Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 12
Mikill áhugi er á körfubolta í Stykkishólmi. Umf. Snæfell hef- ur oft í gegnum tíðina keppt í úr- valsflokki á Ís- landsmóti og gerir það einnig í vetur. Mikið starf liggur að baki og segir Gissur Tryggva- son, formaður deildarinnar, að það sé mikil upp- örvun að fá svo góðan fjárhagsleg- an stuðning. Það er enginn hægðar- leikur að halda úti í liði í úrvalsdeild í ekki stærra sveit- arfélagi. Mestur tími forsvars- manna fer í að leita eftir peningum hér og ekki síst þar. Heiðar Már Sigurðsson forstjóri sagði við undirritunina að hann væri ánægður með að rétta Snæ- felli hjálparhönd. Hann ólst upp í Stykkishólmi til 16 ára aldurs. Þar átti hann góðar stundir með Snæ- felli undir stjórn Maríu Guðna- dóttur og Ólafs Sigurðssonar. Mið- að við eigin reynslu er öflugt íþróttastarf gott veganesti út í líf- ið. Búnaðarbankinn stendur vel við bakið á körfubolt- anum í Stykkishólmi í vetur. Heiðar Már Sigurðsson forstjóri og Kjartan Páll Einarsson, útibússtjóri í Stykkishólmi, undirrituðu samninginn fyrir hönd Búnaðarbankans og Sævar Harðarson og Gissur Tryggvason fyrir hönd Snæfells. Búnaðarbank- inn aðalstyrkt- araðili Snæfells Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi | Á dögunum boðuðu stjórnendur Búnaðarbankans til fundar í Stykkishólmi til að kynna nýjan banka. Þá var undirritaður samstarfssamn- ingur á milli Kaupþings-Búnaðarbankans og körfuknattleiksdeildar Snæ- fells. Samningurinn er við úrvalsdeildarlið Snæfells og yngri flokka félagsins. MINNSTAÐUR | VESTURLAND 12 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.900 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Dublin Akranesi | Ljósmyndasafn Akra- ness var stofnað 28. desember á síð- asta ári í tilefni af 60 ára afmæli Akraneskaupstaðar. Það voru feðg- arnir og ljósmyndararnir Helgi Daníelsson og Friðþjófur Helgason sem afhentu hluta af ljósmyndum sínum við opnun safnsins. Jafnframt var undirritað samkomulag um að þeir myndu afhenda safninu allar ljósmyndir sínar og filmur seinna meir. 10.000 myndir í árslok „Í tengslum við opnun safnsins var opnaður vefur þar sem mynd- irnar voru gerðar aðgengilegar fyrir almenning. Við opnunina voru á vefnum rúmlega 600 ljósmyndir. Núna eru þar rúmlega 7.500 mynd- ir,“ sagði Kristján Kristjánsson for- stöðumaður, sem jafnframt er for- stöðumaður Héraðsskjalasafns Akraness, í samtali við Morg- unblaðið. „Um áramótin stefnum við að því að myndirnar verði orðnar 10.000.“ Við skönnun mynda og skráningu vinna þau Ólína Sigþóra Björns- dóttir og Ólafur Örn Ottósson og eru allar myndirnar skráðar sam- kvæmt reglum um skráningar í skjalasöfn. „Upplýsingarnar sem berast safninu eru ómetanlegar,“ sagði Kristján. „Söfnum hættir til að breytast í grafreiti þar sem munum og skjölum er komið fyrir í kössum í kjöllurum. Netið opnar hins vegar glugga fyrir okkur út í samfélagið til að miðla upplýsingum og á móti berast upplýsingar frá fólkinu til safnsins. Maður verður var við mik- inn velvilja í garð safnsins, bæði frá áhuga- og atvinnuljósmyndurum, en einnig frá almenningi. Fólkið úti í samfélaginu leggur fram drjúga sjálfboðavinnu með því að veita upplýsingar um myndir. Forsendan fyrir þessu er að á vefnum er fólki gert auðvelt að senda inn ábend- ingar.“ Almenningur hefur sent 1.800 upplýsingaskeyti Í hvert skipti sem forsíða vefj- arins er kölluð fram birtast tilvilj- anakennd sýnishorn úr mynda- grunninum. Með því að smella á mynd birtist hún stærri á næstu skjámynd en fyrir neðan myndina er hnappur þar sem gefinn er kost- ur á að senda safninu upplýsingar um myndina. Með því að smella á þann hnapp kemur upp ný valmynd þar sem hægt er að slá inn upplýs- ingar um myndina. Einnig er hægt að skoða innsendar upplýsingar um hverja mynd á þessari síðu. Alls hafa safninu borist tæplega 1.800 tölvuskeyti með upplýsingum um myndir á rúmu hálfu ári. Starfsfólk safnsins hefur heimsótt Dvalarheimilið Höfða á Akranesi þar sem unnið var að skráningu mynda á Netinu með aðstoð skjá- varpa. Miklar upplýsingar fengust úr þeirri ferð enda fólkið hafsjór af fróðleik að sögn starfsmannanna. Stefnt er að því að fara oftar þang- að í heimsókn. Uppsetning og hönnun vefjarins var í höndum Jóhanns Ísberg en fyrirmyndin er myndabanki.is sem hann rekur og vefstjórnunin er hýst þar. Til eru tvær gerðir af hverri mynd fyrir vefinn og eru þær hýst- ar í möppum hjá hugbúnaðarfyr- irtækinu Nepal í Borgarnesi. Síðan eru þær skráðar á vefinn á upplýs- ingasíðu sem starfsfólk safnsins hefur eitt aðgang að. Nú hafa nokkur önnur söfn opnað vefi og tekið sér vef Ljósmynda- safns Akraness sér til fyrirmyndar. Kristján sagði það eðlilegt, enda væri vefurinn mjög einfaldur og að- gengilegur. Ljósmyndasafnið stendur fyrir sýningum á ljósmyndum og hafa þegar nokkrar verið haldnar, þar á meðal sýning á myndum feðganna Helga og Friðþjófs. Einnig er efnt til sýninga á vefnum. Þá var efnt til ljósmyndasamkeppninnar Sum- armyndin 2003 í sumar og bar Ei- ríkur Kristófersson sigur úr býtum fyrir myndina Maður og haf. Nú er verið að leggja grunn að því að sett verði upp vönduð sýning næsta haust með myndum Árna Böðv- arssonar sem var nokkurs konar „hirðljósmyndari“ á Akranesi í ára- tugi. Myndir úr nútímanum mikilvægar Safnið á myndir frá ýmsum tím- um og sagði Kristján að markmiðið væri að gefa heildarmynd af ljós- myndamenningu sem stunduð hefur verið í bænum frá því byrjað var að taka ljósmyndir á Akranesi. Hann segir hlutverk safnsins að skrá sam- tímaviðburði og því sé mikilvægt að fá myndir úr nútímanum. Ljós- myndasafnið á stafræna myndavél og starfsfólkið tekur myndir við ým- is tækifæri. Sem dæmi má nefna að fjöldi mynda var tekinn á vegum safnsins á sýningunni Akranes Expo, „Þeir fiska sem róa“, sem haldin var fyrir skömmu. Enn á eft- ir að vinna tugi þúsunda mynda í eigu Ljósmyndasafnsins sem safn- ar, skráir og varðveitir allt ljós- myndaefni svo sem ljósmyndir, glerplötur, filmur og skyggnur sem og önnur gögn og skjöl sem tengj- ast greininni og hafa menningar- sögulegt gildi og varpa ljósi á sögu Akraness. Einnig býður safnið upp á að varðveita efni frá fyrirtækjum, stofnunum og einkaaðilum sé þess óskað. En sjón er sögu ríkari. Slóð Ljós- myndasafns Akraness er www.akra- nes.is/ljosmyndasafn. Einnig er hægt að fara beint á heimasíðu Akraness, www.akranes.is, og smella á hnappinn Skoða Ljós- myndasafn? Ljósmyndasafn Akraness gerir myndir aðgengilegar fyrir almenning með hjálp veraldarvefjarins Ljósmynd/Ljósmyndasafn Akraness Starfsfólk Ljósmyndasafns Akraness. Ólafur Örn Ottósson, Ólína Sigþóra Björnsdóttir og Kristján Kristjánsson. Um leið og myndir Ljósmyndasafns Akraness eru skannaðar inn og skráðar eru þær orðnar aðgengilegar almenningi á vef safnsins. Starfs- fólk safnsins stefnir að því að hægt verði að skoða um 10.000 myndir um það leyti sem safn- ið fagnar ársafmælinu í lok desember. Um 7.500 myndir aðgengilegar á vef safnsins Hellnum | Í júní á þessu ári undirrit- uðu fimm sveitarfélög á Snæfellsnesi samning við vottunardeild Green Globe 21 um að vinna að úttekt og vottun á Snæfellsnesi sem umhverf- isvænum áfangastað í ferðaþjónustu. Sveitarfélögin eru Eyja- og Mikla- holtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Mikil undirbún- ingsvinna liggur að baki verkefninu og hefur hún staðið yfir um nokkurn tíma. Verið er að safna gögnum um stöðu ýmissa málaflokka í sveitar- félögunum og er skýrsla um stöðuna er væntanlega innan skamms. Má vænta þess að þar komi fram upplýs- ingar sem koma mörgum á óvart. Sveitarfélögin hafa öll tilnefnt einn fulltrúa sem tengil við verkefn- ið. Í Eyja- og Miklaholtshreppi er það Ástþór Jóhannsson, í Grundar- fjarðarbæ Hrafnhildur Jóna Jónas- dóttir, í Helgafellssveit Hildibrand- ur Bjarnason, í Snæfellsbæ Smári Björnsson og í Stykkishólmsbæ Menja von Schmalensee. Fyrir nokkrum vikum skipuðu sveitar- stjórnirnar síðan stýrihóp sem falið hefur verið að meta auðlindir hvers sveitarfélags fyrir sig í ferðaþjón- ustu og vinna jafnframt að því að leggja drögin að framtíðarsýn í ferðaþjónustu fyrir svæðið og móta því stefnu í ferðamálum. Við það verkefni styðst stýrihópurinn við ný- útkomna skýrslu um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu sem sam- gönguráðherra Sturla Böðvarsson lét vinna. Ímynd og sérstaða Snæfellsness Helstu þættir sem litið verður til eru: ímynd og sérstaða Snæfells- ness, umhverfismál sem eru þegar á oddinum vegna samvinnu við Green Globe 21, gæða- og öryggismál, menntun í ferðaþjónustu, sam- göngur, byggðamál, skipulag ferða- mála, rekstrarumhverfi ferðaþjón- ustunnar og markaðssetningu. Fulltrúar í stýrihópnum eru Ást- þór Jóhannsson frá Eyja- og Mikla- holtshreppi, Hrafnhildur Jónasdótt- ir, Sigríður Finsen, Ingi Hans Jónsson og Ingibjörg T. Pálsdóttir frá Grundarfjarðarbæ, Hildibrandur Bjarnason frá Helgafellssveit, Smári Björnsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Pétur Jóhannsson frá Snæfellsbæ og Menja von Schmalensee, Dagný Þórisdóttir, Ragnheiður Valdimars- dóttir og Ásthildur Sturludóttir frá Stykkishólmsbæ. Að auki sitja í stýrihópnum Björn Jónsson sem fulltrúi Vegagerðarinnar, Elías Gíslason sem fulltrúi Ferðamála- ráðs, Guðrún Bergmann sem fulltrúi Green Globe 21. Verkefnisstjóri er Guðlaugur Bergmann. Stefnt er að því að halda íbúafundi í sveitarfélögunum fimm í nóvember, þar sem íbúum gefst kostur á að koma með tillögur, hugmyndir og ábendingar sem tekið verður tillit til þegar lögð verður lokahönd á stefnu- mótun í ferðamálum á Snæfellsnesi. Stýrihópur ferða- mála á Snæfellsnesi Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Hluti af stýrihóp ferðamála á Snæfellsnesi, f.v. Ástþór, Hildibrandur, Björn, Sigríður, Ragnheiður, Menja, Dagný, Ingibjörg, Hrafnhildur, Smári og Ingi Hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.