Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 26
G rallararnir góðkunnu Hattur og Fattur mæta til leiks í splunku- nýju og sprellfjörugu verki eftir Ólaf Hauk Símonarson sem nefnist Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi og frumsýnt er í Mögu- leikhúsinu í dag kl. 17. Þeir Hattur og Fattur hafa í áranna rás verið afar vinsælir og birst í ýmsum útgáfum, bæði í sjónvarpi og bók- um, á plötu og leiksviði, en fyrir fimm árum skemmtu þeir börnum í Loftkastalanum. „Verkið sem við frumsýnum í dag er alveg nýtt enda vildum við ekki bara dusta rykið af einhverju gömlu efni. Okkur fannst meira spennandi að fást við nýtt leikrit og nýja söngva,“ segir Pétur Eggerz sem leikur Hatt. Að sögn Bjarna Ingvarssonar leikstjóra fannst þeim Möguleikhúsmönnum kominn tími til að setja upp verk um persónur sem flestallir þekkja. „Það er nefnilega skemmti- lega öðruvísi að setja upp leiksýningar með þekktum persónum,“ segir Bjarni og bendir á að Möguleikhúsið hafi þónokkra reynslu á því sviði. Sýningin um Hatt og Fatt er krydduð nýj- um söngvum úr smiðju Ólafs Hauks. „Það lá auðvitað beint við að hafa ný sönglög vegna þess að Ólafur Haukur semur svo einstaklega skemmtileg lög, auk þess sem lögin bæta svo miklu við,“ segir Pétur. „Ólafur kann líka þá list að semja leikrit og skeyta lögum inn í textann þannig að lögin verði hluti af leikrit- inu,“ bætir Bjarni við. „Það hefði einfaldlega verið synd að setja upp barnaleikrit eftir hann án sönglaga, auk þess sem Hattur og Fattur eru náttúrlega þekktir fyrir að syngja,“ segir Pétur. Spurðir hvort ekki megi búast við því að leikhúsgestir hafi einhverjar fyrirfram mót- aðar hugmyndir um þessa þekktu félaga svara Bjarni og Pétur því neitandi. „Þeir Hattur og Fattur hafa í raun aldrei verið skilgreindir útlitslegr, líkt og persónur á borð við Línu Langsokk eða Einar Áskel,“ segir Pétur. „Enda lögðum við Helga Rún bún- ingahönnuður mikla vinnu í það, ásamt Ólafi Hauki, að finna þeim rétt útlit sem orðið gæti klassískt,“ segir Bjarni. Hvað innræti Hatts og Fatts varðar segir Bjarni alls ekki auðvelt að segja til um hvers konar persónur þetta eru, „því þeir eru svo mikil ólíkindatól.“ Pétur tekur undir með Bjarna. „Í grunninn eru þeir miklir trúðar. Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara. Þeir setja spurningarmerki við allt sem okkur finnst sjálfsagt og bregðast ekki við hlutum á hefðbundinn hátt,“ segir Pétur. Góðlátlegt grín gert að nammiáti og gosdrykkju Í þessu nýjasta verki um Hatt og Fatt greinir frá því er Hattur og Fattur hitta Siggu sjoppuræningja sem er forfallinn sæl- gætisgrís. Hún er á sífelldum flótta undan lögreglunni sökum þess að hún er alltaf að brjótast inn í sjoppu til að ná sér í gos og nammi. Í samskiptum sínum við Hatt og Fatt lærir hún að það getur haft alvarlegar afleið- ingar að borða svona mikið nammi. Að sögn Bjarna ætti efni verksins að höfða sterkt til barna enda um ágætis áróður gegn sælgæt- isáti og gosdrykkju að ræða. „Þetta er samt góðlátlegt grín og þessi áróður er settur fram á farsakenndan hátt,“ segir Pétur. „Já, ádeil- an er svona meira undirliggjandi,“ bætir Bjarni við. Að sögn Péturs hafa krakkar sem séð hafa sýninguna á æfingum í kjölfarið far- ið að velta fyrir sér hvort og hversu mikill sykur sé í hinum ýmsu matvælum. „Það er auðvitað bara af hinu góða ef krakkar fara að velta þessu fyrir sér, því það er verið að ota hreint ótrúlega miklu magni af sykri að krökkum nú til dags,“ segir Pétur. „Það er alltaf gott þegar börn er vakin til umhugs- unar um mikilvæga hluti og jákvætt að þau finni hjá sér þörf til að spyrjast fyrir og leita sér upplýsinga,“ segir Bjarni og tekur fram að þó að leikritið hafi fræðslugildi sé því fyrst og fremst ætlað að hafa skemmtanagildi. Líkt og aðrar sýningar Möguleikhússins er Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi ferðavæn sýning. Að sögn Bjarna hafa grunnskólar þegar sett sig í samband við Möguleikhúsið til að fá sýninguna til sín, en sýningin er hugsuð fyrir börn frá leik- skólaaldri og upp að tíu ára aldri. Allar nán- ari upplýsingar um sýninguna er hægt að nálgast á slóðinni www.moguleikhusid.is. Gamlir félagar fara aftur á kreik Morgunblaðið/Ómar Mikið gengur á þegar Hattur (Pétur Eggerz) berst við Siggu í gervi ljóns (Alda Arnardóttir). „Í grunninum eru þeir miklir trúðar. Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvert þeir eru að fara. Þeir setja spurningarmerki við allt sem okkur finnst sjálfsagt og bregðast ekki við hlutum á hefðbundinn hátt,“ segir Pétur Eggerz um þá Hatt og Fatt. Pétur fer með hlutverk Hatts (t.h.) í sýningunni en Valur Freyr Einarsson leikur Fatt. LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 4. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ L istasafn Reykjavíkur hefur á síðustu vikum efnt til fjölmargra við- burða vegna sýningar Ólafs Elíassonar, Frost Activity eða Frostvirkni, í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Má þar nefna listasmiðjur og námskeið fyrir börn, fjölskyldur og fullorðna, fyr- irlestra og síðast en ekki síst skipu- lagðar leiðsagnir fyrir almenning og nemendur á öllum aldri, allt frá leik- skólastigi til háskólastigs. Í dag kl. 17 býður Listasafn Reykjavíkur til við- burðar en þá ræðast við Ólafur Elías- son og Daniel Birnbaum og fara yfir hugmyndir Ólafs, viðhorf hans og stöðu í listheiminum. Daniel Birn- baum hefur fylgst náið með ferli Ólafs og skrifað reglulega um hann á alþjóðlegum vettvangi. Birnbaum er menntaður heimspekingur en er nú m.a. rektor Ríkislistaháskólans í Frankfurt. Hann ritar einnig reglu- lega greinar í listatímaritið Art- forum. Að sögn Ólafar Kristínar Sigurð- ardóttur, deildarstjóra fræðsludeild- ar Listasafns Reykjavíkur, hefur þessari auknu þjónustu safnsins við sýningargesti verið vel tekið og þátt- taka verið framar vonum. „Við höfum boðið upp á námskeið fyrir ólíka ald- urshópa. Við vildum stilla því þannig upp að námskeiðin og listsmiðjurnar væru í beinum tengslum við sýn- inguna, þannig að það sem verið er að fást við á námskeiðunum styðji við viðfangsefni sýningarinnar, því hlut- verk fræðslustarfsins er fyrst og fremst að auka virkni safnsins. Í list- smiðju fyrir börn á aldrinum annars vegar 6–9 ára og hins vegar 10–12 ára hefur þátttakendum gefist kostur á að fræðast um sjónskynið og blekk- ingar augans og fengið að búa til áhöld til að skapa blekkingu. Á unglinganámskeið- inu hafa þátttakendur verið að skoða ljós- myndir Ólafs sér- staklega og kannað hvernig nota megi ljós- myndir til að skrá raun- veruleikann eða breyta sýn manns á hann. Í sérstakri listsmiðju fyr- ir alla fjölskylduna hefur börnum og fullorðnum gefist kostur á að eiga saman stund á safninu, skoða sýn- inguna með hjálp leikja og búa til áhöld til að skapa blekkingu.“ Safn er ekki lokað skrín Hvað fræðslustarf safnsins í heild sinni varðar segir Ólöf að áhersla sé lögð á að þjóna þremur mismunandi hópum. „Í fyrsta lagi þjónum við hin- um ýmsu sérhópum á borð við skóla- hópa eða aðra hópa sem biðja sér- staklega um leiðsögn innan safnsins. Í öðru lagi þjónum við almennum safngestum, en á hverjum sunnudegi kl. 15 er almenningi boðið upp á ókeypis leiðsögn á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu, en í tengslum við sýningu Ólafs höfum við bætt við leiðsögn kl. 13 á sunnudögum líka. Og í þriðja lagi höfum við viljað þjóna sérfræðingum og þeim sem hafa sér- hæfðari áhuga á mynd- og bygging- arlist, með því að bjóða upp á fyrirlestra og umræður sem virkað geta sem innlegg í menningarumræðuna í borginni. Sem dæmi um þetta má nefna spjall Birnbaums og Ólafs í dag, auk fyr- irlestrar sem Gunnar J. Árnason listheimspek- ingur flutti í síðasta mánuði.“ Að sögn Ólafar er fræðslustarf hjá söfn- um, bæði hér heima og ekki síst erlendis, sífellt að aukast. „Sú hug- mynd að safn sé lokað skrín sem ekki er ætlað nema fáum útvöldum er löngu orðin úreld. Gerðar eru sífellt meiri kröfur um upplýsingar og að- gang að þeim verkum sem verið er að sýna, eins og sést best á þeim góðu viðtökum sem námskeiðin og list- smiðjurnar hafa hlotið. Sú nýbreytni var tekin upp í tengslum við sýningu Ólafs að bjóða upp á þessi námskeið, en þau gera í raun kröfu um meiri ásetning og vilja til að fá upplýsingar en þegar safngestir koma á safnið og taka þátt í leiðsögn af því að það vill svo til að hún er í gangi. Við erum ánægð ef okkur tekst að koma til móts við safngesti, hvora leiðina sem þeir kjósa að fara. Við þjónum líka stórum hópum skólanema og á Frostvirkni koma að meðaltali sex hópar á dag á öllum skólastigum og alls staðar að af land- inu. Auk þess erum við með fast pró- gramm fyrir 4. bekk grunnskólans um Ásmund Sveinsson í Ásmund- arsafni og fyrir 6. bekk um Kjarval á Kjarvalsstöðum, enda lítum við svo á að við höfum ákveðnar skyldur við þessa listamenn, enda eru verk Kjar- vals og Ásmundar, auk verka Errós, uppistaðan í okkar safneign.“ Samkvæmt Ólöfu eru það starf- andi myndlistarmenn, sem flestir hafa einnig lokið námi í uppeldis- og kennslufræðum eða numið listfræði og þekkja vel til myndlistarheimsins, sem sjá um fræðsluna í safninu. „Við leggjum áherslu á að leiðsögnin um safnið sé virk, þ.e. að safngestir taki virkan þátt í umræðum því allar manneskjur búa yfir þekkingu og reynslu sem gerir eitthvað fyrir verkin. Þótt hlutverk okkar sem önn- umst leiðsögnina sé að kynna sýning- arnar og verk þeirra listamanna sem eru til umfjöllunar hverju sinni þá er ekki eins og safngestir séu eins og tómar tunnur sem koma inn á söfnin til að láta alvitra fræðinga fylla sig af upplýsingum. Leiðsögn býður nefni- lega upp á að fólk viðri upplifanir sín- ar og skoðanir á verkunum.“ Þess má geta að sunnudaginn 28. mars nk. milli kl. 13 og 15 verður haldin listsmiðja fyrir alla fjölskyld- una þar sem börn og fullorðnir geta átt saman stund í safninu, skoðað sýningu Ólafs og velt fyrir sér blekk- ingum augans. Skráning á nám- skeiðið er í Hafnarhúsinu, en auk þess er hægt að senda póst á net- fangið fraedsludeild@reykjavík.is. Samtal Ólafs Elíassonar og Daniels Birnbaums í dag kl. 17 fer fram í fjöl- notasal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Miðar eru seldir í afgreiðslu Hafn- arhússins á vægu verði, en þess ber að geta að sætaframboð er takmark- að. Fjölmargir viðburðir vegna sýningar Ólafs Elíassonar, Frostvirkni, í Listasafni Reykjavíkur Eykur virkni safnsins Morgunblaðið/Sverrir Í listsmiðju fyrir börn fræðast þátttakendur m.a. um blekkingar augans. Ólafur Elíasson eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson. Búningar: Helga Rún Pálsdóttir. Leikmynd og leikmunir: Bjarni Ingvarsson og Helga Rún Pálsdóttir. Útsetning tónlistar: Jón Ólafsson. Leikarar: Pétur Eggerz, Valur Freyr Einars- son og Alda Arnardóttir. Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.