Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.  RAGNAR Óskarsson skoraði 5 mörk fyrir Dunkerque sem sigraði Nimes, 35:26, í frönsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Ragnar og félagar eru í fjórða sæti deildarinnar.  HALLDÓR Sigfússon skoraði eitt mark fyrir Friesenheim í jafntefli, 26:26, gegn Dormagen í þýsku 2. deildinni.  ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson skoraði 5 mörk fyrir Århus GF og Róbert Gunnarsson 3 þegar lið þeirra tapaði fyrir Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær. Århus GF er í tíunda sæti af 14 liðum með 15 stig.  GÍSLI Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Fredericia sem tapaði fyrir FCK, 33:27, í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik nú um helgina.  ALEXANDER Petersson skoraði 9 mörk og var markahæstur hjá Düsseldorf þegar liðið vann HBW Balingen-Weilstetten, 33:28, í suður- hluta þýsku 2. deildarinnar í hand- knattleik í gær. Düsseldorf er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar og stefnir hraðbyri upp í 1. deildina þýsku.  DAGNÝ Skúladóttir skoraði 5 mörk fyrir Lützellinden þegar liðið tapaði 32:21 fyrir Buxtehude í 1. deild þýska handknattleiksins á laug- ardaginn.  HANS Lindberg, sem á ættir að rekja til Íslands, átti stórleik með Team Helsinge þegar liðið lagði Silkeborg, 37:27. Hans skoraði 10 mörk í leiknum og er hann meðal markahæstu leikmanna í dönsku úr- valsdeildinni.  LANDSLIÐ Íslands í borðtennis hefur í dag keppni á Heimsmeistara- mótinu sem frem fer í Qatar. Karla- liðið mætir Kosovo í dag en stúlk- urnar leika við Sri Lanka.  SÖREN Hagen, fyrrum landsliðs- markvörður Dana í handknattleik, gekk um helgina til liðs við þýska úr- valsdeildarliðið Kronau/Östringen. Þar verður hann Guðmundi Hrafn- kelssyni til trausts og halds en að- almarkvörður liðsins, Maros Kolpas, er á sjúkralistanum. Hagen er 29 ára gamall og með mikla reynslu,hefur leikið með GOG í Danmörku og þýsku liðunum Kiel og Flensburg.  PASCAL Hens, leikmaður HSV í Þýskalandi, handarbrotnaði í leik við sitt fyrra félag, Wallau-Massenheim, og verður ekki meira með í vetur. Hann gengst undir aðgerð síðar í vik- unni.  RÚSSNESKI leikstjórnandinn Igor Lawrow framlengdi um helgina samning sinn við Wallau-Massen- heim um tvö ár og verður því hjá fé- laginu til enda tímabilsins 2006. FÓLK Það var ekki laust við að heima-menn væru of uppteknir af spennunni í kringum leikinn þegar flautað var til leiks, því liðið byrjaði ekki eins vel og það hefur verið að gera undan- farið. Haukarnir komu vel stemmdir til leiks og ætluðu sér greinilega að ná í tvö stig í stöðu- baráttunni fyrir úrslitakeppnina. Það var mikið jafnræði með liðun- um allan fyrri hálfleikinn, mestur varð þó munurinn sex stig, Snæfelli í vil. Staða í leikhléi var 41:36 fyrir heimamenn, en í upphafi seinni hálf- leiks komu gestirnir úr Hafnarfirði með miklum látum til leiks og náðu að komast yfir 45:46. Þá kom sá kafli hjá Snæfelli sem gerði nánast út um leik- inn, liðið skoraði 14 stig gegn 2 stig- um Hauka. Þenna mun náðu Haukar aldrei að brúa og voru í eltingaleik það sem eftir lifði leiks. „Varnarleikurinn var góður hjá okkur í leiknum og skóp þennan sig- ur, eins og hann hefur verið að gera hjá okkur í allan vetur,“ sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells. Leikmenn Snæfells léku á als oddi í lokin og Dotson kom með tvær frá- bærar troðslur á lokamínútunum, áhorfendum til mikillar skemmtunar. Í leikslok brutust út mikil fagnaðar- læti þegar ljóst var að Snæfellingar voru orðnir deildarmeistarar, og Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, af- henti þeim sigurlaunin. Í liði Snæfells átti Dondrell Whit- more mjög góðan dag bæði í vörn og sókn. Edward Dotson sást lítið fram- an af en kom mjög sterkur inn í síðari hálfleik. Hafþór Ingi Gunnarsson var að leika einn sinn besta leik með Snæ- felli, þó ekki hafi hann skorað mikið. Lýður Vignisson átti fína innkomu og setti niður þrista á mikilvægum augnablikum. Hlynur Bæringsson hefur oft leikið betur en barðist vel að vanda. Hjá Haukum var Sævar I. Har- aldsson manna bestur, kraftmikill strákur, sem er ófeiminn við and- stæðingana. Michael Manciel var mjög stekur í vörn og fráköstum, einnig kom hann sterkur inn í sókn- arleikinn í byrjun síðari hálfleiks. Whitney Robinson var liðinu drjúgur, sérstaklega framan af leik. Snæfell deild- armeistari í fyrsta sinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Snæfellingar höfðu ríka ástæðu til að fagna eftir að hafa lagt Hauka að velli í Intersport-deild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Með sigrinum tryggðu Hólmarar sér deildarmeistaratitilinn í körfuknatt- leik karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, en Suðurnesjaliðin hafa einokað hann að undanförnu. SNÆFELL sigraði Hauka með 79 stigum gegn 69 í Intersport- deildinni, í Stykkishólmi í gærkvöldi. Það var mikil spenna í Stykk- ishólmi fyrir leikinn. Áhorfendur, sem aldrei hafa verið fleiri á leik Snæfells í vetur, mættu tímanlega, kynningin á liðunum og um- gjörðin um leikinn var frábær, sem jók enn á stemninguna. Með sigri í leiknum gat Snæfell tryggt sér deildarmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins og verið fimmta liðið sem það gerir, en Suð- urnesjaliðin hafa einokað þennan titil hingað til. Ríkharður Hrafnkelsson skrifar PATREKUR Jó- hannesson skor- aði 9 mörk, þar af aðeins eitt úr vítakasti, og Heiðmar Felixson 2 þegar Bidasoa vann langþráðan sigur í spænsku 1. deildinni í hand- knattleik um helgina. Bidasoa lagði Teucro á útivelli, 28:27, en er sem fyrr í bullandi fallbaráttu en Bidasoa er í 13. sæti með 10 stig, þremur stigum meira en botnlið Posada. Ólafur Stefánsson hafði frekar hægt um sig þeg- ar Ciudad Real hélt sigurgöngu sinni áfram í gær. Ciudad sótti Cantabria heim og sigraði, 26:23, og skoraði Ólafur 3 mörk í leiknum, þar af tvö úr víta- kasti. Ciudad Real er með fimm stiga forskot á Barcelona sem sigraði Granollers, 29:26. Fyr- irliði Börsunga, Enric Masip, var markahæstur með 8 mörk og sænski landsliðsmaðurinn Matthias Franzen skoraði 6. Patrekur með níu í sigri Bidasoa Patrekur VÖLU Flosadóttur, stangarstökkv- ara úr Breiðabliki, mistókst í gær að tryggja sér keppnisréttinn á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Búdapest síðar í mánuðinum. Vala gerði síðustu tilraun til að ná lág- markinu á HM þegar hún keppti á danska meistaramótinu en henni tókst aðeins að stökkva 4 metra slétta en hún þurfti að fara yfir 4,35 metra. Þar með er ljóst að Íslendingar eiga aðeins tvo fulltrúa í Búdapest – Jón Arnar Magnússon, Breiða- bliki, sem keppir í sjöþraut, og Þór- eyju Eddu Elísdóttur úr FH sem keppir í stangarstökki. Vala fer ekki á HM KR-INGAR tefldu fram nýjum bandarískum leikmanni í leiknum gegn Hamri í Hveragerði í úr- valsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Sá heitir Elvin Mims og er 24 áraskotbakvörður og framherji, 1,95 metrar á hæð. Hann hefur spilað með Southern Mississippi háskólaliðinu þar sem hann skoraði 18,7 stig að með- altali í leik og tók 7,8 fráköst. Mims hafði hægt um sig gegn Hamri í gær og skoraði aðeins 5 stig en hann kom til landsins snemma í gærmorgun. Nýr leik- maður hjá KR-ingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.