Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 27.01.1994, Blaðsíða 9
HARALDUR BLÖNDAL „Þetta er kolrangur dómur, en það er mjög sjaldan sem ég viðhef slík orð.“ Skaðabótakröfur vegna morðmáls: 740 ÞÚSIIND KRÓNUR FYRIR MÓÐURMISSI Aunnar dánarslysabætur fórnarlambsins koma til lækkunar bóta sem morðinginn þarf að greiða. Bótum vegna jarðarfarar- kostnaðar hafnað af því sjö ára barn borgaði ekki sjálft jarðar- för myrtrar móður sinnar. „Kolrangur dómur,“ segir Haraldur Blöndal hrl. „Það sem okkur þykir verst er að réttindi, sem dóttir okkar hafði áunnið sér með vinnu sinni, skuli nú eiga að koma morðingja hennar til góða. Svo virðist sem réttindi fórnarlamba morðingja séu engin, meðan kerfið passar upp á öll rétt- indi afbrotamannsins,“ sagði Kar- en Gestsdóttir í samtali við PRESSUNA. Karen er móðir Öldu Rafnsdóttur, sem myrt var á heim- ili sínu í september 1988 af Guð- mundi Sveinbjömssyni. Þann 17. desember sl. féU dómur undirréttar í skaðabótamáfi sem Rafn Vigfus- son, faðir Öldu, höfðaði gegn Guð- mundi Sveinbjömssyni, fyrir hönd ófjárráða sonar Öldu. Hann var sjö ára þegar morðið var framið. Var gerð krafa um bætur fyrir röskun á stöðu og högum sonar Öldu að upphæð 1.805.900 kr., auk bóta fyrir missi ffamfæranda, 905.800 kr., og endurkröfu vegna kostnaðar af útför, 136.944 kr. Dómari í mál- inu, Sigríður Ólafsdóttir héraðs- dómari, komst að þeirri niður- stöðu að fallist skyldi á þá kröfu lögmanns Guðmundar Svein- bjömssonar að dánarslysabætur, sem sonur Öldu hafði fengið greiddar, kæmu að fullu til frá- dráttar bótum sem Guðmundi er gert að greiða. Dánarslysabætur þessar, alls 966.400 kr., em til- komnar vegna þess að Alda var rík- isstarfsmaður og skv. kjarasamn- ingi eru ríkisstarfsmenn tryggðir með þessum hætti og borga viðeig- andi iðgjöld. Siðlaus og kolrangur dómur Telja foreldrar öldu það í hæsta máta ósiðlegt og óréttlátt að bætur, sem dóttir þeirra hafði áunnið sér rétt til með greiðslum af launum sínum í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, skuli gagnast banamanni hennar, — að fórnarlambið skuli með þessum hætti fjármagna þær bætur sjálf, sem morðinginn hefði annars þurft að greiða. Hefur mál- inu verið áfrýjað til Hæstaréttar og er sótt um gjafsókn í málinu. f bréfi sem lögmaður Rafhs Vigfussonar, Svala Thorladus hrl., hefur ritað dómsmálaráðuneytinu, þar sem beðið er um gjafsókn, kemur m.a. ffam að engin fordæmi finnist í dómum um að bætur samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfsmanna komi til frádráttar í skaðabótamál- um vegna slysa. Heldur Svala því ffam að sá dómur Hæstaréttar, sem vitnað er til í dómi undirrétt- ar, sé á engan hátt sambærilegur og væntanlega fylgir sú ályktun að dómari hafi komist að rangri nið- urstöðu. Fordæmi það sem Sigríður Ól- afsdóttir héraðsdómari vitnar til er að finna í dómi Hæstaréttar frá 1978, þar sem ekkju voru dæmdar bætur eftir mann sinn, sem lést í vinnuslysi. Voru þá dregnar frá bótum hennar bætur sem hún hafði fengið greiddar samkvæmt atvinnuslysatryggingu sem vinnu- veitandi manns hennar hafði tekið. PRESSAN leitaði álits hjá Haraldi Blöndal lögffæðingi, en hann hef- ur langa reynslu af bótamálum sem lögffæðingur Sjóvár-Almennra. „Það er almenna reglan varðandi líffryggingar, slysa- og sjúkratrygg- ingar að þessar tryggingar renna til hins tryggða og dragast ekki ffá öðrum bótum. I kjarasamningum er fólk slysa- og sjúkratryggt. Ef það slasast dragast þessar bætur því aðeins ffá að atvinnurekandi beri bótaábyrgð á slysinu. Þess vegna skil ég ekki þá niðurstöðu dómar- ans að dánarslysabætur Öldu skv. kjarasamningi komi til frádráttar þeim skaðabótum sem banamaður hennar hafði verið dæmdur til að greiða," sagði Haraldur. Vísaði Haraldur á ákveðinn dóm Hæsta- réttar ffá 1971 sem hliðstæðu við mál öldu. Þar komu slysatrygging- ar ekki til ffádráttar kröfum stefn- anda, þótt þar sé tekið ffam að „rétt sé að hafa þessa fjárhæð í huga, þegar bætumar eru ákveðn- ar“. Er þar stór munur á. „Ég hef skoðað þennan dóm og tel að það sé algjörlega út í hött að draga þennan lið frá bótagreiðslum. Ég er sannfærður um að þetta er kol- rangur dómur, en það er mjög Karen Gestsdóttir Tryggja þarf rétt fórnarlamba Stofnun samtaka æðsti draumurinn „Það er minn æðsti draumur að stofna samtök þeirra sem hafa misst börn sín á ófyrirgefanlegan hátt,“ segir Karen Gestsdóttir, móðir öldu Rafnsdóttur sem var myrt fyrir rúmum fjórum árum. Segir Karen að hún vilji reyna að koma í veg fyrir að fólk sem lendir í slíkri óhamingju þurfi að bæta því við raunir sínar að standa eitt gagn- vart kerfinu. „Það vantar aðstoð. Hvar er allt þetta sérmenntaða fólk þegar svona gerist? Það er enginn sem er ábyrgur fyrir að veita fólki upplýsingar um réttindi sín, enginn sem aðstoðar fólk sálarlega né pass- ar upp á að það sé ekki eitt með erfiðleika sína og sorg. Það er svo margt sem kemur upp á og það er óþarfi að málum sé þannig fyrir- komið að fólk missi trúna á samfé- lagið. Það þarf að tryggja rétt fóm- arlamba og aðstandenda þeirra, ekki á síðri hátt en réttur brota- manna er tryggður. Ég ræddi þessa hugmynd einu sinni við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, eftir að hafa kynnst því í Noregi hvernig hægt er að standa að svona málum. Hún sagði að ég yrði að Foreldrar Öldu, Karen Gestsdóttir og Rafn Vigfússon, segja erfið- ast að þurfa að eiga ein við kerfið í kjölfar morðsins á dóttur þeirra. „Ég á mér þann draum að stofna samtök þeirra sem missa börn sín á ófyrirgefanlegan hátt. Þau samtök eiga að vera til að styrkja rétt fórnarlambanna," segir Erla. koma þessu í kring sjálf. Það er hópi sem hefur áhuga á að gera draumur rninn að gera það, en þetta, en ég vona að hann stækki og spumingin er hvort það er hægt. verði að veruleika," segir Karen Eg er komin með smákjarna að Gestsdóttir. sjaldan sem ég viðhef slík orð,“ sagði Haraldur. Hann bætti við að hann væri persónulega þeirrar skoðunar að bótagreiðslur til bama væm alltof lágar, einkanlega miskakröfur. Valgeir Pálsson, lögfræðingur Tryggingar hf., sem PRESSAN leit- aði einnig álits hjá, var efnislega sammála Haraldi, þótt hann tæki ekki jafnsterkt til orða. Ef um hefði verið að ræða atvinnuslysatrygg- ingu sem atvinnurekandi hefði tek- ið og málið verið sótt gegn at- vinnurekandanum, þá hefði átt að draga þær atvinnuslysatrygginga- bætur ffá dæmdum skaðabótum. Það væri hins vegar ekki upp á ten- ingnum þegar farið væri í skaða- bótamál gegn öðmm en atvinnu- rekanda, eins og ætti við í þessu til- felli. Þá ætti ekki að draga þær frá dæmdum skaðabótum. Benti Val- geir á sama dóm frá 1971 og Har- aldur, máli sínu til stuðnings. Þriðji liðurinn sem krafist var bóta fyrir var útlagður útfarar- kostnaður. Mun það venja í morð- málum að útfararkostnaður falli á hinn seka og getur sá sem bar þann kostnað krafið hann um bætur. Dómarinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að stefndandi sjálfur, þ.e. sonur öldu, sem var sjö ára þegar morðið var ffarnið, hefði ekki greitt útfararkostnað sjálfur heldur ættingjar hans og því væri ekki hægt að verða við kröfu um bætur vegna útfararkostnaðar. „Það er ekki fallist á þessa kröfu vegna þess að sjö ára drengurinn átti ekki 200 þúsund krónur til að koma móður sinni í gröfina,“ sagði Karen í samtali við PRESSUNA. Morð Syni Öldu vom því dæmdar bætur fyrir missi ffamfæranda 905.800 kr. og 800.000 kr. fyrir röskun á högum og stöðu, samtals 1.705.800 kr. En síðan telur dómari rétt að draga ffá þeirri upphæð að fullu „atvinnuslysabætur, sem stefnandi hefur fengið greiddar, samtals kr. 966.400“. Heildarbætur drengsins verða því alls aðeins 739.400 kr. fyrir móðurmissinn, með vöxtum auðvitað. Dómari taldi laun lögmanna stefiianda og stefnda hins vegar réttilega metin 160.000 kr. fyrir hvorn, samtals 320 þúsund krónur, greiddar af ríkis- sjóði. Páll H. Hannesson Það var aðfaranótt laugardagsins 3. september sem fundum öldu Rafnsdóttur og Guðmundar Sveinbjömssonar bar saman. Bæði höfðu verið úti að skemmta sér og hittust fyrir tilviljun fyrir utan skemmti- staðinn Hollywood og urðu samferða í leigubíl, ásamt vinkonu öldu. Fóru þau saman heim til öldu, sem bjó í innréttuðum bílskúr við heimili foreldra sinna. Hvarf vinkonan á braut skömmu síðar og virtist þá allt í góðu lagi. Um það sem síðan gerðist er enginn til ffásagnar nema Guðmundur, en þegar hann gaf sig ffam við lögreglu morgun- inn effir játaði hann á sig morðið á Oldu. Þegar lögreglan kom á stað- inn var fyrir í íbúðinni sonur Öldu solándi, en hann átti sjö ára afmæli þann sama dag. Hafði Guðmundur stungið öldu til bana með eldhús- hníf, eftir að hafa slegið hana í andlitið. Var Guðmundur talinn sak- hæfur, en hafði engar skýringar á framferði sínu. Hann var dæmdur til íjórtán ára fangelsisvistar. Hann situr nú á Litla-Hrauni, en hefur á tímanum lokið stúdentsprófi og hefur leyfi til að stundu vinnu utan fangelsisins. Hann vinnur hjá Pósti og síma á Selfossi. Telur dómari óvefengj- anlegt að drengurinn hafi verið undir forsjá og ffamfæri móður sinnar og notið umönnunar hennar. Megi því fallast á að veruleg röskun hafi orðið á högum stefhanda við það að missa eina for- sjármann sinn og flytjast til móðurforeldra. Hins vegar teljist ósannað að þau „verulegu félagslegu og hegðunarvandamál“ sem bamið hafi átt við að stríða stafi einvörðungu af því áfalli sem það varð fyrir við að missa móður sína á þennan hörmulega hátt. Þó telur dómarinn að ekki hafi verið hrakið „að ýmislegt í fari drengsins bendi til þess að hann hafi a.m.k. að einhverju leyti orðið vitni að atburðinum eða af- leiðingum hans, og að það hafi veruleg áhrif á hagi hans og hegðun". Segir síðan í niðurstöðu dómsins að með „hlið- sjón af ffamansögðu þykja bætur til handa stefnanda vegna röskun- ar á stöðu og högum hæfilega ákveðnar kr. 800.000“. Það er sem sagt rúmlega milljón krónum minni upphæð en farið var fram á. Verðlaunatölva frá Eltech á óviðjafnanlegu tilboðsverði í samvinnu við Eltech Research í Bandaríkjunum býður Hugver nú á ótrúlegu verði tölvuna sem fékk Best Buy umsögn í tímaritinu PC-World nú í Desember 1993. Þessi vél er hraðvirkari í Windows en 66 megariða tölvur sem kosta tugþúsundum meira. Lýsing: 66 MHz 486 örgjörvi, 128k cache, 4Mb RAM, reiknihraðall, Local Bus 1 Mb skjákort með Cirrus hraðli, Local Bus diskstýring, 250 Mb 13ms harður diskur, turnkassi, MS samhœfð mús, 102 lykla lyklaborð, 14" lággeisla( MPR II) skjár Geisladiskar og geisladrif ! frá TVM : 149.860,- Hugver Laugavegi 168 s. 91-620707 f. 91-620706 Uppfœrsla á eldri vélum. Við erum með móðurborð á frábæru verði, m.a. úr 486/66 verðlaunavélinni á kr 38 þús. ! Allir íhlutir og ísetning. Föst tilboð. Kannaðu málið I Kuldaleg lögfræði Eins og fyrr segir var kröfúgerð Rafns fyrir hönd dóttursonar síns þríþætt. Féllst dómari á kröfur um bætur fyrir missi ffamfæranda, kr. 905.800 kr. Var sú tala, sem er höf- uðstólsverðmæti bamalífeyris á ákveðnu tímabili, reiknuð út af tryggingastærðffæðingi. Krafa var gerð um bætur vegna „verulegrar röskunar á stöðu og högum“ sjö ára sonar Öldu við ffáfall hennar og nam sú krafa 1.805.900 kr. Vetj- andi Guðmundar Sveinbjömsson- ar, Þórunn Guðmundsdóttir hrl., taldi þessa kröfu „lítt sem ekkert rökstudda11 og mótmælti henni. FIMMTUDAGURINN 27. JANÚAR 1994 PRESSAN 9

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.