Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 27 Þetta eru virðulegustu og mik-ilvægustu bókmenntaverðlaunNorðurlanda, næst á eftirNóbelnum. Verðlauna- upphæðin er rúmlega þrjár og hálf milljón íslenskra króna. Fimm Íslendingar hafa fengið verð- launin; Ólafur Jóhann Sigurðsson (1976), Snorri Hjartarson (1981), Thor Vilhjálmsson (1988), Fríða Á. Sigurð- ardóttir (1992) og Einar Már Guð- mundsson (1995). Tilnefnd ritverk af Íslands hálfu fyrir árið 2004 voru skáldsagan Sitthvað um risafurur og tímann (Bjartur 2001) eftir Jón Kalman Stefánsson og ljóðabókin Hvar sem ég verð (Mál og menning 2002) eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur. Niðurstaða dómnefndarinnar verður tilkynnt í Kaupmannahöfn í dag. Litlir karlar? Aðalpersónan í skáldsögu Roy Jacob- sen (f. 1954), Frost, heitir Þorgestur Þórhallason og er svo lágur í loftinu sem fullvaxinn maður að menn spotta hann og kalla hann „hálfmenni“. Það er merkileg tilviljun að Barnum, aðalpersóna Lars Saabye Christiensen sem fékk bókmenntaverðlaunin í hitteðfyrra fyrir bókina Hálfbróðurinn, var líka nánast dvergvaxinn. Þorgestur, Gestur, fæðist árið 993 á Snæ- fellsnesi þar sem hinn leiðinlegi nágranni Víga-Styrr kúgar nágranna sína og drepur að lokum föður Gests. Hann hefnir föður síns, 13 ára gamall, og kemst undan með góðra manna hjálp til Niðaróss í Noregi. Þar ræður Eiríkur jarl ríkjum. Það eru Íslendingar á hverju strái, meðal annars ættmenn Styrs, og Gestur getur ekki verið óhultur í þessum stað. Hann leggur af stað niður á firði í skjól sem honum er vísað til hjá ekkjunni Ingi- björgu. Á leiðinni villist hann og það verður til þess að hann bjargar lífi systkina sem lifðu af grimmdarverk ribbalda sem drápu allt kvikt á bæ foreldra þeirra, rændu og brenndu. Gestur tekur þau með sér til ekkj- unnar. Þar sest hann um kyrrt og verður ást- maður húsmóðurinnar en fyrr en varir vitjar fortíðin hans. Önundur sonur Víga-Styrs er kominn til Noregs á slóðir Gests. Síðar geng- ur Gestur fram á lík hans í skóginum en þetta er viðvörun um að hefndin vofir yfir honum og öllum sem hann tengist náið. Gest- ur kveður því og flytur sig um set í Noregi og úr þeirri vist liggur leið hans til Englands þar sem hann berst með Eiríki jarli og Knúti hinum danska Sveinssyni sem vinnur Eng- land árið 1015. Ekki sýnir Gestur hetjulega framgöngu í stríðinu og ekki þykir hann mik- ilmenni en samt lyftir jarl honum upp og ger- ir hann að trúnaðarmanni og skrásetjara að afrekum sínum. Sennilega kostar það jarlinn lífið. Gestur er hættulegur maður, er sagt hvað eftir annað í sögunni. Hann er slægur og um margt óviðfelldinn en líka minnugur, athugull og skarpskyggn. Hann er samsettur úr mikl- um andstæðum en þó ekki nógu miklum. Hann beygir hjá. Þannig er hann heiðinn en trúir ekki á goðin og því verða engin trú- arátök þegar hann loks tekur kristni og á sama hátt yfirgefur hann konur sínar án sjá- anlegra innri átaka á þeim forsendum að hon- um fylgi dauði og eyðilegging hefndarskyld- unnar. En heiðni og hefndarskyldu fylgdi líka örlagatrú sem gerði það að verkum að menn voru ekki á flótta alla sína ævi undan hefnd- inni heldur tóku því sem verða vildi. Það er eitthvað sem gengur ekki upp í persónu Gests sem ber uppi bókina en hún er gríp- andi lesning, hún hefur fengið mjög góða dóma og Roy Jacobsen er orðinn mikilvægur talsmaður Íslendingasagna í Noregi og það finnst okkur nú ekki verra hér nyrðra. Hin bókin sem Norðmenn leggja fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er ljóðabókin Þramm (Pú)l – Tilfæringar í skit- inni fyllingu tímans (Trask. Forflytninger i ti- das skitne fylde) eftir Inger Elisabeth Han- sen (f. 1950). Bókin er ljóðabálkur í fjórtán þáttum og hann lýsir ferðalagi í því sem Ing- er Elisabeth kallar „skitna fyllingu tímans“. Þetta er landslag sem vegmóður vegfarand- inn þrammar um og landslagið færist til í tíma og rúmi, það er norskt eða asískt eða spænskt, sporin eru djúp og þung eða létt og dansandi í jarðveginum og þau gefa alltaf upplýsingar um þann sem gengur. Það er alls ekki hægt að gera grein fyrir þessari íhugulu, myndríku ljóðabók í stuttu máli – hana verð- ur að lesa oftar en einu sinni. Inger Elisabeth hefur fengið mörg bókmenntaverðlaun og við- urkenningar, bæði fyrir frumsamin ljóð sín og ljóðaþýðingar, en hún þýðir úr spænsku eins og Ingibjörg Haraldsdóttir. Minn hlátur er sorg Ljóðabók Kristinu Lung (f. 1948) er sann- arlega falleg bók. Hún er full af svörtum húmor og íroníu og gróteskum myndum sem fá lesanda til að glotta þó að honum sé ekki glott í huga. Ljóðabókin heitir Bless, bless og hafðu það gott! (Hej då, ha det så bra!) Mörg ljóðanna fjalla um hversdagsleikann, daglegt dont, ástarþrá, einmanaleika og ótta en að- ferð Kristinu er að snúa upp á alvöruna og búa til óvæntar, fyndnar eða óhugnanlegar tengingar sem kalla á hlátur: „Mótorinn/í kjallaranum./Skiptilykillinn/í skartgripaskrín- inu./Skrúfgangurinn/um hálsinn á mér/ Seð- laklemman um ljóðagáfuna/Höggborinn/á aumu blettina./Sorgin/í söngsalnum./Naglinn/í brúðarkistuna/Straumbreytirinn/í heilanum.“ Þannig hljóðar fyrsta ljóð bókarinnar. Eins og ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur tala þessi ljóð beint til lesanda en þannig að honum finnst að ekki hafi verið hægt að segja þetta öðru vísi. Falleg verður skáldsagan Ravensbrück eft- ir Steve Sem-Sandberg (f. 1958) varla kölluð. Hún segir ævisögu tékkneska blaðamannsins og þýðandans Milenu Jasenská sem elst upp í Prag upp úr aldamótunum 1900. Móðir henn- ar er rúmliggjandi og það tekur hana mörg ár að deyja og faðirinn, lífsglaður og gall- hraustur tannlæknir, má ekki vera að því að bíða eftir því. Þau búa í íbúð við hlið tann- læknastofunnar og Milena litla elst upp við borhljóð og raddir þaðan. Þetta er frekar öm- urlegt heimilislíf og dóttirin verður villtur og stjórnlaus unglingur eftir dauða móðurinnar. Hún tekur saman við þýskan gyðing, kaffi- húsaskáld og bóhem, flytur með honum til Vínarborgar. Faðirinn afneitar henni. Þegar hjónabandið leysist upp tekur faðirinn hana í sátt og hún flytur aftur til Prag árið 1927. Hún verður blaðamaður og giftist öðru sinni. Þjóðverjar leggja Tékkland undir sig og þá geldur Milena þess að vera þekktur komm- únisti. Hún lendir í Ravensbrück, sérstökum útrýmingarbúðum fyrir konur, og þar deyr hún úr nýrnasjúkdómi árið 1942. Saga Milenu Jasenská er sögð í brotum þar sem skiptast á heimildir, bréf og greinar sem hún skrifaði. Þessi sjálfslýsing hennar er botnuð með öðrum heimildum dóttur hennar, vina og stundum köflum undir yfirskriftinni „And-ævisaga“ en þar ávarpar höfundur Mil- enu oft og ögrar henni með óþægilegum spurningum. Myndin af þessari konu verður ákaflega flókin en samtímis heillandi. Hún er gáfuð, skapandi og erótísk en líka stelsjúk, óábyrg og eigingjörn. Hún verður fyrir slysi og eftir það verður hún morfínisti með allri þeirri mannlægingu sem því fylgir. Hún lifir hratt og brennur hratt niður. Hún og vinir hennar vilja vera nútímafólk, byltingin mikla var nýorðin og þau trúðu á hana, vildu gera tilraunir með samfélagið, búa til nýjar manneskjur, skapa nýjan og betri heim. Ekki gekk það nú eftir. Sennilega myndu fáir Milenu þrátt fyrir ævintýralegt lífshlaup ef hún hefði ekki líka þýtt nokkrar sögur Frans Kafka úr þýsku á tékknesku og ef hann hefði ekki orðið heillaður af henni og skrifað henni ódauðleg bréf sem komið hafa út undir titlinum Bréf til Milenu. Þau hittust aðeins einu sinni. Milena var hins vegar ekki aðeins neðanmáls- grein í lífi Kafka, hún var flókin, óræð manneskja sem lifði umbyltingartíma í öllum skilningi. Hús til sölu Finninn Kari Hotakainen (f. 1960) sló í gegn með skáldsögunni Skotgraf- arvegur (Juoksuhaudantie) en lýsingin á fyrri verkum hans minnir svolítið á verk Hallgríms Helgasonar. Sagan fjallar um Matti Virtanen en Jórunn Sigurðardóttir sagði í útvarpsþætti sín- um um finnsku bækurnar að þetta nafn tæki yfir fjölda blaðsíðna í símaskrá Helsinki og samsvaraði nafninu Jón Jónsson á Íslandi. Matti Virtanen er hins vegar enginn venjulegur Finni. Eins og Don Quixote verður honum hált á að taka hugsjónir fyrir veruleika. Hann er svo jafnréttissinnaður að hann sér um öll heimilsstörf, þrífur og eldar og bakar og sinnir dótturinni, en ekki þakkar konan honum betur fyrir það en svo að þegar hann lemur hana í fyrsta og eina skiptið fer hún frá honum og tekur dóttur þeirra með. Þar hefst skáldsag- an því að Matti snýr sér nú að því af alefli að kaupa draumahúsið sem konuna langaði í svo að hann geti lokkað hana og dótturina til sín aftur. Ekki ganga fasteignakaupin þrauta- laust og söguþráðurinn sem á eftir fer er bæði fyndinn og óhugnanlegur. Þó að svartur húmor ríki í frásögninni er hún líka harmræn og full af ádeilu á stéttskipt og gráðugt neyslusamfélagið og þá andlegu vesöld sem það leiðir af sér. Flestir geta séð ýmist sjálfa sig, eða öllu heldur vini sína, í þessari bók, hún hefur selst eins og heitar lummur og upplýsingar herma að það eigi að kvikmynda hana líka. Auk þess hafa finnskir fasteignasalar fagnað bókinni ákaflega og verðlaunað því að þetta er fyrsta finnska bókin sem segir frá spennuþrungnu lífi þeirra og störfum. Hin finnska bókin sem lögð er fram er skrifuð á sænsku en þó að Finnlandssvíar séu minna en tíu prósent þjóðarinnar hafa þeir alltaf verið áberandi í finnskum bók- menntum. Bókin sem nú er lögð fram heitir Eiríksbók (Eriks bok) eftir Lars Sund (f. 1953). Erik berst í Vetrarstríðinu en hrekst síðan til Colorado í Bandaríkjunum og ferill hans vestra verður reyfarakenndur. Í Siklax í Austurbotni í Finnlandi býr hálfsystir hans með tveimur sonum en forsaga þeirra systk- inanna, sem eru komin af finnskum útflytj- endum, hefur komið fram í tveimur fyrri bók- um Lars Sund en Eiríksbók er þriðja bókin í þríleiknum. Hún getur þó alveg staðið sjálf- stæð enda er þessi stóra bók (yfir 500 síður) heimur í sjálfri sér. Sagan gerist á víxl í Ameríku og Finnlandi. Hún greinist víða og það þarf mikla end- urgerð/endurbyggingu til að líma saman minningarnar og búa til sannfærandi sam- hengi. Það er þetta sem sögumaðurinn, syst- ursonur Eiriks, er að reyna að gera fyrir opnum tjöldum. „Ef maður ætlar að ljúga verður aldeilis að gá að smáatriðunum,“ segir hann. Og svo lýgur hann eins og hann er langur til. Sögurnar fossa fram, skjöl eru not- uð og snældur, rannsóknir eru gerðar og tal- að er við fólk – dautt og lifandi. Eins og í Grandavegi 7 verður Carl Johann fyrir því að dauðir menn leita á hann og heimta að fá að segja frá, það er enginn friður fyrir þessum óboðnu sögumönnum. Eiríksbók er ein af þessum stóru heillandi yfirlitssögum sem dómnefndin féll fyrir tvisv- ar í röð þegar bækur Jan Kjærstad (2001) og Lars Saabye Cristiansen (2002) fengu verð- launin. Íslensku bækurnar þeirra Ingibjargar Haraldsdóttur og Jóns Kalmans Stef- ánssonar segja færri orð og tala lægra – og nú er að sjá að hverju dómnefndin hallar sér í ár. Frá Snæfellsnesi til Flórída með viðkomu í Prag Tilkynnt verður í dag hver hlýtur Bókmennta- verðlaun Norðurlanda- ráðs í ár. Dagný Krist- jánsdóttir fjallar hér um tilnefningar Norð- manna, Svía og Finna. Í DÓMNEFNDINNI sitja tveir fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Íslandi en einn frá Færeyjum, Græn- landi og Samalandi. Þessir fulltrúar til- nefna þrettán bækur. Á sjálfum dóm- nefndarfundinum byrja nefndarmenn á því að skrifa á blað titla þriggja bóka og enginn má tilgreina bækur frá eigin landi í fyrstu umferð. Eftir þessa umferð eru bækurnar sem fæst atkvæði hafa fengið strikaðar út af listanum með samþykki nefndarmanna. Þá eru aftur greidd at- kvæði og að þeirri umferð lokinni standa eftir 2–4 bækur. Þá eru þær neðstu strik- aðar út þannig að eftir standi tvær. Aftur fer fram umræða og menn gera grein fyrir atkvæðum sínum. Þá er kosið til úr- slita og falli atkvæði jöfn fer aftur fram umræða. Í dómnefndinni til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs sitja Dagný Krist- jánsdóttir og Sveinbjörn I. Baldvinsson, fulltrúar, og Soffía Auður Birgisdóttir, varamaður. Dómnefndin og val vinningshafans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.