Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ERLENT
20 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
verið þau einu sem gerðu mistök.?
Dyke gekk lengra og sakaði
Hutton, sem er einn virtasti lög-
maður Bretlands, um að hafa gert
mistök. ?Mér þætti afskaplega for-
vitnilegt að sjá hvað ýmsum öðrum
löglærðum lávörðum þætti um
[niðurstöður Huttons] ef þeir
myndu kynna sér þær.? Dyke
kvaðst myndu tjá sig enn frekar
FRÁFARANDI útvarpsstjóri
breska ríkisútvarpsins, BBC, Greg
Dyke, gagnrýndi í gær vinnubrögð
Brians Huttons lávarðar, sem í
niðurstöðum rannsóknar sinnar á
aðdraganda sjálfsvígs bresks
vopnasérfræðings gagnrýndi BBC
harðlega en hreinsaði stjórnvöld af
öllum ásökunum. Dyke, sem sagði
starfi sínu lausu í fyrradag í kjöl-
far úrskurðar Huttons, sagði í
morgunþætti BBC í gær, að hann
væri ekki sáttur við allar niður-
stöður Huttons, og að ójafnræðis
gætti í skýrslu hans, er væri mein-
gölluð.
?Ég og fleiri hjá BBC, ekki síst
lögfræðingar okkar, voru mjög
hissa á því hvernig skýrsla [Hutt-
ons] var úr garði gerð,? sagði
Dyke. ?Það er merkilegt hvernig
hann tekur alltaf tillit til þess,
þegar um stjórnvöld er að ræða,
að menn hafi ekki getað vitað bet-
ur, en aldrei í tilviki BBC.? Dyke
sagði ennfremur að það hafi komið
mjög á óvart hversu einhliða gagn-
rýnin í skýrslunni hafi verið. ?Við
vissum að við höfðum gert mistök,
en við töldum ekki að við hefðum
um málið á næstunni, og því verð-
ur Tony Blair forsætisráðherra
líklega ekki að þeirri ósk sinni að
láta málinu lokið. 
BBC hefur beðið Blair afsök-
unar á rangfærslum í frétt sem
flutt var í morgunþætti stöðvar-
innar í maí í fyrra, þar sem fullyrt
var að stjórnvöld hefðu vísvitandi
bætt villandi upplýsingum inn í
skýrslur sérfræðinga um meinta
gereyðingarvopnaeign Íraka í því
augnamiði að réttlæta þátttöku
Breta í herförinni til Íraks. Ekki
þótti síst umdeild sú fullyrðing, að
Írakar gætu beitt efnavopnum sín-
um með 45 mínútna fyrirvara. 
Síðar gerðu stjórnvöld uppskátt
um að vopnasérfræðingurinn Dav-
id Kelly hafi verið heimildarmaður
fréttamanns BBC, Andrews Gillig-
ans, og skömmu eftir að nafn 
Kellys var nefnt opinberlega fyr-
irfór hann sér. Blair fól Hutton að
rannsaka atburðarásina sem leiddi
til sjálfsvígs Kellys.
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar sem gerð var fyrir
blaðið The Daily Telegrap telja
56% Breta að skýrsla Huttons hafi
verið ?hvítþvottur? á stjórnvöld-
um, og 67% treysta fréttamönnum
BBC ? en 31% treystir ríkisstjórn
Blairs.
Dyke gagnrýnir
vinnubrögð Huttons
Meirihluti Breta
telur lávarðinn
hafa ?hvítþvegið?
stjórnvöld
London. AFP.
Reuters
Greg Dyke, fráfarandi útvarps-
stjóri breska ríkisútvarpsins, BBC.
ÁRÁSUM sjóræningja á skip á
heimshöfunum fjölgaði í 445 á síð-
asta ári úr 370 árið áður, að því
er fram kemur í nýrri skýrslu Al-
þjóðlegu siglingamálastofnunar-
innar (IMB). 
Að minnsta kosti tuttugu og
einn sjómaður var drepinn og sjö-
tíu og eins sæfara er saknað eftir
að sjóræningjar réðust á skip
þeirra. Árið áður urðu sjóræn-
ingjar tíu manns að bana.
Aðeins á einu ári hafa sjóránin
verið fleiri frá 1991 ? þegar IMB
byrjaði að skrá þau ? en það var
árið 2000 þegar 469 árásir voru
skráðar.
Í skýrslu IMB segir að talið sé
að allir sjómennirnir, sem hurfu í
sjóránum á síðasta ári, hafi verið
drepnir. Sjóránum þar sem
byssum var beitt fjölgaði úr 68 í
100 og 359 sæfarar voru teknir í
gíslingu til að krefjast lausn-
argjalds. Ráðist var til uppgöngu
á yfir 300 skip og nítján skipum
var rænt.
Tanskip urðu fyrir 23% árás-
anna og Alþjóðlega siglinga-
málastofnunin segir það mikið
áhyggjuefni að sjóræningjar geti
náð slíkum skipum á sitt vald þar
sem farmur þeirra er yfirleitt
hættulegur.
Talin er hætta á að hryðju-
verkamenn ræni tankskipum og
noti þau sem risastórar sprengjur
til árása.
Sjóránum fjölgar
Kuala Lumpur. AFP.
                  MT57MT50 MT57MT51 MT57MT52 MT57MT53 MT57MT54 MT57MT55 MT57MT56 MT57MT57 MT48MT48 MT48MT49 MT48MT50            DÓMSTÓLL í Tókýó kvað í gær upp
dauðadóm yfir efnafræðingi í dóms-
dagssöfnuðinum Aum, er bar ábyrgð
á sarin-taugagastilræðinu sem varð
12 manns að bana í jarðlestakerfi
Tókýó 1995, og fleiri glæpum. 
Efnafræðingurinn er 11. meðlimur-
inn í Aum-söfnuðinum sem dæmdur
er til dauða í undirrétti. Niðurstöðu í
máli á hendur leiðtoga safnaðarins,
Shoko Asahara, á að birta 27. febrúar.
Dauðadómur
í Japan
Tókýó. AFP.
sóknari lagði fram var nokkurra
klukkustunda löng myndbandsupp-
taka af atburðunum, sem urðu 10.
mars 2001. Auk þess að vekja gíf-
urlega athygli í Þýskalandi beindi
málið kastljósinu að heimi mannáts
og öfgafenginnar blætisdýrkunar,
sem fram að þessu hefur verið dul-
inn.
Við rannsókn málsins kom í ljós,
að Meiwes hafði verið í netsambandi
við rúmlega 200 manns sem höfðu
svipaða hugaróra og hann sjálfur, og
fyrir réttinum kvaðst hann eiga þús-
undir sína líka. Að minnsta kosti
fimm manns hafa borið að hafa verið
tilbúnir til að láta drepa sig og éta og
hafa farið heim til Meiwez í Roten-
burg, skammt frá Kassel, en annað-
hvort snúist hugur eða verið vísað
frá á þeim forsendum að vera ekki
nógu aðlaðandi.
Meiwez var ákærður fyrir morð til
að fullnægja kynferðislegum hvötum
sínum, og sagði saksóknari að þótt
fórnarlambið, Bernd Jürgen Brand-
es, 43 ára, kunni að hafa sjálfviljugur
gefið sig Meiwez á vald hafi hinn síð-
arnefndi misnotað sér andlega trufl-
un fórnarlambsins til að fullnægja
eigin fýsnum.
ÞJÓÐVERJI sem játað hafði á sig
mannát var í gær dæmdur í átta og
hálfs árs fangelsi fyrir að drepa og
leggja sér til munns mann sem hann
sagði hafa sjálfviljugan látið éta sig.
Dómstóll í borginni Kassel hafnaði
kröfu saksóknara um að mannætan,
Armin Meiwes, yrði fundin sek um
morð að yfirlögðu ráði og dæmd í 15
ára fangelsi.
Meiwes hafði játað að hafa drepið,
hlutað í sundur og étið mann sem
hann kynntist á Netinu. Áður en
hann drap manninn hafi þeir haft
mök og fullnægt kvalalosta og sjálfs-
píningarhvötum sínum í nokkrar
klukkustundir. Meiwes hélt því
fram, að maðurinn sem hann drap
hafi veitt samþykki sitt.
Yfirdómarinn í málinu, Volker
Mütze, sagði við uppkvaðningu
dómsins að Meiwes, sem er 42 ára,
hefði ekki framið morð í lagalegum
skilningi, en væri sekur um ?atferli
sem samfélagið fordæmir ? nefni-
lega að slátra manneskju. Þarna var
um að ræða tvo mikið andlega trufl-
aða menn sem gátu veitt hvor öðr-
um.? Mannát er ekki glæpur sam-
kvæmt lögum í Þýskalandi.
Meðal sönnunargagna sem sak-
Mannæta
dæmd í 8½
árs fangelsi
Kassel. AFP.
Reuters
Sakborningurinn, Armin Meiwez, frammi fyrir þrem dómurum í Kassel í
Þýskalandi í gær. Yfirdómarinn í málinu, Volker Mütze, er fyrir miðju. 
FLOKKARNIR þrír, sem unn-
ið hafa að stjórnarmyndun í
Færeyjum, náðu í gær sam-
komulagi um skiptingu ráðu-
neyta í nýrri heimastjórn. 
Jóannes Eidesgaard, for-
maður Jafnaðarflokksins, verð-
ur lögmaður og fær að auki eitt
ráðherraembætti, Sambands-
flokkurinn fær tvö ráðherra-
embætti og forseti lögþingsins
og Fólkaflokkurinn fær þrjá
ráðherra. 
Fólkaflokkurinn gerði kröfu
um að Anfinn Kallsberg, for-
maður flokksins, yrði lögmaður
en á það var ekki fallist. Kalls-
berg sagði í viðtali við færeyska
dagblaðið Sosialurin í gær að
flest benti til þess að hann yrði
utan stjórnarinnar. Leyndi
hann ekki vonbrigðum sínum
og kvaðst hafa stuðning fær-
eysku þjóðarinnar til að hafa
með höndum embætti lög-
manns. 
Málefnasamningur lá að
mestu fyrir á fimmtudag en
deilt var um skiptingu ráð-
herraembættanna. 
Að sögn færeyska útvarpsins
gat Jafnaðarflokkurinn ekki
fallist á að Kallsberg yrði lög-
maður og raunar heldur ekki að
hann yrði ráðherra í nýrri
stjórn eða forseti lögþingsins. 
Kallsberg var lögmaður í síð-
ustu samsteypustjórn Fólka-
flokksins, Þjóðveldisflokksins,
Miðflokksins og Sjálfstýri-
flokksins. 
Ný stjórn í 
Færeyjum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72