Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Margt af því sem fólkgerir á fullorðinsár-um á rætur í æskuþess. Stundum gerirþað sér litla grein fyrir þessum tengslum en André Bachmann er ekki í þeim hópi. Hann er þjóðþekktur fyrir tónlistarstörf sín og útgáfur á tónlist til styrktar þeim sem minna mega sín í samfélaginu. En lífið hefur ekki alltaf leikið við André. Fáa gat grunað að hann yrði söngvari síðar, þegar hann leit dags- ins ljós á æskuheimili móður sinnar, Huldu Valgerðar Jakobsdóttur, að Steinhóli við Kleppsveg, hinn 8. jan- úar 1949. Ekki einu sinni sú stað- reynd að hann ætti sama afmælisdag og sjálfur Elvis Presley – og reyndar David Bowie líka – hefði fengið menn til að leiða getum að slíku. „Ég fæddist holgóma og mér var mikið strítt, börn geta verið miskunn- arlaus og hinir fullorðnu sumir líka,“ segir hann. „Á fyrsta geisladiskinum, Maður lifandi, lögðu íslenskir hljómlistar- menn þroskaheftum lið og stjórnaði ég þeirri upptöku og fékk til hennar styrk. Þegar ég var strákur átti ég einn vin, Ingimar Einarsson, sem stóð með mér þegar aðrir lögðu mig í einelti. Hjá honum og hans fólki átti ég athvarf í hörðum heimi. Þessi vin- ur minn átti spastískan, lamaðan og þroskaheftan bróður sem hét Eiríkur og kynni mín af honum áttu þátt í að skerpa skilning minn á hlutskipti fatl- aðra og þroskaheftra. Þessi fyrsti geisladiskur sem ég stóð að útgáfu á seldist í 14 þúsund eintökum. Annar diskurinn seldist í 11 þús- und eintökum. Hann geymir jólalög, heitir enda Velkomin jól. Sá diskur var gefinn út til styrktar Barnaspít- ala Hringsins. Sú stofnun á hjá mér að ég leggi henni lið eftir megni. Af því ég fæddist holgóma fór ég í marg- ar aðgerðir þar á barnsaldri. Árni Björnsson lýtalæknir hafði með mig að gera og urðum við góðir vinir. Þriðji diskurinn nefnist Ástin og lífið, og var gefinn út til styrktar Sjálfsbjörg landsambandi fatlaðra og hefur eftir því sem ég best veit selst í 13 þúsund eintökum. Fjórði diskur- inn fékk nafnið Betri tímar fyrir síð- ustu jól. Sá diskur var ætlaður til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykja- víkur og Fjölskylduhjálp Íslands, um þann disk hafði ég m.a. samráð við Ásgerði Jónu Flosadóttur, fyrrver- andi formann Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur,“ segir André. Kennarinn hermdi eftir honum En hver skyldi vera bakgrunnur manns sem svo mjög leggur sig eftir að styrkja og gleðja þá sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu? „Ég leyni því ekki að ég átti erfitt uppdráttar í æsku. Ég varð fyrir ein- elti í skóla. Ég átti varla neina gleði- stund í skóla, ekki aðeins stríddu skólafélagar mínir mér, allir nema Ingimar Einarsson vinur minn, – líka kom fyrir að kennari hefði mig að skotspæni vegna fæðingargalla míns. Hann hermdi eftir mér þegar ég var 14 ára, gerði grín að framburði mín- um sem bar þess merki að það var gat í efri gómi mínum sem erfitt hefur reynst að loka alveg. Háð kennarans fór illa með mig. Tveggja kennara í Laugarnesskóla minnist ég þó með gleði, þeirra Magnúsar Einarssonar og Ingu Þor- geirsdóttur, þau voru mér góð. Mér gekk vel í námi til að byrja með en eineltið og vanlíðan sem það olli mér sagði til sín og einkunnir mín- ar lækkuðu ár frá ári.“ Mikið hefur verið að gert til að laga fæðingargalla André. „Ég fór sem barn og unglingur í 19 aðgerðir til að laga efri góminn, sem var opinn upp í nefgöngin. Seinna á ævinni átti ég um tíma í miklum veik- indum vegna þessa. Ég fékk oft sýk- ingar í munnhol og nef og var nær stöðugt á sýklalyfjum. Eftir miklar rannsóknir kom í ljós að í einhverri aðgerðinni hafði aðskotahlutur orðið eftir og hafði verið í munnholinu ár- um saman og um hann myndast ör- vefur og ofholdgun sem var að eyða beini, æðum og taugum. Eftir leit að heppilegum lækni var mér komið í samband við Stephen Sachs lýtalækni sem sérhæfir sig slíkum aðgerðum. Hann gerði á munnholinu töluvert mikla aðgerð og mér segir fólk að rödd mín hafi breyst í kjölfar hennar, nefhljóðið og auka- hljóð séu horfin.“ Það voru einmitt þessi hljóð sem voru meðal annars orsök þess að André var lagður í einelti á uppvaxt- arárunum. „Ég átti líklega mínar bestu stund- ir á þessum árum þegar ég var að selja blöð niðri í bæ. Ég seldi Vísi, Tímann, Frjálsa þjóð, Vikuna og fleiri blöð – mér var þá ekki strítt á með- an,“ segir hann. „Ég bar líka út Morgunblaðið frá unga aldri, þá áttum við heima á Skúlagötunni, þar eru fjögurra hæða blokkir þar sem ég hljóp upp og niður stigana með blöðin. Peningana sem ég fékk fyrir blaðburðinn og blaðsöl- una lagði ég til heimilisins. Ég var ekki gamall þegar ég skildi að hlutskipti móður minnar var erfitt. Ég er elstur átta barna hennar, við vorum fátæk og ýmislegt var mót- drægt. Bróðir minn, sem er næstur mér í aldri, var nýrnaveikur sem barn, foreldrar mínir máttu ekki heim- sækja hann nema á sunnudögum þegar hann var á sjúkrahúsi langtím- um saman, þetta var regla þá. Ég man að ég fór til hans í óleyfi, rataði og fór. Faðir minn, Sigurður Bachmann Árnason, vann ýmis störf, hann var strætisvagnastjóri, leigubílstjóri og starfaði í Þjóðleikhúsinu og Sjó- mannaskólanum, svo eitthvað sé nefnt. Hann stjórnaði heimilinu og móður minni með harðri hendi. Stamaði mikið sem barn Mamma var mér afar góð og ég tók nærri mér að sjá hvað hún þurfti að vinna mikið, bæði við heimilisstörf og ræstingar utan heimilis – mér er minnisstætt þegar hún var að burðast með þvottinn á mjöðminni þangað sem þvegið var í Höfðaborginni, þeg- ar við bjuggum þar. Fólkið í Höfða- borginni var fátækt en mjög margir krakkar sem bjuggu þar hafa komið sér vel áfram. Mótlæti herðir fólk. Húsnæðisekla var mikil og þetta voru erfiðir tímar í ýmsu tilliti. Fjöl- skylda mín átti erfiða daga bæði þar og á öðrum stöðum þar sem við bjuggum, en ég lagði mitt af mörkum eftir megni fyrir mömmu og yngri systkini mín,“ segir André. Ég tek eftir að honum verður stirt um mál þegar hann fer að rifja þetta tímabil ævi sinnar upp. „Nú stama ég, ég stamaði svo mik- ið sem barn,“ segir hann og brosir. „Það tók mig langan tíma að losa mig við stamið. Það fór að lagast eins og margt annað eftir að ég hitti konuna mína,“ bætir hann við. Samvistir við fjölskylduna bestu stundirnar Þau André og Emelía Ásgeirsdótt- ir hittust ung að árum á dansleik eins og gengur. „Þegar við byrjuðum að vera sam- an hlotnaðist mér sú gæfa að elska og vera elskaður – það er lykillinn að líf- inu,“ segir hann. „Hún uppörvaði mig á öllum svið- um og m.a. hvatti hún mig áfram í tónlistinni.“ André og Emílía eiga saman þrjú börn og fjögur barnabörn en auk þess á André dóttur og hún á þrjú börn. „Samvistirnar við fjölskylduna eru mínar bestu stundir. Fæðing barna og barnabarna og veislan sem Jó- hannes, næstyngsti bróðir minn, gladdi mig fimmtugan með ásamt fleirum á Hótel Sögu, eru fjársjóðir í minningunni,“ segir André. Þegar þau André og Emelía hófu búskap árið 1973 átti hann að baki fjölbreyttan starfsferil sem hófst að marki eftir að hann lauk unglinga- námi. „Ég fór að vinna sem sendisveinn hjá Ellingsen með skóla, eigandan- um, Ottari Ellingsen, þótti ég dugleg- ur og þegar ég bað hann að vera ábyrgðarmann minn við skellinöðru- kaup þá var það sjálfsagt. Hann hringdi upp í Fálka og kvaðst ábyrgj- ast kaup mín á NSU-skellinöðru, sem Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Þegar diskurinn Maður lifandi hafði selst í um 10.000 eintökum var þessi mynd tekin af André Bachmann í góðra vina hópi. Lykillinn að lífinu Tónlistin á margar góða liðsmenn á Íslandi. Einn þeirra er André Bachmann. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hann um störf hans á tónlistarvettvangn- um, einelti sem hann stríddi við sem barn og ýmislegt fleira. André Bachmann. Morgunblaðið/Jim Smart Bræðurnir André og Jóhannes Bachmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.