Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján Magn-ússon fæddist í Reykjavík 14. janúar 1931. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 27. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Ingimundarson húsasmíðameistari, f. 23. ágúst 1909, d. 20. júní 1983, og Helga Kristín Krist- jánsdóttir, f. 20. september 1912, d. 4. apríl 1979. Systk- ini Kristjáns eru Ingimundur, f. 14. janúar 1931, Vala Dóra, f. 8. apríl 1937, og Jórunn, f. 3. júlí 1938. Kristján kvæntist 12. apríl 1953 Pálínu Guðnýju Oddsdóttur, f. 30. maí 1930. Foreldrar hennar voru Oddur Bjarnason, f. 12. des- ember 1886, d. 25. mars 1975, og Guðrún Jónsdóttir, f. 29. septem- ber 1888, d. 8. desember 1960. Systir Pálínu er Sigríður, f. 16. febrúar 1924. Kristján og Pálína eiga dótturina Oddrúnu, f. 21. ágúst 1951. Eiginmaður hennar er Leifur Magnússon, f. 22. októ- ber 1933. Synir þeirra eru: 1) Kristján, f. 3. október 1980, sam- býliskona hans er Helga Árna- dóttir, f. 8. apríl 1977. 2) Magnús, f. 16. janúar 1983, unnusta hans er Rakel McMahon, f. 21. ágúst 1983. Kristján ólst upp í Reykjavík, og um sex ára skeið á heimili móðurafa síns, Kristjáns Helgasonar, og ömmu sinnar, Val- gerðar Halldóru Guðmundsdóttur. Árið 1953 lauk hann sveinsprófi í hús- gagnabólstrun frá Iðnskólanum í Reykjavík, og árið 1969 meistararéttindum í ljósmyndun. Jafnframt stundaði hann nám í píanóleik í tónlistarskóla og í einkatímum. Á árunum 1948– 1961 var hann píanóleikari í KK- sextettinum og í hljómsveit Björns R. Einarssonar. Lék síðan með ýmsum djasshópum, og frá 1981 með eigin djasskvartett. Hann vann við blaðaljósmyndun á árunum 1958–1969, rak eigin ljósmyndastofu frá árinu 1967, og á árunum 1978–1998 með tví- burabróður sínum Ingimundi. Hann var virkur radíóáhugamað- ur, með rekstrarleyfi frá árinu 1974. Útför Kristjáns verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Látinn er í Reykjavík tengdafaðir minn, Kristján Magnússon ljós- myndari. Á fyrri starfsárum sínum var hann einkum þekktur sem frá- bær píanóleikari, fyrst á árunum 1948–1961 með KK-sextettinum og Hljómsveit Björns R. Einarssonar, en síðar fyrir merkt áhugastarf sitt með ýmsum djasshópum. Þau níu ár, sem Kristján lék með KK-sextettinum, var vettvangur þeirra ekki takmarkaður við Ísland, því hljómsveitin lék einnig í Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Ómetan- legar eru merkar segulbandsupp- tökur Kristjáns af ýmissi tónlist þeirra á æfingum, dansleikjum og hljómleikum, og síðar voru notaðar á CD-diskunum, „KK-sextettinn – gullaldarárin“, sem gefnir voru út árið 1998. Á árunum 1981–1991 lék Kristján á ný opinberlega með eigin djass- tríói og djasskvartett, sem lögðu sitt af mörkum til að endurreisa og efla íslenskt djasslíf. Mér er sérstaklega minnisstæð heimsókn hins fræga bandaríska trompetleikara Chet Baker til Reykjavíkur í febrúar 1985 og frábæra frammistöðu íslenska tríósins undir forystu Kristjáns, sem lék með honum á tónleikunum í Ís- lensku óperunni. Kristján var áratugum saman virkur og vel metinn radíóáhuga- maður, og fékk opinbert rekstrar- leyfi árið 1974 með kallmerkinu TF3KM. Í þessum tæknifræðum var hann sérlega vel lesinn og fylgd- ist ætíð grannt með öllum nýjungum Frá árinu 1958 var aðalstarf Krist- jáns hins vegar við ljósmyndun, fyrstu 11 árin við blaðaljósmyndun, en síðan með eigin ljósmyndastofu. Á árunum 1978–1998 rak hann stof- una sameiginlega með tvíburabróð- ur sínum Ingimundi. Á árunum 1969–1972 var hann í prófnefnd Ljósmyndarafélags Ís- lands og starfaði 1988–1990 sem leiðbeinandi í ljósmyndun við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Þá hlaut hann árið 1964 verðlaun í ljós- myndasamkeppni AB. Oft er það sagt að við að eignast börn breytist foreldrarnir. Slíkt get- ur þó einnig haft hliðstæð áhrif á líf hlutaðeigandi afa og ömmu, og ekki fór á milli mála, að fæðing tveggja sona okkar Oddrúnar, Kristjáns og Magnúsar, hafði veruleg áhrif á líf Kristjáns afa þeirra. Hann hafði alla tíð augljósa ánægju af því að fylgj- ast vel með uppvexti þeirra, skóla- göngu og þroska, og eftirminnilegar eru margar ferðir okkar með honum og Pálínu tengdamóður minni, bæði innanlands og erlendis. Í þeim ferð- um voru einnig með okkur Sigríður (Úa) ömmusystir og Hafsteinn mað- ur hennar, sem alla tíð hafa verið sonum okkar sem kærkomið „auka- sett“ af afa og ömmu. Í bernsku Kristjáns sonar okkar sagði Kristján afi hans honum oft ýmsar sögur frá því er hann sem unglingur var í sveit á Bergsstöðum, og þá ekki síst af hinum merka hesti Skúrel. Svo vel heppnuð og lifandi var þessi frásögn öll, að um nokkurt skeið var Kristján yngri sannfærður um að hann og afi hans hefðu verið þarna saman í sveitinni! Nú á haust- dögum, þegar yngri sonur okkar Magnús var að byrja nám í Mynd- listaskólanum, hóf Kristján afi hans að kynna honum ýmis grunnatriði hefðbundinnar svart/hvítrar filmu- ljósmyndunar. Ætla má, að á þessu stigi hafi tengdaföður minn grunað hvert stefndi í veikindum sínum, og ekki viljað láta þessa þekkingu sína glatast úr fjölskyldunni. Við þessi leiðarlok þakka ég Kristjáni fyrir ánægjulega samfylgd liðna áratugi, og mun minnast hans um ókomna framtíð. Leifur Magnússon. Í dag kveðjum við föðurbróður okkar Kristján Magnússon. Stjáni og pabbi okkar voru svo líkir í útliti að á yngri árum rugluðumst við sjálfir oft á þeim bræðrum. Þeir tvíburarbræður voru á marg- an hátt afar samrýndir og nú þegar við hugsum til baka sjáum við þá vinnandi saman á trésmíðaverk- stæði afa í Einholti 2; Stjáni bólstr- arinn og pabbi smiðurinn. Stjáni söðlaði síðan um og nam ljósmyndun og starfaði sem slíkur allar götur síðan. Leiðir þeirra bræðra áttu þó eftir að liggja saman síðar því pabbi ákvað sömuleiðis að leggja fyrir sig ljósmyndun og svo fór að Stjáni tók bróður sinn í læri og ráku þeir sam- an ljósmyndastofu í Einholtinu í tvo áratugi og voru annálaðir fagmenn. Vinir og kunningjar litu gjarnan við í Einholti og mátu þeir bræður það mikils. Tónlist skipaði ríkan sess í lífi Stjána. Hann nam ungur píanóleik og gat sér gott orð sem píanóleikari og urðum við oft aðnjótandi þekk- ingar hans og áhuga á tónlist. Stjáni var okkur kær frændi og þau Pála hafa alla tíð fylgst vel með okkur og okkar fjölskyldum. Stjáni lét sér annt um fjölskylduna og ekki leyndi sér að hann var mjög stoltur af dóttursonunum tveimur, Krist- jáni og Magnúsi. Stjáni var hress í viðmóti, gam- KRISTJÁN MAGNÚSSON OG hver eru þau eiginlega? Hvern- ig í ósköpunum er hægt að spyrja svona? Ætti ekki sérhverju manns- barni að vera það fullljóst að Béin þrjú sem nú láta mest að sér kveða á vettvangi alþjóðamála eða þá á vígvöllum víða um heim eru engin smá Bé, heldur stóru Béin þrjú, Bush, Blair og Berlusconi. Í ná- vist þeirra fá sumir stjörnur í augun eða geta naumast vatni haldið eins og reyndar henti okkar menn, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson á sínum tíma í Prag. Þeir voru svo ólm- ir með í gráa leikinn þramma að þeim láðist gjörsamlega að bera ákvörðun sína um stuðning við innrásina í Írak undir Alþingi Íslendinga. Var það ekki bara smávegis yfirsjón eða gleymska af þeirra hálfu? Ha? Eða voru þeir ef til vill að sleikja sig upp við Bandaríkjaforseta til að missa ekki spón úr aski sínum suður á Mið- nesheiði? Svari nú sá sem svara kann. Þangað leitar klárinn þar sem hann fær bestu tugguna og enginn klár klár vill missa af gömlu góðu tugg- unni sinni. Eftir þennan inngang verður að mestu leyti fjallað um forsætisráð- herra Ítala, Silvio Berlusconi. Sá sem hér heldur á penna er nýbúinn að lesa stórmerkilega bók, sem ber heitið „The Dark Heart of Italy“ þ.e. „Hið dökka hjarta Ítalíu“ eftir breska blaðamanninn, Tobias Jones. Hann var á ritstjórn The London Review of Books og The Independant on Sunday áður en hann flutti til Parma 1999. Bók hans kom út á þessu ári. Berlusconi hefur gegnt embætti forsætisráðherra síðan í maí 2001. Skömmu fyrir þann tíma birtist eft- irfarandi málsgrein í The Economist: „Í sérhverju lýðræðisríki með nokkra sjálfsvirðingu væri það óhugsandi að maður sem er talinn vera í þann veg- inn að verða kjörinn forsætisráðherra hafi nýlega sætt rannsókn m.a. fyrir peningaþvætti eða þvott, samsekt í morði, tengsla við Mafíuna, skattsvik og fyrir að múta stjórnmálamönnum, dómurum og skattalögreglunni. En þetta land er Ítalía.“ Svo mörg eru þau orð. Það er alveg sama hvað maður að- hefst á Ítalíu, allt tengist það á ein- hvern hátt Silvio Berlusconi. Það er ekki ofmælt að nafn hans sé nátengt flestum ef ekki öllum geirum atvinnu- og efnahagslífsins. Hann á m.a. sjón- varpsstöðvar, útgáfufyrirtæki, dag- blöð, bókaverslanir, stórmarkaði, myndbandsleigur, fasteignasölur og meira að segja heilt knattspyrnulið (þ.e. AC Milano) svo fátt eitt sé nefnt. Eignir hans eru nú metnar á litlar 14 billjónir enskra punda eða upp undir 2.000 milljarða íslenskra króna, sam- kvæmt útreikningi banka. Í hvert skipti sem menn eyða peningum þar í landi hafa þeir það jafnan á tilfinning- unni að einhver hluti þeirra renni beint eða óbeint í fjárhirslur Il Caval- iere, þ.e. riddarans, en Berlusconi gengur undir því nafni meðal almenn- ings í heimalandi sínu. Af þessum sökum komst bókarhöfundurinn, T. Jones, að þeirri niðurstöðu að núver- andi forsætisráðherra ætti í rauninni Ítalíu. Í sönglagatexta einum segir að hann eigi allt frá Padre Nastro, þ.e. Föður vorum og er þar sennilega átt við sjálfan páfann til Cosa Nostra, þ.e. Okkar máls eða Mafíunnar. Í beinu framhaldi af þessu væri ekki fráleitt að ímynda sér eða álykta sem svo að hann ætti einhvern hluta eða ítök í ítalska verktakafyrirtæk- inu, Impregilo sem virðist vera á góðri leið með að setja allt á annan endann á Austurlandi. Gætu kannski virkjanaframkvæmdirnar við Kára- hnjúka hafa upphaflega verið kveikj- an að þeim miklu kærleikum sem tek- ist hafa með forsætisráðherrum Ítalíu og Íslands? Mér og reyndar ýmsum fleirum er það enn ákaflega áleitin spurn hvers vegna var látið svo mikið með Berlusconi hér á landi. Er hann sótti Natofundinn þótti t.a.m. ekki annað við hæfi en að leggja rauða dregilinn undir fætur hans þegar hann steig upp í og út úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í gull- hringsferðinni frægu og eflaust hafa móttökurnar á sveitasetri hans á Sardiníu verið jafnstórmannlegar, þótt það fylgi ekki sögunni, að þeir sálufélagarnir Davíð Oddsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafi gengið þar á rauðum dregli. Nóg um það. Smáinnskot: Íslendingar hafa löngum verið annálaðir fyrir gest- risni, en mér er spurn hvort ekki sé fulllangt gengið þegar sjálfur Björn Bjarnason tekur á móti aðalhvata- manninum að blóðbaðinu mikla, á Torgi hins himneska friðar, í ráðu- neyti sínu. Er manninum ekki sjálf- rátt? Vonandi hafa þeir ekki fallist í faðma, því trúi ég tæplega. Að lokum langar mig til að víkja aftur að Béunum þremur, sem ég minntist á í upphafi. Það grátbrosleg- asta eða raunalegasta við þetta allt saman er að „höfðingjarnir“ sem okk- ar menn eru einlægt að sleikja sig upp við eru alls engir höfðingjar, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, að minnsta kosti að mínum dómi. Í slagtogi með Béunum þremur Eftir Halldór Þorsteinsson Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. UMRÆÐAN Skemmtileg gjöf Laugavegi 63 • sími 551 2040 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 ÞAÐ HEFUR alls engin áhrif á evruna sem alþjóðlegan gjaldmiðil og líka takmörkuð áhrif í Svíþjóð þótt formleg upp- taka evrunnar hafi verið felld þar í landi nýlega. Skjóta má því inn að 10 ný ríki í Austur-Evrópu taka á næstunni upp evruna. Ganga í Evrópusambandið. Í raun og veru má það vera okkur Íslendingum nokkurt gleðiefni að evran féll núna í Svíþjóð og skal það rökstutt örfá- um orðum. Margar smærri þjóðir í Evrópu eru slegnar nokkrum ótta við það að völd stóru og ríku þjóðanna í Evr- ópusambandinu stefni í það að verða of mikil. Þegar menn eru rík- ir, stórir og voldugir gleyma þeir oft þeim sem smærri eru. Fyllast nokkrum ofmetnaði, eins og stund- um er sagt. Sjá varla nefið á sér. Eru blindir á allt nema þröngan eigin hag. Það er því sem ferskur andblær úr norðri þegar meirihluti Svía not- ar þessa dagana ómerkilega evru- kosningu til að sýna stjórnendum Evrópusambandsins gula spjaldið. Með því minna þeir stjórnendur Evrópusambandsins í Brüssel á að gæta hófs í viðræðum sínum og kröfum þegar smærri og fámennari ríki eiga í hlut. Íslendingar ættu því að gleðjast þegar evran fellur í Sví- þjóð þótt öll ríku fyrirtækin þar svo og ríkisstjórnin sjálf vildu fá já við evrunni. Það var hinn venjulegi borgari og einlægur lýðræðissinni í Svíþjóð sem tók af skarið og rétti upp gula spjaldið og sagði nei. Von- andi gagnast okkur þetta á næstu árum. Evrópusambandið fer núna vonandi varlegar en áður í sam- bandi við EES og Ísland. Hugsar um gula spjaldið frá Svíum. Eiga þeir ríku alltaf að ráða og þeir fátækari að láta allt yfir sig ganga? Í gær var það Svíþjóð og evran en í dag er það Ísland og svo- kölluð línuívilnun. Í seinustu kosn- ingum til Alþingis var því ákveðið lofað og þær unnust á þeim lof- orðum ríkisstjórnarinnar að hlutur og kvóti margra smærri útgerða yrði leiðréttur nokkuð og bættur með svokallaðri línuívilnun strax í haust. Nú er búið að kjósa og þá vilja þeir ríku og voldugu kvóta- menn og stórkvótaeigendur slá línuívilnun á frest með öllu hugs- anlegu móti til að tefja málið. Nýjar tafir og fresti á svo að nota til að eyðileggja línuívilnunina með öllum ráðum jafnvel stjórnarslit eru í dæminu. Það eru fleiri en Evrópu- sambandið sem vilja ráða með pen- ingum. Það vilja hérlendir stór- kvótaeigendur líka. Ýta á lýðræðislegum kosningaloforðum til hliðar og skýrum vilja kjósenda. Peningar kvótamanna skulu ráða. Svíar taka enga áhættu þótt þeir felli að taka upp evruna í bili. Málið hefur svo margar fleiri hliðar. Höf- undur þessarar blaðagreinar dvaldi öðru hvoru í Svíþjóð þegar Svíar gengu í Evrópusambandið og lög- uðu nánast alveg um leið allt sitt efnahagslíf að lögmálum evrunnar. Greinarhöfundur las blöðin og hlustaði á sjónvarpið í Svíþjóð á þessum tíma. Það var á þessum árum alveg ljóst að meirihluti Svía var í hjarta sínu á móti því að ganga í Evrópu- sambandið. Meirihlutinn samþykkti inngöngu Svía að mestu sem óum- flýjanlega fjárhagslega nauðsyn. Stóru fyrirtækin, kjósendur stór- borga og hægrikratar björguðu málinu. Sænska efnahagskerfið hagnaðist strax stórlega á inngöngu í Evrópusambandið og gerir enn. Nýjar lánsevrur flæddu inn frá Evrópu. Vextir snarlækkuðu. Verð- lag varð mjög hagstætt og verð- bólga nánast engin. Þetta töldu margir Svíar í dag nóg í bili og felldu því beina aðild að evrunni en óbeina aðild hafa þeir nú þegar. Mikil andstaða margra Svía við Evrópu sem nýtt risaveldi fékk út- rás. Höfundur vill ljúka þessari blaðagrein með þakklæti til þeirra Svía sem héldu eins og oft áður uppi merki lýðræðis og mannréttinda með því að kjósa eins og hjartað og sannfæringin bauð þeim um evruna. Svíar felldu evruna Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.