Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
H
INN 2. október
síðast liðinn voru
liðin 75 ár síðan
nokkrir ungir
Reykvíkingar sátu
eftirvætingarfullir
og biðu þess að
fyrsti skóladagurinn tæki á sig
mynd. Þeir voru fyrstu nemendur í
nýjum skóla ? Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga ? öðru nafni Ágústar-
skóla, en sá skóli er trúlega einn
fyrsti einkaskóli á Íslandi.
Eins og gerist átti þessi skóla-
stofnun sér aðdraganda ? hann var
sá að að landstjórnin hafði synjað 16
nemendum um skólavist í hinum al-
menna menntaskóla, er þó höfðu
staðist inntökupróf til 1. bekkjar
gagnfræðadeildar þá um vorið, en
enginn sambærilegur skóli var þá til
í Reykjavík. Það var Jónas Jónsson
frá Hriflu sem þá var kennslumála-
ráðherra sem takmarkaði aðgang að
Menntaskólanum í Reykjavík.
Aðstandendur og foreldrar barna
þeirra sem meinuð hafði verið skóla-
vist í hinum almenna menntaskóla
tóku því það ráð að stofna upp á eigin
spýtur gagnfræðaskóla sem væri
hliðstæður gagnfræðadeild mennta-
skólans og veitti unglingum sam-
bærilega menntun. 
Hinn nýi skóli var því skipulagður
á sama hátt og gagnfræðadeild
menntaskólans, með sömu inntöku-
skilyrðum, sömu námsgreinum og
sama kennslutíma, nema hvað held-
ur var aukið við námsgreinarnar
Skólanefnd gerði sér og far um að
vanda til kennslukrafta. Forstöðu
skólans fól hún prófessor, dr. Ágústi
H. Bjarnasyni, og fór mjög eftir til-
lögum hans í vali á kennurum.
Skólinn tók svo til starfa 2. októ-
ber 1928 sem fyrr sagði.
Þess má geta að í skólanefnd voru
Jón Ólafsson framkvæmdastjóri,
Páll Steingrímsson ritstjóri, Pétur
Halldórsson bóksali og Jón Björns-
son kaupmaður. Pétur Halldórsson
var formaður nefndarinnar.
Ágústa, dóttir Péturs Halldórs-
sonar og konu hans Ólafar Björns-
dóttur, var í hópi hinna fyrstu nem-
enda hins nýja skóla.
?Fyrsti bekkurinn var á fyrstu
hæð í Iðnskólahúsinu við Tjörnina,
þar sem skólinn starfaði lengi,? segir
Ágústa. ?Ég man eftir nokkrum
skólasystkina minna þennan fyrsta
vetur, svo sem Ingólfi Möller stýri-
manni, Jóni Steingrímssyni sem var
frændi minn, barnabarn Matthíasar
Jochumsonar skálds. Nína Þórðar-
dóttir var þarna, dóttir Þórðar lækn-
is á Kleppi. Geiri Sandholt man ég og
eftir, einnig Kötlu Pálsdóttur og vin-
konu minni Ágústu Jónsdóttur, síðar
Johnson. Mágur hennar Örn John-
sen var stuttan tíma í bekknum því
hann fór til útlanda til náms. Hann
varð síðar forstjóri Flugfélags Ís-
lands. Þá man ég eftir henni Nönnu
Ólafsdóttur sem síðar varð mikill
kommúnisti og forsprakki þeirrar
hreyfingar, sem og Þóri Kristins-
syni, hann var sonur Kristins vagna-
smiðs sem smíðaði hestvagna upp á
Frakkastíg. Þá voru í bekknum
strákar af Vesturgötunni, þeir Þor-
steinn Þorsteinsson, Magnús Þor-
geirsson og Ragnar Benediktsson.
Mér eru sérlega minnisstæðir
kennararnir. Þeir voru margir fyrsta
árið, sumir hálærðir eins og dr. Ólaf-
ur Dan. Daníelsson, hann kenndi
stærðfræði og var svo lærður að þeg-
ar hann spurði okkur út úr og við
vissum ekki þá sagði hann hneyksl-
aður: ?Vitið þér þetta ekki?? Guðni
Jónsson magister kenndi íslensku og
hann varð síðar skólastjóri Ágústar-
skóla.
Prófessor Árni Pálsson 
?sá með bakinu?
Prófessor Árni Pálsson kenndi
okkur sögu, okkur fannst hann sjá
með bakinu ? ef strákarnir létu eins
og fífl á bak við hann þá sneri hann
sér við og sagði þeim að láta ekki
svona.
Björn H. Björnsson, faðir Björns
Th. Björnssonar listfræðings,
kenndi okkur teikningu, ég hélt mik-
ið upp á hann. Páll Skúlason, sem
skrifaði revíur, kenndi okkur ensku.
Revíurnar voru leiknar í Iðnó við
hliðina. Þegar verið var að æfa revíu
þetta ár þá var hann mikið á æfing-
unum, einn morguninn kom hann
heldur framlágur og timbraður og
settist á kennaraborðið fyrir framan
okkur og sagði: ?Krakkar mínir, ég
hef ekkert sofið í nótt, viljið þið vera
stillt svo karlinn heyri ekki í ykkur
og lofa mér að fara heim að sofa.? Við
svöruðum játandi og enginn vissi af
okkur í þessum tíma, við vorum svo
stillt.
Sigfús Sigurhjartarson kenndi
náttúrufræði í skamman tíma. Ég
kom einhvern tíma upp hjá honum í
krókódílum. Ég átti bækur um Osa
og Martin Johnson, þau tóku kvik-
myndir í Afríku, Safari, þar voru
myndir af villidýrum sem maður
hafði aldrei séð áður. Mér þótti gam-
an að segja frá krókódílunum, líka
hvernig þeir opnuðu ginið upp á gátt
þegar þeir skriðu á land og fuglar
komu og kroppuðu úr tönnunum á
þeim. Þetta fannst mér merkilegt og
sagði því frá því. Þá hló Sigfús og
sagði ?Ætli það nú?? Þetta var rétt
þótt lygilegt væri. 
Við vorum samstilltur hópur,
krakkarnir í Ágústarskólanum, og
lékum okkur saman í frímínútum.
Einnig voru krakkar úr Menntaskól-
anum í frímínútum á sama tíma í
Lækjargötunni. Að áliðnum einum
vetri, þegar þykkur ís á Tjörninni fór
að þiðna og var orðinn mjúkur, fóru
strákarnir að tala um að gaman væri
að fara út á Tjörnina og ?dúa?, en
það var vinsæl skemmtun. Hópurinn
hljóp af stað niður að Fríkirkju og ég
inni í miðjum hópnum og gerðist
virkur hluti hans. Við hlupum út á
Tjörnina og mynduðum einfalda röð
frá austri til vesturs. Svo byrjuðum
við að ?dúa?, töldum sporin upphátt í
hvert skipti sem við settum fótinn
niður svo allir voru í takt. Smátt og
smátt fór ísinn að láta undan fótun-
um á okkur og mynda brekku sem
hægt og hægt dýpkaði. Þetta var
óskaplega spennandi en allt í einu
heyrist hróp ? ég lít upp og sé að ís-
bylgja sem myndaðist við þrýsting-
inn fór á undan okkur og skall á
veggnum við Iðnaðarhúsið og brotn-
aði. Strákanir sem voru þar sukku í
vökina og ísinn brotnaði smátt og
smátt nær okkur. Helmingurinn af
krökkunum lenti í vökinni milli jak-
ana en ég var meðal þeirra sem
sluppu, var nógu fljót að sjá hvað var
að gerast og forða mér áður en ísinn
brotnaði undan fótum mínum og
þeirra sem næstir mér voru.
Ég lauk prófi frá Ágústarskóla
vorið 1931 og fékk 7,5 í meðalein-
kunn, þótt ég hefði fengið mínus í
stærðfræði. Árið 1933 fór ég til náms
í Kaupmannahöfn og lærði auglýs-
ingateikningu en vann í millitíðinni í
bókaverslun föður míns, þ.e. Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar.
Ég eignaðist mína bestu vinkonu í
þessu skóla, hún var Ágústa Jóns-
dóttir og við kölluðum hvor aðra
Gústu J. og Gústu P. Við spiluðum
oft fjórhent saman á píanó þegar við
komum heim úr skólanum og héld-
um því áfram löngu eftir að við vor-
um báðar orðnar mæður.? 
Kennaraliðið var ekkert slor
Vorið 1936 útskrifaðist Hildigunn-
ur Hjálmarsdóttir sem gagnfræð-
ingur frá Ágústarskóla.
?Það var spenna í loftinu haust-
daginn 1933 þegar nokkrar skóla-
systur úr Miðbæjarbarnaskóla fluttu
sig um set yfir í Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga handan Lækjargötu.
Þó að fjarlægðin milli skólanna væri
nánast engin var skrefið stórt úr
barna- yfir í unglingaskóla. Það var
með óttablandinni virðingu sem við
lukum upp dyrum á nýja skólanum
fyrsta kennsludaginn. Þær sem
fylgdu mér úr Miðbæjarskólanum
voru meðal annarra Siggurnar á
Hólatorginu, Sigga Péturs og Sigga
Kjaran, Unna og Marta komu af
Laugaveginum og Gunna Gísla af
Bárugötu. Tvær skólasystur voru
nánast ?ofan úr sveit?, Ranka í Há-
teigi og Gústa í Rafstöðinni. Heim-
sóknir til þeirra voru stórviðburðir í
skólalífinu. 
Kennaraliðið í ?Ágústarskóla? var
ekkert slor. Sjálfur Ágúst Bjarnason
kenndi okkur þýsku. Hann gerði
kröfur um að texti yrði þýddur á gott
mál. Helga Claessen, Issis, var dam-
an í bekknum, veraldarvön, farin að
mála á sér varirnar. Hún var að snúa
klausu úr L?Arrabiata hjá Ágústi og
sagði um söguhetjuna: ?Hún hafði
rauðar varir,? ? ?rjóðar varir, fröken
Helga,? sagði Ágúst og horfði með
vanþóknun á nemandann. Eiríkur
Benedikz enskukennari, menntaður
í Cambridge, var eins og breskur há-
skólakennari í fasi og háttum, með
vasaklútinn í erminni og við hlógum
vitaskuld að því. Hann var afslapp-
aður og hálfletilegur og með hálflok-
uð augun og var ekkert að byrsta sig
mikið þótt framburðurinn væri hálf-
slakur hjá okkur. Sigfús Sigurhjart-
arson cand. theol. var stærðfræði-
kennarinn okkar. Hann gleymdi sér
stundum við heimspekilegar vanga-
veltur, þagnaði í miðri setningu og
starði út í bláinn. Löng stund gat lið-
ið þangað til hann kom aftur til sjálfs
sín. Sonur Ágústar, Hákon, var
sjarmörinn í kennaraliðinu, dálítið
feiminn og fljótur að roðna og kenndi
okkur náttúrufræði. Við vorum pínu-
lítið skotnar í honum. Dönskukenn-
arinn var ?Bína?, hún kom brunandi
á reiðhjóli, sat á stönginn hjá Sigurði
Thoroddsen manni sínum sem setti
hana pent af við skóladyrnar. Bína
var grönn og kvenleg, hóstaði í
hvítan vasaklút en hún var astma-
veik. Hún hafði fallegan framburð á
dönskunni. 
En það voru skólafélagarnir en
ekki kennararnir sem skiptu máli ?
og þá strákarnir fyrst og fremst. Í
frímínútum gengum við suður Frí-
kirkjuveginn og gjóuðum augunum
til ?stóru strákanna? sem voru í efri
bekkjunum. Einn af bekkjarbræðr-
um okkar var stórsjarmörinn og
djassistinn Jón Múli Árnason, sem
hélt sínu striki út ævina. Þar voru
líka menn sem áttu eftir að gera
garðinn frægan á erlendum vett-
vangi, svo sem Pétur Jónasson
vatnalíffræðingur og fyrrum pró-
fessor í Kaupmannahöfn, sem hefur
unnið að rannsókn á lífríkinu í Þing-
vallavatni. Ég man ekki sérstaklega
eftir skólaböllunum en ég man eftir
fjörinu á skautasvellinu á Tjörninni á
björtum vetrarkvöldum.
Ég á góðar minningar frá Gagn-
fræðaskóla Reykvíkinga, sé fyrir
mér andlit sem nú eru horfin. Þannig
er gangur lífsins.
Ég lauk stúdentsprófi 1939 frá
Menntaskólanum í Reykjavík og
starfaði við Ríkisspítala um langt
árabil. Ég fór í háskóla þegar ég
hætti störfum á sjötugsaldri og lauk
BA-prófi í frönsku og dönsku frá Há-
skóla Íslands. Ég fékkst nokkuð við
þýðingar á ?kaldastríðsárunum?,
fyrir Morgunblaðið. Auk þess hafa
birst eftir mig þýðingar í Tímariti
Máls og menningar og Skírni.?
Engin bök á stólunum ? 
en við fengum ágæta kennslu
Nokkru eftir að Hildigunnur gekk
til móts við framtíðina í MR, eða
1938, var sú skipan ger á gagnfræða-
námi að gagnfræðapróf skyldi tekið
eftir tveggja ára nám en lærdóms-
deildarnámið lengdist samtímis í
fjögur ár. Frá hausti 1941 og meðan
Gagnfræðaskóli Reykvíkinga til árs-
ins 1947, var 4. bekkur starfandi.
Lengi var barist fyrir því að Gagn-
fræðaskóli Reykvíkinga yrði
menntaskóli. 
Í minningarorðum Ágústs H. 
Skrefið var stórt
Um þessar mundir eru 
75 ár síðan Gagnfræðaskóli 
Reykvíkinga tók til starfa.
Þessi skóli starfaði sem
einkaskóli til ársins 1947.
Guðrún Guðlaugsdóttir
skyggndist lítillega í sögu
skólans og ræddi við þrjá
gamla nemendur hans, þau
Ágústu Pétursdóttur, Hildi-
gunni Hjálmarsdóttur og
Guðna Guðmundsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Iðnaðarmannahúsið við Tjörnina, þar sem Gagnfræðaskóli Reykvíkinga hóf starfsemi sína og starfaði lengi vel.
Hildigunnur 
Hjálmarsdóttir
?Kennaraliðið í 
?Ágústarskóla? 
var ekkert slor.?
Guðni 
Guðmundsson
?Ég eyddi heilu sumri í að
lesa danska reyfara svo ég
gæti staðið mig í tímum.?
Ágústa 
Snæland 
?Við vorum samstilltur 
hópur, krakkarnir í 
Ágústarskólanum.?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64