Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 15
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2004 15 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 33 17 0 2/ 20 04 Greiðsluþjónusta www.landsbanki.is sími 560 6000 Minni áhyggjur - fleiri gæðastundir Síur og hreinsiefni í potta og sundlaugar Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is ELÍN G. Jóhannsdóttir er þessa dagana með málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauð- arárstíg 14–16. Sýninguna nefnir listakonan Sker og er þetta hennar sjötta einkasýning, en hún hefur ennfremur tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Elín er fædd árið 1954 í Reykja- vík. Hún útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996. Hún stundaði áður nám við Kennaraháskóla Íslands og við myndmenntadeild sama skóla. Enn- fremur stundaði Elín nám við Sta- tens lærerhøgskole i Forming í Ósló, Noregi Sýningin stendur til 22. febrúar. opið virka daga kl. 10–18, laug- ardaga til kl. 17 og sunnudaga kl. 14–17. Eitt verka Elínar G. Jóhannsdóttur á sýningunni í Galleríi Fold. Sker í Gall- eríi Fold LHÍ í Laugarnesi kl. 12.30 Myndlistarmaðurinn Rúrí flytur Feneyjarímur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞÖGNIN er eftir katalónska skáldið Carles Duarte i Montserrat, birt á fjórum tungumálum: kata- lónsku, íslensku, spænsku og frönsku. Íslensku þýðinguna hefur gert Guðrún Halla Tulinius sem áður þýddi Pablo Neruda ásamt Karli Guðmundssyni. Að skrifa þögnina nefnir höfund- urinn inngang sinn og segir m.a.: „Að skrifa ljóð er eins og endur- móta hægt með orðum þann forna spegil þar sem gefur að líta leynd- ardóm heimsins, hina raunverulegu ásjónu hans.“ Höfundurinn segist enn fremur vitna í Þögninni til Ní- undanna eftir Plótínos til að tjá nauðsynlegt samhengi alls. Í formálsorðum skýrir Guðrún H. Tulinius kenningar Plótínosar og áhrif þeirra. Byggir hún á inngangi Eyjólfs Kjalars Emilssonar úr Sam- drykkjunni eftir Platón, en þar er einnig að finna ritgerð Plótínosar um fegurðina. Guðrún kemur með at- hyglisverða ábendingu til lesenda: „Uppsetning ljóðanna með tilvitn- unum gefur lesandanum þrjár leiðir til að lesa ljóðin. Í fyrsta lagi að lesa tilvitnanirnar til að kanna hvar þræðir ljóðsins liggja, í öðru lagi að lesa ljóðin ein sér án tilvitnana og í þriðja lagi að lesa hverja tilvitnun og síðan ljóðið í framhaldi, eins og þau eru á hverri baksíðu. Auk þess eru í þessari útgáfu litprentanir af nokkr- um málverkum eftir spænska mál- arann Antonio Hervás Amezcua, sem sum hver eru innblásin af ljóð- unum og gefa þau fjórðu leiðina til að lesa ljóðin.“ Carles Duarte i Montserrat er eitt þeirra katalónsku skálda sem virðast byggja verk sín á heimspeki og einn- ig er sköpun áleitið yrkisefni. Í byrjun var þögnin ein og Guð hefði enn ekki fæðst. „Guð fæddist í þögninni / til að skapa óstöðvandi líf, / hjartslátt án enda.“ Í þriðja ljóði stendur: Svimi heimsins leiðir þig að miðju sinni, feiknamikill flaumur vatns og moldar, fullur af lofti og eldi, býr þig til og þú finnur slátt hans í hvert sinn sem þú andar Handan dauðans endurfæðist heimurinn með feiknakrafti, stendur í fjórða ljóði. Þetta um endurfæðinguna kemur fram í lokaljóðinu og minnir ekki svo lítið á Völuspá: Handan rótar og skýs, raddar og snertingar, nætur og dauða, handan leyndardóms, ryks og einskis, myrkurs og bláma, þar sem himinn og haf renna saman, er líf sem vex af þögn, hins Eina, af miklum ógnarkrafti, orsök og upphaf: æ fæðist heimur á ný. Í sautjánda ljóði er hamingjan ástand samkvæmt Plótínosi, ástand sem varir einungis og fullkomlega í nútíðinni. Sá sem sest niður og horfir á vatnið sér heiminn hefjast á ný. Íslendingar eru ekki vanir jafn heimspekilegum skáldskap en það sakar ekki að kynnast honum. Vegna þess að hér er um samfelldan ljóða- flokk að ræða getur hann á köflum orðið eintóna. Guðrún Halla Tulinius þýðir ljóð Carles Duarte i Montserrat af nær- færni og smekkvísi og gætir þess af- ar vel að þýða rétt. Yfirleitt tekst henni með ágætum þótt hún sé stundum kannski of var- færin í beitingu málsins en aldrei til skaða. Katalónsk Völuspá BÆKUR Ljóðaþýðingar Ljóð á fjórum tungumálum eftir Carles Duarte i Montserrat. Málverk eftir Annt- onio Hervás Amezcua. Íslensk þýðing eft- ir Guðrúnu Höllu Tulinius. Prentun: Gut- enberg. Háskólaútgáfan 2003 – 79 síður. ÞÖGNIN Jóhann Hjálmarsson HIÐ íslenska bókmenntafélag boðar til húsþings í Norræna húsinu á þriðjudag kl. 13.15, í samstarfi við Jöklarannsóknafélag Íslands, Jarð- fræðafélag Íslands og Félag um átjándu aldar fræði. Níu náttúru-, sagn- og bók- menntafræðingar greina frá þáttum í lífi og starfi Sveins Pálssonar en um þessar mundir kemur út á bók hjá Hinu ís- lenska bók- menntafélagi ensk þýðing á Jöklariti Sveins Pálssonar náttúrufræðings og lækn- is (1762–1840). Sveinn Pálsson læknir bar langt af flestum samtíðarmönnum sínum að andlegu og líkamlegu atgervi. Hann þjónaði í áratugi sem héraðslæknir frá Selvogi austur á Skeiðarársand og fór í vitjanir allt austur á Djúpa- vog og vestur á Seltjarnarnes því að slíkt orð fór af læknislist hans. Hafa svaðilfarir og barátta Sveins við jök- ulvötn Suðurlands orðið skáldum yrkisefni. Er það eitt undrunarefni að hann lifði af allar ferðir sínar á þeim slóðum. Húsþinginu stjórnar Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi háskólarektor. Húsþing um Svein Pálsson Sveinn Pálsson GAGNRÝNANDI helgarblaðs danska dagblaðsins Avisen, Week- endavisen, líkir verkinu Virkni sjón- deildarhringsins á sýningu Ólafs Elíassonar Frost Activity, eða Frostvirkni, í Hafnarhúsi Lista- safns Reykavíkur við japanska hæku og segir Ólaf fyrst og fremst vera listamann ljóssins. „Ólafur Elíasson er umfram allt ljós-listamaður og það er í leiknum milli ljóss, tíma og rýmis sem hann hefur skapað sínar stórkostlegustu sýnir,“ segir í dómi blaðsins sem segir rými Ólafs, í verkum á borð við Virkni sjóndeildarhringsins, stundum vera hreinar opinberanir. „Það gerðist í Tate Modern og það gerist líka hér í Reykjavík. Listamaðurinn býr að þessu sinni til sjóndeildarhring sinn með hljóð- lausum einfaldleika. Líkt og inn- og útgang að rýminu, landinu og sjálfi hans sem listamanns. Díóðaljós er fellt inn í vegginn og virkar sem mjó rönd á veggjum herbergisins. Þar er [ljósið] og logar í fullkominni þögn. Það sama gerir áhorfandinn. Hverja mínútu breytir ljósröndin um lit og með því að meðtaka það skynjar maður sig sem þátttakanda í rytma dags og árstíða og í sál landslagsins. Maður sér sjóndeild- arhringinn lýsa í breytilegum litum, maður sér veröldina opna sig með sinni mestu fjarvídd. Og samt sér maður ekki annað en rönd af raf- magnsljósi.“ Listrænan útgangspunkt í verk- um Ólafs segir gagnrýnandinn þá jafnan vera í senn einfaldan og fág- aðan. List Ólafs snúist líka oft um samskipti áhorfandans við verkið – það að sjá sjálfan sig skynja. „Verk listamannsins verður með öðrum orðum fyrst til þegar áhorfandinn sér það, sér í gegnum það og horfir á sjálfan sig í verkinu,“ segir í um- fjöllun blaðsins. Gagnrýnandinn kveður sýningu Ólafs í Hafnarhús- inu þá búa yfir nákvæmlega þessum eiginleikum, auk þess sem listamað- urinn m.a. vinni hér með hefðunum í gegnum íslenska grjótið í verkinu Frostvirkni, og minnir á að basaltið var einmitt einn af efniviðum Ein- ars Jónssonar myndhöggvara sem einnig leitaði á vit náttúrunnar. „Þetta er jafn einfalt og japönsk hæka,“ segir gagnrýnandinn þá um Virkni sjóndeildarhringsins og segir Ólaf með heiti sýningarinnar, Frost- virkni ekki aðeins vísa til snjóbyls- ins utandyra heldur leiti hann djúpt í hjarta náttúrunnar. „Frostvirkni er þannig einnig jarðfræðilegt íðorð sem vísar til þess hvernig frostið og eldvirkni neðanjarðar geta í samein- ingu sprengt steina og brotið jarð- skorpuna, rofið kuldaveruna er eld- ur og ís mætast. Í myndmáli má segja að virkni listamannsins sé sú sama. Hann opnar rifu fyrir nýjum skilningi, hjá sjálfum sér og áhorf- endum sínum. Og hann lætur sjón- deildarhringinn glóa með ljósrifu sem opnar sig mót óendanleik- anum.“ Frostvirkni Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu fær góða dóma í Weekendavisen Bak við sjóndeildarhringinn Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Elíasson spjallar við gesti á sýningu sinni í Hafnarhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.