Vísir - 20.08.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 20.08.1981, Blaðsíða 20
DULLARI ORVAR ÞEV GVENDUR Viö rannsókn á ýmsum heim- ildum fornum hafa li&smenn og aöstandendur hljómsveitarinnar ÞEYS rekist á ýmislegt sem gæti talist áhugavert i meira lagi og eru einmitt nú aö leggja upp i feröalag sem má telja beinan ár- angur af einni slikri rannsókn. Viö lestur á heimildum um Ira og Kelta rákust menn á sögur um munkana frá eynni Lindesfarne og klaustrinu Llog-Dull, en fornar sögur segja aö þeir hafi hrakist burt frá klaustrum sinum vegna ónæöis af völdum irskra óbóta- manna og siöar vegna árása vik- inga. Þaö er sagt aö þeir hafi stofnaö flökkureglu sem átti aö hafa þaö aö markmiöi aö stofn- setja hina „himnesku Jerúsal- em” hér á jöröu. Munkarnir sem gengu manna á meöal undir nafn- inu Llog Dulls, fóru viöa og merktu út ýmis kennileiti, gjarn- an tengd gömlum blótstööum eöa helgum blettum. Lögöu sumir þeirra á haf út aö ieita nýrra landa til aö mæla út og merkja. Ýmsir fræöimenn telja sig sjá ummerki eftir veru þeirra á ýms- um stööum frá Andes-fjöllum allt til Úkrainu. Fræöi þeirra Llog Dullara gengu inni launspeki ýmissa þeirra leynireglna sem starfrækt- ar voru i Evrópu þeirra tima og náöu þannig aö ganga frá manni til manns i munnlegri geymd gegnum aldirnar. Það vakti athygli þeirra ÞEYS-manna að einn maöur Is- lenskur hefur gengiö undir nafn- inu „Dullari” eöa „Dúllari” — nefnilega Gvendur Dúllari en hann var einmitt þekktur fyrir það aö stunda dularfullar land- mælingar. — Þekkt er sagan af þvi þegar Gvendur mældi fyrir húsi vinar sins Hjálmars Lárus- sonar tréskurðarmeistara á Blönduósi. Lokahlekkurinn i sannanakeöj- unni er hin dularfuila tónlistar- framieiösla Dúllarans, en hún er á allan hátt hliöstæö mælingaaö- ferö þeirra Llog Dullara: meö þvi aö framleiöa sérstök hljóð og finna siðan endurkast þess meö olnboganum gátu þeir á einhvern furðulegan hátt sagt til um þaö hvaöa jarðlög væru aö finna á til- teknum stað, hvort þar væri vatn undir o.s.frv. Hljómsveitin ÞEYR telur aö Gvendur Dúllari hafi veriö leyni- landmælingamaöur og aö hann hafi fyrst og fremst merkt að nýju ýmsar þær leifar sem forverar hans úr reglu Llog Dullara skildu eftir sig. ÞEYR hefur ákveöiö aö ferðast á sem flesta þá staði sem Dúllarinn merkti út og „raf- magnsdúlla” þar sjálfum sér og öörum til ánægju og yndisauka. A Akureyri slá þeir þessum „pælingum” saman við athuganir þeirra Þursa en þeir hafa einsog kunnugt er nálgast list Dúllarans með ööru hugarfari. Eitt er vist og það er aö þessir hljómleikar þeirra ÞEYS, Þursaflokks og Bara-flokksmanna verða eftir- minnilegir og aö ýmsir vibrar svifi yfir vötnunum! Tónleikar þessara ágætu hljómsveita á Akureyri þann 23. ágúst bera einmitt yfirskriftina „Dúllað i Skemmunni” og verða þeir haldnir eins og gefur aö skilja i Iþróttaskemmunni og hefjast kl.21. Verð aögöngumiöa er kr. 90.- All greinargóöa lýsingu og frá- sagnir af Gvendi dúllara er aö finna i 1. bindi æfisögu Arna Pró- fasts Þórarinssonar, en Gvendur var föðurbróöir séra Arna. Þó vikur séra Arni litiö aö hinum dularfullu hæfileikum dúllarans en má lesa þar sitthvað milli lin- anna sem renna stoöum undir þá trú manna aö Gvendur hafi verið annaö og meira en venjulegur flökkumaður og sérvitringur. Gvendur dúllari, eöa Guömundur Arnason, eins og hann hét fullu nafni fæddist 7. júli 1833 en lézt austur i sinni sveit á Barkarstöð- um i Fljótshliö, þann 20. april 1913. i I I I ! Fimmtudagur 20. ágúst: J Kl. 14.00-15.30 Kynning á I Bæjarútgerð Reykjavík- | ur: Fiskiðjuver á Granda I og togari við Bakka- I skemmu. J Kl. 14.00-18.00 Kynning á ReyKjavíkurvika 1981: slökkviliðinu: Slökkvistöð j við Öskjuhlíð. I Kl. 10.00-18.00 Fiskmark- aður á (B.Ú.R.) Kl. 17.0-22.00 Siglingar í Nauthólsvík. Kl. 20.30 Umræðuf undur í Árseli um tómstundamál fatlaðra. Fundarstjóri: Sverrir Friðþjóf sson. Framsöguerindi: Gunnar Örn Jónsson, Kristín I Lækjartorgi Jónsdóttir, Kristján Jó- J hannesson, Arnþór J Helgason. 20.30 Tónleikar á Mikla- | túni: Félag Harmoniku- I unnenda. J Kl. 21.00 Gítartónleikar á Kjarvalsstöðum: Arnald- j ur Arnarson. I Gvendur dúllari, margfrægur sérvitringur sins tíma i henni Reykjavik. Aidrei fór þó svo, að ekki yröu einhverjir til aö taka mark á karli. „JARÐARFOR” KLUKKAN HALF- - leikrit vikunnar I úlvarnlnu i kvöld Leikrit vikunnar I útvarpinu heitir „Jaröarför” og er það eftir Björn Bjarman. Söguþráöur „Jarðarfarar”snýsium einþykk- an gamlan mann sem býr i sjávarplássi úti á landi. Hann hefur misst konu sina og hefur sinar hugmyndir um hvernig haga eigi jaröarför hennar. En Sigriöur Ella fósturdóttir hans kemur „aösunnan” ásamtmanni sinum og hún vill fá að ráöa ein- hverju þegar móðir hennar á i hlut. Hdgi gamli er fastur fyrir og vill ekkert hringl með það sem hann hefur ákveöiö. Og svo fer aö sýslumaöur kemst i málið. Björn Bjarman er fæddur á Akureyri 1923. Hann er stúdent frá M.A. 1943 og tók siðan lög- fræöipróf viö Háskóla tslands 1949. Stundaði siöan lögfræði- og skrifstofustörf i Reykjavik, á Keflavikurflugvelli og Akureyri til 1953, en hefur siöan veriö viö kennslu bæöi úti á landi og i Reykjavik. Björn gaf út smd- Ævintýri með mikinn boöskap - Rogga og húáifurinn klukkan 9.051 úlvarpinu ,,Þessi saga er um litla telpu sem dreymir drauma og fær þá litinn biiálf i heimsókn til sin” sagði Gerður G. Bjarklind en hún les söguna „Bogga og búálfur- inn” f morgunstund barnanna sem er klukkan 9.05 hvern morg- un þessa dagaua. 1 fyrramálið er áttundi lestur. „Búálfurinn sveipar sk.ikkju um Boggu og viö þaö hverfur hún sjónum manna, og þau feröast um loftin blá og sjá þorpið sem hún býr i og allt sem þar gerist. „Þetta er skemmtileg og ó- venjuleg saga að þvi leyti að hún er öðruvisi en þær sögur sem börn heyra i dag. Þessi aga er sann- kallað ævintýri en inniheldur um leiö ýmsan boðskap”. Geröur ráölagöi foreldrum að setjast niöur meö börnum sinum til aö hlusta á söguna bæöi boö- skapsins vegna og einnig vegna þess aö ýmislegt þarf stundum útskýringar viö. —HPH Gerður G. Bjarklind les söguna „Bogga og búálfuririn” i Morgunstund barnanna I fyrramálið klukkan 9.05. Leikrit vikunnar i útvarpinu nefnist „Jarðarför” og er þaö eft- ir Björn Bjarman. sagnasafniö ,,I heiöinni” 1965 og skáldsöguna „Tröllin” 1967. Hann hefur auk þess birt smásögur i timaritum og flutt þær i útvarpi. Sjónvarpsleikrit hans „Póker” var sýnt 1978, en „Jaröarför” er fyrsta útvarpsleikritiö sem kem- ur frá hans hendi. Leikstjóri „Jarðarfarar” er Baldvin Halldórsson en, leikend- ur eru Valur Gislason, Þóra Friö- riksdóttir, Gunnar Eyjólfsson og Rúrik Haraldsson. Flutningstimi leikritsins er 46 minútur en þaö hefst klukkan 20.30. —HPH útvarp L. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Út i bláinn Sguröur Sig- uröarson og örn Petersen stjórna þættium feröalög og útilif innanlands og leika létt lög. 15.10 Miðdegissagan: „A ódá- insakri” eftir Kamala Markandaya Einar Bragi les þýöingu sina (8). 15.40 Tilkynningar. Tónleik- ar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.20 Litli barnatiminn Dóm- hildur Sigurðardóttir stjórnar barnatima frá Akureyri. 17.40 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 A vettvangi 20.05 Einsöngur i útvarpssal Agústa Agústsdóttir syngur lög eftir Björgvin Guð- mundsson. Jónas Ingi- mundarson leikur með á pianó. 20.30 Jaröarför 21.15 Gestir i útvarpssal 21.40 Félagi Fimmkall 22.00 Hljómsveit Victors Sil- vesters leikur létt lög 2.15 Veöurfregnir. Fréttir Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 A1 Farabi — arftaki Aristótelcsar Dagskrá frá UNESCO um afabiska heimspekinginn A1 Farabi. Þýðandi: Kristján Guö- laugsson. Lesari ásamthon- um: Siguröur Jón Ölafsson. 23.00 Næturijóð Njörður P. Njarövik kynnir tónlist. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.