Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Pressan

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Pressan

						FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. FEBRÚAR 1992
Á  L  I  T
Á að selja RÚV
einkaaðilum?
MARKÚS ÖRN ANTONSSON,
BORGARSTJÓRI OG FYRRUM
ÚTVARPSSTJÓRI
I „Ég hef verið og er enn þeirrar skoðunar, eins
og ítrekað hefur komið fram, að ég tel að þetta
J samspil sem er á milli einkastöðva annars veg-
ar og Ríkisútvarpsins hins vegar sé ákjósanlegt fyrirkomulag
og engin ástæða til að breyta því. í ljósi þeirra sérstöku að-
stæðna sem ríkja í okkar fámenna þjóðfélagi er það best
tryggt með þessum hætti að landsmenn allir sitji nokkurn veg-
inn við sama borð hvað fjölmiðlaþjónustu varðar, með því að
ríkisútvarp alþjóðar annist hana og geri það líkt og nú tíðkast."
rr
«r
ÞORBJORN BRODDASON,
DÓSENT í FÉLAGSFRÆÐI OG
FORMAÐUR ÚTVARPSRÉTTARNEFNDAR.
,,Að skipta þessu í þrjár sjálfstæðar einingar
getur haft vissa kosti, en á hinn bóginn sýnist
_| mér þetta vera það aðgreint, sérstaklega milli
sjónvarps og útvarps, að í sjálfu sér myndi það ekki breyta
miklu. I heild ég hef ekki neina heilaga sannfæringu, hvorki
af né á, en ég held ekki að þetta verði til stórkostlegra bóta.
Það er ekkert fáránlegt við það að ríkið eigi slíkan miðil ef
hann er rekin með sómasamlegum hætti. Eg held að besti
kosturinn sé að reyna að gera út verulega góða einkafjöl-
miðla, en ég held að þessar stöðvar bæti hvor aðra upp.
rr
BOGI AGUSTSSON, FRETTA
i STJÓRI SJÓNVARPSSINS
I „Höfuðgagnrýni mín á það sem Kjartan er að
! segja er að mér finnst hann vilja breyta breyt-
inganna vegna, ekki vegna þess að hann sjái
fyrir sér að hlutirnir verði betri, hagkvæmari
eða ódýrari. Fyrir mér er það langt í frá nokkurt sálarhjálpar-
atriði að ríkið eigi þessa stofnun, ég vil aðeins tryggja að
áfram verði gegnt því hlutverki sem hún gegnir nú. Eg er að
stórum hluta hliðhollur einkavæðingu, en nú þegar mönnum
þykir mikið liggja við að verja íslenska menningu tel ég mikið
íhugunarefni hvort eigi að stíga þetta skref til fulls."
*.*.
BALDVIN JONSSON, EIGANDI
AÐALSTÖÐVARINNAR
„Ég er auðvitað innilega sammála honum, en
þetta ætti að koma til framkvæmda í þrepum.
Fyrsta þrepið er að losa ríkið við rekstur Rásar
I tvö, það er enginn rökrétt forsenda fyrir því að
ríkið standi í honum lengur. Næsta skref yrði að taka Sjónvarp-
ið nákvæmlega sömu tökum og bjóða út reksturinn. Á loka-
punktinum yrði svo gömlu gufunni breytt, en hún gæti til
skamms tíma þróast sem nokkurs konar kjölfesta ljósvaka-
miðla og viðmiðun. Þetta myndi gerast á svona sex ára tíma-
bili. Samkeppnisaðstaða Ríkisútvarpsins er svo fullkomlega
óheiðarleg og ósanngjörn."
A fundi með starfsmönnum Ríkisútvarpsins fyrir nokkru kom Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæoisflokksins, með þá tillögu að leggja RÚV niður og selja
sem þrjú sjálfstæð hlutafélög (Rás 1, Rás 2 og Sjónvarpiðl. Til stuðnings máli sínu benti
Kjartan á að til væru margir aðilar í þjóöfélaginu sem tekiö gætu þessa þjónustu að sér
með töluvert minni tilkostnaði.
Þ  O
G   E   I   R       ÞORGEIRSSON
rithöfundur var fyrir átta árum kærður af Lögreglufélaginu fyrir skrif um ofbeldi innan lögreglunnar.
Tilefni greinaskrifa Þorgeirs var Skaptamálið. Málið var kært til ríkissaksóknara sem efndi til opinberrar
rannsóknar. Greinagerð var síðan send rannsóknarlögreglunni til athugunar og síðar til sakadóms.
Þorgeir var dæmdur samkvæmt 108. grein hegningarlaganna til að greiða sekt. Hann áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar sem staðfesti sakadómsúrskurðinn. Þann 22. janúar flutti Þorgeir mál sitt fyrir
Mannréttindadómstól Evrópuráðsins.
Sannleikurinn er refsiverður
ef hann er ekki sagður svo kurteisislega að hann skilst ekki
Ertþú í málaferlum viö lög-
regluna?
„Ég hef aldrei verið í nein-
um málaferlum við lögregl-
una. Mér er fjarskalega hlýtt
til lögreglunnar. Það er aftur
á móti mjög þröngur hópur
innan lögreglunnar sem hef-
ur stundað atferli sem mér
hefur þótt athugunarvert. Ég
hefði viljað láta athuga það
annars staðar en hjá lögregl-
unni sjálfri."
Hvernig fór þetta mál af
stað?
„Að forminu til var það lög-
maður Lögreglufélagsins
sem sendi kæruna. Þegar
málið fór í gang reyndist þó
ekki hægt að framvísa nein-
um samþykktum úr félaginu
eða stjórn félagsins sem væru
á bak við hana. Þessi kæra
hékk alltaf svolítið í lausu
lofti og fékkst aldrei almenni-
lega staðfest."
Nafngreindir þú lögreglu-
menn í greininni?
„Nei, ég nefndi engar per-
sónur sérstaklega, gat þess
mjög vendilega að það væri
lítill minnihluti lögregjunnar
sem greinin ætti við. Eg skal
viðurkenna að greinin var
stórorð og mér var þungt í
skapi. Ég var búinn að athuga
þessi mál í áraraðir. í höfuðat-
riðum var greinin beiðni til
þáverandi dómsmálaráð-
herra, Jóns Helgasonar, um
að hann setti upp nefnd valin-
kunnra heiðursmanna sem
myndu tala við fórnardýr lög-
reglunnar og rannsaka nánar.
Ég vildi fá fram hlutlausa og
óhlutdræga rannsókn á þess-
um málum, sem var svo aldr-
ei gert. Þess í stað lenti ég
sjálfur í rannsókn."
Þetta mál snýst um ritfrelsi.
Er ritfrelsi á íslandi?
„Það er alveg ótrúlega lítið
ritfrelsi hér. A meðan 108.
grein hegningarlaga er
óbreytt og í gildi lít ég svo á
BÆTIFLÁKAR
MÁ BRODDI
ÉTA?
,JÉg nýti mér
ekki þessar
kjarabætur
og kæri mig
ekki um að
Broddi
Broddason éti á
sig gat í mötuneyt
inu dag eftir dag og
haldi mér niðri í launum."
Nokkurn veginn rétt haft eftir Stef-
áni Jóni Hafstein er hann ræddi
hlunnindi opinberra starismanna f
ÞJóðarsálinni.
Broddi Broddason frétta-
maður: „Ég gefekkertfyrir
skoðanir Stefáns Jóns á
möiuneytum. Hann má éta
sitt grœnmeti fyrir mér og
láta mig ífriði með mína ýsu
ogflot, sem ég borga offjár
fyrir ímótuneyti ríkisútvarps-
ins."
SJÁLFSMORÐ
ÞJÓÐVILJANS
„Ég held að Þjóðviljinn hafi
framið sjálfsmorð rétt eins og
vinstri stefnan.
Dauði Þjóðvilj-
ans er merki
þess hve vjnstri
stefna á íslandi
hefur verið
ósjálfstæð og
ánægð með sig
sína menn. Þar
hefur ekki ríkt gagn-
rýnin vinátta heldur vin-
átta samþykkisins."
Guðbergur Bergsson, Þjv. 31. jan.
Guðmundur Heiðarsson
fyrrum blaðamaður á Þjóð-
viljanum: „ Vinstri stefnan
er ekki gjaldþrota. Langt því
frá. Halda menn að allir séu
orðnir hœgri kratar í dag ? "
SPILABORGIR
„Stundum er verið að spara
með því að setja engar járna-
bindingar í veggi. þær eru
ekki einu sinni settar & teikn-
ingarnar. Hér eru heilu íbúð-
arblokkirnar byggðar án
járnabindinga í veggjum."
Guðbrandur Steinþórsson rektor
Tækniskólans f Mbl. 31. jan.
Hákon Ólafsson forstjóri
Rannsóknastofnunar bygg-
ingariðnaðar:,. Það eru
hönnuðir sem ákvarða hvað
á að vera mikið afjárni. Það
er ha'gt að hanna hús án
járna, það er á útveggi.
Annars get ég ekkert sagt um
þetta. Það getur ýmislegt far-
ið miður í hransanum. "
STÓRHNEYKSLI
Á SÍMANUM
..Fyrirtækið getur ekki búist
við því að það muni komast
upp með að lækka þau að
raungildi
með því
einu að
hækka
þau ekki.
Hér þarf
lækkun að
koma til.
Uni allan heim
hefur verið okrað á símtölum
milli landa á undanförnum
árum. í sumum löndum er lit-
ið á þetta sem meiriháttar
hneykslismál."
Vikverji Mbl. um verð á simtölum
til útlanda, 4. feb.
Guðmundur Björnsson hjá
Pósti og síma: „Ég heldqð
það þuifi qðfara að lœkka
símgjöld til útlanda. Það
kostar ekki eins inikið og áð-
ur að lœkka þau. Ég hlýt að
líta svo á að þegar þú fivrð
heimild til að hœkka þjónustu
um tvö prósent að jafnaði. og
ákveður síðan að hwkka ekki
hluta afþeirri þjónustu. þá
sértu í rauninni að hvkka
gjöldin. Er það ekki það sem
við eruin að gera?"
UTANGATTA
PRÓFESSORAR
„Nemendur hljóta að gera
þá kröfu að störf prófessora
séu metin með ákveðnu
millibili. þannig að tryggt sé
að gæði Háskólans séu í há-
marki á hverjum tíma. Sú
sjálfsagða regla gildir. að
nemendum er gert að vfkja
standi þeir sig ekki í námi.
Sama regla hlýtur að gilda
um störf kennara."
Nemi í HÍ, um æviráðningu Há-
skólakennara, Mbl. 31. jan.
Halldór Jónsson aðstoðar-
maður Háskólarektors:
„Kennurwn í HÍ er gefin ein-
kunn af nemendum í lok
hverrar annar. Lausráðnir
kennarar sein ítrekað standa
sig illa erit yfirleitt ekki end-
urráðnir. Hins vegar eru
œviráðnir kennarar mjóg erf-
iðir. Hiit er að kennurum
sem stahda sig sérstaklega
illa er boðið upp á leiðbein-
ingar og þess eru mörg dœmi
að þeir hafi bœtt sig."
PRESSUMYND/SPESSI
að hér sé ekki ritfrelsi. Það er
af þeirri einföldu ástæðu að í
lok þessarar 108. greinar
númer 19frá 1940segir: „Að-
dróttun, þó sönnuð sé, varðar
sektum". Þarna er sjálfur
sannleikurinn gerður refsi-
verður ef ákveðin stétt
manna á í hlut, það er að
segja opinberir starfsmenn.
Sannleikurinn er refsiverður
ef hann er ekki sagður svo
kurteisislega að hann skilst
ekki.
Þetta eru höft á umfjöllum
á mikilvægum málum, því
stétt opinberra starfsmanna
fer með öll þau mál sem okk-
ur skipta mestu. Ég hef haft
góðan tíma til að velta þessu
fyrir mér síðustu átta árin og
ég held að meðan þessi höft
eru í gildi og framkvæmd af
Hæstarétti, þá getum við
ekki talað um fullt málfrelsi.
Þessi lagagrein er miðalda-
leifar sem við eigum ekki að
dröslast með lengur.
Ég hef haldið því fram að
þetta brjóti beinlínis í bága
við skilgreiningu hugtaksins
málfrelsi, sem er rétturinn til
að segja sannleikann eftir
bestu vitund og í réttmætum
tilgangi."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48