Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4BÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
B
reyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem
þú getur á sama tíma viljað að verði að
algildu lögmáli.? (421). Svo hljómar
skilyrðislausa skylduboðið sem þýski
heimspekingurinn Immanúel Kant (1724?1804)
setti fram í bók sinni Grundvöllur að frumspeki
siðlegrar breytni (1785). Nú er þetta fræga
verk komið út á vegum Hins íslenska bók-
menntafélags sem Lærdómsrit. Íslensk þýðing
er eftir Guðmund Heiðar Frímannsson sem
einnig ritar inngang. Kant er í hópi merkustu
hugsuða heimspekisögunnar, en þekktasta verk
hans er Gagnrýni hreinnar skynsemi (1781). 
Ritstjóri Lærdómsritanna er Ólafur Páll
Jónsson heimspekingur. Hann segir að gildi
þess að gefa út klassískt verk eins og þetta sé
m.a. fólgið í því að þá verði þau hugtök og
hugsun sem þarna birtist lifandi hluti af mál-
inu: ?Þarna birtast mikilvæg hugtök í sínu
rétta samhengi og ef eitthvað er málvernd-
arstefna er það einmitt þetta. Það er ekki nóg
að hafa hugtakaskýringar í orðabókum, ef þau
koma ekki fyrir í sínu eiginlega samhengi
verða þau varla nema dauðir bókstafir.? Hann
bætir við: ?Lærdómsritin birta hugsun sem var
ný á sínum tíma og með útgáfunni er hún gerð
aðgengileg þannig að hægt er að nota hana í
rökræðum í samtímanum. Það þarf ekki að
samþykkja kenningarnar sem höfundarnir
setja fram. Það er einmitt aðalsmerki rita eins
og Grundvallar að frumspeki siðlegrar breytni
að í þau má sækja margvíslegan efnivið sem
maður getur síðan notað til að hugsa sjálfstætt,
oft um ólíka hluti.?
Kant um siðlega breytni
Ólafur segir að verk Kants sem nú komi út
sé ein af þremur grundvallarstoðum vestrænn-
ar siðfræði ? ásamt verkum Johns Stuarts Mill
og Aristótelesar. ?Það er gífurlega gott að
Kant er kominn út á íslensku,? segir hann og
bætir við: ?Áhersla Kants í þessu verki er á
frumspeki siðlegrar breytni, á þær frum-
forsendur sem við ræðum siðferðileg efni útfrá.
Hann leggur til orðaforða og tæki sem menn
eru að nota enn í dag.? En Kant er alræmdur
fyrir langar og snúnar setningar og þótt oft sé
freistandi að einfalda framsetninguna hefur sú
leið ekki verið farin. Hins vegar hafa hinar
löngu setningar stundum verið brotnar upp. Í
inngang er greint frá ævi og störfum Kants en
auk þess er gerð grein fyrir meginefni bók-
arinnar.
?Texti Kants getur vissulega verið tyrfinn,
en hann er einnig flottur á köflum? segir Ólaf-
ur, ?ég held að Kant hafi verið góður stílisti, en
hann lætur stílinn víkja fyrir alvöru málsins og
missir aldrei sjónar á rökræðunni.?
Verk Kants er ekki eina stórvirkið í ritröð
Lærdómsritanna sem kemur út í lok árs, einnig
kemur út Um ánauð viljans eftir Martein Lúth-
er, í þýðingu Jóns Árna Jónssonar og Gott-
skálks Þórs Jenssonar með inngangsköflum
eftir Gottskálk og Sigurjón Árna Eyjólfsson.
Þriðja verkið er Framfaragoðsögnin eftir
Georg Henrik von Wright í þýðingu Þorleifs
Haukssonar með inngangi eftir Sigríði Þor-
geirsdóttur.
Wright um framfarir
Georg Henrik von Wright var einn merkasti
heimspekingur Norðurlönda á 20. öld, en hann
lést á árinu, 87 ára gamall. Hann fór til náms í
Cambridge í Englandi og varð nemandi Witt-
gensteins. Síðar tók hann við prófessorstöðu
Wittgensteins og var annar af ritstjórum eft-
irlátinna verka hans. ?Wright var upphaflega
mjög tæknilega hugsandi, hann er einn af höf-
undum nútímarökfræði,? segir Ólafur, ?en svo
tók hann að hugsa um athafnir og loks siðfræði
og olli þá enn straumhvörfum í fræðunum.?
Framfaragoðsögnin er safn nokkurra greina
þar sem von Wright beinir sjónum að samtím-
anum og gagnrýnir vissa þætti í ríkjandi hug-
myndaheimi. ?Aðalsmerki hans er að vera
framúrskarandi skýr og frjór heimspekingur.
Hann hefur auga fyrir óvæntum flötum á mál-
unum og vegna skýrleikans veit maður jafnan
hvort maður er sammála honum eða ósam-
mála,? segir Ólafur. 
Framfaragoðsögnin er afar aðgengileg bók,
meginþemað er gagnrýni á þá hugmynd að nú-
tíminn einkennist af framförum. ?Framfarir er
gildishlaðið hugtak eins og hugtakið góður,?
segir Ólafur, ?en mælikvarðarnir á framfarir
eru hinsvegar ekki gildishlaðnir, þeir tengjast
tæknilegum atriðum eins og launum og fram-
leiðslugetu. Wright bendir á að menn eigi til að
rugla saman tæknilegum framförum og batn-
andi mannlífi.? Wright ritar einnig í bókinni
um alþjóðavæðingu, tæknihyggju og stöðu
náttúrunnar í heimi mannsins.
Lúther um ánauð viljans
Um ánauð viljans (útg. 1525) eftir Martein
Lúther er eitt umdeildasta og mikilvægasta
guðfræðirit Vesturheims, en það er samið sem
andsvar við riti Erasmusar frá Rotterdam, Um
frelsi viljans. ?Erasmus afmarkar frelsi viljans
algjörlega við siðferðilega breytni eða getu
mannsins frá því að velja milli tveggja kosta.
Lúther túlkar viljann aftur á móti eingöngu út
frá stöðu mannsins frammi fyrir Guði? (11).
Ólafur segir að Lúther haldi því fram að vilji
mannsins sé ánauðugur og verði ekki frjáls
nema fyrir trú á Guð.
?Lúther og Erasmuns voru í raun mikilvirkir
samherjar, en um leið algjörlega á öndverðum
meiðu um viljann,? segir Ólafur. ?Lúther var
lengi að koma sér að því að svara Erasmusi, en
lét loks til leiðast fyrir áeggjan konu sinnar.? 
Um ánauð viljans er merkileg ritskýring á
Biblíunni og textum kirkjufeðranna. Ritið hefur
auk þess siðfræðilega vídd þar sem spurt er
um hjálpræði mannsins: ?Verður maðurinn
hólpinn af eigin verkum eða eingöngu fyrir trú
sína á Guð?? Verk Lúthers er einnig mjög
merkileg menningarsöguleg heimild, það veitir
margíslega innsýn í fræðaheim 16. aldar, eins
og inngangur Gottskálks um Lúther og lat-
ínuna dregur fram. Þar er verkið einnig sett í
samhengi við íslenskan veruleika.
Nefna má að lokum þá umgjörð sem Lær-
dómsritin veita þessum verkum. Í þeim er
ávallt ítarlegur inngangur og skýringar sem
hjálpa lesendum að skilja þá hugsun sem þar
er sett fram.
Hugsuðir sem breyttu menningu
L50098 Hið Íslenska bókmenntafélag hefur gefið út Lærdóms-
ritin Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, Um
ánauð viljans og Framfaragoðsögnin.
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur Páll Jónsson, ritstjóri Lærdómsritanna.
Eftir Gunnar Hersvein
Alþjóðlegir mann-
réttindasamn-
ingar sem Ísland
er aðili að. Í rit-
inu eru birtir allir
helstu alþjóðlegu
mannréttinda-
samningar sem
gerðir hafa verið
á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna og Evrópuráðsins
frá árinu 1950, alls 20 talsins auk
Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna frá 1948. Umsjón með út-
gáfu hafði Björg Thorarensen pró-
fessor við Háskóla Íslands. 
Markmið með útgáfu bókarinnar
er að gera aðgengilega á einum
stað helstu alþjóðlegu mannrétt-
indasamninga sem Ísland er aðili
að. 
Útgefandi er Háskólaútgáfan og
Mannréttindastofnun Háskóla Ís-
lands. Bókin er 200 bls., kilja. Verð:
1.980 kr.
Mannréttindi
Markús Árelíus
eftir Helga Guð-
mundsson er
komin út á geisla-
disk í lestri höf-
undar. Þríleik-
urinn um þennan
góðviljaða en breyska heimiliskött
kom út á árunum 1990?1993. Tvær
af bókunum eru ófáanlegar, en örfá
eintök munu vera til af þeirri þriðju.
Helgi las sögurnar í útvarpi á sínum
tíma.
Heimiliskötturinn segir sögu sína
og fjölskyldunnar. Ýmislegt í fari
mannanna skilur hann alls ekki: ?Ég
veit ekki hvernig mennirnir fara að því
að biðjast afsökunar í öðrum húsum,
en ég sé það á Ólafi vini mínum að
honum þykir það á Ólafi vini mínum
að honum þykir það ekki skemmti-
legt. Ég held að stundum sé erfiðara
að vera maður en köttur og líklega eru
mennirnir ekki jafn vitrir og af er lát-
ið.?
Útgefandi er Ráp ? bókaforlag en
Hönnun og umbrot dreifir: 
Design@design.is.
Hljóðbók
Hin lagalega að-
ferð og rétt-
arheimildirnar ?
Fimm ritgerðir í
almennri lög-
fræði og rétt-
arheimspeki er
eftir Skúla Magn-
ússon, dósent
við lagadeild Há-
skóla Íslands. 
Í bókinni er hin lagalega aðferð
og álitamál henni tengd krufin í
fimm sjálfstæðum greinum. Í fyrstu
tveimur greinunum er athyglinni
beint að afmörkun lagahugtaksins
og hvernig hugmyndir manna um
lögin tengjast fullyrðingum um gild-
andi rétt. Meðal annars er rætt um
þær stefnur í réttarheimspeki sem
kenndar hafa verið við vildarrétt og
náttúrurétt og færð að því rök að
þessar stefnur feli ekki nauðsyn-
lega í sér ólíkar kenningar um hina
lagalegu aðferð eins og oft er hald-
ið fram. Í þriðju greininni eru við-
teknar skoðanir íslenskra lögfræð-
inga um hina lagalegu aðferð
ræddar og útskýrðar í ljósi al-
mennra kenninga um lögin. Í þessu
sambandi er réttarheimildarhugtakið
og gagnrýni á það sérstaklega
rædd, en umfjöllun íslenskra fræði-
manna um hina lagalegu aðferð hef-
ur mjög beinst að því að gera grein
fyrir réttarheimildunum. Í fjórðu
greininni er fjallað sérstaklega um
þýðingu fordæma Hæstaréttar Ís-
lands við lagalega niðurstöðu að ís-
lenskum rétti og viðteknar skoðanir
um það efni gagnrýndar. Í fimmtu og
síðustu greininni er spurningin um
hina einu lagalegu réttu niðurstöðu
rædd með hliðsjón af kenningum er-
lendra fræðimanna. 
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin er 202 bls., kilja. Verð: 3.150
kr.
Lög
ÁRIÐ 1998 kom út Skólasaga
Reyðarfjarðar 1897-1997 (126 bls.)
eftir Guðmund Magnússon og telst
sú bók fyrri hluti Sögu Reyðarfjarð-
ar og hefði raunar átt vel heima sem
kafli í þeirri bók, ef hún hefði ekki
þegar verið komin á prent.
Guðmundur Magnússon, eitt sinn
skólastjóri á Reyðarfirði, síðar í
Reykjavík og síðasta hluta starfs-
ævi sinnar í opinberri þjónustu
fræðslustjóri Austurlands með bú-
setu á Reyðarfirði ? er borinn og
barnfæddur Reyðfirðingur og því
öllum hnútum þar kunnugur. Bók
hans ber þess líka glögg merki. Hún
er af hæfilegri stærð að því er mér
finnst, vel og skipulega skrifuð og
prýdd miklum fjölda mynda, sum-
um hverjum áreiðanlega fágætra,
sem ekki hafa fyrr komið fyrir sjón-
ir almennings.
Bókin skiptist í fjórtán kafla auk
stutts formála og eftirmála.
Eftir að greint hefur verið stutt-
lega frá landnámi og landnáms-
mönnum, en um það er ekki mikið
vitað, kemur kafli um hreppaskipt-
ingu við Reyðarfjörð. Það var flókið
og langdregið mál og
skoðanir skiptar. Er
ég ekki viss um að ég
hafi náð því öllu, enda
áhuginn kannski í
minna lagi. Þó held ég
að ég hafi lesið það
rétt, að upphaflega
var gríðarstór Reyð-
arfjarðarhreppur
(hinn forni), síðan, eft-
ir mikið bardús, kom
Reyðarfjarðarhrepp-
ur hinn nýi, miklu
minni, er tók aðallega
til kauptúnsins og nú
er svo komin Fjarða-
byggð ? langstærsta
stjórnsýslueiningin.
Frá þessu öllu greinir höfundur
skilmerkilega. Í þeim sama kafla er
rætt um helstu verkefni Reyðar-
fjarðarhrepps hins nýja.
Búðareyri nefndist verslunar-
staðurinn (nú Reyðarfjörður). Saga
hans er stuttlega rakin í einum
kafla. Á seinni hluta nítjándu aldar
voru Norðmenn umsvifamiklir í
síldveiðum og höfðu bækistöðvar
víða um Reyðarfjörð. Sjást frá þeim
tíma ýmsar minjar. Höfundur lýsir
þessum stöðum frá sunnanverðu
Hólmanesi að Eyri í máli og mynd-
um.
Þá koma tveir kafla þar sem þró-
un þorpsins er rakin í tímaröð.
Fyrra tímabilið nefnist Wathne-
tímabilið 1883-1905. Þá
er Reyðarfjarðarþorp
að verða til. Frum-
byggjar og burðarásar
í verslun og atvinnu-
málum voru bræðurnir
Ottó og Friðrik
Wathne og segir all-
nokkuð af þeim. Maður
að nafni Albert J. Finn-
bogason, sonur versl-
unarstjóra Wathne-
bræðra, lét í té fágætar
myndir til þessa kafla
og veitti ýmsar gagn-
legar upplýsingar.
Seinna tímabilið er frá
1905 til 1939. Það er
eins konar yfirlit, en
mest er vikið að verslunarrekstri
kaupmanna og kaupfélags og at-
vinnustarfsemi sem því fylgdi. Frá
fyrstu iðnaðarmönnun er og lítillega
greint.
Frá og með sjötta kafla dregur
nær nútímanum og er mestur hluti
bókarinnar sem eftir er, um 200
bls., frásögn af einstökum mála-
flokkum (samgöngur, sjávarút-
vegur, félagasamtök, fólk og fyrir-
tæki, póstur og sími, kirkjumál og
opinberar stofnanir). Einn langur
kafli er um hernámsárin 1940-1945
og síðasti kaflinn er stutt viðtöl við
átta manns, sem komið hafa mikið
við sögu staðarins.
Að sjálfsögðu er ógjörlegt að gera
grein fyrir efni einstakra kafla í
þessari umsögn. Og undirritaður,
sem ekki þekkir neitt til sögu Reyð-
arfjarðar fyrir, getur ekkert sagt til
um hvort hér vantar eitthvað í eða
hvort áherslur er aðrar en heima-
mönnum líkar. Það sem helst vakti
athygli mína við hraðan lestur var
hin rækilega skipaskrá í sjávarút-
vegskaflanum. Líklegt þykir mér að
mörgum heimamönnum þyki það
fróðleg lesning. Þá finnst mér nokk-
uð til um hversu félagsmálakaflinn
er vandaður og ítarlegur. Hápunkt-
ur frásagnarinnar er þó að mínu viti
hinn langi og skemmtilega skrifaði
kafli um hernámsárin. Þar finnst
mér höfundur hafa notið sín best.
Ætli það sé ekki fáum kunnugt utan
heimamönnum að hermenn á Reyð-
arfirði voru tífalt fleiri en íbúarnir
og samt bar svo til ekkert á sambúð-
arerfiðleikum eða ,,ástandi. Fróð-
legar eru endurminningar breska
hermannsins í lok þess kafla.
Í bókarlok er skrá yfir manna-
nöfn. Heimildarskrá er ekki, hins
vegar er heimilda getið jafnóðum og
til þeirra er vitnað í texta.
Eins og áður segir er mikill fjöldi
mynda í bókinni, bæði gamalla og
nýrra. Hefur höfundur sjálfur tekið
margar hinna nýrri mynda. Ytri
búnaður bókarinnar er hinn prýði-
legasti.
Reyðarfjarðarsaga
HÉRAÐSSAGA
Saga Reyðarfjarðar 1883?2003
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
332 bls.
Útg. Fjarðabyggð, 2003.
Sigurjón Björnsson
Guðmundur 
Magnússon 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8