Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 25
FYRIRKOMULAG reiðkennslu á
Íslandi hefur lengst af verið líkast
ferð án sérstaks fyrirheits. Í mjög
grófum dráttum ljóst hvert förinni
væri heitið en þoku hulið hvaða leiðir
væru best færar og hvaða leiðir
væru hagstæðastar. Segja má að
lengi vel hafi hver reiðkennari bauk-
að í sínu horni og kennslan einkennst
mjög af samsafni af ?góðum ráðum
og trixum?. Oftar en ekki snérist
kennslan að hluta um að kenna nem-
endum að láta hestinn gera einhverj-
ar ?kúnstir? og umfram allt að
tryggja að nemendum fyndist gam-
an á reiðnámskeiði.
Samræmt námsefni og skil-
greind markmið vantað
Vissulega hefur mikið vatn til
sjávar runnið og mikil þróun og
framfarir átt sér stað í reiðkennslu á
síðustu árum og munar þar mikið um
það starf sem unnið hefur verið til
dæmis á Hólaskóla og með réttu
hægt að segja að þokunni hafi létt
mjög. Einn helsti þröskuldurinn í
frekari framförum hefur þó alla tíð
verið skortur á samræmdu námsefni
með vel skilgreindum markmiðum
þar sem nemendur fikra sig upp eftir
ákveðnu kerfi þar sem hverjum
áfanga lýkur með prófi. Næsti reið-
kennari nemans á með því móti að
geta gengið að vísri kunnáttu nem-
ans og að hann sé fær um að fást við
næsta áfanga. Með öðrum orðum ná-
kvæmlega sama uppbygging og er í
öllu almennu námi. Þarna hefur
skórinn kreppt verulega og oftar en
ekki hafa hlutirnir gengið þannig
fyrir sig að nemandi er einn til frá-
sagnar um það hvað hann og hestur
hans kunna og geta. Oftar en ekki
hefur sú staða komið upp að mat
hans er fjarri raunveruleikanum og
hinn nýi reiðkennari þarf að trappa
viðkomandi nemanda niður og fara í
hluti sem hann er fyrir löngu búinn
að ?læra?. Slíkar aðstæður hafa ein-
att valdið vandræðalegum aðstæðum
í upphafi reiðnamskeiða.
Hin almenna reiðkennsla hefur
því verið afar tilviljanakennd í gegn-
um tíðina af þessum sökum en nú má
ætla að með tilkomu knapamerkja-
kerfisins sé bjartari tíð með blóm í
haga framundan.
Reiðnám í menntakerfið
Eitt af markmiðunum með knapa-
merkjakerfinu er að aðlaga reiðnám
fyrir grunn- og framhaldsskóla og á
undanförnum tveimur árum hefur
verið kennt eftir þessu kerfi í Fjöl-
brautaskólanum á Suðurlandi og
Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki
og Hestamiðstöðinni á Gauksmýri.
Hefur framkvæmd þess náð lengst
við Fjölbraut á Sauðárkróki þar sem
nemendur hafa tekið fjórða stigið. 
Fyrsta stigið fyrir byrjendur
Alls er um að ræða fimm stig og
spanna þau að heita má lungann af
því sem kalla má reiðmennskusviðið.
Að loknu fyrsta stigi á knapinn að
geta lagt á og sprett af hesti á réttan
hátt og sömuleiðis að stíga á bak
hesti og af baki. Þá er hafin þjálfun á
jafnvægi knapans og leiðbeint um
rétta ásetu auk þess að bæta hæfni
hans til að umgangast hestinn með
trausti og skilningi. Alls eru 18
kennslustundir á fyrsta stigi og þar
af 12 verklegar. Tekin eru bæði
verkleg og bókleg próf sem gilda
jafnt en svo er um fyrstu þrjú stigin.
Í verklegu prófi er metin umgengni
knapa við hestinn, honum náð í stíu,
lagt við hann og hann kembdur og
hreinsað úr hófum. Þá þarf knapi að
teyma hestinn gangandi á feti og
brokki, leggja á hann og stíga á bak,
sýna jafnvægisæfingar í hringtaum
og hálflétta ásetu á brokki og lóð-
rétta ásetu á feti. Einkunnir eru
gefnar á skalanum 0 til 10 og þarf
knapi að ná að lágmarki 5,0 til taka
næsta stig. Reiðkennari fyllir út
eyðublað sem hann sendir til skrif-
stofu Landssambands hestamanna-
félaga sem heldur utan um kerfið.
Starfsmenn LH útfylla síðan viður-
kenningarskjal sem knapi fær ásamt
grænu merki.
Á öðru stigi er markmiðið að auka
skilning knapans á skilning og skynj-
un hestsins og hreyfingum hans og
gangtegundum. Að auka sjálfstraust
knapans og getu hans til að stjórna
hestinum og fylgja hreyfingum hans
á fetgangi og brokki. Knapi fær 31
kennslustund á öðru stigi þar af 16
verklega tíma. Verklegt próf felst í
styrkjandi æfingum fyrir leiðtoga-
hlutverk knapans eins og að láta
hestinn bakka. Riðinn fetgangur og
stöðvun án hvatningar, hestur standi
kyrr á slökum taum. Hálflétt og stíg-
andi áseta á brokki. Algengustu reið-
leiðir á reiðvelli (tamningagerði).
Knapar sem standast annað stig fá
appelsínugult knapamerki.
Rautt fyrir þriðja stig
Í þriðja stigi eru markmiðin að
auka þekkingu knapa á fóðrun hests-
ins, meðferð hans og heilsu. Að
þjálfa ábendingar knapans og sam-
spil við hestinn. Að bæta ásetu á
grunngangtegundum og auka næmi
fyrir takti á tölti. Auk þekkingar á
þjálfunaraðferðum. Alls eru
kennslustundir á þriðja stigi 30 og
þar af 18 verklegir tímar. Verkefni
verklegs prófs eru hringteyming
með einföldum taum. Lóðrétt, stíg-
andi áseta á brokki á baugum og
helstu reiðleiðum, taumsamband og
réttar hvatningar. Knapi viti á hvora
skástæðu hann stígur. Hálflétt áseta
á stökki. Undirbúningur fyrir tölt og
undirstöðuatriði töltreiðar. Knapar
sem standast þriðja stig hljóta rautt
knapamerki.
Á fjórða stigi fer róðurinn veru-
lega að þyngjast en þar eru mark-
miðin að bæta getu knapans í lóð-
réttri ásetu, stjórnun hans á
hestinum og getu hans í reið-
mennsku á gangtegundum. Að þjálfa
jafnvægi knapans í hindrunarstökki
og kenna honum undirbúning fyrir
ferðalög á hestum. Að auka þekk-
ingu hans á reiðmennsku og sögu
hennar sem og skilning á grundvall-
arþáttum í þjálfun hestins. Kennslu-
stundir á fjórða stigi eru 42 og þar af
25 verklegar. Á fjórða stigi breytast
hlutföll milli verklegs og bóklegs
prófs þar sem verklegi þátturinn
gildir 70%. Í verklega prófinu þarf
knapi að ríða fet, brokk, tölt og stökk
á fyrifram ákveðnum reiðleiðum.
Hann þarf að sýna grunnstig fimiæf-
inga, s.s. að kyssa ístöð, taumur gef-
inn, framfótarsnúningur, krossgang-
ur með langhlið. Stígandi áseta á
brokki, skipt á skástæðum. Stjórnun
og áseta yfir brokkslár og í hindr-
unarstökki yfir fjórar 60 sentimetra
háar hindranir. Að síðustu verkefni í
reiðmennsku á víðavangi þar sem
allar gangtegundir eru riðnar eftir
atvikum á ójöfnu landi, brekkum og
yfir hindranir. Knapar sem standast
fjórða stig hljóta blátt knapamerki.
Lokapunkurinn er fimmta stigið
þar sem markmiðin eru að auka
hæfni og skilning knapans á virkni
lóðréttrar ásetu með áherslu á sam-
spil hvetjandi og hamlandi ábend-
inga. Ennfremur að auka getu knap-
ans í meðhöndlun gangtegunda og
auka færni hans og getu í að bæta
jafnvægi hestsins og þroska hreyf-
ingar. Alls eru 56 kennslustundir á
fimmta stigi og þar af 40 verklegir
tímar. Verklega prófverkefnið felst í
gangtegunda- og fimiverkefni á velli
sem er 20x40 metrar að flatarmáli
eða stærri. Gerðar eru kröfur um
mismunandi reiðleiðir á feti, brokki,
tölti og stökki. Áhersla sé lögð á
gangskiptingar og hraðabreytingar
á gangtegundunum. Meðal æfinga í
verkefninu séu krossgangur á ská-
línum, sniðgangur á feti, hestur lát-
inn bakka og taumur gefinn. Knapar
sem hafa lokið fimmta stiginu hljóta
blátt merki.
Knapamerkjakerfið í stað
inngönguprófs á Hólum?
Eins og sjá má spannar kerfið
nokkuð vítt svið en fram kom í máli
Huldu Gústafsdóttur sem fylgdi því
úr hlaði að það væri hugsað fyrir alla
þá sem áhuga hafa á að auka þekk-
ingu sína og færni í reiðmennsku.
Vonaðist hún til að reiðkennarar
sæju sér hag í að nota knapamerkja-
kerfið í kennslu sinni. Þá taldi hún
ekki ólíklegt að notkun kerfisins
gerði inntökupróf sem væntanlegir
nemendur á Hólum þurfa að þreyta
óþörf. Þá benti hún á að mögulegt
verður að fara beint í próf án nokk-
urrar kennslu þannig að vant hesta-
fólk þurfi ekki að vera að eyða tíma í
hluti sem það hefur lært fyrir löngu
síðan. Hinsvegar verður ekki hægt
að sleppa lægri stigum og fara til
dæmis beint í þriðja eða fjórða stigið.
Sagði hún að þótt lægri stigin virtust
afar létt væru verkefni í þeim sem
áríðandi er að fólk kunni og geti
örugglega áður farið er í meira ögr-
andi verkefni.
Þá sagði Hulda að þetta kerfi yrði
að sjálfsögðu endurskoðað þegar
meiri reynsla fæst á það. Eðli máls-
ins samkvæmt reiknaði hún með því
að svona kerfi verði í stöðugri þróun
þótt sjálfsagt þurfi að sníða ein-
hverja vankanta af því sem kunna að
koma í ljós þegar farið verður að
vinna með það. ?Efnið sem viðað hef-
ur verið saman væri að sjálfsögðu
langt frá því að vera tæmandi en
spennandi yrði að sjá hvaða viðtökur
það fær. Ákveðið var að taka þetta
nú í gagnið þar sem þörfin var orðin
mjög knýjandi en auðvitað hefði ver-
ið hægt vinna það enn frekar,? sagði
Hulda ennfremur.
Óhætt er að segja að hér hafi verið
náð merkum áfanga í reiðkennslu á
Íslandi. Hér er langþráðu takmarki
náð þótt vissulega megi ætla að ekki
sé verið að setja fram eitthvert full-
komið kerfi. 
Langþráðum áfanga í reiðkennslu náð með nýja knapamerkjakerfinu
Samræmt námsefni með skilgreind-
um markmiðum komið í gagnið
Merkum áfanga var náð í þróun reiðkennslu á Ís-
landi á föstudag þegar kynnt var á vegum Átaks-
verkefnis hrossaræktar hið nýja knapamerkjakerfi
sem er fyrsti vísir að samhæfingu almenns reið-
náms á Íslandi. Valdimar Kristinsson var við-
staddur kynninguna og skoðaði að henni lokinni
gögnin sem afhent voru á fundinum.
Morgunblaðið/Vakri
Með tilkomu knapamerkjakerfisins verður frístundahestafólki gert kleift að auka getu sína og þekkingu í reið-
mennsku skipulega á mun auðveldari hátt en áður hefur verið hægt. 
Meðal þess sem knapar munu læra samkvæmt knapamerkjakerfinu er létt
áseta á stökki og brokki auk lóðre´ttrar ásetu. 
ÞAÐ verður mikið umleikis hjá hestamönnum um miðj-
an nóvember. Fyrst er að nefna uppskeruhátíð hesta-
manna sem verður haldin á Broadway laugardags-
kvöldið 15. nóvember þar sem útnefndir verða m.a.
knapar ársins og ræktunarmaður eða ræktunarbú árs-
ins. En fyrr um daginn verður haldin ráðstefnan
Hrossarækt 2003 sem er nokkurs konar uppgjör á
hrossaræktinni á Íslandi á núlíðandi ári. Ágúst Sig-
urðsson hrossaræktarráðunautur mun þar stikla á
stóru yfir helstu viðburði á sviði hrossaræktar.
Það eru þó líklega fyrirlestrarnir sem munu vekja
mesta athygli en fjórir fyrirlesarar koma þar við sögu
og bera þrír fyrirlestranna yfirskriftina Hvers vegna
ágrip: Erfðir eða umhverfi? Fyrstan fyrirlesara skal
nefna áðurnefndan Ágúst sem mun gera grein fyrir til-
tækum gögnum varðandi málefnið. Sá kunni kynbóta-
hrossaknapi Þórður Þorgeirsson mun fjalla um mál-
efnið frá sjónarhóli þess er í tauminn heldur og Gestur
Júlíusson, sem er lærður dýralæknir og járningamað-
ur, kallar sinn hlut ?Glymja járn við jörðu?.
Þá mun Valberg Sigfússon, MSc í kynbótafræði,
flytja fyrirlestur um endingu íslenskra hrossa. Að lokn-
um fyrirlestrum verða opnar umræður um fyrirlestr-
ana og ræktunarmál almennt.
Þá verður á fundinum gerð grein fyrir þeim sem til-
nefndir eru til ræktunarverðlauna ársins og veittar við-
urkenningar til þátttakenda í gæðakerfi hrossaræktar.
Öllum sem áhuga hafa á ræktun hrossa er heimill að-
gangur að ráðstefnunni, sem hefst klukkan 12:30 en
áætluð fundarslit verða klukkan 17:00.
Áhugaverð erindi á Hrossarækt 2003
Einn fremsti kynbótaknapi landsins, Þórður Þorgeirs-
son, verður meðal þeirra er flytja erindi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36