Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2003 B9
JUWAN Howard, framherji NBA-
liðsins Orlando Magic, segir við
ESPN-fréttastofuna að þungu fargi
hafi verið af sér létt eftir að hann
gaf frá sér 1155 millj. af þeim samn-
ingi sem hann gerði árið 1996 við
Washington Wizards. Howard segir
að samningurinn sem hann gerði
árið 1996 hafi allt frá þeim tíma
verið myllusteinn um háls hans. 
?Það var alveg sama hvað ég
gerði á vellinum, það var aldrei
nóg. Þrátt fyrir að ég hafi verið
einn af stöðugustu leikmönnum
NBA-deildarinnar undanfarin ár
fékk ég alltaf að heyra gagnrýn-
israddir. Það tók á og gerði mér
erfitt fyrir,? segir Howard sem fær
aðeins 385 millj. kr. fyrir að leika
með Orlando í vetur og hefur aldrei
verið ánægðari. 
Howard lék á árunum 1994-2000
með Washington, þaðan lá leið hans
til Dallas en hann staldraði stutt við
þar og hefur leikið undanfarin tvö
ár með Denver Nuggets. Leikmað-
urinn hefur skorað að meðaltali 18
stig í leik undanfarin 9 ár og tekið
um 8 fráköst í leik. 
Doc Rivers, þjálfari Orlando, er
afar ánægður með hugarfar leik-
mannsins sem hafi aldrei notið
sannmælis allt frá því að hann gerði
?risasamninginn? við Washington
árið 1996. ?Hver myndi slá hend-
inni á móti því að fá launahækkun?
Howard gerði það sem allir aðrir í
hans stöðu hefðu gert.?
Howard gaf eftir 
1,2 milljarða í launum 
Í
R-ingar höfðu frumkvæðið nánast
frá byrjun leiksins en Keflvíking-
ar voru aldrei langt undan því mun-
urinn á liðunum varð
aldrei meiri en ellefu
stig. Eftir fyrsta leik-
hluta voru liðin jöfn
25:25. ÍR-ingar skor-
uðu fyrstu ellefu stigin í öðrum leik-
hluta og það var munurinn á liðunum
er flautað var til leikhlés, staðan 62-
51. Eins og sést á stigaskorinu þá
voru varnir liðanna fremur slakar í
fyrri hálfleiknum þrátt fyrir mikla
baráttu og góðan vilja. Eiríkur fór
fyrir sínum mönnum og skoraði sex-
tán stig í þessum leikhluta og alls 21 í
fyrri hálfleik. Derrick Allen skoraði
einnig grimmt fyrir gestina eða alls
22 stig í hálfleiknum. Keflvíkingar
söxuðu heldur á forskotið í þriðja
leikhluta og var forysta ÍR aðeins
þrjú stig fyrir síðasta leikhlutann.
Kevin Grandberg fékk sína fimmtu
villu er fjórar mínútur lifðu af 3. leik-
hluta og hélt þá undirritaður að Ís-
landsmeistararnir myndu ganga á
lagið. Það varð þó ekki raunin þrátt
fyrir að Grandberg hefði sýnt mikla
baráttu í leiknum, því ungu leik-
mennirnir í liði ÍR héldu uppi merk-
inu. Síðasti leikhlutinn var fjörugur
og skemmtilegur eins og hinir fyrri
en heimamenn héldu haus og inn-
byrtu fjögurra stiga sigur. Leikurinn
var í járnum á lokamínútunum og
Keflvíkingar hefðu hæglega getað
stolið sigrinum en það átti ekki fyrir
þeim að liggja að þessu sinni. Eins og
fyrr segir var mikil barátta í leiknum
og yfirgáfu sex leikmenn völlinn með
5 villur, þrír í hvoru liði. Auk þess
fékk Keflvíkingurinn Jón N. Haf-
steinsson tvær tæknivillur í 2. leik-
hluta fyrir kjaftbrúk. ÍR-liðið á hrós
skilið fyrir frammistöðuna í gær, sér-
staklega var sóknarleikurinn góður.
Frammistaða Eiríks var með ólíkind-
um en Grandberg gaf tóninn fyrir lið-
ið með baráttu sinni og tók mikið af
fráköstum á meðan hans naut við.
Reggie Jessie var drjúgur í fyrri hálf-
leik, en framlag hans í síðari hálfleik
var nánast ekkert. Ungu strákarnir
hjá ÍR sýndu að þeir eru tilbúnir og
geta tekið af skarið þegar á þarf að
halda. Leikur Íslandsmeistaranna
var nokkuð frábrugðinn því sem ver-
ið hefur á undanförnum árum þar
sem mikill hraði og 3 stiga skot hafa
verið alls ráðandi. Það er kannski
eðlilegt þar sem liðið hefur nú innan
borðs tvo hávaxna Bandaríkjamenn
sem athafna sig mest nálægt körf-
unni. Derrick Allen átti frábæran leik
og skoraði 40 stig en fékk sína 5. villu
þegar 2 mín. og 20 sek. voru eftir.
Nick Bradford var sterkur í síðari
hálfleik, en hafði hægt um sig í hinum
fyrri. Sama má segja um Magnús
Gunnarsson. Falur Harðarson skor-
aði mikilvægar körfur í fyrri hálfleik
en náði ekki að fylgja því eftir í þeim
síðari. 
?Heimaleikir okkar við Keflavík
hafa alltaf verið hörkuleikir og það
var raunin í kvöld,? sagði Eiríkur Ön-
undarson, hetja ÍR-inga að leik lokn-
um. Við mættum þeim fimm sinnum á
síðustu leiktíð og þeir slógu okkur
bæði út úr deild og bikar. Það er frek-
ar stutt síðan þeir unnu okkur í úr-
slitakeppninni og við áttum harma að
hefna. Auk þess lék einn af okkar
leikmönnum (Grandberg) með Kefla-
vík í fyrra og hann kom dýrvitlaus í
leikinn, enda okkar mesti baráttu-
hundur og hann dregur menn með
sér.? Eiríkur benti á að breiddin í liði
ÍR er meiri en oft áður. ?Það sýndi
sig í kvöld að breiddin er góð hjá okk-
ur og fer vaxandi. Það voru mjög
ungir strákar að skora mikilvæg stig
fyrir okkur í kvöld, þegar Grandberg
og Jessie voru farnir af velli.? Spurð-
ur um sína frammistöðu sagði Eirík-
ur: ?Maður vill auðvitað standa sig
gegn Íslandsmeisturunum og þessi
frammistaða sparkar í rassinn á
manni og hvetur mann áfram.?
Morgunblaðið/Þorkell
Kevin Grandberg lét mikið að sér kveða undir körfunni í liði ÍR gegn sínu gamla liði, Keflavík. 
Eiríkur óstöðvandi
ÍSLANDSMEISTARAR Keflvíkinga í körfuknattleik karla sóttu ekki
gull í greipar ÍR-inga í Seljaskólanum í gærkvöldi þegar liðin mætt-
ust í 2. umferð Intersport deildarinnar. Þvert á móti sigruðu ÍR-
ingar, 111:107, í bráðfjörugum leik sem bauð upp á mikla skemmt-
un fyrir áhorfendur. Eiríkur Önundarson átti sannkallaðan stórleik í
liði heimamanna og skoraði hvorki fleiri né færri en 45 stig í leikn-
um, auk þess að stjórna leik sinna manna af röggsemi. Mikill hiti
var í leikmönnum og voru sjö leikmenn útilokaðir frá leiknum áður
en yfir lauk. 
Kristján 
Jónsson 
skrifar
EKKERT varð af leik KFÍ og
Tindastóls í Intersportdeild
karla í gær þar sem að flugvél
með dómurum leiksins innan-
borðs var snúið við yfir Skut-
ulsfirði vegna þoku, en Tinda-
stólsmenn fóru landleiðina frá
Sauðárkróki og voru mættir
til leiks á réttum tíma. 
Bæði kvenna- og karlalið
Tindastóls fóru til Ísafjarðar
að þessu sinni og lenti hóp-
ferðabifreið þeirra í umferð-
aróhappi á leiðinni. 
Fólksbifreið var ekið inn í
hlið hópferðabifreiðarinnar
rétt utan við Vestfjarðagöngin
en engin meiðsli urðu á fólki. 
Kvennalið Tindastóls tapaði
leiknum gegn KFÍ, 50:26, en
kvennaliðið verður að bíða eft-
ir að leik karlaliðsins ljúki í
kvöld til þess að geta farið
heim á leið. 
Halldór Ingi Steinsson, for-
maður körfuknattleiksdeildar
Tindastóls, segir á heimasíðu
félagsins að menn þar á bæ
séu ?saltvondir? vegna þess að
dómarar leiksins hefðu ekki
komið sér á áfangastað með
fyrri áætlunarvél gærdagsins. 
Tinda-
stóll í
kröppum
dansi
L52159 ÓÐINN Árnason skoraði 10 stig og
tók 8 fráköst á þeim 18 mínútum sem
hann lék fyrir Ulriken Eagles þegar
liðið sigraði Kongsberg Penguins,
99:87, í norsku úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í gær. Óðinn og félagar hafa
unnið alla þrjá leiki sína í deildinni.
L52159 ANDREA Pirlo skoraði sigurmark
AC Milan á móti Lazio í kvöldleiknum
í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í
gær. Pirlo, sem fyrir helgina gerði
nýjan fimm ára samning við Mílanó-
liðið, skoraði markið á 37. mínútu og
þar við sat. AC Milan og Juventus eru
efst og jöfn á toppnum með 17 stig.
L52159 LEMGO vann 19 marka sigur á
ítalska liðinu Conversano, liðinu sem
Guðmundur Hrafnkelsson lék með, í
Meistaradeild Evrópu í handknatt-
leik um helgina. Lemgo hafði mikla
yfirburði og sigraði, 41:22.
L52159 ÞAÐ er greinilegt að hollenski
landsliðsmaðurinn Ruud van Nist-
elrooy hjá Manchester United hefur
talað fyrir daufum eyrum Dick Ad-
vocaat, landsliðsþjálfara, er hann
sagðist vona að hann yrði valinn á ný í
landslið Hollands sem leikur tvo leiki
gegn Skotlandi um farseðil á EM í
Portúgal. 
L52159 VAN Nistelrooy var settur út úr
landsliðshópnum á dögunum, eftir að
hann sýndi óánægju er hann var tek-
inn af leikvelli í leik gegn Tékklandi í
Evrópukeppninni. Hann var ekki val-
inn til að leika með Hollandi Evrópu-
leik gegn Moldavíu á dögunum.
L52159 DICK Advocaat telur að Van Nist-
elrooy geti ekki leikið í sama liði og
Patrick Kluivert, leikmaður Barce-
lona. ?Patrick og Ruud koma ekki til
með að leika saman í liði aftur,? sagði
Advocaat við Sunday Mirror. 
L52159 FYRIR framan 10 þúsund áhorf-
endur unnu Brasilíumennirnir Ric-
ardo og Emanuel sigur á Heims-
meistaramótinu í sandblaki í
karlaflokki. Keppnin fór fram í Bras-
ilíu. Ricardo og Emanuel lögðu Dax
Holdren og Stein Metzger í úrslita-
leiknum, 21.18, 21:15, en þeir eru
Bandaríkjamenn. 
L52159 BENJAMIN og Marcio Araujo frá
Brasilíu fengu þriðju verðlaun án
þess að leika en mótherjar þeirra
gátu ekki mætt til leiks vegna
meiðsla. 
L52159 FABIEN Barthez er mjög ánægður
að vera kominn í herbúðir franska
liðsins Marseille en frá því var gengið
um helgina að Manchester United
lánar markvörðinn yfir til Frakk-
lands í níu mánuði. ?Ég hef miklar
taugar til Marseille en þar má segja
að ferill minn hafi byrjað. Ég óskaði
mér alltaf að koma hingað aftur.? 
L52159 DENNIS Wise, sem fyrir helgina
var tímabundið ráðinn stjóri Millwall
var ekki góð fyrirmynd fyrir leik-
menn liðsins en Wise fékk að líta
rauða spjaldið þegar Millwall beið
lægri hlut yfir Sheffield United.
FÓLK

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12