Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 04.11.1993, Blaðsíða 20
-w 20 PltESSAN H LJOÐA LJOÐ Fimmtudagurinn 4. nóvember 1993 MYNDLIST • Elín Perla Kolka sýnir grafíkverk í Hafnarborg. • Eygló Harðardóttir sýnir veggverk og stein- steypt verk á gólfi í Hafn- arborg. • Kristín Reynisdóttir sýnir þrívíð verk og inn- setningu í Hafnarborg. • Ása Björk Ólafsdóttir opnar sýningu á steypt- um skúlptúrum í Galleríi Sævars Karls á föstudag. • Inga Þórey Jóhanns- dóttir sýnír olíumálverk í Nýlistasafninu. Opið dag- lega kl. 14-18. • Matthildur Leifsdóttir sýnir lágmyndir í forsal Nýlistasafnsins. Opið daglega k. 14-18. • Hólmfríður Sigvalda- dóttir sýnir skúlptúr og lágmyndir í Gryfju Ný- listasafnsins. Opið dag- V lega kl. 14-18. • Eistnesk vefjarlist; sýning stendur yfir á vefj- arlist frá Eistlandi í Nor- ræna húsinu. • Sigrid Valtingojer sýnir grafíkmyndir í Lista- safni ASÍ. Lýkur á sunnu- dag. • Helga Magnúsdóttir hefur opnað tvær sýning- ar á verkum sínum; í Listmunahúsinu við Tryggvagötu og List- munahúsi Ófeigs. Síð- asta sýningarhelgi. • Rósa Ingólfsdóttir hefur opnað myndlistar- sýningu í Café 17. Lýkur á föstudag. • Steingrímur Eyfjörð & Lars Emil Árnason sýna tækifærisverk í Galleríi 1 1. Lýkur um helgina. • Auguste Rodin; yfir- litssýning á verkum franska myndhöggvarans á Kjarvalsstöðum. Sýn- ingin kemurfrá Rodin- safninu í París og hefur auk 62 höggmynda að geyma 23 Ijósmyndir af listamanninum og um- hverfi hans. • Finna B. Steinsson sýnir í Gerðubergi. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22 og föstudaga til sunnudaga kl. 13-17. • Jón Óskar sýnir verk sín í Galleríi Sóion ís- landus. • Sigurjón Ólafsson. Sýningin Hugmynd- Höggmynd, Ur vinnu- stofu Sigurjóns Ólafsson- ar stendur nú yfir í Lista- safni hans. Úrval verka frá ólíkum tímabilum í list Sigurjóns. • Guðbjörg Guðjóns- dóttir sýnir olíu- og akrýlmyndir í kaffistofu Hlaðvarpans. • Ásgrimur Jónsson. Sýning stendur yfir í Ás- grímssafni á vatnslita- myndum eftir listamann- inn. Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. • Arngunnur Ýr sýnir olíumálverk á Hulduhól- um, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-18. • Asmundur Sveins- son. Yfirlitssýning í Ás- mundarsafni við Sigtún í tilefni aldarminningar hans. Verkin spanna all- _ an feril hans, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla daga frá 10-16. Sýningar • Blll Dobblns er höf- undur Ijósmynda af lík- amsræktarkonum sem hengdar hafa verið upp á Mokkakaffi. Guðjón Guðmundsson, gerningamaður og dagpabbi Draumurinn aðj^gefa ðt 78 snúninga plötu Guðjón Guðmundsson vakti ýmist furðu, hrifningu eða hneykslun þeirra sem sáu hann ásamt öðrum gern- ingamönnum listarinnar í beinni út- sendingu Ríkissjónvarpsins frá Veit- ingahúsinu 22 síðastliðinn sunnudag. Guðjón er 35 ára tónlistarmaður, betur j þekktur sem meðlimur gemingasveitarinnar Infemo 5. Hann hefúr komið ffam með henni í nokkur ár og farið víða, meðal annars til Bret- lands, Þýskalands og Finnlands, þar sem verk Inferno 5 vekja lukku og gleði. En færri vita að hann er lfka annar tveggja starfandi dag- pabba landsins, er löggiltur meðlimur í samtökum dagmæðra (og -feðra?) og passar böm á daginn. En á kvöldin em það „hljóðaljóðin“ sem heilla. Skáldskapurinn hefur þó sjálfsagt farið fýrir ofan garð og neðan hjá sumum sjónvarpsáhorfendum, því hann samanstendur af samhengislausum orðum sem Guðjón raular, gaular og tautar við eigin undirleik á tólf strengja gítar sinn. PRESSAN saumaði að Guðjóni þar sem hann sat við barinn á 22 og krafðist svara. Það var lítið um heilsteyptar setningar í því sem þú söngst. Hvað meinarðu með þessu? „Þetta stykki var í kvörtunartón, ég finn farveg til að kvarta án þess að vera með meiningar sem rægja einn eða neinn. Ég vil geta sungið án þess að vera einangraður við einhvern ákveðinn texta.“ Er þetta kantiski andsvar þitt við óþarfa orðavaðli í þjóðfélaginu? „Þegar maður uppgötvar möguleikann á því að nálgast 666 sjónvarpsrásir í gegnum gervihnött er ljóst að maður hefur voðalega lítið að segja sem einstaklingur. Mötunin er svo mikil í þessum heimi. Ég var að lesa það um daginn að Banda- ríkjamenn horfa að meðaltali í sjö klukkustundir á sjónvarp á hverjum degi. í litlu þorpi, þar sem fimm hundruð manns búa, týnist einstaklingur- inn aldrei, en í Reykjavíkurborg er fullt af einstak- lingum sem eru týndir. Ég verð alltaf sorgbitinn þegar ég sé gamalt fólk hirða kókdósir úr ruslatunnum niðri í bæ.“ Er œtlunin að koma við kaunin á góðborgurum landsins tneðþessari framkomu? „Alls ekki. Ég vil engan styggja. En ef fólk þarf að hafa útvarpið gargandi í eyrun allan daginn hlýtur að koma eitthvert mótsvar. Annars hef ég aldrei skilið tengingu ljóðs og lags. Ég hlusta mikið á óperu og mér finnst hún fallegust þegar hún er sungin á ítölsku eða þýsku og maður skilur ekki orð, fær bara hughrifin. Ég hef lengi spáð í hljóða- ljóð. Allt ffá því að tennisspaðinn minn varð gítar á æskudögum minum hamaðist ég við að syngja á ensku, svona eins og Bídamir, þótt ég skildi aldrei hvað ég var að syngja.11 Sutnir tnutidu nú segja að þessi hljóðaljóð vœru ekki mikill skáldskapur. „Ég sendi einu sinni ljóð til birtingar í Morgun- blaðinu sem innihélt hendinguna „yabba dabba doo“. Hún fékkst ekki birt þar sem þetta taldist ekki góð íslenska. Þetta er náttúrlega bara þröng- sýni í ljóðagerð. Með hljóðaljóðum — ef vel tekst til með flutninginn — skilur fólk merkinguna. Ég veit ekki hvað íslenskufræðingar segja en þó er ekki hægt að hanka mig á því að hafa beygt vit- laust. Annars er músík það listform sem er mest afstrakt. Um leið og tónninn deyr út er verkið ekki lengur til. Þetta er atliyglisvert form að eiga við.“ Nema náttúrlega að þú hljóðritir það og gefir út á plötu. Þá deyr það aldrei. „Það er hluti af þessari niðursuðu sem ég er alfarið á móti. Þó er ég til í að gefa út sjötíu og átta snún- inga plötu. Það hefúr lengi verið draumurinn." Afhverju 78 snúninga plötu? Það getur engintt spil- að þœr lengur. „Jú, það er vegna þess að ég er ömggur með sölu. Ef ég kem upplýsingum um plötuna inn á alþjóð- lega gagnabanka þá stökkva allir þessir hörðustu safúarar til og platan selst ömgglega í tíu þúsund eintökum. Það er fjiildi safnara út um allan heim sem kaupa allt sem kemur út á 78 snúningum. En þetta hafa eiginlega verið bölvuð vandræði, því það er svo erfitt að finna plötupressu sem ræður við þennan hraða. Ég er að vinna í þessu en þú mátt endilega koma því á ffamfæri að ef einhver á pressu sem les þessa pressu þá má hann hafa sam- band hér með.“ Þorsteinn Högni Gunnarsson MYNDLIST Meistari hefðarinnar og brautryðjandi GUNNAR ÁRNASON AUGUSTE RODIN KJARVALSSTÖÐUM I stuttu máli: Áhrifamikil sýn- ing á verkum þjóðsagnaper- sónu sem stóð á mótum gamla og nýja tímans. Rodin er ein af hinum miklu goðsögum listasög- unnar. Þegar hann lést árið 1917, á meðan fyrri heims- styrjöldin geisaði, voru haldn- ar minningarathafnir um hann í Englandi og Þýska- landi, báðum megin víglín- unnar. Þótt hann hafi mætt andstreymi framan af jókst hróður hans jafnt og þétt þangað til akademían tók hann loks upp á sína arma og síðan hefur hann skipað sess sem eitt af mikilmennum ffönsku þjóðarinnar. Það er komin nokkuð sterk hefð fyrir því að líta á Rodin sem mikinn brautryðjanda, sem boðar nýtt upphaf í höggmyndalist og tilheyrir nútímanum. En þetta er ekki nema að hluta til rétt. Hann snerist öndverður gegn opin- berum og viðurkenndum viðhorfum til höggmyndalist- ar á síðari hluta nítjándu ald- ar, en ekki í þeim tilgangi að boða nýtt upphaf og snúa baki við fortíðinni, heldur einmitt til að snúa aftur til fortíðar og endurvekja þann lærdóm sem var að finna hjá meisturum fortíðarinnar. Hann var andsnúinn aka- demíunni vegna geldrar, ósveigjanlegrar formúluhugs- unar, sem hann taldi að hefði glatað tengslum við hefðina. En barátta hans fyrir end- urvakningu í höggmyndalist varð til þess að gefa mönnum á ný trú á höggmyndalistinni, sem leiddi til þróunar sem Rodin gat ekki séð fyrir. Þó bendir fátt til að Rodin hafi haft samúð með því sem var að gerast hjá róttækari lista- mönnum eins og Picasso, Brancusi, Lipshitz og Maillol í upphafi aldarinnar. Það sem Rodin hafði sjálfur að segja um list sína og markmið list- arinnar, á efri árum, var í meginatriðum samhljóða hugmyndum afturhalds- samra akademíkera. Það er því að minnsta kosti jafnmik- ilvægt að skoða hann í sam- hengi við höggmyndahefðina og það væri ekki til að kasta rýrð á hann sem listamann að líta á list hans öðrum þræði sem vissan endapunkt á þeirri hefð sem hann leitaðist við að lífga við. Bronsmyndir tilfinningalífsins Það þarf ekki að tíunda í löngu máli hvað það er mikill fengur að þessari sýningu á verkum Rodins, ekki síst vegna þess hve góða yfirsýn hún gefúr yfir feril hans. hann lét ógert, og það er kannski erfitt að átta sig á framlagi Rodins án þess að hafa í huga hina dæmigerðu akademísku höggmyndalist sem þá var við lýði. Það var t.d. ætlast til þess að í myndinni kæmu fram skýr ytri tákn sem gerðu mönnum kleift að staðsetja myndefnið og „lesa“ út úr þvi frásögn eða hugmynd lista- mannsins. Rodin sleppir yfir- leitt slíkum ytri skírskotun- um. í „Ógnaröldinni" (sem hefur gengið undir öðrum nöfnum, t.d. ,,Bronsöldin“) stendur nakinn maður og heldur uppi vinstri hendi. Þar hélt hann upphaflega á spjóti, sem Rodin felldi síðan burt til að skyggja ekki á líkamann. Gagnrýnendum á sínum tíma þótti mjög bagalegt að það væri ekkert sem gæfi vísbend- ingu um hvaða maður þetta væri, hvað hann væri að gera og hvað virtist angra hann svo mjög. Auk þess er ekki óalgengt að sama verkið gangi undir fleiri en einu nafni. Markmið Rodins var að lýsa líkamanum sem vett- vangi andlegrar baráttu ein- staklingsins, frekar en þátt- takanda í atburðarás. Manns- myndirnar eru einangraðar og sjálfhverfar, lokaðar inni í „Þetta er áhrifamikil sýning. Hvemig er annað hœgt þegarjafnmargar myndir eftirRodin eru samankomnar?“ Það er engin leið að fjalla um einstök verk Rodins svo nokkru nemi í stuttum pistli, en það er ástæða til að spyrja sig að því hvaða eiginleikar í verkum Rodins urðu svo mikilvægir fyrir framvindu nútímahöggmyndalistar. 1 þessu sambandi skiptir ekki aðeins máli það sem hann gerði heldur einnig það sem eigin hugarheimi. Líkams- stellingamar, fettur og teygj- ur, sem stundum virka óeðli- legar og yfirdrifnar, eiga að endurspegla andleg átök ein- staklingsins. Stellingarnar sjálfar em þó ekki frumlegasta framlag Rodins, því margar af hans frægustu styttum eiga sér nokkuð augljósar fyrir- myndir, t.d. í verkum ítalska myndhöggvarans Miche- langelos Buonarottis. Enn mikilvægari var þó meðferð Rodins á yfirborði höggmyndarinnar. Hið hrjúfa yfirborð bar ekki að- eins vott um mótun hand- anna heldur skildi hann einn- ig eftir klessur, skorur og skurði. Slík vinnubrögð vom í hróplegu ósamræmi við kröfúna um fínpússað yfir- borð. Ummerkin sem Rodin skildi effir gefa til kynna per- sónulega nálgun hans við við- fangsefnið, auk þess að opna yfirborðið, gera það síbreyti- legt og kvikL Rodin vildi færa högg- myndalistina nær samtíman- um, láta hana endurspegla tíðarandann og andlegar þarfir einstaklingsins. Tilfinn- ingaþrungin og persónuleg nálgun Rodins við myndir sínar gerir þær dular og margræðar. En áherslur hans höfðu líka þær afleiðingar að gjörbreyta afstöðu manna til höggmyndalistarinnar. í stað- inn fyrir að líta á höggmyndir fyrst og ffemst sem mynda- styttur og minnismerki, hönnuð í skýrum tilgangi fyr- ir opinberan vettvang, var í auknum mæli litið á högg- myndir sem skúlptúrverk, persónuleg hugverk lista- mannsins, sem endurspegl- uðu listrænar gáfúr hans. Þótt Rodin óskaði einskis frekar en skapa stórfengleg og ódauðleg minnismerki kippti hann óafvitandi stoðunum undan hinni miklu minnis- merkjahefð sem einokaði höggmyndalistina, en opnaði þess í stað leiðina fyrir óheftar formtilraunir arftakanna. „Hliöinu" má ekki gleyma Þetta er áhrifamikil sýning. Hvemig er annað hægt þegar jafiimargar myndir eftir Rod- in eru samankomnar? Það má þó benda á fáein atriði sem hefðu gert sýninguna enn ánægjulegri fyrir íslenska áhorfendur. Mikilvægasta verk Rodins er ekki á sýningunni, „Hliðið að víti“, dyraumbúnaður sem Rodin lauk aldrei við. Verkið er gríðarstórt og ekki auðflutt. En það hefði auðveldað áhorfendum að skilja sýning- una að hafa ljósmynd af verk- inu, því mörg frægustu verk Rodins, eins og Ld. „Hugsuð- urinn“, eiga uppruna sinn í þessu eina verki. Flestallar myndirnar í vestursalnum eru útfærslur á verkum sem gerð voru fyrir Hliðið. Það skýrir t.d. hvers vegna Hugs- uðurinn virðist vera svo þungt hugsi að hann er við það að detta fram fyrir sig. Hann átti að vera staðsettur fyrir ofan dyrnar, þ.e. við horfum upp undir hann, en ekki ofan á hann. „Fugit Am- or“ er ein af fjölmörgum myndum sem tilheyra Hlið- inu, en sama figúran kemur einnig fyrir í „Glataða synin- um“. „Skugginn mikli“ er úr grúppu sem trónir fyrir ofan Hliðið. Og þannig mætti áfrarn telja. Þessar upplýsing- ar koma reyndar frarn í sýn- ingarskránni, en það hefði gjarnan mátt draga saman nokkur atriði úr skránni á veggspjald til að auðvelda áhorfendum að sjá samheng- ið í sýningunni. Lýsingin hefur alltaf verið vandamál á Kjarvalsstöðum, en það er reynt að leysa úr því með því að beina ljósköstur- um að verkunum í hálf- myrkruðum sölunum. Þetta er kannski líka gert til að skapa dramatískt andrúms- loft og skerpa andstæður í birtu og skugga. En það er engin þörf á að gera verk Rodins dramatískari en þau eru, örlitlu meiri lýsing hefði ekki dregið úr áhrifamætti þeirra. Allir landsmenn, sem hafa einhvern snefil af áhuga á myndlist, ættu að notfæra sér þetta einstaka tækifæri til að komast í návígi við þessa þjóðsagnapersónu listarinnar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.