Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. FEBRÚAR 2004 29 Á KJARVALSSTÖÐUM standa nú yfir tvær sýningar, þær fyrstu á árinu eftir að sýningunni „Húsið á miklatúni“ lauk. Á ganginum sýnir Breskur listamaður sem dvalið hef- ur hérlendis um skeið, Alistair Macintyre að nafni. Sýninguna kall- ar hann Veran í deginum (Thing of a day) og samanstendur af „ís- þrykkum“, eins og aðferðin er nefnd í sýningarskrá og fréttatil- kynningu. Leggur listamaðurinn ís- blokkir og járn á pappír sem svo ryðgar og skapar þannig mynd á yfirborði pappírsins. Það má kalla verk Macintyres skúlptúrísk þótt um myndir sé að ræða, þar sem nærvera hlutanna er enn til staðar í ummerkjum þeirra. Hvort það er ástæðan fyrir því að verkum hans er teflt saman við skúlptúrsýningu í vestursalnum veit ég ekki um, en samspilið hleypti allavega slíkum vangaveltum af stað í mínum huga. Mér finnst þó verk Macintyres það bundin við ramma grafíklistarinnar að það kom mér á óvart þegar ég las fer- ilskrá listamannsins að auk mynd- listarmenntunar er hann menntað- ur landslagsarkitekt. Mætti ætla að með slíka menntun að baki mundi listamaður gefa rýminu frekari gaum. En svo er ekki. Macintyre fæst fyrst og fremst við þrykkið og er útkoman afar kunnugleg. Hafa margir listamenn unnið með áþekk- ar hugmyndir á mun áhugaverðari hátt og tekið þá inn fleiri þætti en prentað far. Má þar nefna Jóhann Eyfells og auðvitað landa Macinty- res, Andy Goldsworthy. Ævintýri í óvissunni Skúlptúrsýningin í vestursalnum nefnist „Órar – um ást, kvöl og smásmugulegar einkalífsrannsókn- ir“ og er samsýning Önnu Eyjólfs- dóttur, Ragnhildar Stefánsdóttur og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur. Jafnframt hafa listakonurnar unnið verk inn í þrjá skápa sem eru til sýnis á ganginum. Anna Eyjólfsdóttir er myndlist- arkona sem tekur jafnan fyrir þema og vinnur sýningu út frá því. Á sýn- ingu í Nýlistasafninu tók hún fyrir umhverfismál, í Listasafni ASÍ eitt vandamál Íslenska myndlistar- mannsins – kostnað við sýningar- hald –og á Kjarvalstöðum tekur hún fyrir spillingu á barnslegu sak- leysi. Verkin byggir hún á ævintýr- inu Dimmalimm eftir Mugg og not- ar táknmyndir, s.s. svaninn (hamskipti, skáldagyðjur) og eplið (freisting, frjósemi). Anna er metn- aðarfull og vill segja mikið með listaverkunum, vekja spurningar. Hún kann augljóslega margt fyrir sér í skúlptúrgerð. Verkið „Kónga- blár“, sem dæmi, hefur í sér sterkt tvísæi og gylltir svanirnir eru lögu- legir og fallegir. Þó er eins og hún hafi ekki hugsað sjálfa sýninguna fyllilega til enda og einhver óvissa eða fljótfærni er í útfærslunni. Þrjár stórar svarthvítar ljósmyndir, illa prentaðar og ein þeirra bundin í grisju, eru t.d. algerlega út úr korti. Virðast listaverkin koma úr ólíkum áttum. Þau tala lítið saman og skilaboðin hitta þar af leiðandi ekki alveg í mark. Hið ósýnilega gert sýnilegt Listsköpun Ragnhildar Stefáns- dóttur hefur sannarlega tekið at- hyglisverðum breytingum upp á síðkastið. Í stað þess að taka af- steypur af líkama, eins og hún er þekkt fyrir, festir hún mynd af ár- um manneskja í gerviefni, nánar til- tekið polymeric plastefni. Má líkja þessum tilraunum við eldri verk Magnúsar Pálssonar, t.d. afsteypu hans af hljómsveit og gifsverk sem sýnir rými á milli jarðflatar og hjóla á þyrlu rétt áður en þyrlan lendir. Einnig koma verk Rachel Withehead mér til hugar, en hún er þekkt fyrir að taka afsteypur af rýmum innanhús, s.s klósetti. Það er þó einn reginmunur á. Magnús og Withehead fylltu tómarúm en það gerir Ragnhildur ekki. Ára manneskju kann að vera óáþreif- anleg og flestum ósýnileg. En hún er samt sem áður efnisleg. Ég sé ekki árur manna, hef bara séð ljós- myndir af þeim. Mér finnst samt fallegt að hugsa til þess að litir flæði umhverfis hinn sýnilega lík- ama sem breytast eftir líðan okkar og hugsunum. Sjónin er síðasta skynfærið sem þróaðist hjá okkur, að talið er, og er ennþá að þroskast. Er vel hugsanlegt að í framtíðinni muni allt mannkynið sjá árur. Hljóta þá hugmyndir um líkamann, fegurð hans og útlit að hlíta allt öðrum lögmálum en eru við lýði í dag. Kannski er Ragnhildur að hugsa eitthvað á þessa leið í verkinu „Ír- is“, sem er ljósmyndaröð af augum innan í litahring. Það er ekki oft að maður getur sagt að listaverk horfi til baka á áhorfandann, en það ger- ir ljósmyndaverk Ragnhildar. Áhorfið er samt tómt og auðnin handan augnanna beinir manni inn- vortis. Má segja að ljósmyndirnar vísi á það sem er fyrir innan sýni- legan líkamann en skúlptúrarnir vísi á það sem umlykur hann. Safn ómerkilegra hluta Verkum Þórdísar Öldu svipar til margs sem sjá má á Flúxussýning- unni í Listasafni Íslands um þessar mundir. Hún sýnir litla „ómerki- lega“ hluti, s.s. bréfaklemmur, bíó- miða, kveikjara, vasareikni o.fl. sem fólk hefur átt og látið af hendi til listakonunnar. Hlutunum – sem hafa gildi fyrir eigendurna, t.d. sem minning um góða bíómynd eða vas- areiknirinn sem notaður var í sam- ræmd próf – raðar listakonan ofan í stöpla og undir gler og gerir þá þannig að safngripum eða menning- arverðmætum. Hvort sem það er ætlun hjá listakonunni eða ekki, þá finnst mér stöplaframsetningin gera hlutina fjarlæga frekar en per- sónulega. Aðrar útfærslur listakon- unnar eru mun ferskari að mínu mati. Sérstaklega er verkið „Ása, Signý og Helga“ vel heppnað. Það er reyndar af allt öðrum toga en söfnunarverkin og kallast skemmti- lega á við ævintýraþema Önnu Eyj- ólfsdóttur. Annars virðist Þórdís ekki hafa spáð mikið í samtal við aðra sýnendur. Listaverk Önnu og Ragnhildar ríma vel saman í upp- setningu en verk Þórdísar eru öll saman í enda salarins með litlu til- liti til heildarmyndar. Að öðru leyti er samspilið ánægjulegt á að líta. Listakonurnar eru stórhuga og skapa efnisríka skúlptúra, yfirbragðið kvenlegt og tignarlegt. Stór- huga og efnisríkt MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Opið alla daga frá 10–17. Sýningu lýkur 28. mars. GANGURINN - ALISTAIR MACINTYRE VESTURSALUR - ANNA EYJÓLFSDÓTTIR, RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR OG ÞÓR- DÍS ALDA SIGURÐARDÓTTIR JBK Ransu Þórdís Alda Sigurðardóttir notast við kvenleg form og kaffivélar í verki sínu „Ása, Signý og Helga“. Árur eru viðfangsefni Ragnhildar Stefánsdóttur á Kjarvalstöðum.Tvísær skúlptúr Önnu Eyjólfsdóttur, „Kóngablár“ . ÞAÐ er fágaður heildarsvipur á stílhreinni sviðsmynd, búningum og lýsingu sem blasir við á fyrstu and- artökunum í sýningu Selfyssinga á Gaukshreiðrinu. Þegar nánar er að gáð nær þessi heildarsvipur einnig til staðsetninga leikaranna, jafnvel svo að í hug kemur myndlistarverk þar sem hlutföllin eru alltaf listrænt rétt. Leikstjórinn ungi og nýútskrifaði, Ólafur Jens Sigurðsson, hefur með þessu útliti skapað tímalausa sýn- ingu og lagt þar með áherslu á sígilt viðfangsefni leikritsins en það er, eins og margir þekkja, vanmáttur þeirra sem minna mega sín gagnvart fólki sem ekki kann að fara með vald sitt. Ken Kesey skrifaði sígilda skáld- sögu á sjötta áratugnum þar sem hann staðsetur þema sitt inni á geð- veikrahæli og spyr spurninga um hverjir séu geðveikir og hverjir ekki. Fyrr í vetur sýndi Leikfélag Fljóts- dalshéraðs Gaukshreiðrið við góðan orðstír og vel er hægt að hugsa sér að tíðarandinn kalli á verk sem þetta þar sem mannskepnunni er lýst sem svo vanmáttugri gagnvart grimmu valdi og vaxandi eftirliti sem stund- um er líkt við ástandið á sjötta ára- tugnum í Bandaríkjunum þar sem sagan gerist. Leikgerð Dales Was- sermans byggist á því að leikið sé í litlu rými þar sem hægt er að fylgjast með mörgum persónum í einu. Ólaf- ur Jens gerir sér grein fyrir þessu því allan tímann nýtur hópurinn sín vel. Notuð er upphækkun eftir því sem aftar dregur og sjúklingunum er stillt upp við fangelsisglugga sem minna á net og eru þannig mjög táknrænir og flottir í fagmannlegri baklýsingu en leikfélagið er heppið að eiga alltaf aðgang að hinum færa ljósahönnuði sínum. Falleg tónlist og yfirspenntur, tölvugerður hávaði á víxl fullkomna svo verkið. Geðsjúklingarnir sinna sínum litlu málum, klæddir í gráleit föt, en þar fór fremstur Dale Harding sem Sig- urgeir Hilmar Friðþjófsson lék óað- finnanlega á mörgum plönum. Hinn jákvæða og barnslega Cheswick lék Eyjólfur Pálmarsson sem skapaði dásamlega persónu með fíngerðum og klunnalegum leik í sömu andrá. Ingvar Brynjólfsson sýndi Scanlon hinn sprengiglaða frábærlega sem bernskan mann og brosandi að öllu sem óhugnað vakti. Árni Grétar Jó- hannsson lék Martini á þann hátt að það er bara hægt að vona að hann leggi leiklistina fyrir sig. Indíánann lék Stefán Ólafsson prýðilega en það orkar mjög tvímælis að hafa svo ung- an mann í svo veigamiklu hlutverki og sýningin í heild hefði orðið áhrifa- meiri með eldri og reyndari Brom- den höfðingja. Af geðsjúklingunum var það svo hinn ungi Óðinn Davíðs- son Löve í hlutverki Billys Bibbits sem kom, sá og sigraði en hann hafði þetta mikilvæga hlutverk fullkom- lega í hendi sér. Það þarf sterka leik- konu til þess að túlka hina grimmu Ratched hjúkrunarkonu og leikstjór- inn er heppinn að hafa fengið hina reyndu Þóru Grétarsdóttur í hlut- verkið. Hún lék hvort tveggja mjög vel; drottnandi móðurtilfinninguna gagnvart Billy og óttablandin átökin við MacMurphy. Það var Guðmund- ur Karl Sigurdórsson sem lék aðal- hlutverkið. Hann hvíldi allan tímann í þessu erfiða hlutverki af fullkomnu jafnvægi og einlægni, sýndi allan til- finningaskalann og í töffaragírnum má hann vera stoltur af því að feta í fótspor Jacks Nicholsons sem gerði þetta hlutverk ódauðlegt. Þó að sýningar Leikfélags Selfoss hafi oft sýnt mikinn metnað og færni þá er mál manna að nú hafi félagið tekið stökk fram á við hvað varðar fagmennsku. Með svo hæfa leikara í flestum hlutverkum, með stílhreinni sviðsmynd og markvissri heildarlögn getur Ólafur Jens Sigurðsson mjög vel við unað með uppfærslu sinni á Gaukshreiðrinu. Metnaður á Selfossi LEIKLIST Leikfélag Selfoss Leikgerð eftir Dale Wassermann byggð á skáldsögu Kens Keseys. Þýðandi: Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjórn, leikmynd og búningar: Ólafur Jens Sigurðsson. Lýs- ing: Benedikt Axelsson. Hljóðhönnun: Davíð Kristjánsson og Ólafur Jens Sig- urðsson. Leikhúsið við Sigtún, 15. febrúar. GAUKSHREIÐRIÐ Hrund Ólafsdóttir Hrafnista, Hafnarfirði, kl. 13.30 Ellen Bjarnadóttir opnar sýningu á verkum sínum. Ellen er fædd 23. september 1918 og hefur alla tíð haft gaman af að mála. Fyrir fjórum árum byrjaði hún í málun hjá félagsstarfi aldraðra í Garða- bæ og undir handleiðslu Grétu Haakonsen lærði hún að nota ak- rílliti. Sýningin stendur til 16. mars. Hótel Saga, Sunnusalur, kl. 18 Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands býður til samverustundar fyrir sinfón- íutónleika kvöldsins í Há- skólabíói. Árni Heimir Ingólfs- son mun ræða um sjöundu sin- fóníu Mahlers sem verður leik- in á tónleik- unum. Aðgangseyrir 1.000 kr., innifalið er súpa og kaffi. Allir velkomnir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Árni Heimir Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.