Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 17.01.1937, Blaðsíða 1
I EftÍF Halidóp Jðnsson, sóknapprest að Reynivöllum Vér erum fáir, fátækir, smá- ir. Fáir, þetta er satt: En fáir, er það nokkurt þjóðarböl? Því er á loft lialdið, að hér geti bú- ið, fætt sig og klætt og lifað menningarlífi miljóna þjóð. Þetta er efalaust satt, og ma fagna því. En fáir? Hverju vær- um vér að bættari, þó vér vær- um margir? Þeir eru margir úti í löndum, svokölluðum menningarlönd- um, í austri og vestri, sem berj- ast eins og villidýr og brytja hvern annan niður. Þeir eru margir, meðal stórþjóðanna, sem mist liafa blátt áfram vitið, sundra í villidýrsvitfirringu verðmætum, sem aldrei verða með nokkru móti bætt. Það má segja, að maður komi manns í stað. En hvað er í það varið, að vera til og láta brytja sig niður sem búfé? Hvaða gagn er að því að eiga verðmæti, sem gersam- lega eru að engu gerð í vitfirr- ingsófriðarbáli? Vér megum trúa því, að það er ekkert böl, þó vér séum fáir. Hitt er gott, að mega trúa á fyrirheitin, ef vér verðum margir. Fámenn þjóð getur orðið merkileg þjóð, eins og fagur gimsteinn í stóru .safni, líkt og blikandi smástirn- ið á heiðu himinhvolfi. En það er annað. Hin fámenna þjóð á að verða fyrirmyndar þjóð. Það er hennar hlutverk, ekkert ann- að. Þetta er henni blátt áfram ætlað, hennar bláber skylda. Fátækir, er lika sagt. Það er nú svo hvert mál, sem það er virt. Skuklug þjóð — segja sumir — sem er í óþolandi fjötrum. Margir bera kvíðboga fyrir framtíð hennar, af því að hún er í svipinn skuldug þjóð, stórskuldug meir að segja. En þá er að. slíta þessa hlekki, hrista af sér klafann, svo þjóðin verði voldug og sterk, Vandamál mundu flestir segja, óviðráðanleg vandamál. Væri það nokkur karlmenska, að missa kjarkinn? Nei. Slíkt mundi ekki lietjum sæma. — Vandamál segja menn. En vér skulum aðeins gá að því, að liér er alls eigi um nein vandamál að ræða. Þjóðin notar einföld ráð, sem öllum mega vera í augum uppi. Og einföld ráð eru oft bestu ráð. Með þessu er eigi sagt, að þjóðin eigi eklci við neitt að stríða. Fjarri fer því. En væri hún að nokkru bættari þó við fátt eða eklcert væri að stríða? Þjóðin sjálf ræður yfir kappnógum ráðum, einföldum ráðum, sém henni geíur alls ekld orðið hált á. — Vandamál, segja margir. En margt er talið vandamál af þvi einu, að fólk- ið telur sér trú um, að eitt eður annað sé vandamál, sem er ein- falt mál, ef menn nenna að hugsa. Eg veit yfir höfuð að tala ekki um neitt vandamál, sem ekki yrði leyst með ein- földu ráði. — Skuldug þjóð, segja menn. Það er Iieldur ekk- ert vandamál, ef þjóðin notar sína vitsmuni og er svo slcyn- söm og gætin að menn láti sér koma saman, sameini kraftana i samhug, friði og sátt, i stað þess að deila, sundra þeim mátt- arvöldum, sem í þjóðinni sjálfri búa, sem samtaka hvergi mundu koma að luktum dyrum. Kem eg ef til vill síðar að þessu. Fátækir, segja menn. Það er nú eitthvað annað. Sú þjóð er rík, sem á fyrirlieit. Hvilík fyr- irheit í svölum sænum um- hverfis strendur þessa lands! Hvílílc fyrirheit í frjómögnum liinnar íslensku moldar! — Eg spurði einu sinni stórbónda einn, gáfaðan og fróðan mann að þvi, hvort hann hefði eigi mikla kartöflugarða. Hann svaraði: Enga nú. Hann kvaðst baf reynt þetta, en árangurinn liefði verið svo lélegur, að hann hefði hætt við alt sáman. Mér kom þetta undarlega fyrir eyru, af því að eg vissi, að hann bjó á prýðilegri bújörð, þar sem grasvöxturinn var frábær og veðurskilyrði liin sömu og í ná- munda við liann, þar sem kar- töflurækt var stunduð með á- gætasta árangri. En þessi gáfaði maður trúði ekki á fyrirheit að þessu Ievti. Svo undarlegt sem það var, liafði hann gleymt því að hugsa, og ef til vill ekki nent að liugsa. Það var alt og sumt, Fátælcir. Það er nú svo hvert mál, sem það er virt. Fátæk er eþjj þjóðin að gáfum eða and- legu atgerfi. Það er nú eitlhvað annað. I þeim efnum er hún á- reiðanlega rik, stórrík. Þarf eigi annað en kynnast vel ís- lensku alþýðufólki upp og ofan. Þar er dómgreindin á því stigi yfirleitt, að aðdáanlegt er, heil- brigð skynsemi, þegar hún hefir ekki verið hnept í neina fjötra lileypidóma. Þetta má líka til svo að vera. Að öðrum kosti hefði þjóðin elcki lifað fram á þennan dag og lifað og þróast, lifað menningarlífi alt fram á þennan dag. Eg hefi fjölda mörgum sinnum og í rauninni dag frá degi fagnað þvi, hve kjarni þjóðarinnar, alþýðufóllc- ið sjálft er vel viti borið. Það má rugla dómgreind gáfaðrar þjóðar með, blekkingum. Hrekkvísir menn geta leitt gáf- að alþýðufólk, sem ekki yfir neinum svikum býr, inn á ó- hollar brautir. Það sér stundum éklci við hrekkvisi þeirra, sem meira vita, af því það er grand- vart sjálft, en hefir lært svo lit- ið, nema það sem lifið og reynslan, sem reyndar er hvort- tvéggja hollur kennari, hefir kent því. í gáfum fólksins fel- ast óteljandi fyrirheit og eg fyr- ir mitt leyti trúi á fyrirheit. Eg held þvi hiklaust fram, að vor þjóð sé gáfuð þjóð. Mín vina- lcynni eru þröngur hringur að visu, en fólkið sem eg þelcki veit eg að er aðeins spegilmynd af þjóðinni sjálfri, þjóðinni sem einni heild. Sumir menn eru viðurlcendir sérstaklega sem gáfumenn, sem andans menn. Þetta er í rauninni hrein tilviljun oft og einatt. Þeir menn hafa aðeins verið það lán- samari en fjöldinn allur, að fá að láta að sinni lijartans þrá. Margir þrá, og þrá í það óend- anlega, og svo lendir við þrána eina saman. Þá vantar tækifæri til að þroslca gáfurnar, til að læra það, sem þá langar til að læra. Eg tel víst t. d., að stór- feldar listagáfur fari forgörð- um blátt áfram af því, að engir fundust, sem gátu lilúð að neist- anum, sem átti réttinn til að lóga slcært þjóðinni allri til sæmdar og gleði. Þeir lifðu í löngun, heitri löngun, dag frá degi og ár frá ári, og þeir dóu án þess að fá að svala þeirri löngun. Þetta var stórtap, þjóð- artap, ætti að vera þjóðarsorg um leið. Stundum er það til- viljun ein, að sá sem yfir mikl- um andans auði býr, veit af því sjálfur, að hann á hann til.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.