Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.2003, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Hið þögla stríð – einelti á Íslandi er eftir Svövu Jóns- dóttur blaða- mann. Í bókinni eru viðtöl við fólk sem hefur orðið fyrir einelti; einnig er talað við ger- endur, aðstand- endur og fagfólk sem styður við bakið á þeim sem vilja vinna sig úr þeirri miklu vanlíðan sem einelti getur vald- ið. „Bókin er framlag í baráttunni gegn einelti, því með reynslusögum sínum gefa viðmælendur öðrum von og styrk til að sigrast á því stjórnlausa ofbeldi sem einelti er. Regnbogabörn leiðbeindu við vinnslu bókarinnar, með faglegri ráð- gjöf og hvatningu. Hluti söluverðs rennur til samtaka þeirra,“ segir í frétt frá útgefanda. Útgef. er Salka. Bókin er 177 bls. kilja. Prentun: Oddi hf. Verð: 2.990 kr. Einelti Bænir kvenna hef- ur að geyma bæn- ir 50 íslenskra kvenna. Áður hef- ur komið út bókin Bænir karla hjá sömu útgáfu. Þarna er að finna bænir eftir lista- menn, lögfræð- inga, kennara, nemendur, konur í stjórnunarstöðum, ungar konur, mæður, ömmur. Viðfangsefni bæn- anna er lífið sjálft í öllum sínum fjöl- breytileika, ástvinir, börn, barnabörn, makar, Ísland og heimurinn allur. Meðal þeirra sem leggja efni til bók- arinnar eru Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Bænir karla kom út fyrir tveimur ár- um og var uppseld. Hún hefur verið endurútgefin í sama broti og Bænir kvenna. Samtals geyma þessar bæk- ur um eitt hundrað bænir karla og kvenna á Íslandi, fólks á öllum aldri og á ýmsum stöðum í lífinu. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 72 bls., prentuð í Gutenberg. Sigrún Eldjárn myndlistakona hann- aði útlit bókanna en ritstjóri var Edda Möller. Verð: 1980 kr. Bænir Orð í gleði nefnist ný bók eftir Karl Sigurbjörnsson, biskup. Í henni hefur Karl biskup safnað saman stuttum sögum, íhugunum, ljóðum og bænum sem eru vegarnesti út í dagsins amstur og eril. Í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Hér er að finna örsögur og djúpar íhuganir, sterk myndbrot og ljóð, ódauðleg spekiorð og heitar bænir sem styrkja og næra hugann. Allt eru þetta hlý orð og kröftug sem höf- undur vill deila með öðrum til að upp- örva í trú og efla von. Sjónarhorn kímninnar er hér í fyrirrúmi og sýnir hvað hún getur verið öflugur farvegur fyrir það sem skiptir mestu máli í líf- inu.“ Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 104 bls., prentuð í Guten- berg. Umbrot annaðist Skálholts- útgáfan. Verð: 1.490 kr. Sögur Smábarnabiblía er harðspjaldabók fyrir yngstu börn- in. Bókin er með gluggum til að opna á hverri síðu. Hér er sögð saga um það hvernig guð elskar okkur á þann hátt sem höfðar til hjarta hvers barns. Útgefandi er Skálholtsútgáfan. Bókin er 24 bls. Verð: 1.490 kr. Trú GLERHJÁLMURINN (The Bell Jar) eftir bandarísku skáldkonuna Sylviu Plath kom fyrst út í Bretlandi í janúar árið 1963 aðeins mánuði áður en hún framdi sjálfsmorð þrítug að aldri. Bókin, sem var gefin út undir dulnefni, vakti ekki mikla athygli til að byrja með en eftir sjálfsmorðið vaknaði áhugi bæði lesanda og gagn- rýnenda á verkinu, ekki síst eftir að það kom út í heimalandi höfundar. Hér réði tvennt mestu. Í fyrsta lagi er hér um að ræða sögu sem er aug- ljóslega byggð á ævi og reynslu skáldkonunnar og lýsir öðrum þræði því andlega skipsbroti sem átti eftir að reynast henni um megn að brjót- ast út úr. Í öðru lagi er Glerhjálm- urinn einstæð frásögn af því tvöfalda siðgæði sem ríkti á sjötta áratug 20. aldarinnar og því þröngt skorna hlut- skipti sem konum var ætlað í vest- rænu samfélagi rétt áður en hugar- farsbylting sjöunda áratugarins átti sér stað. Af þessum sökum hefur verkið öðlast sess sem eitt af lykil- verkum kvennabaráttunnar og stendur fyllilega undir því án þess að slíkt hafi verið ætlun höfundar. Þessi tvö atriði sem hafa verið nefnd, geðrænu vandamálin og upp- reisn gegn kvenhlutverki virðast al- gjörlega samofin í Glerhjálminum. Hér hittum við fyrir unga, fallega og afburðagreinda stúlku, Esther Greenwood, sem hefur alla tíð brill- erað í skóla og sópað að sér verðlaun- um. Hún virðist standa við þröskuld þess sem gæti orðið glæsilegur ritfer- ill. Hugur hennar stendur til skáld- skapar, hún vill skoða heiminn og vinna afrek. En þrátt fyrir að hún hafi allt sem til þarf, hæfileika og elju, þá virðist umhverfið ætlast til þess að hún bæli drauma sína, giftist æsku- unnustanum (verði „frú Buddy Will- ard“), hugsi um börn og bú og sætti sig við að vera „sá stað- ur sem örin skytist af“ á meðan karlmaðurinn „skytist eins og ör inn í framtíðina.“ (94) Þessa speki hefur hún frá Buddy sjálfum og móð- ur hans, sem einnig eru á þeirri skoðun að karl- menn leiti félaga í hjóna- bandinu en konur leiti eftir öryggi til framtíð- ar. Esther lýsir því hins vegar yfir að hún kæri sig ekki um að giftast og segir: „Það síðasta sem mig langaði í var óend- anlegt öryggi og að vera sá staður sem örvar skjótast frá. Ég þráði breytingar og spennu og að skjótast sjálf í allar áttir, eins og lit- aðar raketturnar á þjóðhátíðardag- inn.“ (109) Þegar sagan hefst dvelur Esther ásamt tíu öðrum ungum stúlkum í New York í boði þekkts kvennatímarits sem þær eru ráðnar á í mánaðartíma. Þá upphefð hafa stúlkurnar hlotið í verðlaun fyrir af- burðanámsárangur og eins og sögu- kona orðar það í upphafi frásagnar sinnar ættu þær að vera á hápunkti lífs síns. En eitthvað er ekki í lagi. Það er of langt bil á milli væntinga Estherar og þess lífs sem er þröngv- að upp á hana í heimi fjölmiðla og tísku í heimsborginni og hún finnur að hún er að missa stjórnina: „[...] ég hafði bara ekki stjórn á neinu, ekki einu sinni sjálfri mér. Ég slengdist þetta frá hótelinu í vinnuna og í veisl- ur, og úr veislum á hótelið og aftur í vinnuna, eins og tilfinningalaus spor- vagn. Ég býst við að ég hefði átt að vera hrifin eins og flestar hinar stúlk- urnar voru, en ég gat ekki fengið sjálfa mig til að sýna viðbrögð. Mér fannst ég vera afar kyrr og afar tóm, eins og miðja hvirfilbylsins hlýtur að vera, þegar hún líður dauflega áfram í öllum þeim gauragangi er umlykur hana.“ (7) Segja má að Glerhjálmur- inn skiptist í tvo meginhluta. Með all- nokkurri einföldum má segja að sá fyrri lýsi hinum hæga en örugga sál- ræna niðurbroti sem leiðir að lokum til sjálfsmorðstilraunar Estherar. Sá síðari lýs- ir síðan viðbrögðum umhverfisins og þeirri meðferð sem hún gengur í gegnum á misjöfnum stofnunum hjá misgóðum lækn- um, og hinni hægu og brothættu leið til bata. Samtímis er sagan per- sónulegt uppgjör höf- undar við bandarískt samfélag, úrelt gildi þess og tvískinnungs- hátt, eins og áður er lýst. Þótt Glerhjálmurinn sé að verulegu leyti byggður á ævi og reynslu Sylviu Plath ber að hafa í huga að hér heldur mjög snjallt skáld á penna. Þegar hún skrifar þessa einu skáldsögu sína er hún þegar orð- in þrautþjálfað ljóðskáld og í dag er hún talin með merkustu bandarísku ljóðskáldum 20. aldarinnar. Gler- hjálmurinn er skrifaður á afar tæru og hversdagslegu máli sem við fyrstu sýn gæti virkað einfalt og án mikils undirtexta. En þegar nánar er að gætt byggir höfundur verkið ekki síð- ur upp á táknum, hnitmiðuðu mynd- máli og hliðstæðum sem gera frá- sögnina margræða og víkkar út merkingarsvið hennar. Gott dæmi er upphafsmálsgreinin sem hefst á þessa leið: „Þetta var undarlegt og þjakandi sumar, sumarið sem þeir tóku Rosenberg-hjónin af lífi með raflosti, og ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að gera í New York. Ég veit ekkert um aftökur. Mér verður óglatt við tilhugsunina um líflát með raflosti [...].“ Frásögnin af lífláti með raflosti kallast að sjálfsögðu á við þá raflostsmeðferð sem Esther sætir síðar í bókinni, eftir að hún hefur sjálf gert misheppnaða tilraun til að svipta sig lífi. Þá vísar textinn (orð á borð við: óglatt, líflát, aftaka) til þess þeg- ar hún er nærri dáin úr matareitrun sem hún fékk í boði á vegum kvenna- tímaritsins Ladieś Day. Þegar hún vaknar á spítala eftir að hafa verið við dauðans dyr segir hjúkrunarkonan við hana: „Það var eitrað fyrir þér [..] Eitrað fyrir ykkur öllum.“ (61). Í viss- um skilningi er stöðugt eitrað fyrir þessum ungu stúlkunum með stans- lausum áróðri sem varða kyn þeirra og kvenhlutverk og fer fram á tísku- sýningum, snyrtivörukynningum, loðfeldasýningum og matreiðslu- kynningum hjá tilraunaeldhúsum kvennablaðanna. Eitrunin er sem sagt bæði andleg og líkamleg og segja má að hvoru tveggja gangi næstum að söguhetjunni dauðri. Með Glerhjálminum varð Sylvia Plath brautryðjandi; ekki hafði áður verið fjallað af eins mikilli hreinskilni og vægðarleysi um geðræn vanda- mál, um úrelt borgarleg gildi og rangsnúnar hugmyndir um kvenhlut- verk og kynlíf. Það er fagnaðarefni að fá þessa klassísku sögu á íslensku og vonandi er hér um að ræða upphaf á nýjum bókaflokki hjá Sölku. Fríða Björk Ingvarsdóttir fylgir þýðingu sinni úr hlaði með ítarlegum eftir- mála þar sem hún fjallar bæði um verkið svo og um ævi og andlát Sylviu Plath og um hjónaband hennar og breska lárviðarskáldsins Teds Hugh- es. Mikill fengur er að eftirmálanum, sérstaklega fyrir þá sem lítið þekkja til skáldkonunnar og verka hennar. Þýðing Fríðu Bjarkar er í flesta staði mjög vönduð. Henni tekst vel að miðla einfaldleika og tærleika frum- málsins án þess að táknrænar skír- skotanir myndmálsins glatist. Stöku sinnum koma þó fyrir orð sem að mínu mati eru nokkuð upphafin og því í andstöðu við einfaldleikann (t.d. línhjúpað og þrákelknislegt). Fyrir kemur að enskan skín í gegn á klaufa- legan hátt (t.d. þegar Buddy Willard segir við Esther: „[...] mér datt í hug að þú gætir kannski sagt mér eitt- hvað.“ (303) Hann er ekki að biðja hana að segja sér „eitthvað“ heldur þvert á móti „nokkuð“ eða „dálítið“ (tell me something), þ.e. hann vill fá svar við spurningu sem brennur á honum. Nokkrar fljótfærnisvillur mætti síðan laga fyrir næstu prentun (t.d. röng blaðsíðutöl í vísunum í neð- anmálsgreinum í eftirmála þýðanda). Að lokum get ég ekki staðist að lýsa því yfir að sellófankonan á forsíðunni er til lýta að mínu mati og óþarfi að reyna að betrumbæta táknmál titils- ins á þennan hátt. Miðja hvirfilbylsins SKÁLDSAGA Glerhjálmurinn Sylvia Plath Þýðing: Fríða Björk Ingvarsdóttir. 337 bls. Salka 2003 Soffía Auður Birgisdóttir Sylvia Plath Í sögum um Artúr konung og ridd- ara hringborðsins er gral kaleikur sem Jesús Kristur á að hafa drukkið úr og blóð af síðu hans runnið í. Marg- ar (riddara)sögur fjalla um leitina að þessum kaleik. Er Da Vinci-lykillinn enn eitt verkið um hinn týnda gral? Tilvísunin í Nýja testamentinu um gralinn er þessi: „Eins tók hann kal- eikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: ,,Þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt.“ (Lúk 22.20.) En hver er kaleikurinn og hvar er hann falinn? Það er leyndardómurinn sem margir hafa glímt við og sem höf- undurinn Dan Brown notar sem efni- við í spennusöguna Da Vinci-lykilinn. Sagan hefur slegið í gegn og verið á metsölulista New York Times í marg- ar vikur. Bandarískir lesendur hafa í kjölfarið fengið meiri áhuga á hinum ýmsu samsæriskenningum um ævi og örlög Jesú Krists. Ástæðan er sú að bókin heggur í karlveldið í kirkjusögunni – og því m.a. haldið fram að hlutur kvenna hafi verið þaggaður: Breitt var yfir upp- runalegt tvíeðli guðs sem goð og gyðja af kirkjuveldinu og María Magdalena lærimey var brottræk gerð með lygum um skækjulifnað. Da Vinci-lykillinn hefur skapað umræður og er það góður aukakostur við bók. ABC News-sjónvarpið hefur t.d. gert þátt um hugsanlegt samband Jesú og Maríu Magdalenu, og News- week leggur út frá bók- inni í forsíðugreininni: Women of the Bible eða Konur Biblíunnar. Til- efnið er að lesandinn fær það á tilfinninguna við lesturinn að kirkjufeð- urnir hafi blekkt trúað fólk í öllum meginatrið- um. Guðfræðingar hafa brugðist við bókinni og skrifað greinar til að leiðrétta Dan Brown. Óljóst er hversu margt er byggt á sögu- legum staðreyndum og hversu margt bjagað í þágu frásagnarinnar. Lesendur verða því að grennslast fyr- ir um það sjálfir. Samt stendur fremst í sögunni: „Allar lýsingar í sögunni á listaverkum, byggingum, skjölum og leynilegum trúarathöfnum eru áreið- anlegar.“ (5) Da Vinci-lykillinn er vel heppnuð vegna þess að höfundurinn kastar út vel hnýttu netinu í fyrsta kafla og dregur það síðan hægt og bítandi inn fram í 105. kafla. Dan Brown tekst að vekja löngun lesandans til að sjá hvað veiðist og undrun hans vex bókina á enda. Dan Brown kann spennuform- úluna afburða vel. Frásagnaraðferðin er aðal bókarinnar. Vettvangurinn er París og London, borgir sem eru þrungnar sögu og listaverkum, sérstaklega París. Aðal- söguhetjurnar eru tvenndin Robert Langdon og Sophie Neveu. Robert er prófessor í táknfræði við Harvard-há- skóla og Sophie er dulmálssérfræð- ingur Þau þurfa sífellt að lesa í tákn og leysa þrautir. Tíminn stöðvast ekki í bókinni og söguhetjurnar fá ekki tækifæri til að matast eða skjótast eldsnöggt á salernið. Sama gildir um lesandann. Sagan hefst á því að safnstjóri Louvre er myrtur í einum af sýn- ingarsölum safnsins. Þar hefst fyrsta tákn- fræðiþrautin sem Langdon er kallaður til að leysa – og sem brátt verður að leitinni að týnda gralnum. Kenn- ingin er sú að leyni- félagið bræðralag Síons, sem stofnað var árið 1099, gæti leynd- ardómsins. Það eiga að hafa fundist skjöl sem tengja Leonardo Da Vinci við félagsskapinn. Langdon og Sophie þurfa því að rekja sig aftur í tímann til að nálgast markmið sín. Áhugi lesenda á sögu kristni og list ætti að glæðast við lesturinn. T.d. er magnað að lesa um að María Magda- lena birtist sem „lærisveinn“ á mál- verkinu Síðasta kvöldmáltíðin eftir Da Vinci. Manneskjan sem situr við hlið Krists er kona. Augað getur hins vegar ekki séð það nema með ábend- ingum því heilinn segir því að þarna hljóti karlmaður að sitja að snæðingi. María er einnig eins og spegilmynd Jesú og virðist Da Vinci því tjá sig um að guð sé tvenndin karl og kona. Því er haldið fram að Jesú hafi ætlað að byggja kirkju sína á Maríu Magda- lenu en ekki Pétri. Vitnað er í Guð- spjall Filipusar þessu til stuðnings: „Og fylgikona frelsarans er María Magdalena. Kristur elskaði hana meira en alla lærisveinana og minnt- ist oft við hana.“ (251). Átökin í sögunni snúast um leitina að Gralnum og um hvort hann verði afhjúpaður eða ekki. Bræðralagið gætir hans. Kaþólsku samtökin Opus Dei ætla sér að komast yfir hann, halda honum áfram leyndum eða eyða honum. Persónan Sir Leigh Teabing, sérfræðingur í Gralnum, vill aftur á móti finna hann og opinbera. Lög- reglan er alltaf á hælunum á þeim. Oft skapast mikil spenna og öll sund virð- ast vera lokuð. Da Vinci-lykillinn tekur á taugarn- ar – lesendur geta verið fullvissir um að lesturinn er fyrsta flokks afþrey- ing. Ákveðnir þættir í köflunum sem tengjast Rosslyn-kapellunni fela þó í sér smábókmenntahopp milli reyfar- ans og ævintýrisins – og telst það óneitanlega galli. Höfundurinn skýt- ur yfir markið með söguhetjunum Marie Chauvel og barnabarni hennar, þótt sú tvennd sé vissulega spegil- mynd annarrar tvenndar í sögunni. Dan Brown kenndi ensku í Phillips Exeter-akademíunni áður en hann sneri sér að ritstörfum. Áhugi hans á táknfræði og dulfræðum birtist strax í fyrstu bókinni hans Digital Fortress. Hann skrifaði einnig tækniþrillerinn Deception Point. Tákn- og dulfræði eru vettvangur sem þessi höfundur hefur helgað sér og má t.d. sjá að í bók hans Angels & Damons takast vísindi og trú á. Blythe Brown, kona Dans, gefur honum eflaust innblástur því hún er sagnfræðingur að mennt og listmálari að auki – en þessar tvær greinar koma mjög við sögu í Da Vinci-lyklinum. Enn ein gral-sagan? Vissulega, þessi er þó hörkuspennandi! Leitin að týnda gralnum SKÁLDSAGA Da Vinci-lykillinn DAN BROWN Ásta S. Guðbjartsdóttir þýddi. Bjartur 2003 – 453 bls. Gunnar Hersveinn Dan Brown

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.