Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 12
Skúlptúr hér og nú Y N D L I S T GUNNAR J. ÁRNASON Skúlptúr, íslensk samtímalist á Lista- hátíð 1994, Kjar- valsstöðum. í stuttu máli: Spennandi sýning sem veitir allgott yfirlit yfir það sem yngri listamenn eru að fást við í skúlptúrlist. A'* Kjarvalsstöðum hefur, í til- efiti af Listahátíð, verið efnt til viðamikillar yfirlitssýn- ingar á þeim hræringum sem hafa átt sér stað í íslenskri skúlptúrlist á undanförnum árum. Það er tölu- verður fengur að sýningu sem þess- ari, bæði fýrir almenning, sem gefst kostur á að kynna sér það sem hef- ur verið að gerast í sýningarsölum á undanförnum misserum, en einnig fýrir listamenn og þá sem fjalla um list, til að sjá einstaka listamenn í samhengi við samtíma sinn og átta sig á tíðarandanum. Undirtitill sýningarinnar er „ís- lensk samtímalist“, en það er ljóst að það verður að gera vissa fyrir- vara á honum, því sýningin er ekki tæmandi úttekt á íslenskri skúlp- túrlist í dag. Það er greinileg áhersla á þá listamenn sem hafa komið ffam á síðastliðnum tíu til fimmtán árum, sumir jafnvel nýskriðnir úr skóla. Rótgrónari listamenn eins og Magnús Pálsson, Kristján Guð- mundsson, Helgi Gíslason og Sverrir Ólafsson, svo nokkrir séu nefhdir, eru ekki meðal sýnenda, jafnvel þótt sumir þeirra séu að gera mjög athyglisverða hluti. Einnig má benda á að nokkrir at- hyglisverðir listamenn úr aldurs- hópi þátttakenda eru ekki með, t.d. Hannes Lárusson og Sólveig Aðal- steinsdóttir, sem bæði hafa sýnt nýlega. Þá er erfitt að afmarka skúlptúrlist á skýran hátt og ýmis jaðarfýrirbæri, eins og gjörningar og vídeólist, eru ekki með á sýning- unni, né heldur þau verk sem eru á mörkum textíl- og leirlistar. Hvað verkin sjálf áhrærir, sem eru á sýn- ingunni, þá eru þau ekki endilega dæmigerð fýrir viðkomandi lista- mann, sum eru gerð sérstaklega fýrir sýninguna og miðuð við að- stæður, en önnur ekki. Það ber líka að varast að líta svo á að sýningin sjálf endurspegli hlutfall þeirra listamanna sem eru að fást við til- tekin viðfangsefni eða hallast að ákveðnum stílbrögðum. Það er hins vegar athyglisvert að það eru sextán konur meðal þátttakenda en þrettán karlar, sem sýnir ljóslega þau stakkaskipti sem hafa orðið í íslensku listalífi á skömmum tíma. Það sem maður óttast mest við jafh viðamiklar og fjölmennar sýn- ingar er að öll verkin lendi í einni allsherjar kös þar sem ekkert þeirra nýtur sín. Aðstandendur hafa reynt sitt ýtrasta til að leysa þetta vanda- mál og aðskilja einstaka sýnendur, en þeir eru alls 29 talsins. Það hefur verið leyst með því að byggja veggi eða skilrúm inn í sýningarsalina tvo, þannig að sumir fá afmarkað rými, en aðrir deila bás með einum eða tveimur. Þetta er mjög mikil- vægt atriði þar sem margir vinna beinlínis með innsetningar („in- stallasjónir“) og flestir miða verk sín við eiginleika rýmisins. Samruni andstæðna Hvað segir þessi sýning okkur um íslenska skúlptúrlist? Eitt af því sem mér finnst einkenna sýning- una er að það er ekki lengur til staðar nein skýr andstæða milli hugmyndalistar, í víðum skilningi, og formhyggju abstraktlistarinnar. Listamenn virðast forðast að gera skýran greinarmun á formi og inn- taki. Ef við horfum tvo til þrjá ára- tugi aftur í tímann þá sjáum við miklu afdráttarlausari andstæður meðal listamanna sem fást við form, myndbyggingu og efnisnotk- un og þeirra sem líta á hugmynd- ina að baki verkinu sem upphaf og endi alls. Þróun í þessa átt má greinilega sjá hjá Rúrí, sem er lík- lega listrænn aldursforseti sýning- arinnar. Hún kemur fram í lok SÚM-tímabilsins og hefúr fengist við hugmyndir sem eiga rætur að rekja til hugmyndalistarinnar á sjö- unda áratugnum, svo sem magn- hugtök og mælieiningar. Meðferð hennar á viðfangsefhinu hefur þró- ast í átt að formrænum lausnum, tommustokkurinn, sem hafði til að byrja með fýrst og ffemst táknræna merkingu, er nú orðinn eining í skúlptúrverki sem byggist á fem- ingi, teningi eða hring. Verk Daníels Magnússonar, „Minnisvarði um Snorra Sturlu- son“, er nokkuð dæmigert fyrir þann samruna hugmyndalistar og formhyggju sem er algengur meðal yngri listamanna. Hann er hand- verksmaður, hefur unun af að handleika efnið og smíðar forláta skáp. Hann byggir verk sín upp á strangan, geómetrískan hátt. En hann notar jafnframt tilbúna hluti, eins og svo algengt er í hugmynda- listinni, í þessu tilviki smókingföt og ljósmyndir, og verkið býr yfir margbrotnum skírskotunum í sögu og menningu þjóðarinnar. Það sem hefur gerst er að lista- menn eru miklu næmari fýrir ýms- um blæbrigðum merkingar sem felast í formi, efni og áferð. Sömu- leiðis virðast þeir hafa misst trúna á að það sé að finna hlutlausan ffam- setningarmáta sem hafi ekki áhrif á inntak og hugmynd verksins. Har- aldur Jónsson nýtir sér efni sem gefa tilfinningu fýrir einangrun, þögn og innilokun, stundum með því að nota efni sem er beinlínis notað til hljóðeinangrunar. Annars eru engin takmörk fyrir því hvers konar efni menn eru tilbúnir að nota og off er alls óskyldum og ólíklegum efniviði blandað saman. Það eru engar hreinar línur í samtímalistinni. Naumhyggjan, þar sem notast er við hrá efni, ein- föld form og reglulega uppbygg- ingu verkanna, er varla til staðar á sýningunni. Hin stílhreina form- fegurð, sem sést í verkum Svövu Bjömsdóttur, er undantekning sem sannar þá reglu að abstrakt form, óhlutbundin form, hafa vik- ið fýrir því hlutbundna. 1 verki Guðrúnar Hrannar er skápur, sem líkist einna helst skúlptúr efitir Donald Judd, fóðraður með skrautlegu veggfóðursmunstri og ögrar öllum hefðbundnum að- skilnaði milli grunnforma og yfir- borðskennds skrauts. Listamenn eru greinilega ekki of uppteknir af innra samræmi og lógík verkanna og eru óhræddir við að bjóða mót- sögnum heim. En þeir vilja samt sem áður hafa góða stjórn á hlut- unum og hið lausbeislaða kæru- leysi, sem oft einkenndi Fluxus og síðar SÚM, á ekki upp á pallborðið lengur. Kvenfólk og konsept Þeir sem búast við að sjá manna- myndir verða fýrir vonbrigðum því það eru engar fígúratífar styttur á sýningunni. Forrn mannslíkamans er hvergi að finna. En samt er tölu- verð mannleg nálægð í mörgum verkanna sem gerir vart við sig á óbeinan hátt. Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson kemur á óvart með verki sínu, „Blóði Krists“, en hann er þekktari fýrir annað en skúlptúrverk. Að utan er lítið að sjá annað en stóran trékassa úti á gólfi, en þegar inn í kassann er komið er áhorfandinn staddur í bænaklefa, lokuðum heimi trúarlegrar reynslu. En klefinn er einnig „Camera Obscura", því í gegnum lítið gat berst ljós sem varpar öfúgri mynd ef einhver flötur er settur rétt við gatið. Þegar talið berst að persónulegum reynsluheimi og mannlegri nálægð þá er ekki óeðli- legt að spyrja sig hvort hinn aukni fjöldi kvenfólks hafi haft áhrif á viðfangsefni skúlptúrlistamanna. Anna Líndal notar hluti og efni sem hafa augljósa skírskotun til kynjanna, annars vegar járnkarl, skóflu og mold, hins vegar eldhús- áhöld, sykur og tvinna. „Horn“, eftir Þóru Sigurðardóttur, minnir nokkuð á verk Louise Bourgeois, þar sem saman fara umlykjandi rými, mjúkar línur og lífræn form. Og í verkum Bryndísar Snæ- bjömsdóttur, Ólafar Nordal, Önnu Eyjólfsdóttur og Hlyns Helgasonar er kynferði þáttur í merkingarsviði verkanna. Annars eru hið kvenlega og karlmannlega ákaflega fljótandi hugtök og engar skýrar línur í þeim efnum. Hugmyndalistin, „konseptið“, er ekki dautt úr öllum æðum. Islensk konseptlist hefur verið hálfgerð Mystík í matargerð Iþætti Sigurðar Hall í maí var gestur að nafni ffú Verónika Planyandy ffá Singapore, sem á ættir að rekja til Indlands. Það sem vekur athygli við indverska matar- gerð er mortelið, heilagt verkfæri í formi nytjalistar í eldhúsi, og tákn- ar notkun þess einskonar forleik í matargerðinni. Ristuð kryddffæ og aðrar kryddtegundir eru brotin niður og sameinuð í mortelinu sem undirbúningur að yfirtöku kryddsins hvað ilm og bragð varð- ar. Fyrir þeim sem nota mortel er það nánast helgur hlutur og helg athöfn, róandi og full dulúðar. Til heiðurs mortelinu gef ég hér upp uppskriftir að kryddblöndum sem þurfa ekki endilega að vera bundn- ar við indverska matargerð heldur getum við notað þær að vild og eft- ir eigin hugmyndaflugi; í grillrétti, í kjöthakksböggla á teini, í kaldar jógúrtsósur og grillolíur, í kryddlög með jógúrt, í pottrétti og margt fleira. Garam Masala 1 tsk. svartur pipar, 8 kardim- ommur en aðeins fræin úr þeim notuð, 5 cm kanelstöng, 8 negul- naglar, 2 tsk. cumin-fræ (krydd- kúmen) helst svört ef til eru og 2 tsk. kóríanderfræ. Risdð kryddið á þurri, heitri pönnu og setjið í mortel og myljið vel. Geymt í lok- aðri krukku. Garam Masala-krydd- blandan er síðan notuð með öðr- um kryddtegundum í marga ind- verska rétti. Hara Masala Þessi kryddblanda krefst ferskra 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ 1994 „Verk Daníels Magnússonar, „Minnisvarði um Snorra Sturlu- son“, er nokkuð dœmigert fyrir þann samruna hugmyndalist- ar ogformhyggju sem er algengur meðal yngri listamanna. “ grautargerð hingað til, með sam- suðu af Fluxus, Arte Povera og fleiri stefiium. Verk þeirra Ólafs Gíslasonar, ívars Valgarðssonar, Þorvaldar Þorsteinssonar og Finnboga Péturssonar koma okk- ur því ekki fýrir sjónir sem dæmi- gerð „konsept“-verk. Enda er það ekki einkenni á verkum þeirra að upphefja hugmyndina sem tak- mark í sjálfu sér. Þeir eru miklu fremur að leika sér með veruleika listarinnar og þann greinarmun sem við gerum á veruleika og ímyndun, sannleika og skáldskap. Hið stórskemmtilega verk Þorvald- ar um slökkvilið Reykjavíkur, sem er staðsett á ganginum milli sýn- ingarsalanna, hefur endaskipti á blekkingu listarinnar. Á röð ljós- mynda er nákvæm skrásetning á staðreyndum um slökkviliðið, mannafla og tækjabúnað. Þessum myndum er raðað umhverfis „breytanlega æfingaíbúð fýrir reyk- kafara“, sem er raunverulegt æf- ingasvæði sem hefur verið flutt heilt frá slökkvistöðinni yfir á Kjar- valsstaði og sett þar upp. Æfinga- íbúðin er því fullkomlega „raun- verulegur hlutur“, en ekíu tilbún- ingur listamannsins, en það er hins vegar tilbúið rými ímyndaðs íbúð- arhúsnæðis, og þ.a.l. skáldskapur. Það er aftur á móti sláandi lilið- stæða milli ranghala æfingaíbúðar- innar og sýningarsalarins með bás- um sínum og skilrúmum, báðir staðir eru að vissu leyti eftirlíkingar af raunverulegu rými og fráteknir fýrir ímyndunaraflið. Skúlptúr á stofnun Sýningarsalurinn sjálfur, Kjar- valsstaðir, gegnir lykilhlutverlci á þessari sýningu. Öll verkin nema fimm eru innandyra og það er að- eins verk Finnu B. Steinsson, „Út um stéttar“, sem reynir að takast á við umhverfið á hugmyndaríkan POTTAGALDRAR SIGFRIÐ ÞÓRISDÓTTIR kryddjurta: Kóríanderlaufa, myntulaufa og fersks chili-ávaxtar. Fræin úr chili-ávextinum eru fjar- lægð og hann saxaður smátt ásamt laufunum og blandað saman í hlutföllunum: 3 tsk. kóríanderlauf, 1/2 tsk. myntulauf og 2-3 chili- ávextir. Blandan er notuð samdæg- urs, t.d. út í raita, sem er indversk jógurtsósa, og er þá notuð hrein jógurt. Hér heima getum við blandað saman einni dós af hreinni jógurt og hálfri dós af sýrðum rjóma til að það verði svipað að þykkt og indverska jógúrtin. Einnig mætti geyma þessa blöndu í dálítlu ediki og vatni til að auka geymslu- þol hennar og nota hana síðan með hátt með því að gróðursetja ramm- íslenskar þúfúr í stéttina fýrir fram- an Kjarvalsstaði. Á sýningunni er ekki að finna neina huggulega styttulist, en flestir ef ekki allir eru sáttir við það skjól sem er að finna innan veggja opinberrar stofnunar. Maður verður ekki var andstöðu við „kerfið" eða tilrauna til að brúa bilið milli stofiianalegrar listar og almennings, sem var algengt við- horf á sjöunda og áttunda áratugn- um. Enda er yfirleitt gengið út frá rými sýningarsalarins í skúlptúrlist samtímans og slíkt rými er varla að finna annars staðar í þjóðfélaginu. I heildina er vel staðið að þessari sýningu, ef tekið er tillit til þeirra fyrirvara sem að ofan greinir, og það er virkilega spennandi að sjá breiddina og fjölbreytnina í skúlp- túrlistinni, sem bendir til að það sé einna mest gróska í henni um þess- ar mundir í íslenskri myndlist. öðru kryddi. Achar Ke Masala Þessi blanda er notuð með Gar- am Masala-blöndunni í mörgum réttum. Krydd: 2 tsk. kóríanderfræ, 2 tsk. cumin-fræ, 1/2 tsk. sinneps- fræ, 1/2 tsk. laukffæ og 1 tsk. fenukreek-fræ. Byrjið á að rista kóríander- og cumin-ffæin á þurri, heitri pönnu og bætið síðan hinum út í rétt í lokin. Myljið vel í morteli og geymið í lokaðri krukku.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.