Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2003 41 ✝ Guðjón Elíassonfæddist í Mjóa- firði 8. sept. 1918. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Seli á Akureyri laugardag- inn 8. nóv. síðastlið- inn. Foreldrar Guð- jóns voru Elías Jónasson, f. 19.2. 1881, d. 1.5. 1961, og kona hans Þórunn Björg Björnsdóttir, f. 6.2. 1879, d. 31.10. 1956. Guðjón var næst yngstur af 10 systkinum og eru þau öll látin. Eftirlifandi eiginkona Guðjóns er Helga Ingimundardóttir, f. 1.7. 1924. Foreldrar hennar voru Ingi- mundur Þorleifsson, f. 4. 4. 1859. d. 2.4. 1941, og Helga Kristjáns- dóttir, f. 12.6. 1876, d. 18.1. 1932. Börn Guðjóns og Helgu eru: 1) Ás- mundur, f. 5.11. 1949, kona hans Erna Melsted, f. 30.11. 1949, son- ur þeirra Halldór Ásmundsson, f. 18.5. 1982. 2) Þorsteinn, f. 22.5. 1954, fyrri kona hans María Pála Sigfúsdóttir, f. 13.11. 1957, d. 1.11. 1981, börn þeirrra Guðjón Helgi, f. 28.11. 1978, og María Sif, f. 21.7. 1981. Seinni kona Þorsteins er Sigríð- ur Helga Ármanns- dóttir, f. 1.1. 1963, börn þeirra Sævar Örn og Jóhann Val- ur, f. 13.1. 1999. 3) Helga Þórunn, f. 29.5. 1958, maki Jón Björn Arason, f. 28.6. 1956, börn þeirra Guðný Björk , f. 28.11. 1974, Krist- ín Dögg, f. 7.9. 1981, og Andri Már, f. 13.6. 1992. 4) Haukur Guðjónsson, f. 3.9. 1962, kona hans Guðrún Sigríður Hilmarsdóttir, f. 12.6. 1964, börn þeirra eru Pálmar Ingi, f.23.2. 1996, og Dagný Alda , f. 19.11. 2002. Guðjón stundaði almenna verkamannavinnu á sam- bandsverksmiðjunum og hjá Út- gerðarfélagi Akureyrar, var einn- ig með sauðfjárbúskap á meðan heilsa leyfði. Útför Guðjóns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stund. Okkur systurnar langar að þakka allar þær frábæru stundir sem við höfum fengið að eiga með þér. Við minnumst þess tíma þegar við biðum eftir að þú kæmir hjólandi heim í Stafholt 1 á bláa hjólinu þínu. Ekki má nú gleyma því þegar labbað var upp á tún að kíkja á lömbin. Jú það eru margar góðar stundir sem við áttum hér. Við minnumst þess tíma þegar þú sagðir okkur ótal- margar sögur, einnig heilræði eins og bara að lífið væri rétt að byrja, að þetta væri ekki endastöðin heldur héldi lífið áfram og við ættum eftir að hittast aftur og því viljum við trúa. Að trúa og treysta er það sem mestu máli skiptir. En afi núna ertu loksins komin á þann helgastað þar sem frið- urinn er, eftir langa bið. Við erum guði þakklátar að hafa fengið að vera aðnjótendur í þínu lífi. Guð blessi þig og varðveiti. Takk, takk, fyrir allt. Kveðja Guðný Björk og Kristín Dögg. GUÐJÓN ELÍASSON  Fleiri minningargreinar um Björgu Þorkelsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Björg Þorkels-dóttir fæddist á Valdastöðum í Kjós 3. mars 1918. Hún andaðist á Landspít- ala – Háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 6. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Bjargar voru Hall- dóra Halldórsdóttir, f. 1879, d. 1962, og Þorkell Guðmunds- son, f. 1884, d. 1918. Systkini Bjargar voru Guðmundur, f. 1909, d. 1969; Há- kon, f. 1910, d. 1996; Guðrún, f. 1911, d. 1982; og Þorkell, f. 1919, d. 2003. Hinn 28. janúar 1942 giftist Björg Sigurbirni Maríussyni, f. 26. janúar 1912, d. 20. desember 1945. Foreldrar Sigurbjörns voru Mar- íus Pálsson og Þórey Jónsdóttir. Börn Bjargar og Sigurbjörns eru: 1) Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, maki Magnús Sveinsson, börn þeirra eru a) Heiða Björg Schev- ing, börn hennar eru Hrund og Eygló Sigurðardætur. b) Sigur- páll Scheving, maki Hildur Jak- obína Gísladóttir, börn þeirra eru Egill Breki og Dagný, f. 26. janúar 2001, d. 26. janúar 2001, c) Sveinn Magnússon, maki Thelma Gunn- arsdóttir, börn þeirra eru Agnes Tryggvi Kristbjörn Guðmunds- son, maki Lára Soffía Hrafnsdótt- ir, börn þeirra eru Petra Breið- fjörð, Alexander Reynir og Siguringi. c) Guðmundur Rúnar Guðmundsson, maki Sigurlaug Ír- is Hjaltested, börn þeirra eru Birgitta Þórey og Gréta Þórunn Rúnarsdætur. Björg og Ragnar Ó. Agnarsson hófu sambúð 1946. Börn þeirrar eru: 1) Sigurbjörn Ómar Ragnars- son, maki Elín Dalrós Guðmunds- dóttir, börn þeirra eru: a) Sigríður Kolbrún, maki Hjörtur Jónsson, börn þeirra eru Hjörtur Jón, Sig- ríður Kolbrún Ýr, Bergdís Sif og Sigrún Lilja. b) Sigurbjörg Elín Sigurbjörnsdóttir, maki Óskar Magnússon, börn þeirra eru Sandra Óskarsdóttir, Atli Már Óskarssson og Indíana Óskars- dóttir. c) Guðmunda Steinunn Sig- urbjörnsdóttir, maki Gunnar Stef- án Richter, börn þeirra eru Gunnar Richter, Sigurbjörn Rich- ter, Anton Richter og Elín Dalrós. 2) Reynir Bjartmar Ragnarsson, f. 20. febrúar 1949, d. 28. ágúst 1995, sonur hans er Valgeir Reyn- isson. 3) Sigríður Kolbrún Ragn- arsdóttir, f. 17. júlí 1950, d. 1966. 4) Tómas Aldar, maki Jóna Björg Pálsdóttir, börn þeirra eru Theo- dor Aldar, Berglind Mjöll, Hrefna, Steina Guðbjörg, Baldvin Páll og Þórný Björg. 5) Halldór Jökull Ragnarsson, maki Björk Óskars- dóttir, börn þeirra eru, Katrín Ösp, Kolbrún Ósk og Ari Kristján. Útför Bjargar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Líf og Elísa Sjöfn. d) Sigríður Diljá Magn- úsdóttir, maki Úranus Ingi Kristinsson, börn þeirra eru Jón Gauti og Tara Sól. 2) Maríus Sigurbjörnsson, maki Sigríður Sverrisdótt- ir, börn þeirra eru: a) Sigurbjörn Maríus- son, maki Helena Sjö- blom, börn þeirra eru Theresa, Madeleine, Linnea og Kassandra. b) Sverrir Maríusson, maki Ulrika Maríus- son, börn þeirra eru Andreas Maríusson og Tobías Maríusson. c) Peter Sigurbjörns- son, maki Hanna Sigurbjörnsson, börn þeirra eru Michaela Sigur- björnsson og Amanda Sigur- björnsson. d) Ragnar Maríusson. Synir Maríusar af fyrra hjóna- bandi eru: a) Auðunn Þór Maríus- son, börn hans Arndís Heiða og Steinunn María. b) Alfreð Gústaf Maríusson, maki Þórdís Geirsdótt- ir, börn þeirra eru: Sara Dögg, Andri Freyr og Egill Fannar. 3) Guðmundur Már Sigurbjörnsson, maki Gréta Tryggvadóttir, börn þeirra eru a) Sigríður Kolbrún Guðmundsdóttir, maki Svavar Magnússon, börn þeirra eru Guð- mundur Gísli, Magnús Ingi, Sig- urður og Kristín María. b) Elsku mamma mín, þá er komið að kveðjustundinni. Ég finn ennþá hlýju höndina þína sem ég hélt í nótt- ina áður en þú kvaddir. Ég vonaði svo innilega að morgundagurinn færði þér betri heilsu. En um morg- uninn lokuðust augu þín í hinsta sinn. Ég var engan veginn tilbúin að kveðja þig og eina von mín á þeirri stundu var að þínir nánustu, sem farnir eru á undan, hefðu tekið á móti þér og leitt þig í nýja veröld þar sem þér líður vel. Það hrannast upp minningarnar með þér alveg frá fyrstu bernsku- dögum er þú leiddir mig þér við hönd og leiðbeindir inn á lífsins braut allt fram á þinn síðasta dag. Fyrstu minningarnar um þig eru þær, að þú varst falleg og lífsglöð kona sem allt- af varst sívinnandi. Þér féll aldrei verk úr hendi enda hjá frjóum kon- um eins og þér fjölgaði börnunum stöðugt og urðu þau átta talsins og gefur augaleið að mörgu var að sinna. Ég man að það var oft þreytt kona sem lagðist til svefns að loknum þvottadegi, standandi við þvotta- brettið frá morgni til kvölds. Þrátt fyrir að lífið færi ekki alltaf um þig mjúkum höndum stóðstu alltaf upp- rétt og komst börnunum þínum til manns. Þú þurftir að ganga í gegn- um þungar sorgir, fimm sinnum bankaði dauðinn á dyr hjá okkur. Tvö börnin þín létust í blóma lífsins einnig pabbi sem aðeins var 34 ára að aldri og líka þurftir þú að sjá á eftir seinni mönnum þínum tveimur. Þrátt fyrir þessi áföll var ljós í myrkrinu og ánægjustundirnar margar. Þín mesta ánægja var að ferðast bæði innan lands og utan. Þrisvar fór ég með þér til útlanda að heimsækja syni þína, Madda í Sví- þjóð og Halldór í Danmörku, og eig- um við þaðan góðar minningar. Margar áttum við ánægjustundirnar í sælureit okkar í Grímsnesinu þar sem fjölskyldan safnaðist saman á öllum aldri við leik, söng og góðan mat á grilli. Margir voru bíltúrarnir um sveitir landsins og alltaf varst þú stöðugt að koma okkur á óvart hve vel þú þekktir landið þitt enda höfð- uð þið Siggi yndi af því að ferðast um landið. Hvort sem þú varst heima eða að heiman skildirðu aldrei við þig handavinnupokann. Oft komstu mér á óvart en aldrei eins og fyrir ein jól- in er þú sýndir mér sextán útprjón- aðar peysur sem þú varst búin að prjóna handa barnabörnunum í jóla- gjöf. Ef handavinna var annars veg- ar lék hún í höndum þér. Margar voru vísurnar sem þú ortir við hin ýmsu tækifæri og veit ég að þú skild- ir eftir þig fulla skúffu af ljóðum sem ég ætla að ylja mér við þegar þín nýt- ur ekki lengur við. Elsku mamma mín, guð geymi þig. Ég hugsa til þín í bænum mínum. Þín dóttir Katrín Sjöfn. Móðir mín lést á Landspítalanum í Fossvogi 6. nóvember síðastliðinn og verður borin til grafar í dag. Elsku mamma, í mínum huga varst þú hin sanna hetja, það sem var lagt á þig á þinni lífsleið hefði verið mörgum óbærilegt en þú gast með einhverjum krafti sem bjó í þér rifið þig upp úr þeirri sorg sem fylgdi þeim áföllum sem þú varðst fyrir. Þú gekkst upprétt og hélst áfram eins og það væri bara sjálfsagður hlutur. Það eru ótal minningar sem fara í gegnum huga manns þegar maður verður að kveðja í hinsta sinn, en mig langar að nefna þær sem eru mér kærastar. Hún verður mér ógleym- anleg ferðin sem við fórum til Ólafs- víkur í ágúst síðastliðnum. Þetta var dagsferð hjá okkur en það sem gladdi mitt hjarta var að við náðum að fara leið yfir jökulræturnar sem þú hafðir aldrei farið áður. Ég fann hvað þú varst glöð yfir því að fá tæki- færið að upplifa það því þú varst svo glögg á staðhætti, bæjarnöfn og fleira sem viðkemur landinu okkar. Það var stundum ótrúlegt hvað þú vissir mikið um landið okkar Ísland. Annars ferðalags vil ég líka minn- ast. Það var ferð okkar í september síðastliðnum, þegar við fórum í viku- ferð til Svíþjóðar að heimsækja Madda bróður og hans fjölskyldu. Sú gleði sem þú upplifðir við að sjá flest af þínum barnabörnum og barna- barnabörnum, það er minning sem ég mun ávallt eiga í hjarta mínu. Það á eftir að reynast mér erfitt að geta ekki farið út á Litlu-Grund að heimsækja þig en ég verð að trúa því að þú sért nú komin á þann stað þar sem þér líður vel í návist þeirra sem þú misstir á þinni lífsleið. Elsku mamma mín, ég kveð þig að sinni, en hver veit, kannski eigum við eftir að hittast aftur einhvern tíma, ég þakka fyrir þá samveru sem við höfum átt og þakka einnig allt sem þú varst mér og alla umhyggjuna sem þú gafst mér. Með þessum örfáu orðum langar mig til að kveðja þig, mamma mín. Blessuð sé minning þín. Halldór. Ég ætla með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Bjargar Þorkelsdóttur. Fyrstu kynni okkar voru þegar hún og Sig- urður Ólafsson giftu sig á 50 ára af- mæli hennar. Þá sýndi hún mér af- straktmynd þar sem skiptust á birta og skuggar og skýrði hún mér frá því að þetta væri lífshlaup sitt. Mörgum árum síðar fórum við Sjöfn með henni í Fossvogskirkjugarð, þangað átti hún erindi. Við fórum að leiðum þriggja eiginmanna hennar, Sigur- björns, Ragnars, Sigurðar og tveggja barna hennar, Kolbrúnar og Reynis. Þá skildi ég að lífið hafði ekki alltaf farið mjúkum höndum um tengdamóður mína. Björg hafði mjög gaman af að gleðjast og dansa í góðum hópi. Þeg- ar hún varð sextug bjuggu þau Sig- urður í Ólafsvík í litlu húsi sem heitir Strönd. Þar var ættingjum og vinum boðið til veislu. Þar var spilað og sungið, etið og drukkið langt fram á nótt. Þá líkaði Björgu lífið. Björgu var margt til lista lagt, hún var mjög hagmælt, handavinna hennar var mikil, vönduð og listræn. Til dæmis er jólaskrautið á heimili mínu mikið eftir hana, það eru jóla- karlar og kerlingar, englar og jóla- kúlur. Hún var kokkur góður og hafði gaman af að bjóða uppáhalds tengdasyni sínum (þeim eina) í mat. Ég gleymi aldrei fiskisúpunni góðu. Og þegar átti að fara að ferðast þá lyftist brúnin á minni. Fórum við tvær ferðir saman til útlanda, heim- sóttum Maríus og Siddí í Svíþjóð og Halldór og Björk í Danmörku. Eftir að fjölskylda mín eignaðist sumarbústað í Grímsnesi kom Björg oft þangað til okkar. Hafði hún verið vinnukona í þeirri sveit á yngri árum og þekkti vel til. Það kom alltaf glampi í augun þegar hún talaði um þann tíma. Magnús Sveinsson. Hún amma mín, Björg Þorkels- dóttir, er látin. Þegar ég sest niður og hugsa til baka rennur hver minn- ingin á fætur annarri um huga minn. Þrátt fyrir að ég byggi í Vest- mannaeyjum sem barn og hún í Reykjavík og Ólafsvík varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera í nánu sambandi við hana. Þegar ég svo varð fullorðin og við báðar búsettar í höfuðborginni tengdumst við enn sterkari böndum og áttum margar góðar stundir saman. Sterkasta minning mín um hana ömmu mína er falleg kona, sérstak- lega vel klædd, með handavinnu sem lék í höndum hennar. Henni féll aldrei verk úr hendi og eigum við aðstandendur hennar ómetanleg listaverk eftir hana, hvort sem um er að ræða málaða eða út- saumaða dúka og myndir, prjóna- flíkur, íslenskan upphlut sem hún saumaði á mig eða ljóðin hennar sem hún samdi við öll möguleg tækifæri. Amma átti sér einnig annað áhugamál en það var landið okkar. Hún hafði unun af því að ferðast um landið og það var ótúlegt að ferðast með henni. Hún þekkti það eins og handabakið á sér. Það var sama hvert við fórum, undir Eyjafjöll, suð- ur með sjó, vestur á Snæfellsnes eða norður í land, hún þekkti landslagið, byggðir og einstaka bæi og oft fylgdi líka saga um fólkið sem búið hafði á bæjunum í hennar ungdæmi, svo ég noti hennar orð. Síðasta ferð okkar saman var í ágúst s.l., þegar við fórum upp á Skaga, gegnum göngin sem hún var ekkert sérstaklega hrifin af, drukk- um kaffi og keyrðum síðan Hval- fjörðinn til baka í yndislegu veðri. Hún dáðist að fegurð fjarðarins sem var einn af uppáhalds stöðum hennar og sagði mér sögur frá því er hún var barn og gekk með Halldóru móður sinni frá Valdastöðum í Kjós yfir fjallgarðinn og inn í Hvalfjörð til þess að heimsækja frænku þeirra. Við stoppuðum einnig við réttina þar sem hún og Siggi höfðu farið með mig í lautarferð eitt sumarið þegar ég var hjá þeim. Við vorum sammála um að tímarnir væru mikið breyttir. Lífið fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana ömmu, hún hefur lifað þrjá eiginmenn og tvö börn. Það er mikið lagt á eina manneskju en hún bar harm sinn í hljóði og horfði ávallt fram á veginn. Ég kveð ömmu mína í hinsta sinn í dag með þakklæti fyrir það sem hún hefur gefið mér og stolti yfir því að bera nafn hennar. Heiða Björg Scheving. BJÖRG ÞORKELSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningar- greina Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi eiginmaður og afi, MAGNÚS EYJÓLFSSON, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, lést föstudaginn 31. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fyrir góða umönnun og hlýju. Jón Þ. Magnússon, Björg Jónsdóttir, Linda H. Magnúsdóttir, Örn Hjálmarsson, Haukur Magnússon, Stefanía Guðmundsdóttir, Alda Þ. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.