Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 17. febrúar 1981/ 39. tbl. 71. árg —- -• •'" J-_> ?*^rir-‘ ■ • rír~ ' Margir bnar fóru mjög illa i fárviörinu í gærkvöldi og nótt. Þessir tveir bflar voru á bilastæöi viö Engihjalla i Kópavogi i morgun. Vlsismynd: EÞS Kópavogur: Hús yfirgefin og bílar tðkust á loft Þakplötur fóru eins og skæðadrif'1 yfir Kópa- voginn i nótt og nokkur hús i Austurbænum voru yfirgefin(þar sem þakið var að mestu horfið og rúöur brotnar. Ástandiö var einna verst í Engihjallanum og i Heiðunum. Við Engihjalla var geysileg- ur vindstyrkur og bílar fuku saman á bilastæö- unum og skemmdust mikið. Sjónvarvottar herma að þeir hafi séð stóra bila takast á loft og hreinlega svifa i loft- inu yfir aðra bila og lenda siðan með miklum látum. Ekkert varð ráð- ið við þetta i nótt og skemmdir eru ekki full- kannaðar. —ATA segir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna „Þetta er einn allramesti skaðinn, sem orðið hefur í óveðri — sist minni en varð er fellibylurinn Ellen gekk yfir árið 1973”, sagði Guðjón Pedersen, fram- kvæmdastjóri Al- mannavarna, i morgun. „Mestur skaði varð er þakplöt- ur fuku af húsum á bfla og hvað sem fyrir varð.Sums staðariuku heilu þökin eða þakhlutarnir, eins og til dæmis gerðist á fæðingar- deild Landspitalans. Þá varð mikið tjón á rúðum og af rúðu- brotum, svo og af völdum vatns- aga”. Guðjón sagði, að það hefði verið klukkan sjö i gærkvöldi sem Al- mannavarnir rikisins fengu að- vörun frá Veðurstofunni um að i uppsiglingu væri ofsaveður. Þá voru sendar tilkynningar til út- varps og sjónvarps þar sem al- mannavarnanefndir um land allt voru beðnar um að vera i við- bragðsstöðu og gera sinár ráð- stafanir, svo sem að kalla út björgunarsveitaflokka. ,,Ég gæti trúað þvi, að sjálf- boðaliðar að störfum hafi verið um tvöþúsund i nótt og þeir höfðu ærið nóg að gera. I Reykjavik einni voru útköll ekki færri en fimm hundruð”. Björgunarsveitir unnu sleitu- laust við bráðabirgðaviðgerðir og hjálparstörf til klukkan fjögur i morgun, en þá var veður nokkuð gengið niður. 1 dag skipuleggur Borgarverk- fræðingur viðgerðarflokka til að sinna itrustu viðgerðarbeiðnum i Reykjavik i samvinnu við iðn- aðarmenn, en þetta er sama til- högun og eftir að Ellen gekk hér yfir árið 1973. —ATA Sjá einnlg fréttir og myndir á bls. 11 og baksíOu TUOBIN I EINVI6B FRA ISUNDI 06 US PALMAS HÆST 00 JðfN Þegar tilboöin i heimsmeist- araeinvigið i skák voru opnuö i aöalstöövum FIDE i Amster- dam á hádegi i gær, kom i ljós aö tvö tilboð voru hæst og jöfn, — annaðkom frá Skáksambandi tslands og hitt frá Las Palmas á Kanaríeyjum. Bæöi tilboöin hljóöuöu upp á eina milljón svissneskra franka, eöa tæplega 3,3 milljónir nýkróna. Eitt tilboð barst að auki, frá Merano á Italiu, en i þvi nam verðlaunatilboðið 800 þúsund svissneskum frönskum. „Það voru fulltrúar bæði frá Karpov og Kostsnoj viðstaddir þegar ég opnaði tilboðin, en næsta skrefiðer að senda þau til skákmeistaranna og þeir fá þrjár vikur til þess að segja álit sitt á þeim”, sagði Friðrik Ölafsson, forseti FIDE. Friðrik sagði að ef Karpov og Kortsnoj væru sammála um keppnisstað yrði að sjálfsögðu farið eftir þvi, en annars kem- ur það i hans hlut, sem forseta FIDE, að taka endanlega ákvörðun. Sjá opnu. P-M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.