Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 13.04.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 13. apríl 1989 bridge Lokin á spili þessarar viku voru sérstæð. í þriggja spila enda- stöðu, allir með sama lit, voru úr- slitin fjarri því ráðin. ♦ ÁD2 ¥ 642 ♦ D105 4» G1084 ♦ 986 ¥ G1095 ♦ 8632 ♦ 63 ♦ 1075 ¥ 873 ♦ ÁKG ♦ ÁKD7 ♦ KG43 ¥ÁKD ♦ 974 ♦ 952 Suður gefur, allir á hættu og opnar á 1 grandi, sem norður hækkar í þrjú. Vestur spilaði eðli- lega út hjartagosa, austur tók þar sína þrjá slagi og skipti síðan í lauf. Sagnhafi hirti nú sína sjö gráupplögðu slagi á láglitina og var inni heima. Allir við borðið voru nú komnir niður á 3 spaða. Eins og sjá má eru tvær leiðir til að fara í litinn sem leiðir til vinn- ings: Rúlla tíunni til austurs eða einfaldlega svína drottningunni og stinga upp tíunni þegar litur- inn kemur um hæl. En sagnhafi kaus aðra leið. Hann spilaði spaðafimmu. Vestur þáði tækifærið og stakk upp ní- unni, drottning og kóngur. Spaðafjarki til baka. Sagnhafi var nú kominn með möguleika til að giska skakkt (sem vörnin í reynd býr til og á því vart að falla fyrir, þýð.) og það gerði hann. Lét sjö- una duga. Einn niður. Lykilvörnin er réttilega að setja millispil í vestur. Annars er suður vitaskuld þvingaður til að fara upp með tíuna eftir að spaðasvín- ingin hefur mistekist. skák 33. ÞRIDJA TAFLVISA STEFÁNS ÓLAFSSONAR Þriðja taflvísa Stefáns Ólafs- sonar hefur lifað á vörum þjóðar- innar í þrjár aldir. Theódóra Thoroddsen kenndi mér hana fyr- ir rúmum fjörutíu árum, þegar hún komst að því að ég hefði gam- an af skák. Þá hafði ég aldrei heyrt vísuna fyrr. En hún er prent- uð í kvæðabók skáldsins og einnig í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar fylgir sú saga að biskupsdóttir nokkur hafi kveðið vísuna til að hjálpa manni er faðir hennar tefldi við, svo að hann færi ekki halloka fyrir biskupi í taflinu. „Sumir segja að það hafi verið Ragnheiður Brynjólfsdóttirþ bætir sögumaður við. Það er ekki í fyrsta sinn að frægum persónum eru eignuð snjallyrði. En vísan er á þessa leið: Fallega spillir frillan skollans öllu, friíin sú sern þú ert nú að snúa, heiman lœðist hrum með slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók úr flóka. Riddari studdur reiddist lyddu hrœddri, réði vaða rneð ógeði að peði. Biskupsháskinn blöskraði nískum húska, á bekkinn gekk sá hvekkinn þekkir ekki. Þarna er drottningin bæði köll- uð frilla og frú. Maður sér taflið ljóslifandi fyrir sér, iðandi af lífi, mennirnir á ferð og flugi og sitja á vélráðum hver við annan. Þó hefur vísan ef til vill meira gildi sem bragþraut en skákfræði. Ég leitaði til Jóns Samsonar- sonar, fræðimanns í Stofnun Árna Magnússonar, í von um að fá meiri vitneskju um þessa vísu. Þá kom í ljós að hún er til í segul- bandasafni Árnastofnunar og Ríkisútvarpsins. Þau hjónin Helga Jóhannsdóttir og Jón söfn- uðu þjóðvísum og þjóðlögum um langt skeið, og á einni söfnunar- GUÐMUNDUR• ARNLAUGSSON ferðinni (1970) tóku þau taflvís- una upp á Hólmavík. Sá sem söng hana hét Árni Gestsson (f. 1899) og bjó á Hólmavík. Hann kunni sögu um vísuna, og er sú saga frá- brugðin þeirri sem er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Samkvæmt Árna er sagan eitthvað á þessa leið: Einu sinni var konungur nokk- ur að tefla við ungan mann. Dótt- ir konungsins var viðstödd og horfði á taflið. Hún hafði hug á unga manninum og kvað vísuna til að rugla föður sinn í ríminu. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 VERÐLA UNA KROSSGÁTA NR. 29 Skilafresturinn hefur svolítið skolast til hjá okkur, en á þessari krossgátu er hann til 25. apríl. Utanáskriftin er: PRESSAN-kross- gáta nr. 29, Ármúla 36, 108 Reykjavík. I verðlaun er hin einstaklega veglega bók Almenna bókafélagsins urn samfélög hámenningar á árunum 1200 til 200 fyrir Krist, Saga mannkyns. Dregið hefur verið úr réttum lausnurn á27. krossgátu og upp korn nafn Runólfs Ólafssonar, Hagarnel 37 í Reykjavík. Hann fœrsenda bókina Bör Börsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.