Vísir - 15.07.1981, Side 2
2
Miövikudagur 15. júll 1981
Hver er uppáhalds-
maturinn þinn?
Ola Haugbo, frá Noregi:
Rækjur og hrisgrjón.
Ólafur Kristjánsson, „alt mulig-
mand”:
Þetta er erfiö spurning, en mér
hefur alltaf þótt hangikjötið sér-
staklega gott.
Ragnar Hilmarsson, vinnur i Svi-
þjóö:
Mér finnst allur matur jafn góö-
ur.
Anna Einarsdóttir, talsimavörö-
ur:
Humar.
Asta Valsdóttir, atvinnulaus:
Kjiiklingur meö frönskum og
kokteilsósu.
VÍSIR
Helga Kress nýskipaður leklor I bókmenntum vlð Háskðlann:
jrfítt fyrlr konur
að komast á toppinn”
Það er ekki hlaupið að þvi að
komast á toppinn sem kennari við
Háskóla Islands, ef svo óheppi-
lega vill til að þú ert kvenmaður.
Þetta er lýsing Helgu Kress, ný-
róðins lektors i almennum bók-
menntafræðum við Háskólann.
„Þetta er svo augljóst ef teknar
eru tölur um fjölda kvenna sem
kenna við Háskólann. Af áttatiu
og þremur prófessorum, er að-
eins einn kvenmaður eða riímlega
eitt prósent. Meðal hundrað og
fjörutiu leiktora og dósenta eru
ellefu konur og af þrjiíhundruð
stundakennurum eru sextiu
konur”, segir Helga. „Auðséð er,
fyrir hverja þessi pýramida-upp-
bygging er ætluð”.
„Þaö er mjög erfitt fyrir konur
aðkomast i góðar stöður hér. At-
vinnuleysi meðal menntamanna
er staðreynd og algjör undan-
tekning ef auglýstar eru kennara-
stöður við framhaldsskólana, þvi
yfirleitt er biíið aö ráða i stöð-
urnar fyrirfram. Maður þarf að
vera kominn inn i kerfið til að
komast i gott starf.
Helga þekkirnokkuð tilþessara
mála, þvi eftir að hún kom heim
frá sex ára dvöl I Noregi, fannst
ekkert starf við hennar hæfi í
hálft ár. Að lokum bauöst henni
stundakennsia við Háskólann,
sem hún hefur sinnt siðan.
Kandidatsprófi i islensku og
þýsku lauk Helga frá H.I. 1969.
Stuttusiðar var hún skipuð lektor
i islensku fyrir erlenda náms-
menn, en 1973 hélt hún til Bergen
með sendikennarastöðu i islensku
upp á vasann. Þar stundaði hún
bókmenntarannsóknir samhliða
kennslunni og einbeitti sér að
kvenlýsingum i islenskum bók-
maintum, allt frá Islendingasög-
um til samtlmabókmennta og
bókmenntum eftir konur.
Niðurstöður úr þeim rannsókn-
um er Helga nú að setja saman i
islenskri kvenbókmenntasögu og
vonast til að lektorsstaðan gefi
henni tækifæri til að einbeita sér
frekarað þvi verki. Lektorsstarf-
inu er einmitt ætlað, eins og öðr-
um föstum kennarastöðum við
Háskólann, að byggjast að miklu
leyti upp á rannsóknarstörfum.
Enhvererstaða kvenna i islensk-
um nútimabókmenntum?
„Lýsingarnar hafa að sjálf-
sögðu breystfrá þvi á þrettándu
öld, en það er spurning hvort sú
breyting er til batnaðar”, segir
Helga. „Ég hef stundum lýst
þessu þannig að staður konunnar
hafi verið færður úr eldhúsinu i
rúmið. Þeir karlmenn sem skrifa
um konur i dag, telja það merki
um kvenfrelsisstuðning að fara
frjálslega með kynferðismál i
sögum sinum. Mér finnst aftur á
móti vera ruglað saman kven-
Helga Kress
frelsi og kynfrelsi, og mjög um-
deilanlegt hvort þessar lýsingar
bera vitni einhverju meira frelsi
konunni til handa.”
Helga kvaðst mundu leggja
áherslu á að kenna bókmenntir
eftir konur sem hingað til hafa
verið vanræktar og svo aðferða-
fræði og ritgerðasmið. „Það er
hneyksli hversu erfitt nemendur
eiga með að tjá sig á ritmáli.
Þarna hefur skólakerfið algjör-
lega brugðist, sérstaklega
menntaskólarnir, sem eiga að
undirbúa stúdenta fyrir háskóla-
nám”, segir Helga.
Viðvikjum frá skólamálum og
öðru kvenfólki, en einbeitum
okkur að Helgu Kress. Hún er að
mestu uppalin við Tjörnina,
nánar tiltekiö á Frikirkjuvegi.
Móðir hennar er Kristin Thorodd-
sen matreiðslukennari, en faðir-
inn er þýskur, Bruno Kress að
nafni. Hann var fluttur héðan i
fangabúðir snemma á striðsár-
unum, en hefur siðan lengst af
starfað sem prófessor I norræn-
um málum i Greifswald I þýska
Alþýðulýðveldinu. Þvi er hér með
komið á framfæri, fyrir þá sem
vildu rifja upp gömul kynni við
hann, aö prófessorinn er einmitt i
heimsókn hér á landi núna.
Sambýlismaður Helgu er
Böðvar Guðmundsson og börn
hennar eru tvö. Tuttugu og
tveggja ára gamall sonur sem les
sagnfræðii'Parisog tólf ára dóttir
sem dvelur við sveitastörf i Mý-
vatnssveit um þessar mundir.
JB
sandkorn
um þessar mundir.
Álllnoer
Hann Hjörleifur vinur
vorku vera með hýrri brá
þessa dagana, svo ekki sé
minnst á stórvin vorn,
Inga R. Helgason, fjár-
málasnilling og James
Bond rfkisstjórnarinnar.
Þeir félagar eru drjúgir
með sig þegar áisukkið
ber á góma, passa sig á
að segja ekki of mikið en
gefa þeim mun rneira I
skyn. Hins vegar fer þaö
ekki milii mála, að nú
skai Aifélagið Svik og
Prettir h.f. snúið niður og
Ragnar álskalla og co
gert að skriða fyrir Hjör-
leifi og M deildinni hans.
Hafi svissneska ál-
maskinan stolið af okkur
stórfé ber aö sveifla
vendinum svo undan
sviði. En það er hins veg-
ar hætta á, að þar verði
Sæmundur
Guövinsson
skrifar
ekki látið staðar numið,
heldur verði þetta meinta
svindl notað sem átylla til
að hafna samstarfi og
samvinnu við erlend fyr-
irtæki um stóriðju hér.
Takist það getum við sko
farið að kaupa oliulampa
og prímusa til heimiUs-
nota áður en langt um lið-
ur.
Ingi J. Bond, eða er hann '
kannski enginn annar en
sjálfur M, brosir Monu
Lisu brosi og hristir ál-
litað hárið.
Komu ai
fjöiium
Þeir komu af fjöllum,
borgarfulltrúarnir sem
Mogginn ræddi við i gær
um útitaflið I Lækjargötu,
höfðu bara aldrei hugsað
sér þetta svona og voru
eiginlega steinhissa á þvi,
að þarna ætti að koma
stóreflis tafl. Þeir mundu
ekki til aö hafa samþykkt
slika framkvæmd. Helst
var á þeim að skilja, að
taflið kæmi þeim gjör-
samlega á óvart. Einn
var hins vegar svo boru-
brattur, að hann sagði
það ekkert mál að taka
taflið í burtu ef menn
yrðu óánægðir með það.
Skitt með hundruð þús-
unda sem búið er að eyða
í taflið, bara moka því
burt, skattgreiðendur
borga.
Kannski að nefndirnar
og ráðin séu orðnar slikar
ófreskjur I borgarkerfinu,
að stjórnmálamenn sem
kosnir eru af almenningi
til að stjórna og taka
ákvarðanir, hafi ekki
hugmynd um hvaö fram
fer, lesi bara i blöðum
hvað eigi að framkvæma
og hvar.
Friðarmet
. var slegið
Kom múnistasamtökin
virðast ekki par hrifin af
„Friðargöngunni” svo-
nefndu sem var gengin
fyrir nokkrum vikum. t
málgagni samtakanna,
V erkalýðsblaðinu, er
fjallað um gönguna og
hefst greinin með þessum
orðum:
,,t Keflavikurgöngunni
(Friðargöngunni) laug-
ard. 20. júni, var ekki
slegið neitt met I þátt-
töku, þátttökuleysi eða
almennri b ará tt u-
stemmningu. Hins vegar
tókst að halda þar einar 9
ræður og ávörp án þess að
þar kæmi fram bein
gagnrýni á Sovétrikin.
Það verður að teljast
met.”
Sandkorn telur hins
vegar, að það hljóti að
vera met, ef einhver hef-
ur gagnrýnt Sovét, þótt
ekki hafi það verið nema
óbeint, I samtökum sem
þessum.
Allt UPP
úr súru
Nú er svo komið að
maður verður bara að
drekka kaffið svart, ekki
nokkur vegur að treysta
mjólkinni lengur. Það
skiptir orðið engu hvað
þeirstimpla þarna i sam-
laginu, mjólkin er StJR.
Sandkorn leggur til að
gerðar verði nýjar um-
búðir I stað þeirra er nú
geyma svokallaða ný-
mjólk. Þar sem ekki
hefur verið farið út I
framleiðslu á léttmjólk
má selja þá mjólk sem nú
á boðstólum I umbúðum
merktar Léttsúrmjólk og
stimpla svona fyrir
mánuð i einu. Gömlu um-
búðirnar mega halda sér
utan um hina súrm jólkina
en undanrennan fær að
sjálfsögðu heitið súr-
renna. Þegar þetta er
komið til framkvæmda
geta neytendur ekki
lengur kvartað yf ir þvi að
þeir kaupi köttinn I
sekknum.
úvænl happ
Nonni niski kom heim
eftir að hafa viðrað
barnið. Konan horfði um
stund á barnavagninn og
saup siðan hveljur:
„Hvað hefur þú gert
máður? Þetta er ekki
okkar vagn. Þú hefur
tekið vitlausan vagn mcð
öðru barni”.
Nonni lét sér hvergi
bregða en hvæsti:
„Vertu ekki að þessu
röfli, kelling. Sérðu ekki
að þessi er nýr og á
gúmmihjólum?”
Laddi varö fyrir sífelldu
ónæði og þá..
Með kveðju
irá Ladda
Nýtt hefti af Samúel
barst inn á borð Sand-
korns í gær og auðvitaö
vorum við ekki lengi að
stela einum brandara:
„Laddi var að
skemmta, en náungi i
salnum var alltaf að kalla
fram I fyrir honum, og
hafa hátt. Laddi benti
honum að koma til sin og
sagði: Það er mér sönn
ánægja að þú skulir vera
meðal oss í kvöld. Leyfðu
mér aö taka I hálsinn á
þér.”
Attu pelr
ekki llelri?
„Klósettrúllum og tóm-
ata kastað að Thatcher
forsætisráðherra við
koinuna til Liverpool i
gær”, sagði Dagblaðið.
Hvar skyldu þeir hafa
| fundið þennan tómata?