Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
?
MENNING/LISTIR 2. FEBRÚAR 2002
E
NGINN áhugamaður um sögu
og listir sem áir í Köln skyldi
láta undir höfuð leggjast að
skreppa til Bonn og sækja List-
og sýningarhöllina miklu (Kunst
und Austellungshalle) heim. Er
til að mynda ekki meiri fyrir-
höfn væri viðkomandi staddur í
Kaupmannahöfn, en að gera sér ferð á Lous-
iana í Humlebæk. Fyrst er það hálftíma lest-
arferð til Bonn og svo tekur maður borgarlest-
ina á brautarstöðinni, sem staðnæmist svo til
fyrir framan safnið að Friedrich-Ebert Allee 4,
í einu úthverfanna.
Eins og endurtekið hefur verið greint frá í
pistlum mínum var þessi mikla safnabygging
reist til að auka á menningarlegt ris höfuðborg-
ar Þýskalands löngu áður en nokkrum kom til
hugar að Berlínarmúrinn myndi falla og lands-
hlutarnir sameinast, slíkt var einfaldlega engan
veginn í augsýn. Hún átti að standast saman-
burð við hið helsta í stórborgum landsins og
auka straum menningarþyrstra ferðalanga til
borgarinnar, stórbrotnir framningarnir skyldu
vekja heimsathygli og úrval hins framsæknasta
í þýskri myndlist jafnan til sýnis í einni álm-
unni.
Í ljósi þess að Berlín varð aftur höfuð Þýska-
lands, ríkisþingið flutt þangað, og hinnar risa-
vöxnu kostnaðarsömu uppbyggingar borgar-
innar, minnkaði eðlilega á landsvísu vægi
listamiðstöðvarinnar í Bonn. Fjárframlög til
hennar skorin niður, en þar voru menn þó ekki
á þeim nótum að gefast upp, heldur hugsuðu
stórt og börðust af hörku fyrir lífi sínu. Þeir
vilja viðhalda þeim orðstír sem listahöllin hafði
áunnið sér fyrir frábærar stórsýningar á meðan
úr nógu fjármagni var að moða. Þjóðverjar eru
svo þekktir fyrir annað en að skera við nögl sér
þegar fjárveitingar til lista og hugvits eiga í
hlut, sem hefur verið þeirra sterkasta útspil í
uppbyggingu úr rústum síðari heimsstyrjaldar,
og átti sinn mikla þátt í að flikka upp á ásýnd
þjóðarinnar út á við og gera markið að sterk-
asta gjaldmiðli Evrópu. Fór líka svo að margar
þjóðir meginlandsins fóru að dæmi þeirra, til að
mynda fyrrverandi erkióvinir, Englendingar og
Frakkar. Englendingar tóku að byggja menn-
ingarsetur og sýningahallir í London og ausa
peningum í söfnin, og Frökkum var ekki lengur
stætt á að leggja einvörðungu áherslu á París.
Allar þjóðir Evrópu sem annt er um ris sitt og
menningu hafa svo fylgt í kjölfarið, ekki síður
hinar fátækari. Af þessari gæfulegu þróun má
ráða, að heilbrigðari hluti þýsku þjóðarinnar
hafi haldið um stjórnartaumana frá stríðslokum
og megi svo verða um langa framtíð.
Jafnaðarlega er mikið um að vera á staðnum,
þannig að menn geta hæglega unað sér þar
daglangt ef tími er nógur og að sjálfsögðu er um
úrvals veitingabúðir að velja, og í björtu veðri
er útsýni vítt yfir af hinu ævintýralega þaki
sýningahallarinnar. 
Þegar ég las um þennan mikla viðburð sem í
vændum væri í Evrópu og gista myndi bæði
Vínarborg og Bonn var ég fastákveðinn að nálg-
ast hann og ef ekki í Vín þá í Bonn. Tækifærið
gafst þó ekki fyrr en nokkuð var liðið á sýning-
artímann í Bonn og svo var útilokað að ná að
birta sérstaka grein um viðburðinn í jólamán-
uðinum, en mér þykir þó rétt að kynna hér
nokkra sýningarmunina til að upplýsa hve mik-
ilsháttar viðburð var um að ræða.
Sýningin, Persnesk list í 7.000 ár, kom frá
Þjóðminjasafninu og Reza Abbasi-safninu í 
Teheran. Gisti fyrst Listsögusafnið í Vínarborg
frá 22. nóvember 2000?25. marz 2001, en lista-
höllina í Bonn frá 25. ágúst 2001?6. janúar 2002.
Þetta er engin smáræðis framkvæmd í ljósi
hinna miklu dýrgripa. Þótt munirnir væru sam-
tals ekki nema 180, þaraf margir smáir, fyllti
sýningin þó auðveldlega annan væng sýning-
arhallarinnar og útheimti langa og nákvæma
skoðun. Hið síðasttalda hefði verið algjör óþarfi
að brýna fyrir þeim drjúgan fjölda aðvífandi
gesta á öllum aldri sem mættir voru á slaginu 10
á þriðjudagsmorgni, en með dálítilli þolinmæði
auðnaðist hverjum og einum að skoða gripina
að vild. Að auki dreifðist fjöldinn milli tveggja
stórsýninga, hin var Landslag frá Breugel til
Kandinsky, sem næst er á dagskrá.
Hér opnaði löng saga handgerðra gersema
frá Persíu glugga sína upp á gátt og áhugi
ungra sem aldinna óskiptur. Ekki verður með
neinu móti sagt eins og hefur orðið æ algengara
á síðari tímum, að gestir stími í markaða sýn-
ingarbása til að mæra eigin kynslóð (!), hið svo-
nefnda kynslóðabil ekki á dagskrá.
Fara verður allt aftur til ársins 1962 til að
finna hliðstæðu sýningarinnar. Það gerðist í
Villa Hügel í Essen og eins og þá spannaði
tímabilið 7.000 ár. Þetta er einnig í fyrsta skipti
síðan klerkavaldið tók við af keisaranum að
söfnin sjá af slíkum gersemum til meintra trú-
leysingja vestursins. 
Elstu varðveittu munirnir eru úr leir með ab-
strakt mynstri, svo hvorki er mögulegt að rekja
uppruna leirlistar né abstrakt forma til síðustu
aldar. Sértæk abstrakt form eru þannig jafn-
gömul þróun mannsandans og hefði mátt halda
því meira á lofti í orðræðunni um miðbik síðustu
aldar, sem mun vafalítið vera það tímaskeið er
menn fundu oftast upp heita vatnið í listum.
Völdu sér meira að segja kjörorðin ?í listum
liggur engin leið til baka?!
Á þeim tímum var leirsmiðsplatan ekki kom-
in fram og allt formað í höndunum, í fyrstu var
það notagildið eitt sem réð ferðinni, en er fram
liðu stundir fóru fígúrur að birtast á hlutunum.
Handverksmennirnir héldu framar öllu upp á
dýr; ljón, hrúta og fjallageitur; formuðu þau
sem hanka á drykkjarílát og skreyttu leirskálar
og kopabikara með stílfærðum myndum af
þeim. 
Sérkennilegustu gripirnir urðu til um einu
árþúsundi fyrir Krists burð og komu frá norð-
urhluta Persíu, voru í þá veru stílfærðir og mót-
aðir til grunnforma viðfangsefnanna að helst
minnir á skúlptúra síðustu aldar. Hápunktur
sýningarinnar taldist þó list frá tímabili hinna
akkamenídísku stórkonunga sem ríktu frá 558?
330 fyrir Krist og stjórnuðu frá Susa og Perse-
pólis. Myndhöggvarar tímabilsins mótuðu hár-
fínar lágmyndir, sem í smáatriðum greindu frá
lífi hirðarinnar á tímabilinu. Listrænt mótuð
ílát og skart bera vitni snillingum á sviði silfur-
og gullsmíði. Árið 330 f. Kr. var Persepolis her-
numið af Alexander III, drottnara Makedóníu,
rænd og brennt til ösku sem má vera til vitnis
um að virðingin fyrir menningarverðmætum
var síst meiri í þá daga en á seinni
tímum, en afleiðingarnar hvergi
nærri eins afdrifaríkar fyrir heiminn
í ljósi minni eyðileggingarmáttar.
Ríki Persa var víðfeðmt og hafi
vissra áhrifa grískrar listar gætt á
perneska myndhöggvara urðu þau í
þeim mæli sýnileg í sumum héruð-
um hins akkamenídíska ríkis að það
hittir í mark að tala um forhellen-
isma eins og Robert Fleischer vísar
til í hinni miklu sýningarskrá/bók
upp á 444 síður, sem er ríkulega
myndskreytt og í sjálfri sér listaverk
í bókagerð.
Mikil skil áttu sér stað á þriðju öld
fyrir Krist, þjóðarbrot akkademía
samlagaðist persneska héraðinu
Parþíu og sagan skilgreinir land-
vinningamennina sem Parþía. Þeir
voru opnir, frjálslyndir og sáttfúsir
ásamt því að vera nýjungagjarnir í
listum. Í stað höfuðsins eins í anda
hellenismans mótuðu þeir nú nat-
úralistískar brjóstmyndir. Parþía,
þar sem nú er Norðaustur-Íran, tók
mjög að eflast um 250 f. Kr. Míþr-
adates fyrsti, konungur Parþa, er
uppi var 171?138 f.Kr., vann Persíu,
Elam, Medíu og mikinn hluta Mesó-
pótamíu af Slevkídum og gerði Persíu að stór-
veldi. Það voru svo Parþar sem stöðvuðu út-
þenslu Rómaveldis í austur árið 53 f.Kr., en
eftir þrálátt stríð við Rómverja náðu sassanídar
völdum í ríkinu 226 e.Kr og loks fylgdu sýnu ör-
lagaríkustu landvinningarnir. Á 26 árum her-
námu Kalífarnir frá arabísku hálfeyjunni hvert
nágrannaríkið á fætur öðru eftir 632, þar á með-
al Persíu. Tilgangurinn var að útbreiða trúar-
brögð Múhameðs spámanns og stofna hið ísl-
amska stórríki.
Það áttu sér þannig stað miklar uppstokkanir
og hræringar á þessu örlagaríka tímaskeiði og
sér stað í öllum tegundum lista, handverks og
húsagerðar. 
Sýningin lauk upp dyrum mikillar fortíðar og
leiddi gestinn um svið 7.000 ára þróunarsögu
handgerðra muna. Hún undirstrikaði að lífræn
mótun, þar sem hönd mannsins er framlenging
sálarinnar, er samofin hverju skrefi mannkyns-
ins fram á við. Án skapandi athafna og list-
rænnar tjáningar ? ekkert líf.
LIST Í
7.000 ÁR
Listhugtakið, sem æðra stig handverks, er ekki nema 500 ára gamalt, listin hins vegar árþúsundum
eldri, álitamál hvort vægi hennar og ris hafi nokkuð aukist, við þessa mörkuðu aðgreiningu. Þeirri
áleitnu spurningu mun margur hafa velt fyrir sér sem sótti heim magnaða sýningu á persneskri list í
Vínarborg og Bonn á liðnu ári. BRAGI ÁSGEIRSSON var einn þeirra.
Terrakottalágmynd af manni og
konu í dyngju sinni. Susa, Khuz-
istan, Suðvestur-Íran 16.?15. öld
e. Kr. Hæð 3 sm, lengd 14 sm,
breidd 7 sm.
Skreytt leirskál á fæti, hæð 35,2 sm, fótur 14
sm. Tepe Zaqeh, norðurhluta Mið-Íran.
Dareios I. frá Susa. Hluti af
myndastyttu í fullri stærð.
Rústir af höll Dareiosar I (522?486
f. Kr.) í Persepólis.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16