekki missa af Kurseishi á bókmenntahátíðinni, þar gefst einstakt tækifæri til að sjá hann og fleiri höfunda á heimsmælikvarða í eigin persónu. Gabríel erkiengill BÆKUR Skáldsaga eftir Hanif Kureishi (höfund Náinna kynna). Jón Karl Helgason þýddi. 202 bls. Bjartur 2003. NÁÐARGÁFA GABRIELS Steinunn Inga Óttarsdóttir Hanif Kureishi Í EDEN í Hveragerði stendur yfir málverkasýning Gunnþórs Guð- mundssonar. Þar sýnir Gunnþór 52 myndir, 35 í akrýl og 17 í pastel krít. Langflestar eru myndirnar málaðar á þessu ári eða 2002. Um helmingur myndanna er landslags- myndir, aðrar fyrirmyndir úr nátt- úrunni með ýmsu ívafi og nokkrar eru hugarflug listamannsins. Gunnþór hóf að mála árið 1999 og er þetta hans sjötta sýning. Hann hefur einnig fengist við rit- störf og sent frá sér fimm bækur, sem að meginefni eru ljóð, spak- mæli og nokkrar stuttar frásagnir. Sýningin stendur til 14. sept- ember. Stemmur í Eden NÚ er vetrarstarf kóranna og söng- skólanna að hefjast og er ýmislegt í boði. Óperukór Hafnarfjarðar Vetrarstarf Óperukórs Hafnar- fjarðar hefst á mánudag. Kórstjóri er Elín Ósk Óskarsdóttir óperu- söngkona. Æfingar verða á mánudagskvöld- um í Hásölum Hafnarfirði og stefnt er á stór verkefni næsta söngár, þ.á m. söngferð til Austur-Evrópu, Vínarkvöld, jólasöng og vortónleika- röð. Óperukórinn getur bætt við sig góðu söngfólki í allar raddir. Söngsetur Estherar Helgu Innritun er hafin í Söngsetur Estherar Helgu. Í boði er m.a. tólf vikna hópnámskeið fyrir byrjendur sem hefjast 16. sept. nk. Einnig er í boði framhaldsnámskeið sem kallast Regnbogakórinn og Dægurkórinn, sem er fyrir lengra komna, en inn- tökupróf eru inn í þann kór. Kynning á vetrarstarfi hópanna verður á mánudag kl. 19. Dagskráin samanstendur m.a. af þjóðlegum sönglögum frá ýmsum heimshornum, jólasöngvum og létt- um gospelsöngvum. Önninni lýkur með tónleikum þar sem allir hóparnir taka þátt. Skólastjóri og aðalkennari skól- ans er Esther Helga Guðmundsdótt- ir og meðleikari er Katalin Lörinz. Nýstofnaður barna- og unglingakór Nýstofnaður barna- og unglinga- kór Breiðholts er að hefja vetrar- starfið. Æfingar verða í samkomu- húsi Seljaskóla einu sinni í viku og verður fyrsta æfingin 18. septem- ber. Kórinn er ætlaður börnum og unglingum á grunnskólaaldri og fá kórfélagar tilsögn í nótnalestri ásamt söngæfingum og flottum lög- um. Fyrirhugað er að heimsækja nágrannasveitarfélögin um jólin og verður söngur kórsins tekinn upp á geisladisk fyrir jólin. Á vormisseri verður farið í lengra söngferðalag og í febrúar verður farið í æfingabúðir yfir helgi. Kórinn verður í samstarfi við fleiri kóra bæði á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi. Kórstjóri er Gróa Hreinsdóttir. Kvennakór Kópavogs Kvennakór Kópavogs er að hefja starfsemi sína eftir sumarfrí. Fyrsta æfingin verður á mánudag kl. 20 og verða æfingar í hátíðarsal Digranes- skóla. Kórstjóri er Natalía Chow. Kórinn einskorðar sig ekki við Kópavog og eru allar konur vel- komnar. Laus pláss eru í kórnum í vetur. Fjölbreytt söngnámskeið í boði FÉLAGSMENN Íslenskrar grafík- ur hafa undanfarin 3 ár tekið þátt í sýningarverkefni sem skammstafað er GÍF og stendur fyrir Grænland, Ísland og Færeyjar og var sýning í einu landanna á árs fresti. Félagar í Íslenskri grafík opnuðu sýningu í Listasafni Færeyja í Þórshöfn í gær, laugardag og taka 19 félagar þátt í sýningunni. Markmiðið með sýningunni er að efla samstarfið og koma á samskipt- um við færeyska myndlistamenn sem ráða yfir góðu faglegu grafík- verkstæði í Listasafninu í Þórshöfn. 28. september 2003. Íslensk grafík rekur sýningarsal í Tryggvagötu 17. Tó-tó í Norræna húsinu Karin Kjølbro, forstöðumaður Norræna hússins í Færeyjum opnaði sýningu Tó-tó kl. 14 í gær, laugar- dag. Tó-tó er nafnið á textíllistakon- unum Önnu Þóru Karlsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Íslenskir lista- menn í Þórshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.