Morgunblaðið - 20.01.2004, Blaðsíða 26
LISTIR
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Svo virðist sem sýning Ólafs Elíassonar íListasafni Reykjavíkur, muni hafatalsverð áhrif á gengi fleiri íslenskramyndlistarmanna. Fjölmargir erlend-
ir gestir komu til landsins til að vera við opnun
sýningar hans sem opnuð var um helgina, og
notuðu tímann hér á landi til að kynna sér aðra
íslenska myndlist. Listasafn Reykjavíkur
skipulagði dagskrá á laugardag, þar sem meðal
annars var farið með erlenda gesti í heimsóknir
á vinnustofur myndlistarmanna, í gallerí og á
handverkssýningu í Norræna húsinu.
Eiríkur Þorláksson forstöðumaður Lista-
safnsins segir að erlendu gestirnir hafi verið
mjög ánægðir með það sem þeir sáu af íslenskri
myndlist, en eftir eigi að koma í ljós hverju
heimsóknin skili þegar til lengri tíma er litið.
„Þetta var fyrst og fremst fjölmiðlafólk sem fór
í þessa ferð, en einnig galleristar, safnarar og
fleiri. Þessi kynning var skipulögð með það fyr-
ir augum að þetta fólk gerði sér grein fyrir því
að hér væru til fleiri frambærilegir listamenn.
Við fórum meðal annars á vinnustofur þeirra
listamanna sem sýnt hafa á Feneyjatvíær-
ingnum síðustu árin. Ég veit ekki hvort þessar
heimsóknir hafa skilað einhverju í sölu, – það
má vera, en áhugi erlendu gestanna var mikill.“
Galleríið fylltist af fólki
Edda Jónsdóttir galleristi í i8 og umboðs-
maður Ólafs hér á landi segir að um helgina hafi
gallerí hennar fyllst af áhugaverðu fólki, sem
komið var til að skoða íslenska myndlist.
„Þetta var fólk sem kaupir myndlist, blaða-
menn, galleristar hans frá Berlín og New York
safnarar og mikið af efnafólki úr viðskiptaheim-
inum. Í þessum hópi var líka hópur vina for-
setafrúarinnar Dorritar Moussaieff, og fólk
sem hélt honum veislu þegar sýningin hans í
Tate-galleríi var opnuð í London í haust. Meðal
þeirra voru arkitektinn frægi Lord Foster
ásamt Lady Foster; en hann hefur töluverðan
áhuga á að minnsta kosti tveimur af mínum
listamönnum, Kristjáni Guðmundssyni og
Rögnu Róbertsdóttur, sem hann ákvað að
kaupa stórt verk af í hús sitt í St. Moritz. Þar
eru spennandi áform uppi, sem gætu gert heil-
mikið fyrir list hennar og kannski fleiri. Megnið
af þessu fólki keypti bæði verk eftir Ólaf Elías-
son og nokkra aðra listamenn gallerísins. Ég
seldi til dæmis stórt verk eftir Gjörningaklúbb-
inn til Francescu von Habsburg Thyssen Born-
emisza Art Contemporay ásamt fleiri verkum
eftir aðra. Möguleikar á að við fáum styrktarað-
ila til að styrkja okkur til farar á Listamessuna í
Basel, þar sem ég mun kynna Gjörningaklúbb-
inn, hafa aukist við það eitt að nú eru þær
komnar inn á þetta mjög svo áhugaverða safn.“
Edda segir að gestunum hafi litist mjög vel á
galleríið og að margir gestanna hafi sýnt áhuga
á samstarfi við i8 og að ýmsir möguleikar hafi
verið ræddir í því sambandi. Ekkert af þessu
fólki hefði komið til Íslands, ef ekki hefði verið
fyrir sýningu Ólafs.
„Allt þetta fólk ætlar að koma aftur. Fyrir
það var þetta mikið ævintýri. Það náði því að
komast aðeins út á land og kynnast veðrum og
stórhríð eins og var hér um helgina. Nú er fólk-
ið búið að koma einu sinni, og búið að koma sér í
kynni við staðinn, og það hefur góð áhrif fyrir
framtíðina. Það er líka spennandi að fá hingað
þetta stórríka fólk, sem aldrei kemur hingað,
nema kannski til að veiða. Það var líka mjög
skemmtilegt hvað fólk úr íslenska við-
skiptaheiminum, listamenn og erlendir safn-
arar blönduðust vel saman í Reykjavík þessa
helgi.“
Edda segir að margt þetta fólk sé í hópi vina
Ólafs, og það megi þakka honum fyrir að hafa
fengið það til að koma.
„Áhrifin sem Ólafur Elíasson hefur á þetta
fólk hafa þegar haft geysileg áhrif á áhuga þess
á Íslandi og íslenskri myndlist, sem mjög lík-
lega heldur áfram. Vonandi verður hægt að
koma á fleiri tengslum til framtíðar.“
Erlendir gestir kaupa íslensk verk
Edda
Jónsdóttir
Eiríkur
Þorláksson
Hafnarfjarðarleikhúsið Her-
móður og Háðvör og námskeið-
ið – Að njóta leiklistar (á vegum
Félags háskólakvenna) halda
pallborðsumræður um leikritið
Meistarinn og Margaríta eftir
Mikaíl Bulgakov í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu kl. 20 í kvöld.
Fjallað verður um bókina og
hvernig bók verður að leikriti.
Við pallborðið sitja Hilmar
Jónsson leikstjóri og höfundur
leikgerðar, Hávar Sigurjóns-
son leikskáld og leikhúsfræð-
ingur, Ingibjörg Haraldsdóttir
rithöfundur og þýðandi verks-
ins.
Pall-
borðsum-
ræður um
leikrit
RÚNAR Óskarsson klarínettuleik-
ari, Þórunn Ósk Marinósdóttir
víóluleikari og Árni Heimir Ingólfs-
son píanóleikari flytja verk eftir
Mozart, Max Bruch, Robert Schu-
mann og Alfred Uhl á Tíbrár-
tónleikum í Salnum í kvöld.
Aðspurður um verkefnavalið seg-
ir Árni Heimir Ingólfsson það stýr-
ast að nokkru leyti af því hvað sé til
af verkum fyrir þeirra hljóðfæra-
samsetningu, því almennt sé ekki
samið mikið fyrir klarínettu, víólu
og píanó. „Raunar varð Mozart
fyrstur til að semja fyrir þessa
hljóðfærasamsetningu, en verk
hans Kegelstatt er eina tríó sinnar
gerðar í verkasafni hans. Af róm-
antískum verkum er eiginlega bara
um 8 stykki eftir Max Bruch og
Märchenerzählungen eftir Robert
Schumann að ræða,“ segir Árni
Heimir. Hvað Kleines Konzert eftir
Alfred Uhl varðar segir Árni Heim-
ir að hópinn hafi langað að flytja
eitt mjög lítið þekkt verk eftir tón-
skáld sem aðeins sárafáir þekki.
Spurður hvers vegna ekki sé
samið meira fyrir þessa hljóðfæra-
samsetningu segist Árni Heimir í
raun ekki almennilega átta sig á því
hvað veldur. „Því þessi hljóðfæra-
samsetning virkar mjög vel, ekki
síst þar sem víólan og klarínettan
spanni að miklu leyti sama radd-
svið. Í áranna rás hafa tónskáld
hins vegar fremur notast við fiðlu
eða selló í stað víólu í tríóum með
klarínettu og píanói.“
Að sögn Árna Heimis er verkið
Märchenerzählungen í nokkru
uppáhaldi hjá hópnum. „Þegar við
byrjuðum að æfa það áttum við í
svolítlu basli með verkið sökum
þess hve sérkennilegt það er og
ólíkt mörgu af því sem Schumann
hefur samið. Verkið nær á köflum
stórkostlegu flugi, en öðru hverju
er engu líkara en að tónskáldið
hreinlega tapi þræðinum. En eftir
því sem við spiluðum það meira
þótti okkur það hins vegar sífellt
skemmtilegra.“ Hann segir tón-
leika kvöldsins hafa verið í und-
irbúningi síðan í fyrra sumar.
„Þetta er nefnilega í fyrsta sinn
sem við þrjú spilum saman, en þeg-
ar maður fer að spila með nýju fólki
þá tekur alltaf smá tíma að læra inn
á hvert annað.“
Sjaldheyrð hljóð-
færasamsetning
Morgunblaðið/Sverrir
Rúnar Óskarsson, Árni Heimir Ingólfsson og Þórunn Ósk Marinósdóttir
leika á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.
áfram,“ segir Ragnar Önundarson,
framkvæmdastjóri MasterCard,
spurður um samninginn. „Fyrir-
tæki eins og MasterCard þarf að
huga að mörgum þáttum í þjóðlíf-
inu. Við þjónustum hátt í 70 þúsund
korthafa, sem hafa auðvitað mörg
og margvíslega áhugamál. Partur af
því að stunda markaðsmál með fjöl-
breyttum hætti er að bjóða korthöf-
um okkar upp á ýmis fríðindi og
með þessum samningi gefst okkur
kostur á að bjóða þeim hagstæð
kjör í Óperuna,“ segir Ragnar.
„MasterCard er eitt af traustustu
samstarfsfyrirtækjum okkar og
hefur lengi verið í samstarfi við
okkur. Þetta er einn af mörgum
samningum sem við gerum við hin
ýmsu fyrirtæki atvinnulífsins. Í ár-
anna rás hefur verið gert ráð fyrir
að u.þ.b. 10% af rekstrartekjum Óp-
erunnar kæmu frá atvinnulífinu.
Fyrstu árin var meira um beina
styrki, en á síðustu árum hefur það
færst í vöxt að gerðir séu kostunar-
samningar á borð við þennan. Að
mínu mati er það geysilega mikil-
vægt fyrir menningarstofnanir á
borð við Íslensku óperuna að fyr-
irtæki eins og MasterCard skuli
taka ganga fram fyrir skjöldu og
sýna stuðning sinn við menningu í
verki,“ segir Bjarni Daníelsson óp-
erustjóri aðspurður um samning-
inn.
HÁDEGISTÓNLEIKARÖÐ Ís-
lensku óperunnar á vormisseri 2004
hefur göngu sína í dag kl. 12:15. Að
vanda verða alls fernir tónleikar í
röðinni og að þessu sinni hefur
Hulda Björk Garðarsdóttir sópran-
söngkona umsjón með tónleikaröð-
inni, en Hulda Björk er einn af fimm
fastráðnum söngvurum við Íslensku
óperuna. Píanóleikari á öllum há-
degistónleikunum verður Kurt
Kopecky, tónlistarstjóri Íslensku
óperunnar, og munu þau Hulda
Björk og Kurt fá ýmsa söngvara til
liðs við sig.
Yfirskrift tónleikanna í dag er
Bla, bla, bla og vísar hún, að sögn
Huldu Bjarkar, í samnefnt lag eftir
þá George og Ira Gershwin, en á
tónleikunum munu Hulda Björk og
Kurt, ásamt Ólafi Kjartani Sigurð-
arsyni barítonsöngvara, flytja brot
af því besta úr smiðju Gershwin-
bræðra. Ástæða þess að Gershwin-
lög urðu fyrir valinu segir Hulda
Björk að upphaflega hafi einfald-
lega staðið til að vera með fyrstu
tónleikana helgaða söngleikjatón-
list. „Þegar ég var hins vegar búin
að punkta hjá mér hvaða lög mig
langaði helst til að syngja áttaði ég
mig á því að þau voru mestmegnis
öll eftir Gershwin og þá ákvað ég að
einskorða mig bara við þá bræður.“
Hulda Björk segist ekki hafa átt í
neinum vandræðum með að fylla
fjörutíu mínútna dagskrá með
Gershwin-lögum, „því þegar kemur
að þeim bræðrum þá er af nógu
taka. Ég valdi að vera bæði með
mjög þekkt lög sem flestir ættu að
kannast við, eins og Summertime
og Bess, You Is My Woman Now úr
óperunni Porgy og Bess, en einnig
minna þekkt lög á borð við Do, do,
do úr söngleiknum Oh, Kay! og
fyrrnefnt Bla, bla, bla“.
Á öðrum hádegistónleikunum,
sem haldnir verða 9. mars, má segja
að andi íslenskrar revíutónlistar
svífi yfir vötnum, en tónleikarnir
nefnast Þegar amma var ung. Hinn
30. mars er komið að tónleikunum
Buxnameyjar og blómasendlar, þar
sem flutt verða valin atriði úr Rósa-
riddaranum eftir Richard Strauss.
Síðustu hádegistónleikarnir í þess-
ari röð verða haldnir 20. apríl og
nefnast Vínarkvöld í hádeginu.
Sýna stuðning sinn í verki
Hádegistónleikarnir eru haldnir í
samstarfi við MasterCard og var af
því tilefni undirritaður samstarfs-
samningur í Íslensku óperunni í
gær. Samningurinn felur m.a. í sér
kynningu á MasterCard í tengslum
við tónleikaröðina og 20% afslátt á
hádegistónleikana fyrir Master-
Card-korthafa. „Við höfum verið
styrktaraðili Íslensku óperunnar sl.
fimm ár og viljum gjarnan halda því
Morgunblaðið/Ásdís
Bjarni Daníelsson óperustjóri og Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri
MasterCard, skrifa undir samstarfssamning í Íslensku óperunni.
Ólafur Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari og Hulda Björk Garðarsdóttir
sópransöngkona flytja Gershwin-lög ásamt Kurt Kopecky píanóleikara.
Af nógu að taka hjá
Gershwin-bræðrum
Hulda Björk og Ólafur Kjartan á hádegistónleikum