Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.2003, Blaðsíða 6
KVENNAGAGNABANKINN, www.kvennaslodir.is, verður opnaður í dag en að sögn Irmu J. Erlingsdótt- ur, forstöðumanns Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum (RIKK), eru tvö ár síðan undirbúningsvinna að gagnabankanum hófst. Að gerð gagnabankans stendur RIKK í samstarfi við jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, Kvennasögusafn Ís- lands og Jafnréttisstofu. „Það eru 2–3 áratugir síðan konur fóru að ræða nauðsyn þess að koma saman einhvers konar gagnabanka með nöfnum kvenna sem t.d. fjöl- miðlar gætu leitað til ef það þyrfti að fá álit sérfræðinga,“ segir Irma og bætir við að háskólakonur hafi af og til sent lista með nöfnum kvenna til fjölmiðla. Irma bendir á að nú sé fjöldi vel menntaðra kvenna í samfélaginu en að sá fjöldi hafi ekki skilað sér í stjórnir, ráð og nefndir. „Konur eru enn í miklum minnihluta stjórnar- manna og eins í nefndum ráðuneyta, bæjarstjórna og svo framvegis. Svo er það þannig að konur sem búa yfir sérfræðiþekkingu eru mun sjaldnar en karlar í hópi viðmælenda fjöl- miðla,“ segir Irma og vísar í niður- stöðu rannsókna frá árunum 1999 og 2000. Rannsóknirnar voru unnar af nefnd um konur og fjölmiðla sem var skipuð af menntamálaráðuneytinu. Þar kom í ljós að í fréttatímum sjón- varpsstöðvanna voru konur aðeins 18,5% þeirra sérfræðinga sem leitað var til en í dagblöðum 16%. Spurning um hefð og völd Að sögn Irmu er RIKK nú að vinna greiningu á orðræðu um jafnréttis- hugtakið í aðdraganda alþingiskosn- inganna síðastlið- ið vor. „Því miður eru þar sambæri- legar niðurstöður á hlut kvenna í fjölmiðlum. Hann er mjög rýr.“ Irma segir að það geti verið erfitt að segja til um hvers vegna þessi mun- ur er fyrir hendi. „Ekki er hann af því að konur hafa ekki menntað sig. Ekki er það af því að þær eru ekki úti á vinnumarkaðin- um. Þetta er spurning um viðhorf, völd og venjur,“ segir Irma. Sambærilegir gagnabankar hafa verið gerðir á Norðurlöndum og í Evrópu. Irma segir reynsluna af þeim vera mjög góða. „Þeir eru mikið not- aðir af atvinnulífinu, fjölmiðlum og stjórnvöldum.“ Í kvennagagnabankanum verður hægt að fá upplýsingar um menntun, störf, rannsóknasvið og útgefið efni viðkomandi sérfræðinga. „Nú þegar hafa skráð sig um 350 konur. Kvenna- gagnabankinn er að stíga sín fyrstu spor. Það verður unnið að því að þróa hann og notkunarmöguleikana. Það verður markvisst unnið að því að fá konur af ákveðnum fagsviðum til að skrá sig, s.s. sjávarútvegi, samgöngu- málum og fleiru þar sem karlmenn eru í miklum meirihluta,“ segir Irma. „Markmiðið er auðvitað að gera konur og sérþekkingu þeirra sýnilega og aðgengilega og efla tengsl fjöl- miðla og atvinnulífsins við sérfræð- inga. Kvennaslóðir eru svar til þeirra sem segja að hæfar konur séu ekki til staðar og/eða segja að þær vilji ekki, geti ekki, þori ekki.“ Kvennagagnabanki opnaður í dag Irma J. Erlingsdóttir Tveggja ára undirbúningur FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ORÐ Dorritar Moussaieff for- setafrúar í Morgunblaðinu í gær, um að við Íslendingar megum ekki láta Dani eigna sér myndlistarmanninn Ólaf Elíasson alfarið, hafa vakið talsverða at- hygli og forvitni um þennan heimsþekkta listamann sem Íslend- ingar þekkja þó fremur lítið til. Tilefni orða hennar var opnun sýn- ingar á gríðarmiklu verki Ólafs, Veðurverk- efninu, í Tate Modern- galleríinu í Lundúnum í fyrradag, en heið- ursgestur á sýningunni var Friðrik Danaprins. Foreldrar Ólafs eru Ingibjörg Ólafsdóttir og Elías Hjörleifsson sem er látinn, „rótgrónir Hafnfirðingar“, eins og Magnús Hjörleifsson, föðurbróðir Ólafs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Elías og Ingibjörg fluttu ung til Danmerkur og þar fæddist Ólafur ár- ið 1967. Ólafur ólst upp í Danmörku, þar sem Elías faðir hans lærði til kokks og Ingibjörg móðir hans lærði fatahönnun. „Ólafur kom oft heim með foreldrum sínum, og þó æ meira í seinni tíð. Elías var kokkur á þekkt- um stað sem hét Frascati, en heitir í dag Copenhagen Corner, en var líka alla tíð í myndlist og hélt margar sýn- ingar í Kaupmannahöfn.“ Magnús segir að Ólafur hafi snemma smitast af myndlistaráhuga föður síns. „Hugmyndir Ólafs í mynd- listinni eru nátengdar Íslandi, vegna þess að hann kemur oft hingað og vill helst vera í íslenskri veðráttu, þótt það sé rigning og rok. Ég er búinn að fara með hann marga túra út á land, og þá er hann að mynda í þoku og öll- um veðrum. Innblásturinn kemur héðan og efni sýninga hans bera þess merki – veðrið, klakinn, vatnið, svo eitthvað sé nefnt. Ólafur reynir að koma hingað eins oft og hann getur og var hér síðast fyrir þrem, fjór- um vikum. Þá var hann hér aðeins í sólarhring en notaði samt tímann til að fara út á land. Honum líður hvergi eins vel og hér.“ Elías og Ingibjörg skildu en eftir að Elías kvæntist að nýju, sænskri konu, flutti hann aftur til Íslands og var með vinnustofu fyrir austan fjall. Þá vinnustofu notar Ólafur nú þegar hann dvelur á Íslandi. „Það er gaman að heyra fréttirnar af Ólafi og nú heyri ég að Þjóðverjar séu farnir að eigna sér hann líka en hann hefur bú- ið í Þýskalandi. Ólafur verður auðvit- að að vera hliðhollur Dönum því þeir hafa hjálpað honum mjög mikið, greitt götu hans og veittu honum styrki þegar hann var að byrja. En innst inni er hann okkar maður. Ólaf- ur er ekkert uppi í skýjum þótt hon- um vegni svona vel, hann er með báða fætur á jörðinni og það er gaman að því. Hann heldur sýningu hér eftir áramót og er einnig að undirbúa sýn- ingu á verkum föður síns í Hafn- arborg á sama tíma,“ sagði Magnús Hjörleifsson, föðurbróðir Ólafs. Myndlistaraugað er ríkt í fjölskyld- unni því sjálfur er Magnús kunnur ljósmyndari og sonur hans, Ari Magg, sömuleiðis, en Ari sendi Morg- unblaðinu ljósmyndir frá opnun sýn- ingar Ólafs Elíassonar í Tate Modern í vikunni. „Innst inni er hann okkar maður“ Ólafur Elíasson FORSÍÐUR helstu blaða í London voru helgaðar opnun sýningar Ólafs Elíassonar í Tate Modern í gær, en þá var sýningin opnuð fyr- ir almenningi. Bæði The Independent og The Guardian lögðu forsíður sínar undir flenn- istórar myndir af Ólafi í óræðum geislum rauðgulrar sólarinnar sem er svo áberandi þáttur verksins, auk þess sem The Guardian birti veglega frétt með myndum á inn- síðu. The Times birti hálfsíðugrein um verkið á fréttasíðu. Fær hárin til að rísa „Ef þig langar til að kynnast þeirri tilfinningu sem bændur mið- alda hljóta að hafa fundið fyrir þegar þeir gengu inn í dómkirkj- urnar í Chartres eða Salisbury í fyrsta sinn,“ segir í frétt The Guardian, „þá skaltu drífa þig í túrbínusal Tate Modern.“ Verkinu er lýst sem einhverju „dulmagn- aðasta verki af þessari stærðar- gráðu sem nokkru sinni hefur sést á þessum stað – sól er rís upp úr yndislega höfugri Wagnerískri móðu er fær hárin til að rísa á hálsinum á manni.“ Blaðamaður The Guardian bend- ir á að Ólafur hafi ekki óttast stærðina á salnum, þvert á móti hafi hann tvöfaldað hæð hans með því að þekja loftið með speglum. Listagagnrýnandi The Guardian gefur verki Ólafs lofsamlegan dóm á sömu síðu og segir m.a.: „Mér verður óhjákvæmilega hugsað til orða þeirra sem JMW Turner á að hafa látið falla á banabeði sínum; „sólin er Guð“, auk þess sem hann vísar til samsvörunar við annan heimsfrægan listamann, Rothko. Lokaorð gagnrýnandans eru: „Í öllum sínum listverkefnum hefur [Ólafur] viljað höfða til okkar sem meðvitaðra áhorfenda frekar en sem óvirkra, áhorfenda er stendur ógn af listinni. En til þess að ná því fram þarf hann að fanga at- hygli okkar. Hvað það varðar er Verkefnið um veðrið nánast of vel heppnað, ekki síst vegna þess að það leikur sér með hugmyndir um upphafningu og vekja djúpstæðar áhyggjur með Elíassyni sjálfum. Þetta er ágengt og sterkt verk.“ Afhjúpar íslenskar rætur Ólafs Umfjöllun The Times er á áþekkum nótum, en þar segir að Ólafur Elíasson hafi skapað eins konar dómkirkju í túrbínusalnum. Verkið er þó ekki einungis álitið vísun í andlegan veruleika og veðr- ið, heldur einnig í upphafleg hlut- verk túrbínusalarins sem eitt sinn framleiddi orku fyrir Lundúna- borg, en sólin er auðvitað sú orku- stöð er knýr jarðlífið áfram. Blaða- maður The Times álítur speglana í loftinu vera þann þátt er vekur fólk til mestrar umhugsunar, þar sem það hreyfist eins og litlir maurar á gólfinu. „Ef til vill af- hjúpar þessi þáttur íslenskar ræt- ur Elíassonar – myndir af fólki sem svífur í loftinu vekja upp óljósar hugrenningar um fjarlæg lönd, sem margir álíta að hafi fengið víkingana til að yfirgefa Ís- land,“ segir hann enn fremur og vísar þar væntanlega til ferða Ís- lendinga vestur um haf. Umfjöllun breskra blaða um Ólaf Elíasson í Tate-safninu Trúarlegar vísanir London. Morgunblaðið. Ljósmynd/Ari Magg „Sól er rís upp úr yndislega höfugri Wagnerískri móðu er fær hárin til að rísa á hálsinum á manni,“ segir í The Guardian. FRAMLEIÐSLU bókarinnar Ísland í aldanna rás 1900-2000 – Saga lands og þjóðar ár frá ári í einni bók lauk nýverið og kemur hún út eftir helgi. Það er JPV útgáfa sem gefur verkið út, en áður hafði það verið prentað í þremur bindum sem nú hafa verið sameinuð. Nýja bókin er 1312 blað- síður og vegur 3400 grömm. Aðal- höfundur er Illugi Jökulsson, en margir aðrir höfundar komu að verkinu. Aðalritstjóri Íslands í ald- anna rás er Sigríður Harðardóttir. „Þegar farið var að stað með verkið á sínum tíma var markmiðið að þetta yrði eitt bindi, en svo átt- uðum við okkur á því að efnið var miklu viðameira en svo að við gæt- um komið því fyrir í einu bindi. Síðar kom í ljós að það var framkvæm- anlegt að steypa bindunum saman í eitt stórglæsilegt bindi og með góðu samstarfi við prentsmiðjuna Odda þá er það orðið að veruleika,“ segir Egill Örn Jóhannsson fram- kvæmdastjóri JPV útgáfu. Spurður hvort nýja bókin sé not- endavænni svarar Egill því játandi. „Þegar við ákváðum að steypa þessu í eina bók héldum við að það yrði lít- ið mál að smella þessu saman. En síðan í ljós að það þurfti náttúrlega að leggja töluverða umbrots- og hönnunarvinnu í þetta upp á nýtt. Sameina þurfti heimilda- og nafna- skrár, svo og ýmis kort og skýr- ingar. Þess má geta að heildar- útgáfukostnaður við þetta verk er hátt í tvö hundruð milljónir. En mið- að við hvað þetta er ofboðslega stór prentgripur þá hefur okkur tekist með góðu samstarfi við Odda og höf- undinn að gera þetta ódýrt fyrir neytendur. Þetta verk á sér enga hliðstæðu í íslenskri útgáfu og eng- inn útgefandi hefur ráðist í verk af þessu tagi fyrr,“ segir Egill. Að sögn Rúnars Jónatanssonar, viðskiptastjóra Odda, er ritið stærsta litprentaða verkið sem gert hefur verið á Íslandi. „Fyrst þegar við fengum pöntun um að gera eitt verk úr þessum þremur bókum þá hristu allir hausinn og leist ekkert á það. En síðan var brotið minnkað og pappírinn þynntur um helming og eftir það gekk prentunin bara eins og í sögu,“ segir Rúnar. Stærsta litprentaða verk á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Björn Heimir Björnsson, framleiðslustjóri Odda, Sigríður Harðardóttir að- alritstjóri, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV-útgáfu, Illugi Jökulsson aðalhöfundur og Rúnar Jónatansson, viðskiptastjóri Odda. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundið, fyrir rán í mars síð- astliðnum. Ákærði fór inn í lyfjaversl- un í Reykjavík, ógnaði starfsfólki þar með járnstöng og greip nokkra pakka af lyfjum úr skáp. Hann var einnig sakfelldur fyrir þjófnaðarbrot. Héraðsdómur sagði að við ákvörð- un refsingar yrði að líta til þess að rán sé hættulegt brot jafnvel þótt barefli hafi ekki verið beitt öðrum til líkam- legs tjóns. Með tilliti til sakaferils mannsins þótti refsing hæfileg 15 mánaða fangelsi sem ekki þótti hægt að skilorðsbinda að fullu. Arnfríður Einarsdóttir, settur hér- aðsdómari, dæmdi málið. Verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Málið sótti Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. 15 mánaða fangelsi fyrir rán GISTINÆTUR á hótelum í ágúst- mánuði síðastliðnum voru 122 þús- und á móti 113 þúsundum í ágúst ár- ið 2002 og fjölgaði því um 8% að því er kemur fram í yfirliti Hagstofunn- ar. Gistinóttum fjölgaði í öllum lands- hlutum. Eins og í júní og júlí var aukningin mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum, en þar fór gistináttafjöldinn úr 9.500 í 11.300 milli ára sem er 19% aukning. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 16% og fóru úr 6 í 7 þúsund milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu taldist aukningin um 8% og á Norðurlandi eystra og vestra var hún rúmlega 6%. Fleiri gisti- nætur í ágúst ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.