Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 3. MARS 2001
E
F borgarmenning Vesturlanda
er skoðuð í sögulegu ljósi verð-
ur vart sagt að 20. öldin hafi í
heild verið blómaskeið borg-
anna. Við upphaf hennar má
segja að hápunkti hafi verið náð
á því tímabili sem kallað hefur
verið la Belle Epoque eða fal-
lega tímabilið, þegar götur og torg miðborga
Evrópu iðuðu af fjölbreyttu mannlífi, markað-
ar af skrautlegum framhliðum gamalla og
nýrra glæsibygginga. En hin glæsta mynd átti
sínar skuggahliðar sem líkt og auður borganna
var afsprengi iðnbyltingarinnar. Lægri stéttir
samfélagsins bjuggu við húsakynni og lífsskil-
yrði sem voru að flestu leyti óbærileg. Þetta
varð til þess að ýmsir fremstu hugsuðir á sviði
borgarskipulags, frá Ebeneser Howarth til Le
Corbusier, sneru baki við hinni rótgrónu borg-
arhefð og boðuðu framtíðarsýn þar sem lausn-
arorðið var: ?burt úr borginni?. Loftárásir síð-
ari heimsstyrjaldar ollu óbætanlegu tjóni á
mörgum borgum Evrópu en að margra mati
var sú eyðilegging verri sem fylgdi í kjölfarið,
þegar hugmyndafræði tæknihyggju og andúð-
ar á sögulegum arfi varð ráðandi í skipulagi
borga.
Endurreisn borgarlífs
Á seinasta fjórðungi aldarinnar hefur ný
hugsun verið í deiglunni sem kenna mætti við
endurreisn bæja eða ?urban renaissance?, sem
byggist á hugmyndinni um endurreisn þeirrar
borgarmenningar sem ríkjandi var fyrir tíma
heimsstyrjalda og módernisma í skipulagi. Æ
fleiri sérfræðingar á þessu sviði hallast að því
að vel skipulagðar og fagrar borgir verði það
form byggðar sem einkenna muni samfélag 21.
aldar. Er nærtækt að vitna til nýlegrar skýrslu
um stefnumörkun bresku ríkisstjórnarinnar á
sviði byggðaþróunar, sem ber heitið ?Towards
an Urban Renaissance?.
í skýrslunni er heilsteyptri og blandaðri
byggð eins og má finna í eldri breskum bæjum
stillt upp sem fyrirmynd af framtíðarbyggð,
þar sem áhersla er lögð á orkusparnað, vist-
vænt umhverfi, fagra bæjarmynd og fjölbreytt
mannlíf. Andstæða þessa er dreifða ameríska
bílaútborgin sem í skýrslunni er skilgreind
sem ósjálfbær tegund byggðar sem felur í sér
ómælda sóun á landi, eldsneyti, tíma fólks, auk
fábreytilegs umhverfis og félagslegrar ein-
angrunar. Þessi hugarfarsbreyting á sér marg-
þættar forsendur. Nefna má þróun atvinnulífs
frá þungaiðnaði til þekkingariðnaðar og breytt
viðhorf til umhverfismála og auðlindanýtingar,
þar sem land til byggingar er nú skilgreint sem
takmörkuð auðlind. Síðast en ekki síst má
nefna félagslega þætti, eins og vaxandi til-
hneigingu meðal yngra fólks að kjósa fremur að
búa í eða við miðbæi, þar sem heimili, vinna og
afþreying fléttast saman í samþættu umhverfi.
Mikilvægur þáttur í hugmyndinni um end-
urreisn bæja er sú hugsun að byggja eigi á
grunni þeirrar þéttbýlishefðar sem fyrir er á
hverjum stað. Þegar litið er til Íslands í þessu
sambandi vaknar spurningin um, hvort hér sé
eitthvað til að endurreisa, eitthvað sem kalla
mætti íslenska hefð í skipulagi bæja? 
Íslensk bæjararfleifð
Sú skoðun er algeng að íslensk menning sé í
eðli sínu dreifbýlismenning, fólk hér vilji hafa
rúmt í kringum sig og þoli illa að vera í sambýli.
Þessi fullyrðing er oft notuð til að réttlæta
það að lífsstíll og skipulag amerískra bílaút-
hverfa henti Íslendingum betur en heilsteypt
byggð evrópskra borga. Að mínu mati standast
slíkar fullyrðingar ekki nánari skoðun. Saga
þéttbýlis hér á landi er vissulega ekki löng.
Engu að síður varð til vísir að merkilegri bæj-
arhefð hér á landi á fyrri hluta þessarar aldar,
sem óumdeildanlega er hluti af íslenskri menn-
ingu. Þó að þorpið Reykjavík á seinni hluta 19.
aldar standist fráleitt samjöfnuð við borgir
Evrópu má þar samt sjá ýmis teikn um bæj-
arhefð í mótun. Einkalóðir liggja í röðum með-
fram götu, nýrri húsin hafa virðulegar fram-
hliðar og bakgarða aftanvið. Frá árinu 1852 er
elsta hornhús í Reykjavík, Lækjargata 2, að
líkindum eitt fyrsta hús hér á landi sem sér-
staklega er sniðið að aðstæðum í þéttbýli.
Ákvæði er heimiluðu byggingu samfastra
húsa með brunavegg á milli voru sett árið 1894.
Íbyggingarsamþykkt frá árinu 1903 voru ýmis
ákvæði um gerð húsa í þéttbýli, svo sem um
hlutfall byggingarreits og auðrar lóðar, samb-
and vegghæðar og götubreiddar og að hús á
gatnamótum skyldu vera hornsneidd. Þó að
bæjarhús aldamótaáranna í miðbæ Reykjavík-
ur væru byggð úr forgengilegu efni vitnar gerð
þeirra og útlit ótvírætt um að hér var að verða
til vísir að alvörubæ, þrátt fyrir að mörgu væri
ábótavant í tæknilegum efnum.
Framlag Guðmundar Hannessonar
Þegar Háskóli Íslands hóf starfsemi árið
1911 var Guðmundur Hannesson skipaður pró-
fessor í heilbrigðisfræði við nýstofnaða lækna-
deild. Guðmundur hafði áður verið héraðs-
læknir á Akureyri og átt þar frumkvæði að
ýmsum framfaramálum, svo sem byggingu nýs
sjúkrahúss. Um 1907 fluttist hann til Reykja-
víkur og reisti sér vandað steinhús á horni
Hverfisgötu og Ingólfsstrætis sem hann sjálfur
teiknaði. Guðmundur nam læknisfræði í Dan-
mörku þar sem læknastéttin hafði verið fremst
ER TIL ÍSLENSK
ÞÉTTBÝLISHEFÐ? 
Á fyrri hluta 20. aldar varð til vísir að merkilegri þétt-
býlishefð hér á landi sem óumdeilanlega er hluti af ís-
lenskri menningu. Formaður alþjóðlegra skipulags-
samtaka, Gjerlöff að nafni, sem hingað kom árið
1936 lét svo ummælt í blaðaviðtali ?að íslendingar
[stæðu] meðal fremstu þjóða, hvað byggingarlist og
skipulagningu bæja snertir.? 
EFTIR PÉ TUR H. Á RMANNSSON 
Ljósmynd / Hallgrímur Einarsson. Minjasafnið á Akureyri
Mannfjöldi á Ráðhústorgi og Strandgötu á Akureyri um 1920.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20