Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.2001, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 21. APRÍL 2001 Í byrjun apríl kom út viðamikil ævi- saga um bandaríska tónlistarmann- inn Bob Dylan sem ber heitið Down the Highway (Eftir þjóðveginum). Höfundur ævisögunnar er Howard Sounes, og er verkið byggt á rannsóknum sem hann hefur unn- ið síðastliðin þrjú ár. Tók Sounes m.a. viðtöl við yfir 250 aðila sem hafa kom- ið við sögu í lífi og starfi tónlistar- mannsins, en margir þeirra hafa ekki veitt viðtöl áður. Þá hefur höfundurinn haft aðgang að heimildum sem höf- undar fyrri ævisagna um Dylan hafa ekki haft aðgang að. Varpað er nýju ljósi á margar þeirra „goðsagna“ sem ríkja um tónlistarmanninn, fjallað er um þætti í einka- og fjöl- skyldulífi hans og sköpunarferli Dylans sem tónlistarmanns er fylgt náið eftir. Í umsögn netbókabúð- arinnar Amazon er talið víst að Down the Highway muni skapa sér sess sem lykilverk um ævi, tónlist- arferil og menningarsögulega þýð- ingu Bob Dylans. ERLENDAR BÆKUR Ný ævisaga um Bob Dylan Bob Dylan IÞað fer vel á því hér í neðanmálsgrein Les-bókar að óska nýjum ritstjóra Tímarits Máls og menningar, sem nú kallar sig „tmm, tímarit um menningu og mannlíf“, til hamingju með fyrsta hefti eftir umfangsmiklar breytingar á ritinu. Hið nýja rit hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir virðast á því að ekki hafi verið farin rétt leið með því að færa þetta fornfræga bók- menntarit í átt að þeim óvirðulegu bókmennt- um sem glanstímarit landsins eru. Telja sumir að á bak við þessa vendingu hljóti að vera mis- skilin markaðsfræði en forvitnilegt verður að fylgjast með því hvort kúrsinum verður haldið í næsta hefti eða sveigt af leið eftir því hvernig vindar hafa blásið undanfarnar vikur. II Við opnun sýningar Odds Nerdrums áKjarvalsstöðum var flutt leikverk eftir lista- manninn sem nefnist Listveldið. Þar ræða höf- undur og Edvard Munch um myndlist og veld- ið sem umlykur hana. Þeir tala meðal annars um listasafna- og listfræðingaveldið. Í leikrit- inu er Munch rödd reynslunnar og telur hann að öll áherslan á túlkun listarinnar umfram upplifun hennar, sanna listnautn, hafi fært listasöfnunum og listfræðingunum of mikið vald: „Við þekkjum vel túlkun á grundvelli aðdáunar. En öll þessi ofur-túlkun hefur gert nútíma-listasöfn að dómkirkjum tómleikans, þau eru stór keröld sem á að fylla, eins og beð- ið sé eftir einhverju stórfenglegu utan úr geimnum,“ segir Munch og Nerdrum spyr eins og hann viti ekki hvernig er í pottinn búið: „Þeir sem nú á dögum ákveða hvað hafi gildi, hvað teljist gjaldgeng list, eru þá sem sagt sýn- ingarstjórar listasafnanna?“ Munch játar því og segir að það megi kalla þá „yfirlistamenn“. Þetta þykir Nerdrum skrítið: „að klassísk lista- söfn skuli vera eins og óperuhús, en nútíma- listasöfnin eins og hof, sem bíða eftir nýjum Guði.“ Niðurstaða hans er þessi: „En þetta er hreint eins og á miðöldum! Listasöfn nútímans eru þá full af verkum sem ekki standa sjálf fyr- ir sínu, og listamaðurinn er orðinn hráefn- isframleiðandi. Er það ekki? Þá hljótum við að lifa á tíma listfræðinganna. Þeir eru orðnir listamenn samtímans. En þessir sýningarstjór- ar, hvað sjá þeir? Hver er þeirra þáttur annar en að fræða safngesti?“ III Munch og Nerdrum tala líka saman umtilurð listhugtaksins á átjándu öld. Það voru heimspekingarnir sem skilgreindu listina á átjándu öld en ekki listamennirnir, að mati Munchs, og þeir settu andann ofar handverk- inu, handverksmönnunum var að verða ofauk- ið vegna iðnvæðingarinnar. Nerdrum áttar sig: listin hefur þróast ná- kvæmlega eins og Kant og aðrir hughyggju- menn átjándu og nítjándu aldar vildu og farið beina leið inn í konseptið, beint inn í hinn hreina anda. „Og kitsið,“ segir Nerdrum, „er þá notað um verk þeirra sem eru ekki í takt við tímann, þeirra sem sátu eftir í handverk- inu? Það má víst kalla þá „gervilistamenn“.“ Já, sá gamli er á því, í listinni var ekkert rúm fyr- ir hæfileikaríka handverksmenn en menn höfðu ótakmarkað frelsi til hugarleikfimi. „Þetta er merkilegt,“ dæsir kitsmálarinn Nerd- rum, „það er eins og listamenn búi yfir sameig- inlegu leyndarmáli. Manni finnst maður vera svo heimskur í hópi þeirra, maður verður aldr- ei nógu spaklega þenkjandi.“ IVNerdrum er spakari en hann heldur.Undir fallegu handverkinu leynist frjór andi, svo talað sé í anda listandans. NEÐANMÁLS Morgunblaðið/Jim Smart Niðurstigning við Suðurlandsbraut. F YRIR tveimur vikum birtist í Lesbókinni brot úr greina- flokknum „Sjúklega hornið“ sem finna má á Múrnum, hjá Mál- fundafélagi úngra róttæklínga, en Múrinn er „vefrit um þjóð- mál, pólitík og menningu“. Kafl- inn ber fyrirsögnina „Latir fræðimenn“ en þar varar Stefán Pálsson við hættunni sem hann sér í póstmódernískri af- stæðishyggju, en samkvæmt honum boðar stefnan „að allt sé skrök og ekkert viðfangs- efni sé merkilegra en annað“. Stefán segir að með þessa lífssýn að leiðarljósi leggi latir fræðimenn teiknimyndasögur að jöfnu við Fornaldarsögur Norðurlanda og réttlæti þannig „að flatmaga daginn út og inn að lesa skrípablöð“ og kalli „það fræðimennsku“. Ég hef ýmislegt út á þessa kenningu Stefáns að setja, en það helst að af henni má ætla að let- ingjar í hópi fræðimanna geti ekki hrifist af heimi fornbókmennta og skakklappast með eina og eina bók upp í rúm. Í hvaða stell- ingum lesa menn Völsunga sögu eða Bósa sögu og Herrauðs? Markmið Múrsins er „að auka vægi rót- tækra sjónarmiða í íslenskri þjóðmála- umræðu“ og því þarf engan að undra að Stef- án hafi ýmislegt út á póstmóderníska afstæðishyggju að setja en andstaðan við stefnuna er mjög sterk á vinstri væng stjórn- málanna og svo hjá hægrisinnuðum íhalds- mönnum. Letin virðist þó eitthvað hafa hrjáð Stefán síðustu daga því að nýjasta greiningarefni hans á óræðum vefsíðum Múrsins er teikni- myndasöguhetjan Ástríkur. Nú skammast hann yfir nýjustu sögunni úr smiðju Uderzo sem hann telur síðri en gömlu meist- araverkin. Á tæpum þremur vikum virðist Stefán hafa gleymt þeirri skoðun sinni að lestur skrípasagna sé léttvæg iðja, merki um andlega deyfð og fræðilegt metnaðarleysi. Ég ætla þó ekki að ráðleggja honum að glugga í Gallastríðin eftir Sesar. Eftir standa ýmsar forvitnilegar spurn- ingar. Er það aðeins stundum merki um menningarlega flatneskju að fjalla um teikni- myndasögur? Treysta ritstjórar Múrsins, en Stefán Pálsson er einn af þeim, sér til að skera úr um í eitt skipti fyrir öll hvaða við- fangsefni hafi fræðilegt vægi, hvað heyri und- ir menningu og hvað ekki? Ég vil í því sam- bandi benda á að menningarsíða Múrsins ber nafnið „Menning og þó“ sem gefur til kynna póstmódernískt ístöðuleysi af versta tagi. Líkt og margir aðrir gagnrýnendur í sam- tímanum gerir Stefán sig sekan um þær djúp- stæðu og óyfirstíganlegu mótsagnir sem hann leitast við að hafna en mótsagnir af því tagi eru um leið helsta viðfangsefni póstmódern- ískrar greiningar. Þær eru gott dæmi um þau „geðklofaeinkenni“ sem fræðimenn hafa ým- ist lofað eða lastað en ávallt tengt póstmód- ernísku menningarástandi. Í slíku ástandi er erfitt að meina nokkuð og erfiðara að meina það lengi í senn. Ég er enn á þeirri skoðun. FJÖLMIÐLAR Í sjúklega horninu G U Ð N I E L Í S S O N „Á tæpum þremur vikum virðist Stefán hafa gleymt þeirri skoðun sinni að lestur skrípasagna sé léttvæg iðja, merki um andlega deyfð og fræðilegt metnaðarleysi. Ég ætla þó ekki að ráðleggja honum að glugga í Galla- stríðin eftir Sesar.“ Þingvellir eru táknið fyrir sameininguna, þar hittast allir til að rífast ekki [...] Þingmennirnir mæta og rétta upp hönd, allir sem einn, þótt þeir þurfi að eyða mánuðum í að finna út hvað það sé sem þeir geta verið sammála um. Svo enda þeir á einhverju sem engu máli skiptir. Það má ekki deila. Þetta er ímynd Íslendinga af þjóðhátíð, hið magíska augnablik þar sem við erum ein heild. Mér finnst mjög gaman að leika mér með hið tvöfalda tákn fimmta áratugarins, lýðveldisstofn- unina ’44 og inngönguna í Nató ’49. Þingvelli annars vegar og Austurvöll hins vegar sem eru í raun tákn- gervingar ímyndar lýðræð- isins annars vegar og raun- veruleika lýðræðisins hins vegar þar sem grýtt er tára- gassprengjum yfir mótmæl- endur. 1994 er síðan tákn- mynd fyrir að allt er í góðu lagi aftur. Guðmundur Hálfdanarson tmm Betri þykj- ustuheima Þegar leikheimar eru búnir til handa börnum ættu þeir að einhverju leyti að vera útópískir. Auðvitað mega þeir einn- ig vera spennandi og æsilegir og ekki væri verra að „réttlætið“ sigr- aði að lokum, en þeir sem skapa þessa heima ættu að hafa það í huga að börnin sem leika sér með þá eiga eftir að vaxa úr grasi og verða virkir einstaklingar í raunverulegu samfélagi. Hvernig á börnunum að skiljast að karlar og kon- ur af öllum kynþáttum heims geta í raun og veru lifað og unnið saman, ef ekki er hægt að sýna fram á það í þykjustu- heimi? Ef tilgangur lífsins er að búa börnum okkar betri heim er ekki til betri staður til að byrja á en barnaherbergið. Margrét Tryggvadóttir tmm ÍSLENSK ÞJÓÐ- MENNING ÍRSKI rithöfundurinn Seamus Heaney hefur sent frá sér sína elleftu ljóðabók og ber hún titilinn Electric Light (Raf- ljós). Í ljóðunum leit- ar höfundurinn á goðsögulegar slóðir, jafnframt því sem hann dregur upp myndir úr æsku sinni, og frá æsku- slóðum sínum á Norður-Írlandi. Í um- sögn The New York Times um bókina segir að höfundurinn hugleiði í ljóðunum uppruna og endi lífs síns og listarinnar. Heaney er fæddur árið 1939 en það var um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar sem ljóð hans tóku að vekja at- hygli. Heaney hlaut Bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1995, en auk ellefu ljóðabóka hefur Heaney sent frá sér prósaverk, ritgerðir og leikrit. Hann er einnig þekktur fyrir enska þýðingu sína á Bjólfskviðu sem út kom á síð- asta ári. Ellefta ljóðabók Seamus Heaney Seamus Heaney Í NÆSTA mánuði er væntanleg ný bók eftir bandaríska rithöfundinn John Updike sem ber titilinn Americ- ana. Ekki er lengra síðan en í nóv- ember á síðasta ári að út kom eftir höfundinn smásagnasafnið Licks of Love, en þar var m.a. að finna nóvell- una „Rabbit Remembered“ og var þar um að ræða nýjasta innlegg höfund- arins í hina frægu Rabbit-sagnaröð hans. Ný bók eftir Updike NÝ ÆVISAGA breska ljóðskáldsins Williams Blake kemur út í upphafi maímánaðar, en höfundar hennar eru fræðimennirnir G.E. Bentley og G.E. Bentley yngri. Ævisagan, sem nefnist The Stranger from Paradise, er rúmar 500 blaðsíður og hafa höfundar safnað þar saman gríðarmiklum fróðleik um ljóðskáldið og lífshlaup þess. „Með lestri þessarar heillandi og ríkulega myndskreyttu ævisögu um hinn mikla listamann, ljóðskáld og dulhyggju- mann skynjar lesandinn sannarlega návist Williams Blake,“ segir m.a. í umsögn um ævisöguna. Ævisaga Williams Blake

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.