Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann ÓskarJósefsson bóndi, harmonikuleikari og tónskáld fæddist í Ormarslóni í Þistil- firði 20. desember 1911. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 16. febr- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jósefs Kristjánssonar bónda í Ormarslóni, f. í Kollavík í Þist- ilfirði 20.12. 1879, d. 18.5. 1972 og Hall- dóru Þorgrímsdóttur húsfreyju í Ormarslóni, f. á Oddsstöðum á Sléttu 17.4. 1875 , d. 13.7. 1958. Systkini Jóhanns voru: Hólm- grímur, prestur á Raufarhöfn, f. 12.4. 1906, d. 10.6. 1946, Krist- jana Sigríður, húsfreyja á Rauf- arhöfn, f. 16.2. 1909, d. 2.2. 1982, og Þorsteinn Pétur bóndi í Orm- arslóni og Vogi, f. 11.9. 1914, d. 4.4. 1970. Sambýliskona Jóhanns var Ellen Ludvigsen, f. í Vejle í Danmörku 12.8. 1911, d. 1994. Þau slitu samvistir. Fóstursonur Jóhanns og sonur Ellenar: Pétur Mogens Lúðvíksson, f. 19.8. 1948. Hann á fjögur börn. Jóhann var harm- onikuleikari og tón- skáld og hélt fjölda tónleika ásamt Þor- steini Pétri bróður sínum. Þeir fóru í tónleikaferð um landið árin 1938 og 1945 og nutu hvar- vetna mikilla vin- sælda. Tónsmíðar sínar hefur Jóhann flutt bæði í útvarpi og sjónvarpi. Nokk- ur verka hans hafa komið út á hljómplötum og mun Jóhann fyrstur Íslendinga hafa leikið einleik á harmoniku á hljóm- plötu árið 1933. Jóhann kenndi við Tónlistarskóla Raufarhafnar í átta ár og fjögur ár á Þórshöfn. Auk þess hafði hann fjölda nem- enda í einkakennslu. Jóhann var smiður á tré og járn og stundaði mikið veiðar bæði til sjós og lands á sínum yngri árum. Útför Jóhanns verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er Jóhann föðurbróðir minn frá Ormarslóni í Þistilfirði. Ormarslónsheimilið var rómað fyrir gestrisni og glaðværð, ekki síst þegar húsfreyjan tók til við að spila á sína ein- földu harmoniku, seinna tóku þeir bræður við því hlutverki. Snemma komu í ljós tónlistarhæfileikar Jóhanns svo að faðir hans útvegaði honum harmoniku. Jóhann var að mestu leyti sjálfmenntaður fyrir utan lítils háttar tilsögn hjá norskum sjómönnum sem hjálpuðu honum að fá nótnabækur frá Norðurlöndum. Jóhann var fyrstur manna hér á landi, aðeins 22 ára gam- all, til að spila inn á harmonikuplötu, tvö frumsamin lög sem heita „Regn- boginn“ og „Við Íshafið“. Þorsteinn bróðir hans lærði einnig harmonikuleik hjá honum og ferðuðust þeir um landið og léku bæði fyrir dansi og héldu tón- leika og nefndu sig „Ormarslónsbræð- ur“. Síðasta tónleikaferðin var farin 1945 til Reykjavíkur, og minnist ég þess er þeir voru að æfa sig fyrir það ferðalag. Aldrei heyri ég „Pílagríma- kór úr Tannhauser“ eftir R. Wagner svo mig komi ekki í hug er þeir bræður voru að æfa sig. Fleiri meistarar voru æfðir, sem ekki verða taldir hér. Alltaf vildi hann veg harmonikunnar sem mestan og var á efri árum mjög áhuga- samur er fóru að koma til landsins harmonikusnillingar með harmonikur með melódískum bössum, en samt held ég að Toralf Tollefsen hafi alltaf verið efstur á blaði hjá Jóhanni. Margir hafa fengið tilsögn hjá frænda mínum í harmonikuleik eða komið með harm- onikur í viðgerð til hans. Frændi var sérstakur persónuleiki, listamaður af guðs náð, hagleiksmaður, veiðimaður góður, smiður bæði á tré og járn, smíð- aði hann til dæmis súgþurrkunartæki í hlöðuna sína. Brennandi áhuga hafði hann á allri tækniþróun í músík og fleiru. Tölvurnar komu of seint fyrir hann, þó vantaði ekki áhugann. Allan sinn langa aldur átti hann heima í Ormarslóni, þar var honum ætlað að vera fannst honum. Í átta ár bjó með honum dönsk kona, Ellen Ludviksen, með son sinn Pétur. Minntist hann þeirra ætíð með hlý- hug. Í rúm fjörutíu ár hefur hann ver- ið einn í Ormarslóni, ég veit að oft voru vetrarkvöldin löng, en þá tók hann hljóðfærið sitt og samdi sín bestu lög. Hann var af gamla tíman- um, lífsstíll hans var að skulda engum neitt. Mannblendinn var hann og sagði okkur sögur frá gamla tíman- um og einnig sögur sem hann hafði lesið. Hann var viðkvæmur í lund, ljúfur sem sunnanblærinn, en gat rokið upp í hvassviðri sem sjaldnast stóð lengi. Heilsugóður var hann fram yfir nírætt, en veiktist á síðasta ári og fór þá á Dvalarheimilið Vík á Raufarhöfn. Víst athvarf átti hann í Vogi hjá nafna sinum og Þórunni konu hans, sem hann bar svo mikið traust til. Jóhann andaðist að kvöldi 16. febr- úar eftir rúmlega vikudvöl á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík. Hann hefur komið passlega í afmælisveislu systur sinnar en hún hefði orðið 95 ára þennan dag. Nú eru harmonikuómarnir hljóðnaðir í Orm- arslóni, og símtölin okkar verða ekki fleiri, en minningin lifir. Vertu sæll, frændi. Halldóra Hólmgrímsdóttir. Frændi í Ormarslóni var merkileg- ur maður. Hann var bæði harmoniku- leikari og tónskáld. Hann gekk ekki í skóla til þess að læra þessi fræði en var samt mjög fær. Frá því að ég man eftir mér var frændi mikið á heimili foreldra minna, hann kenndi okkur systkinunum að spila á harmoniku og lagði mikla áherslu á það við okkur hvað það væri mikilvægt að stunda hljóðfæranám. Þegar ég flutti að heiman, og frændi gat ekki haft um- sjón með tónlistarnáminu, spurði hann ævinlega þegar hann hitti mig: „Jæja frænka, ertu ekki alltaf að æfa þig?“ Ég skildi hana kannski ekki al- veg þegar ég var yngri þessa ofur- áherslu á að æfa sig á hverjum degi þótt það væri ekki nema bara stutta stund í einu. En ég skil hana nú. Frændi unni sveitinni sinni og var mikill náttúruunnandi. Það kemur líka fram í nokkrum laga hans en þar túlkar hann þær tilfinningar sem vakna hjá honum úti í náttúrunni. Frændi var mikill tækjamaður og var ávallt fljótur að tileinka sér allt það nýjasta sem kom á markaðinn í tækjum og tækni. Fyrir sex árum sendi hann mér geisladisk með lög- um eftir sjálfan sig sem voru spiluð og hljóðrituð af honum sjálfum heima í stofu. Það var enginn sem hjálpaði frænda við þetta. Nýlega þurfti ég sjálf að gera sama hlut, en ég þurfti sérfræðing til þess að hjálpa mér. Frændi var bókhneigður maður. Hann las mikið, bæði sögur og ljóð. Einar Benediktsson var í miklu uppá- haldi hjá honum og langar mig til þess að kveðja frænda minn með þessum ljóðlínum. Blessuð sé minn- ing hans. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Sigríður Jóhannsdóttir. Elsku hjartans Jóhann, tónskáldið okkar mikla, hefur nú yfirgefið þessa jarðvist eftir langa og oft á tíðum erfiða ævi. Hann spilaði í gegn um lífið á harm- óníkurnar sínar sem allar voru takk- anikkur. Hann samdi heilu tónverkin sem hann lék fyrir landsmenn, inn á vín- ylplötur og síðan löngu seinna inn á geisladiska. Hann spilaði ungur með Hólmgrími bróður sínum en mörgum ár- um síðar kenndi hann við Tónlistarskól- ann á Raufarhöfn. Jóhann fylgdist alla tíð vel með tækninýjungum, fékk sér hljóm- tæki af bestu gerð, ljósritaði sínar nótur sjálfur og hannaði á níræðisaldri sín geisladiskahulstur. Hann átti fjórhjól, vélsleða og mótorhjól, gerði við það sem bilaði og var ávallt sjálfum sér nógur. Nægjusamari manni hef ég aldrei kynnst. Hann aflaði sér matar sjálfur, tíndi egg og réri einn út á sínum báti og síðustu árin með gsm-síma með sér. Jó- hann fékk sér videoupptökuvél og er mér sérstaklega minnisstætt þegar hann sýndi mér fyrstu upptökuna sem var tek- in í fjárhúsinu af kindunum sem hann nefndi allar með nöfnum. Það var fyrir tæpum fimmtíu árum að Jóhann kynntist Ellen, fyrrver- andi tengdamömmu minni. Hún flutti í Ormarslón við Raufarhöfn og bjó þar um árabil ásamt syni sínum sem síðar varð faðir tveggja barna minna. Má því segja að Jóhann hafi verið afi þeirra af öllu hjarta. Eftir því sem ár- in liðu kynntist hann þeim betur og var það fastur liður hjá honum eftir að hann hætti að skrifa sendibréf, að hringja í okkur til að fá fréttir. Alltaf hafði ég einhverjar fréttir að færa og þá sagði hann: Er það ekki merkilegt að ég fann á mér að nú skyldi ég hringja. Hann vildi umfram allt fylgjast með þeim sem hann unni. Jóhann var skemmtilegur og mjög góður maður, alltaf léttur á fæti. Hann var bæði fróður og laghentur en hann harmaði að hafa ekki fengið meiri skólagöngu. Það var þó aldrei vandræðagangur á honum, hann gerði það sem gera þurfti og vissi ná- kvæmlega hvað hann vildi. Jóhann hélt tryggð við Ormarslón, æsku- stöðvar sínar, allt sitt líf og sagðist hann oft dreyma foreldra sína, eink- um síðustu árin. Hann var þess full- viss að þau væru hjá honum og vorum við alltaf sammála í einu og öllu. Hann var mjög trúaður maður og það hjálpaði Jóhanni í gegn um lífið. Jóhann Óskar Jósefsson, bóndi í Ormarslóni, hann bjó þar einn síð- ustu áratugina með dyggri aðstoð frá nafna sínum og sonarsyni í Vogi og Þórunni konu hans. Aldrei ætlaði Jó- hann að fara á „ellimannahæli“ eins og hann kallaði það. Hann hafði mest- ar áhyggjur af því að þá fengi hann ekki að spila á nikkuna sem var hans líf og yndi. En það fór þó svo að hann veiktist á síðasta ári og átti ekki aft- urkvæmt í Ormarslón nema til að líta eftir heimili sínu. Hann varði síðustu mánuðum ævi sinnar á Dvalarheim- ilinu á Raufarhöfn og það var ekki annað að sjá en hann væri mjög ánægður þar þegar við fjölskyldan heimsóttum hann síðastliðið sumar. Við biðjum guð að varðveita Jóhann og alla hans ástvini. Góður drengur er farinn sem var gull af manni. Hans er sárt saknað, ég hlakka til að hitta hann aftur. Ragnhildur Guðrún Ragnarsdóttir. Í dag kveðjum við okkar góða vin, Jóhann í Ormarslóni. Með honum er genginn einn af þessum öldnu Íslend- ingum sem voru sjálfum sér nógir og undu ætíð glaðir við sitt. Jóhann í Ormarslóni var einstakur maður í hugum okkar flestra, hann var einbú- inn og harmónikuleikarinn sem bjó við hið ysta haf. Hann og Ormarslón voru eitt og þar bjó hann einn hina síðustu áratugi. Í hafið og björgin sótti hann björg í bú og bjó sig undir langan og myrkan veturinn. Eftir öðrum nauðsynjum hjólaði hann gjarnan eða gekk til Raufarhafnar en Jóhann var ætíð einstaklega léttur á fæti. Jóhann átti ekki bara venjulegt hjól, hann átti lengi skellinöðru og síðustu árin átti hann forláta fjórhjól. Hann átti líka bátinn sem hann notaði við að draga fiskinn að landi en bíl átti Jóhann aldrei. Hann tók sér gjarnan far með póstbílnum eða góðum gest- um þegar hann brá sér af bæ, til síns góða skyldfólks á Svalbarði eða síns gamla vinar, fóstra míns á Sætúni. Í æsku minni var oft minnst á Jó- hann og ég skynjaði það fljótt að milli fósturföður míns og hans var sérstök og gagnkvæm vinátta. Þeir höfðu kynnst þegar fóstri minn var vetrar- maður í Ormarslóni en þar eignuðust þeir sitt sameiginlega áhugamál, að spila á harmóniku. Jóhann varð landskunnur harmónikuleikari og ásamt bróður sínum lagði hann land undir fót og hélt tónleika víða, m.a. í Reykjavík. Eftir hann liggja tvær út- gefnar hljómplötur auk fjölmargra óbirtra verka. Eftir að Jóhann lét af búskap hrærðist hann æ meir í tónlist sinni og sjálfur tók hann upp mikið af tónsmíðum sínum á geisladiska heima í Ormarslóni með nútíma- tækni. Hann stundaði tónlistar- kennslu nokkra vetur við Tónlistar- skóla Raufarhafnar og Þórshafnar og það var einmitt þá er hann hringdi í sinn góða vin að með þeim samdist um kaup á lítilli harmóniku sem Jó- hann átti í fórum sínum. Þessa harm- óniku fékk síðan dóttir mín, Sigríður, að gjöf frá afa sínum og þá hófust kynni okkar Jóhanns. Fullur af áhuga byrjaði Jóhann að kenna dótt- ur minni á harmónikuna og var óþreytandi við að koma í Sætún þeg- ar við komum norður næstu árin. Við hin fylgdumst með af hrifningu og seint og snemma hljómuðu hinir tregafullu ómar harmónikunnar í eyrum okkar. Það var eitthvað alveg sérstakt við harmónikuleik Jóhanns, eitthvað sem snart mann. Að fá að kynnast Jóhanni gerði líf okkar ríkara og auðugra og fyrir það vil ég þakka. Jóhann var okkur öllum einstaklega góður og tryggur og ekki síst Vigfúsi mínum. Með þeim tókst innileg vinátta og kærar eru honum minningarnar um Jóhann frá öllum þeirra samverustundum. Ávallt, sem og síðustu stundirnar, var Jóhann umvafinn hlýju þeirra Þórunnar og Jóhanns í Vogi og sendi ég þeim og öllum öðrum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur frá okk- ur öllum. Blessuð sé minning okkar góða vinar Jóhanns í Ormarslóni. Sigrún Davíðs. Nýútskrifuð úr tónlistarskóla hóf ég störf sem tónlistarkennari á Rauf- arhöfn. Þar bjó dugmikið áhugafólk um tónlistarmál og strax var farið að huga að stofnun tónlistarskóla. Það kom í minn hlut að stýra honum og fyrsti kennarinn sem ráðinn var auk mín var Jóhann í Ormarslóni. Ég hafði heyrt um þennan mann sem spilaði eftir nótum á harmonikku, helst af öllu fræg klassísk verk og samdi auk þess tónverk þar sem harmonikkan var nýtt til háleitari markmiða en til hefðbundinnar dans- tónlistar. Þegar hann var beðinn um að kenna, taldi hann af sinni alkunnu hógværð, öll tormerki á að hann hefði eitthvað fram að færa, en við nánari samtöl lét hann tilleiðast og vildi leggja lið þessum unga skóla sem hafði fjölda áhugasamra nemenda, ekki síst þá sem vildu læra á harm- onikku. Jóhann var löngu þekktur fyrir snilli sína en hafði ekki haft tækifæri sem skyldi til að miðla öðr- um af henni. Nemendur hans fengu kennslu og umönnun eins og best gerist og það var mér mikill skóli að sjá þá alúð og vinnu sem hann lagði í kennsluna. Námsefnið þurfti hann að útbúa sjálfur, þar sem ljósritun var ekki tækni þess tíma. Hann skrifaði upp nótur af æfingum og þekktum verkum fyrir harmonikku og samdi svo lög og æfingar sem hentuðu sér- staklega hverjum einstökum nem- anda. Veit ég að nemendur hans bæði dáðu hann og virtu og hann var þeim sú fyrirmynd sem dugði til að halda langan veg út á listabraut harmon- ikkuleiksins. Í hóp kennara bættist Orthulf Prunner og ógleymanlegir eru tón- leikar okkar kennaranna, þar sem Jó- hann lék klassísk tónverk heimsbók- menntanna á harmonikkuna. Jóhann var ekki fyrir sviðsljósið og taldi sig orðinn of fullorðinn fyrir tónleikahald en hann lét þetta eftir mér og sem betur fer lék hann mun oftar opinber- lega meðan hann sinnti enn kennslu. Með okkur Jóhanni tókst vinátta sem varað hefur æ síðan. Nokkrar góðar heimsóknir í Ormarslón eru í minningunni og jólakveðja okkar féll ekki niður. Hann var merkileg blanda af náttúrubarni sem unni hinni frjálsu jörð og listamanni sem vinnur alla tíð að því að halda vöku sinni og þjálfun. Með Jóhanni í Ormarslóni er geng- inn mætur maður sem miðlaði sam- ferðafólki sínu ríkulega með kunn- áttu sinni, list og lífsskilningi. Blessuð sé minning hans. Margrét Bóasdóttir. JÓHANN ÓSKAR JÓSEFSSON ✝ Anton Proppéfæddist á Þing- eyri 7. mars 1945. Hann varð bráð- kvaddur á vinnustað sínum á Þingeyri laugardaginn 21. febrúar síðastliðinn. Foreldar Antons voru Gunnar Proppé, f. 30.10. 1916, d. 9.5. 1983, og Sigríður Björnsdóttir, f. 4.8. 1921, d. 11.8. 2001. Systkini Antons eru Elísabet Proppé, f. 18.5. 1942, og Guð- mundur Júní Proppé, f. 21.7. 1948, d. 5.1. 2003. Anton Proppé kvæntist 25. des- ember 1979 Grétu Björgu Gunn- laugsdóttur, f. 26.2. 1952. Þau hjónin hafa ávallt búið á Þingeyri við Dýrafjörð. Börn þeirra eru: Gunnar S. Antonsson, f. 28.11. 1970, búsettur í Hafnarfirði, áður í sambúð með Veru B. Hraundal, börn þeirra eru Saga Björg Gunnarsdóttir, f. 3.12. 1998, og Þor- stein Jökull Gunnars- son, f. 4.2. 2003; og Hjalti Proppé, f. 22.11. 1974, búsettur á Þingeyri, í sambúð með Ernu Höskulds- dóttur, börn þeirra eru Anton Proppé Hjaltason, f. 8.3. 1999, og Brynjar Proppé Hjalta- son, f. 8.3. 1999. Útför Antons fer fram frá Mýra- kirkju við Dýrafjörð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri frændi, þá ert þú farinn og því verður ekki breytt. Það gerðist skjótt og gerði engin boð á undan sér. Við vitum að dauðinn kemur til okkar allra, en þrátt fyrir það erum við sem eftir lifum sjaldnast sátt við hann, eða undir hann búin. Þegar óvænt andlát ber að dyrum, vakna ágengar hugsanir um hverfulleika lífsins og hversu máttvana við erum öll gagnvart slíkum atburðum. Við andlát er settur punktur aftan við ævisögu viðkomandi, sem mér fannst rétt hálfnuð í þínu tilfelli. Eft- ir stendur minning um góðan mann, sem setti sterkan svip á mannlífið í þorpinu sínu, Þingeyri. Í minningu minni, varstu barngóð- ur, hjartahlýr og viðkvæmur maður, en jafnframt hörkuduglegur og út- sjónarsamur til vinnu og viðskipta. Harðfiskverkunin þín var rekin af dugnaði og samviskusemi þar sem hvergi var gefið eftir, enda gæði framleiðslunnar rómuð um allt land. Kæri frændi, ég og systkini mín hugsum hlýtt til þín og fjölskyldu þinnar. Við óskum þess nú heitast af öllu að þeir sem eftir lifa og standa þér næst, fái þann styrk sem þarf til þess að sætta sig við að þín njóti ekki lengur við. Blessuð sé minning þín, Þórhallur Arason. ANTON PROPPÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.