Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kristán Ragnarsson, formaður og framkvæmdastjóri
LÍÚ, hefur látið mikið að sér kveða sl. þrjá áratugi.
Hjörtur Gíslason ræðir við Kristján sem nú lætur af
formennsku.
Rússnesku fjármálafurstarnir
Handtaka viðskiptajöfursins Míkhaíls Khodorovskís
beindi kastljósinu að rússnesku fjármálafurstunum.
Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir fjallar um uppgang
þeirra og stöðu í Rússlandi samtímans.
Afkastamikið tónskáld
Rúmlega lög, 40 ár ? Jóhann G. Jóhansson sagði Árna
Matthíassyni frá langri tónlistarævi.
Kristján Ragnarsson
á sunnudaginn
DÆMD FYRIR SAMRÁÐ
Hæstiréttur dæmdi í gær Sölu-
félag garðyrkjumanna, Banana ehf.
og Eignarhaldsfélagið Mötu til að
greiða 47 milljóna króna sekt fyrir
brot á samkeppnislögum. Eru félög-
in sökuð um ólögmætt samráð um
verð og markaðsmál. Hækkaði sekt-
in um 10 milljónir frá niðurstöðu
héraðsdóms og var hún þar með
samhljóða ákvörðun áfrýj-
unarnefndar samkeppnismála.
Bréfasafn eign LBS
Lögfræðingur kemst að þeirri nið-
urstöðu að afhending persónulegra
gagna Halldórs Laxness til Lands-
bókasafns hafi falið í sér að safnið
öðlaðist heimild eignarréttar yfir
bréfasafni skáldsins og tekist á
hendur lögbundnar skyldur varð-
andi varðveislu þess og meðferð.
Erfingjar skáldsins hafa hins vegar
leyfi til að takmarka aðgang að þeim
hluta safnsins sem skáldið sjálft rit-
ar en ekki öðrum.
Lætur af formennsku í LÍÚ
Kristján Ragnarsson lætur af for-
mennsku á aðalfundi Lands-
sambands ísl. útvegsmanna sem
hófst í gær, eftir 35 ára feril. Hann
ræddi m.a. um byggðatengingu
veiðiheimilda og sagði óraunhæft að
leggja á sjávarútveginn að hann sæi
fyrir því að unnt væri að reka útgerð
frá hverju því byggðarlagi sem út-
gerð hefði einhvern tímann verið
stunduð frá burtséð frá því hvort út-
gerð bæri sig eða ekki. 
Hlutabréf í Yukos fryst
Gengi hlutabréfa í rússneskum
fyrirtækjum lækkaði um rúm 8% í
gær eftir að saksóknarar frystu
stóran eignarhlut auðkýfingsins
Míkhaíls Khodorkovskís og fleiri
hluthafa í olíurisanum Yukos. Enn-
fremur var skýrt frá því að Vladímír
Pútín, forseti Rússlands, hefði vikið
skrifstofustjóra sínum, Alexander
Voloshín, úr embætti.
Andreotti sýknaður
Æðsti áfrýjunardómstóll Ítalíu
sýknaði í gær Giulio Andreotti, fyrr-
verandi forsætisráðherra landsins,
af ákæru um að hann hefði fyrir-
skipað morð á blaðamanni fyrir 24
árum. Áður hafði héraðsdómstóll
dæmt Andreotti í 24 ára fangelsi fyr-
ir að hafa fengið mafíuna til að
myrða blaðamanninn.
Mesti hagvöxtur í 19 ár
Hagvöxtur í Bandaríkjunum á
þriðja fjórðungi ársins var 7,2% og
sá mesti í nítján ár. Bendir það til að
efnahagslífið sé komið á verulegan
skrið en hagvöxturinn var 3,3% á
öðrum ársfjórðungi.
Yfirlit
Í dag
Sigmund 8 Minningar 39/44
Viðskipti 14 Brids 44
Erlent 16/17 Bréf 48/49
Heima 18 Dagbók 50/51
Höfuðborgin 19 Staksteinar 50
Akureyri 20 Kirkjustarf 51
Suðurnes 21 Skák 51
Daglegt líf 24/25 Sport 52/55
Listir 30/36 Leikhús 56
Forystugrein 32 Fólk 56/61
Þjónusta 35 Bíó 58/61
Viðhorf 36 Ljósvakamiðlar 62
Umræðan 37/38 Veður 63
* * *
ÞAÐ eru forréttindi að fá að vinna
við tónlist, segja strákarnir í Lea-
ves í Fólkinu í dag. Platan þeirra,
Breathe, er nýkomin út í Bandaríkj-
unum.
Elín María og Sara etja kappi í
hnefaleikum á morgun og þær
segja að íþróttin sé augljóslega
ekki bara fyrir karla.
Fimmta bókin um Harry Potter
kemur út á íslensku á morgun og af
persónum bókanna dást viðmæl-
endur Fólksins mest að hinum hvít-
hærða og síðskeggjaða Dumble-
dore. Er furða að valdið og viskan
heilli?
Morgunblaðið/Kristinn
Hnefaleikar
og tónlist
ÞORGEIR Þorgeirson,
rithöfundur, þýðandi
og kvikmyndagerðar-
maður, andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi í gær.
Þorgeir fæddist í
Hafnarfirði 30. apríl
1933. Foreldrar hans
voru Guðrún Kristjáns-
dóttir verkakona og
Þorgeir Elís Þorgeirs-
son sjómaður.
Þorgeir varð stúdent
frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1953. Þá
nam hann þýsku, bók-
menntasögu og listfræði við Vín-
arháskóla 1953 til 1954. Síðar lærði
hann kvikmyndaleikstjórn við Lista-
akademíuna í Prag 1959 til 1962.
Þorgeir starfaði við kvikmynda-
gerð 1962 til 1972 samhliða leiðsögu-
störfum hjá Ferðaskrifstofu ríkis-
ins. Hann vann við ýmis ritstörf,
þýðingar og leikstjórn í útvarpi frá
1962. Kennari var hann við Leiklist-
arskóla SÁL árin 1973 til 1976. 
Eftir Þorgeir liggur á níunda tug
titla. Þar á meðal eru skáldsögur,
smásögur, ritgerðasöfn, leikhús-
verk, útvarpsleikrit,
ljóð, þýðingar, kvik-
myndahandrit og
heimildamyndir. Er-
lendar útgáfur á verk-
um hans eru vel á
þriðja tuginn.
Þorgeir vann mál
gegn íslenska ríkinu
fyrir Mannréttinda-
dómstóli Evrópu 1992
eftir að hafa verið
dæmdur í Hæstarétti
fyrir greinarskrif í
Morgunblaðið 1983.
Hafði dómurinn áhrif á
íslenskt réttarfar.
Þorgeir hlaut ýmsar alþjóðlegar
viðurkenningar fyrir kvikmyndina
Maður og verksmiðja og fyrir rit-
störf sín. Hann var kjörinn heiðurs-
félagi Félags íslenskra kvikmynda-
gerðarmanna og honum voru veitt
Eddu-verðlaunin fyrir framlag til
kvikmynda árið 2000.
Eftirlifandi kona hans er Vilborg
Dagbjartsdóttir, kennari og skáld.
Sonur hans er Þorgeir Elís Þor-
geirsson efnafræðingur og stjúpson-
ur Egill Arnaldur Ásgeirsson kenn-
ari og sjómaður.
Andlát
ÞORGEIR 
ÞORGEIRSON
LANDSFUNDUR Samfylking-
arinnar hefst kl. 17.15 að Ásvöll-
um í Hafnarfirði í dag, með
ávarpi Lúðvíks Geirssonar, bæj-
arstjóra í Hafnarfirði. Því næst
flytur Össur Skarphéðinsson,
formaður flokksins, hátíðar-
ræðu, en hún verður sýnd í
beinni útsendingu á Stöð 2.
Á heimasíðu flokksins kemur
fram að um 700 fulltrúar hafi til-
kynnt þátttöku á þinginu.
Í kvöld verða umræður í fjór-
um málstofum; átökin um Evr-
ópusamrunann, um einkarekst-
ur og opinberan rekstur, um
fátækt, auðlegð ? arfleifð
barnanna og um unga fólkið og
framtíðina. Í fyrramálið flytur
Stefán Jón Hafstein, formaður
framkvæmdastjórnar, skýrslu
sína og kynntar verða tillögur til
lagabreytinga. Þá fara einnig
fram kosningar. Á sunnudag er
málstofa um sviptingar í við-
skiptaheiminum, afhent verða
hvatningarverðlaun og kynnt
verður verkefnaáætlun stjórn-
málahóps og ályktanir verða af-
greiddar. Ráðgert er að formað-
urinn slíti síðan fundi um kl. 15.
Landsfundur
Samfylking-
ar hefst í dag
AÐEINS ER tímaspursmál hvenær
öfgasamtök sem starfa í skjóli um-
hverfis- og dýraverndar láta til skar-
ar skríða gegn fiskveiðum Íslend-
inga að mati Eiðs Guðnasonar
sendiherra sem fjallaði um ógnanir
frá öfgasinnuðum umhverfissamtök-
um á aðalfundi Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna í gær. Hann
segir að verja verði umtalsverðum
fjármunum til að svara slíkum
óhróðursaðgerðum enda gríðarlegir
hagsmunir í húfi.
Eiður sagði mörgt teikn á lofti um
að öfgasamtök á sviði umhverfismála
mundu í vaxandi mæli beina athygli
sinni að fiskveiðum og hætta að
horfa bara á hval eða sel. Sjávarút-
vegurinn, fiskveiðarnar, yrði næsta
skotmark þessara samtaka, þegar
fólki yrði almennt orðið ljóst að
hvalastofnar væru ekki lengur í út-
rýmingarhættu. Eiður sagði fisk-
veiðarnar auðvelt skotmark, enda
fiskfræði ekki hárnákvæm vísinda-
grein og því erfitt að meta stærð
fiskistofna. Þá væri auðvelt að hvetja
fólk til að kaupa ekki fisk, burtséð
frá því hvar hann væri veiddur. 
Eiður sagðist þeirrar skoðunar að
aðeins væri tímaspursmál hvenær
öfgasamtök létu til skarar skríða
gegn Íslendingum. Hann sagði
vandasamt að bregðast við slíku. Að
hans mati þyrfti þó að svara í sömu
mynt. 
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, sem ávarpaði aðalfundinn í
síðasta sinn, bindur vonir við að auk-
in samkeppni olíufélaganna með til-
komu nýs olíufélags leiði til lægra ol-
íuverðs fyrir fiskiskipin. Nefnir hann
dæmi um útgerðarfélag sem sparaði
hálfa milljón með útboði á kaupum á
150.000 lítrum af olíu. Hann segir að
önnur olíufélög hafi boðist til að
jafna tilboð þess sem lægst bauð og
vonast eftir meiri samkeppni.
Fiskveiðar skot-
mark öfgahópa
L52159 Umhverfissamtök/32
Morgunblaðið/Jim Smart
Ársfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna var vel sóttur í gær.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64