Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÍÞRÓTTIR
2BMÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl.is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
L52159 RAGNAR Óskarsson skoraði 5
mörk fyrir Dunkerque sem sigraði
Nimes, 35:26, í frönsku 1. deildinni í
handknattleik um helgina. Ragnar og
félagar eru í fjórða sæti deildarinnar.
L52159 HALLDÓR Sigfússon skoraði eitt
mark fyrir Friesenheim í jafntefli,
26:26, gegn Dormagen í þýsku 2.
deildinni.
L52159 ÞORVARÐUR Tjörvi Ólafsson
skoraði 5 mörk fyrir Århus GF og
Róbert Gunnarsson 3 þegar lið
þeirra tapaði fyrir Tvis Holstebro í
dönsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í gær. Århus GF er í tíunda sæti
af 14 liðum með 15 stig.
L52159 GÍSLI Kristjánsson skoraði eitt
mark fyrir Fredericia sem tapaði
fyrir FCK, 33:27, í dönsku úrvals-
deildinni í handknattleik nú um
helgina.
L52159 ALEXANDER Petersson skoraði
9 mörk og var markahæstur hjá 
Düsseldorf þegar liðið vann HBW
Balingen-Weilstetten, 33:28, í suður-
hluta þýsku 2. deildarinnar í hand-
knattleik í gær. Düsseldorf er sem
fyrr í efsta sæti deildarinnar og
stefnir hraðbyri upp í 1. deildina
þýsku.
L52159 DAGNÝ Skúladóttir skoraði 5
mörk fyrir Lützellinden þegar liðið
tapaði 32:21 fyrir Buxtehude í 1.
deild þýska handknattleiksins á laug-
ardaginn.
L52159 HANS Lindberg, sem á ættir að
rekja til Íslands, átti stórleik með
Team Helsinge þegar liðið lagði
Silkeborg, 37:27. Hans skoraði 10
mörk í leiknum og er hann meðal
markahæstu leikmanna í dönsku úr-
valsdeildinni.
L52159 LANDSLIÐ Íslands í borðtennis
hefur í dag keppni á Heimsmeistara-
mótinu sem frem fer í Qatar. Karla-
liðið mætir Kosovo í dag en stúlk-
urnar leika við Sri Lanka.
L52159 SÖREN Hagen, fyrrum landsliðs-
markvörður Dana í handknattleik,
gekk um helgina til liðs við þýska úr-
valsdeildarliðið Kronau/Östringen.
Þar verður hann Guðmundi Hrafn-
kelssyni til trausts og halds en að-
almarkvörður liðsins, Maros Kolpas,
er á sjúkralistanum. Hagen er 29 ára
gamall og með mikla reynslu,hefur
leikið með GOG í Danmörku og
þýsku liðunum Kiel og Flensburg.
L52159 PASCAL Hens, leikmaður HSV í
Þýskalandi, handarbrotnaði í leik við
sitt fyrra félag, Wallau-Massenheim,
og verður ekki meira með í vetur.
Hann gengst undir aðgerð síðar í vik-
unni.
L52159 RÚSSNESKI leikstjórnandinn
Igor Lawrow framlengdi um helgina
samning sinn við Wallau-Massen-
heim um tvö ár og verður því hjá fé-
laginu til enda tímabilsins 2006.
FÓLK
Þ
að var ekki laust við að heima-
menn væru of uppteknir af
spennunni í kringum leikinn þegar
flautað var til leiks,
því liðið byrjaði ekki
eins vel og það hefur
verið að gera undan-
farið. Haukarnir
komu vel stemmdir til leiks og ætluðu
sér greinilega að ná í tvö stig í stöðu-
baráttunni fyrir úrslitakeppnina.
Það var mikið jafnræði með liðun-
um allan fyrri hálfleikinn, mestur
varð þó munurinn sex stig, Snæfelli í
vil. Staða í leikhléi var 41:36 fyrir
heimamenn, en í upphafi seinni hálf-
leiks komu gestirnir úr Hafnarfirði
með miklum látum til leiks og náðu að
komast yfir 45:46. Þá kom sá kafli hjá
Snæfelli sem gerði nánast út um leik-
inn, liðið skoraði 14 stig gegn 2 stig-
um Hauka. Þenna mun náðu Haukar
aldrei að brúa og voru í eltingaleik
það sem eftir lifði leiks.
?Varnarleikurinn var góður hjá
okkur í leiknum og skóp þennan sig-
ur, eins og hann hefur verið að gera
hjá okkur í allan vetur,? sagði Bárður
Eyþórsson, þjálfari Snæfells.
Leikmenn Snæfells léku á als oddi í
lokin og Dotson kom með tvær frá-
bærar troðslur á lokamínútunum,
áhorfendum til mikillar skemmtunar.
Í leikslok brutust út mikil fagnaðar-
læti þegar ljóst var að Snæfellingar
voru orðnir deildarmeistarar, og
Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ, af-
henti þeim sigurlaunin.
Í liði Snæfells átti Dondrell Whit-
more mjög góðan dag bæði í vörn og
sókn. Edward Dotson sást lítið fram-
an af en kom mjög sterkur inn í síðari
hálfleik. Hafþór Ingi Gunnarsson var
að leika einn sinn besta leik með Snæ-
felli, þó ekki hafi hann skorað mikið.
Lýður Vignisson átti fína innkomu og
setti niður þrista á mikilvægum
augnablikum. Hlynur Bæringsson
hefur oft leikið betur en barðist vel að
vanda.
Hjá Haukum var Sævar I. Har-
aldsson manna bestur, kraftmikill
strákur, sem er ófeiminn við and-
stæðingana. Michael Manciel var
mjög stekur í vörn og fráköstum,
einnig kom hann sterkur inn í sókn-
arleikinn í byrjun síðari hálfleiks.
Whitney Robinson var liðinu drjúgur,
sérstaklega framan af leik.
Snæfell deild-
armeistari
í fyrsta sinn 
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Snæfellingar höfðu ríka ástæðu til að fagna eftir að hafa lagt Hauka að velli í Intersport-deild karla í
körfuknattleik í gærkvöld. Með sigrinum tryggðu Hólmarar sér deildarmeistaratitilinn í körfuknatt-
leik karla í fyrsta sinn í sögu félagsins, en Suðurnesjaliðin hafa einokað hann að undanförnu.
SNÆFELL sigraði Hauka með 79 stigum gegn 69 í Intersport-
deildinni, í Stykkishólmi í gærkvöldi. Það var mikil spenna í Stykk-
ishólmi fyrir leikinn. Áhorfendur, sem aldrei hafa verið fleiri á leik
Snæfells í vetur, mættu tímanlega, kynningin á liðunum og um-
gjörðin um leikinn var frábær, sem jók enn á stemninguna. Með
sigri í leiknum gat Snæfell tryggt sér deildarmeistaratitilinn í fyrsta
skipti í sögu félagsins og verið fimmta liðið sem það gerir, en Suð-
urnesjaliðin hafa einokað þennan titil hingað til.
Ríkharður
Hrafnkelsson
skrifar 
PATREKUR Jó-
hannesson skor-
aði 9 mörk, þar af
aðeins eitt úr
vítakasti, og
Heiðmar Felixson
2 þegar Bidasoa
vann langþráðan
sigur í spænsku 1.
deildinni í hand-
knattleik um
helgina. Bidasoa
lagði Teucro á útivelli, 28:27, en er
sem fyrr í bullandi fallbaráttu en
Bidasoa er í 13. sæti með 10 stig,
þremur stigum meira en botnlið 
Posada.
Ólafur Stefánsson hafði frekar
hægt um sig þeg-
ar Ciudad Real
hélt sigurgöngu
sinni áfram í gær.
Ciudad sótti 
Cantabria heim og
sigraði, 26:23, og
skoraði Ólafur 3
mörk í leiknum,
þar af tvö úr víta-
kasti. 
Ciudad Real er
með fimm stiga forskot á Barcelona
sem sigraði Granollers, 29:26. Fyr-
irliði Börsunga, Enric Masip, var
markahæstur með 8 mörk og
sænski landsliðsmaðurinn Matthias
Franzen skoraði 6.
Patrekur með níu 
í sigri Bidasoa
Patrekur 
VÖLU Flosadóttur, stangarstökkv-
ara úr Breiðabliki, mistókst í gær
að tryggja sér keppnisréttinn á
heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum innanhúss sem fram fer í
Búdapest síðar í mánuðinum. Vala
gerði síðustu tilraun til að ná lág-
markinu á HM þegar hún keppti á
danska meistaramótinu en henni
tókst aðeins að stökkva 4 metra
slétta en hún þurfti að fara yfir 4,35
metra. 
Þar með er ljóst að Íslendingar
eiga aðeins tvo fulltrúa í Búdapest
? Jón Arnar Magnússon, Breiða-
bliki, sem keppir í sjöþraut, og Þór-
eyju Eddu Elísdóttur úr FH sem
keppir í stangarstökki.
Vala fer 
ekki á HM
KR-INGAR tefldu fram nýjum
bandarískum leikmanni í leiknum
gegn Hamri í Hveragerði í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik í
gærkvöld. Sá heitir Elvin Mims
og er 24 áraskotbakvörður og
framherji, 1,95 metrar á hæð.
Hann hefur spilað með Southern
Mississippi háskólaliðinu þar sem
hann skoraði 18,7 stig að með-
altali í leik og tók 7,8 fráköst.
Mims hafði hægt um sig gegn
Hamri í gær og skoraði aðeins 5
stig en hann kom til landsins
snemma í gærmorgun.
Nýr leik-
maður hjá
KR-ingum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12