Pressan - 22.07.1993, Page 9

Pressan - 22.07.1993, Page 9
!+" Fimmtudagurinn 22. júlí 1993 örfá portrett. Þó svo að yfirlitssýn- ingar séu sjaldnast sölusýningar, er aldrei að vita nema aðdáendum Louisu takist að næla sér í eintak á Kjarvalsstöðum, því listakonan kemur til landsins í tilefni sýningar- innar og öll málverkin sem þar verða eru í hennar eigu. Á meðan Louisa verður í Vestursalnum, fær Daníel Magnússon Austursalinn til umráða og Þorsteinn frá Hamri verður með ljóðasýningu... Gt I unnar Kvaran listfræðingur og forstöðumaður Kjarvalsstaða hefúr verið laginn við að fá hingað ST egar sýningu norrænna textíl- fistamanna likur á Kjarvalsstöðum í ágúst opnar á safninu yfirlitssýning með verkum Louisu Matthíasdótt- ur. Þama geta listunnendur velt fyr- ir sér þróuninni í list Louisu, en uppistaðan í sýningunni verða verk frá sjöunda áratugnum og svo nýleg verk. Louisa sýndi síðast á Islandi fyrir nokkrum ámm í Gallerí Borg og seldust þá allar myndirnar utan s, ' ýningin með Louisu verður ekki eina yfirfitssýningin á Kjarvals- stöðum í haust. Þegar búið verður að taka hana niður tekur við yfirfits- sýning á verkum Gunnlaugs Blön- dal, en hann hefði orðið hundrað ára á þessu ári. Gunnlaugur var eft- irlætismálari borgarastéttarinnar, málaði fallegar og rómantískar myndir. Það er því óhætt að segja að hann hafi verið ansi ólíkur nafna sínum Scheving og það hefur ein- hvemtíma verið haft eftir Bimi Th. Bjömssyni listfræðingi að gaman væri að bera saman á hvaða heimil- um væri Blöndal og hvar Scheving. Hvort valið á sýningum segir eitt- hvað um muninn á Kjarvalsstöðum og Listasafni íslands er svo annar handleggur, en Listasafhið ætlar að halda sýningu á Scheving á þar- næstaári... verk heimsþekktra listamanna, ekki síst ef þeir hafa eitthvað tengst Frakklandi. Að þessu sinni er það stór sýning á verkum franska mynd- höggvarans Auguste Rodin sem sett verður upp á Kjarvalsstöðum í lok október. Þá gefst landsmönnum tækifæri til að líta augum hinn fræga „Hugsuð", sem til er í af- steypu á fjölmörgum heimilum í landinu. Hvort Hugsuðurinn á Kjarvalsstöðum er hin upprauna- lega stytta er svo annað mál því yfir- leitt eru gerðar afsteypur af svona höggmyndum. Eitt geta sýningar- gestir þó að minnsta kosti verið viss- ir um en það er að styttan verður áreiðanlega í upprunalegri stærð... FIO L5K Y k D-UH ATU> I dOMLU HOFNINNI LAUCARDAÚINN 24. JÚLÍ, FRÁ KL. 10-18 Fjölbreytt dagskrá á hátíðarsvæði Reykjavíkurhafnar á Faxagarði, Austurbakka og Miðbakka 8-18: Skemmtiferðaskipið Funchal við Miðbakka. Danska varðskipið Vædderen við Faxagarð. Varðskipið Ægir við Austurbakka. 10.00-17.00: MARKAÐSTORC með sjávarvörur á Austurbakka. SIÁVARRÉTTAVEITINCAHÚS á Austurbakka. SÝNINC á sjávardýrum. SALTFISKVERKUN Opið hús hjá Fiskkaupum í Grófarskála. TÍVOLÍ á Miðbakka. Óke/pis í boði Reykjavíkurhafnar frá kl. 10.00-14.00. 10.00-15.00: PORCVEIÐIKEPPNI við Grófarbryggju. Uppboð á aflanum við Faxamarkað kl. 15.30 10.30-11.50 OC 13.15-13.45 BJÖRCUNARÆFINC áhafnaVædderens og Ægis. Danskar og íslenskar þyrlur taka þátt í æfingunni. 13.30-14.00: LÚÐRASVEIT VERKALÝPSINS leikur sjómannalög. 12.00-14.00: EYJAHRINCURINN Hin árlega siglingakeppni Brokeyjar og Reykjavíkurhafnar. Keppendur ræstir stundvíslega kl. 12.00 með fallbyssu á Batteríinu. Verðlaunaafhending vegna siglingakeppninnar verðurvið Faxamarkað kl. 15.00. 14.00-17.00: SJÓTÍVOLÍ slysavarnadeildarinnar Ingólfs fyrir yngstu kynslóðina. 14.00-17.00: OPINSKIP Danski flotinn býður gestum að skoða varðskipið Vædderen við Faxagarð og Landhelgisgæslan býður gestum að skoða varðskipið Ægi viðAusturbakka. 14.00-17.00: KAFFISALA kvennadeildar Slysavarnafélagsins á 4. hæð í Hafnarhúsinu. 16.00-18.00: DJASSTÓNLEIKAR á Austurbakka í boði Reykjavíkurhafnar. Hljómsveit Carls Möllers leikur. Hljómsveitina skipa:Carl Möller- píanó, Ámi Scheving - víbrafónn, Þórður Högnason - bassi, Guðmundur Steingrímsson - trommur, BjörnThoroddsen -gítar og söngkona Andrea Gylfadóttir. Frumfluttur verður Hafnarblús, sem saminn var af hljómsveitinni í tilefni Hafnardagsins.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.