Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						pappírshandrit frá síðari öldum, en þar á meðal er mikill fjöldi upp-
skrifta af miðaldaritum sem hafa sjálfstætt textagildi. Bókmenntir og aðr-
ar heimildir frá öldunum eftir siðaskipti eru þó stofninn í því safni.?
Merkasta safn eddukvæða
Konungsbók eddukvæða, frá síðari hluta 13. aldar, sem kom með
Vædderen hinn eftirminnilega apríldag, er nú 45 blöð og elsta og merk-
asta safn eddukvæða. Stuðst er við sýningarskrá og ritgerðasafnið í um-
fjöllun um sýningarhandritin hér á eftir. 
Eddukvæðin fjalla um heiðin goð og hetjur í forneskju. Bókin hefst á
Völuspá, þar sem völva segir frá sköpun heimsins og friði í allsnægtum
hjá goðum. Á eftir Völuspá koma Hávamál sem geyma fornan siðalær-
dóm sem lagður er í munn Óðni. 
Í bókinni eru þá tvö fræðikvæði, Vafþrúðnismál og Grímnismál, auk
Skírnismála sem fjalla um ástamál frjósemisgoðsins Freys, en Hárbarðsl-
jóð lýsa mannjöfnuði Óðins og Þórs. Hetjukvæðin segja fyrst frá Helga
Hundingsbana og nafna hans Hjörvarðssyni og síðan Sigurði Fáfnisbana
og þeim örlögum sem spunnust í kringum gullið af Gnitaheiði. Í Helga-
kviðu Hjörvarðssonar þiggur Helgi nafn af Svávu valkyrju og fær hana
sjálfa í nafnfesti. Flest hetjukvæðanna fjalla síðan um sögu gullsins sem
Sigurður vann af Fáfni á Gnitaheiði og þá bölvun sem af því hlaust.
Konungsbók komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar sem var vel
ljóst hvílíkur dýrgripur skinnbókin var og lét hann skrifa hana upp oftar
en einu sinni. Hann sendi bókina Friðriki 3. Danakonungi, ásamt fleiri
merkum skinnbókum, árið 1662 og var hún síðan varðveitt í Konungs-
bókhlöðu í Kaupmannahöfn og hlaut þar nafn sitt, Codex Regius, Kon-
ungsbók.
Flateyjarbók, frá 14. öld, er mikill dýrgripur, fagurlega skreytt og listi-
lega skrifuð. Hún er stærsta íslenska skinnbókin sem varðveitt er frá
miðöldum, skrifuð af Jóni presti Þórðarsyni og Magnúsi presti Þórhalls-
syni. Flateyjarbók er nú bundin í tvö bindi, 225 blöð úr skinnum af 113
kálfum. Meginefni hennar er konungasögur, þar á meðal langar sögur af
trúboðskonunginum Ólafi Tryggvasyni og Ólafi helga Haraldssyni, höf-
uðdýrlingi Norðurlanda. Efninu er safnað víða að og hefur verið notaður
fjöldi forrita, þar á meðal frásagnir af fundi Grænlands og Vínlands.
Flateyjarbók er eina miðaldahandritið sem varðveitir Grænlendinga
sögu. Jón Finnsson í Flatey á Breiðafirði gaf Brynjólfi biskupi Sveins-
syni bókina árið 1647 en biskup sendi hana Friðriki 3. Danakonungi
1656. 
Sýningin státar af fleiri gersemum en Konungsbók eddukvæða og Flat-
eyjarbók og verður nú sagt frá þeim.
Konungsbók Snorra Eddu er eitt merkasta handrit Snorra Eddu, ritað
snemma á 14. öld, en frá þeim tíma til þess að Brynjólfur biskup Sveins-
son eignast það 1640 er ekkert vitað um sögu þess. Brynjólfur gaf kon-
ungi handritið 1662 og í bókhlöðu hans var það uns það kom aftur hing-
að til lands árið 1985. Konungsbók er nú 55 blöð. Áður en Brynjólfur
biskup Sveinsson eignaðist handritið hafði glatast eitt blað framan af
því. Aftan við Eddu í bókinni standa tvö kvæði eftir Bjarna Kolbeinsson
biskup (d. 1222) úr Orkneyjum: Jómsvíkingadrápa og Málsháttakvæði.
Frá fornu fari hafa orðin edduregla og eddulist verið höfð um skáld-
skaparfræði. Slík fræði eru ásamt goðafræðinni aðalefni Eddu sem er
eignuð Snorra Sturlusyni í Uppsalabók. Talið hefur verið að Snorri hafi
samið verkið eftir að hann kom frá Noregi 1220. 
Þá er á sýningunni handritið Stjórn sem telst til fegurstu miðalda-
handrita íslenskra í safni Árna Magnússonar. Er það safn þýðinga úr
Gamla testamentinu. Inn í textann er skotið trúfræðilegum útleggingum
og skýringum á efninu. Ekki hefur tekist að skýra heiti bókarinnar.
Handritið er nú 129 tölusett blöð og hafa glatast úr því nokkur blöð.
Skrifarar hafa verið tveir, líklega í Þingeyraklaustri, en bókin var í eigu
dómkirkjunnar í Skálholti áður en Árni Magnússon eignaðist hana.
Stjórn kom heim 19. júní 1997 og þar með lauk formlega handrita-
skilum Dana til Íslands.
Með allra fornlegustu handritum sem til eru er Staðarhólsbók Grágásar
og getur að líta handritið á sýningunni. Lög þjóðveldisaldar nefndust
Grágás og mun elsta brot þeirra vera frá síðari hluta 12. aldar. Aðal-
handrit Grágásar, Konungsbók og Staðarhólsbók, eru að líkindum frá
lokum þjóðveldisins, skrifuð um og eftir miðja 13. öld; Staðarhólsbók
jafnvel ekki fyrr en um 1270. Um uppruna Staðarhólsbókar og feril fyrr
á öldum vita menn ekki neitt öruggt, en á öndverðri 16. öld var hún á
Suðurlandi. Getum hefur verið að því leitt að Staðarhóls-Páll (d. 1598)
hafi átt bókina, og víst er að hún var í eigu sonarsonar hans, Bjarna
sýslumanns Péturssonar á Staðarhóli í Dalasýslu (1613?1693). Við þann
bæ er bókin kennd.
Þá er á sýningunni Skarðsbók Jónsbókar sem talin er veglegust Jóns-
bókarhandrita. Hún var gerð að ráði Magnúsar konungs lagabætis og
fluttu þeir hana út hingað Loðinn leppur konungserindreki og Jón lög-
maður Einarsson sumarið 1280. Bókin er kennd við Jón lögmann og var
lögtekin á alþingi sumarið eftir. Lýsing bókarinnar er eins og best gerist
í íslenskum handritum. Hún gæti verið upprunnin í Helgafellsklaustri
en feril hennar má rekja með fullri vissu aftur á 16. öld. Þá var hún í
eigu Eggerts lögmanns Hannessonar (d. um 1583). Hann gaf hana dótt-
ursyni sínum, Birni sýslumanni Magnússyni í Bæ á Rauðasandi (d.
1635), en sonur hans var Eggert sýslumaður á Skarði á Skarðsströnd, og
komst bókin þannig í hendur Skarðverjum og hlaut af nafn sitt, Skarðs-
bók. Árni Magnússon fékk Skarðsbók veturinn 1697?1698 frá Þórði
Jónssyni sem þá var staddur í Kaupmannahöfn og ætlaði sér biskups-
embættið í Skálholti sem ekki gekk þó eftir. Hefur bókin ef til vill verið
endurgjald til Árna fyrir stuðning í þeirri málaleitan.
Þá er á sýningunni Þetubrot Egils sögu sem mun geyma upprunaleg-
ustu gerð hennar. Hafa menn getið sér þess til að það sé jafnvel skrifað
eftir frumritinu sem margir ætla Snorra Sturluson (d. 1241) höfund að.
Handritið er nú ekki nema fjögur blöð sem hafa að hluta til verið skorin
svo nærri textafletinum að nokkrir bókstafir hafa glatast. Aðaltexti sög-
unnar í útgáfum er að jafnaði tekinn úr Möðruvallabók og þar hefur
þetu-textinn verið talsvert styttur, stíllinn fágaður og færður til sléttara
máls.
Í útgáfu Bjarna Einarssonar á sögunni frá árinu 2001 er sýnt fram á að
þrjú 18. aldar handrit úr Eyjafirði geyma texta sem stendur þetubrotinu
mjög nærri og er það merkilegt dæmi um að glötuðum forntextum skjóti
upp í mjög ungum handritum.
Þá er á sýningunni Ketilsbók Egils sögu. Ketill Jörundsson í Hvammi
í Dölum (1603?1670) skrifaði Eglu tvisvar upp eftir skinnbók sem nú er
glötuð. Bæði þessi handrit komust í eigu Árna Magnússonar, sem var hjá
Katli móðurföður sínum fyrstu æviárin og byrjaði að læra latínu hjá hon-
um sex vetra gamall. Egluhandrit Ketils þykja einkum merkileg vegna
þess að þar er Sonatorrek varðveitt heilt en hvergi annars staðar. Í sög-
unni segir að Egill hafi ort kvæðið eftir syni sína tvo, Böðvar og Gunnar,
að eggjun Þorgerðar dóttur sinnar en hún risti kvæðið jafnóðum á kefli
með rúnum. Þegar fram leið að yrkja kvæðið tók Egill að hressast og er
lokið var kvæðinu þá færði hann það Ásgerði [konu sinni] og Þorgerði og
hjónum sínum. Ketilsbók kom aftur til Íslands 1994.
Þá er á sýningunni merkasta handrit Íslendingasagna, Möðruvallabók.
Hún er skrifuð um miðbik 14. aldar. 
189 blöð eru varðveitt í Möðruvallabók, en þau voru mun fleiri í önd-
Lesbók Handritasýning 2002 Morgunblaðið ? 5
Texti úr Konungsbók eddukvæða. Á síðunni eru nokkrar vísur úr Hávamálum. Vel má lesa þær beint upp úr handritinu og eru þær birtar til stuðnings með nútímastafsetningu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír 
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn,
að aldrei deyr:
dómur um dauðan hvern.
Fullar grindur
sá eg fyr Fitjungs sonum,
nú bera þeir vonar völ;
svo er auður
sem augabragð,
hann er valtastur vina.
Ósnotur maður,
ef eignast getur,
fé eða fljóðs munuð, 
metnaður honum þróast,
en manvit aldregi,
fram gengur hann drjúgt í dul.
Úr Hávamálum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12