Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 06.03.1938, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ. 3 Krummi er margvís fug'l og málgefinn. Hann fer víða, tek- ur eftir mörgu og þegir ekki yf- ir þvi sem hann veit. Hann er og forspár í besta lagi. En gall- inn er sá, að menn skilja liann ekki nú orðið. í „gamla daga“ voru til menn og konur, sem skildu alt sem krummi sagði og höfðu af honum sannar fregnir um ýmsa hluti, að því er þjóð- sagnir herma og forn munn- xnæli. Það er t. d. sagt, að Sveinn lögmaður Sölvason hafi skilið hrafnamál og bendir til þess vísa sú, sem hann á að hafa kveðið við frú Ingibjörgu Sig- urðardóttur, konu Gísla hiskups Magnússonar. „Hann sá og heyrði lil hrafns á vindhana- stöng yfir liúsi því, sem hún var í“. — Krunnni var að skrafa eitthvað á stönginni. Lögmaður slcildi alt, sem hann sagði, og kvað vísu þessa: Hrafn situr á hárri stöng, höldar mark á taki: Ei þess verður æfin löng, sem undir hýr þvi þaki. Frú Ingibjörg var skjót í svörum og kvað þegar: Engin lirakspá er það mér, þó undan gangi eg nauðum, ef liann kvakar yfir þér ekki seinna dauðum. Sveinn lögmaðnr mun hafa andast 1782, en frú Ingibjörg lifði ellefu árum lengur (d. 1793). Einu sinni heyrði maður, sem skildi hrafnamál (segir sira Jón Norðmann) til tveggja hrafna, sem voru að tala saman, og hékk þar hjá lieilagfiskisflak. Segir þá annar hrafninn: „Hver á flak, hver á flak?“ Hinn svarar: „Kolheinn, Kol- 3jeinn“. Þá segir sá fyrri: „Kropp’ í, kropp í“. Einu sinni fór maður frá IStaðastað að Búðum. Ilann fann grásleppu í fjörunni og lét í poka sinn. Tveir hrafnar urðu á leið hans og honum skildist, að annar þeirra væri að hiðja sig um bita. En maður- inn kvaðst ekkert liafa, því að liann mundi ekki eftir gráslepp- unni. Krummi sagðist ekki trúa þvi og kvaðst vita, að hann ætti eitthvað i pokanum sínum. Tólc þá maðurinn hita af gráslepp- unni og gaf hröfnunum. Þvi næst spurði liann þá að þvi, livort Staðarpiltar mundu afla nokkuð í dag. —- Krummar sögðu, að þeir mundu fá tvær vænar lúður — og það rættist! Ýmsar fleiri sögur eru til um menn, sem skilið hafi hrafna- mál, og þá ekki síður um hitt, að krummi viti jal’nlangt nefi sínu. Áklæðis vísur. Þær hafa verið miklar hann- yrðakonur mæðgurnar í Viði- dalstungu, Þorbjörg Magnús- dóttir (.Tónssonar í Vigur), kona Páls lögmanns, og Hólm- fríður dóttir þeirra, kona Bjarna sýslumanns Halldórs- sonar á Þingeyrum. Er sagt að Hólmfríður „liafi lcunnað alla sauma, þá liún var 12 vetra“. Og alkunn er þessi visa Páls Vídalíns um dóttur sína, er hún var 9 vetra: Níu velra nú í vor, nemur seint íþróttir, liefir saumað hvert eitt spor Hólmfríður Pálsdóttir. Þorhjörg nam liannyrðir á Hólum í Hjaltadal „hjá hústrú Ragnheiði Jónsdóttur föður- systur sinni“ og ef til vill víð- ar. „Og þá dróst saman þeirra beggja tilhugalíf (þ. e. Páls og hennar); hann var sextán vetra, en hún seytján, heldur en liann væri seytján, en hún sextán, en ei var nema árs munur á þeirra aldri, og hygg eg“, segir Grv. Jón, „að þau trúlofuðust þá livort öðru heimuglega". — Þetla er víst ekki allskostar rétt, því að þau Páll og Þor- björg munu liafa verið jafn- gömul eða „á sama árinu“, bæði fædd 1667. Vísur þær, sem fara liér á eftir, „saumaði hústrú Þorhjörg sem er sú mesta hannvrðakona, í áldæði, en lögmaðurinn kvað svo stóðust á stafirnir í vísun- um og sporin í áklæðinu, svo ei var of né vant“: Herrann gefi þér liæga að fá hvíld í rekkju þinni; áklæði þetta Þorhjörg á þelað með heiidi sinni. Útrensluna, þá ung var mey, efnaði teitur svanni, bekkina gerði gullhlaðsey gefin til ekta manni. Innan bekkjar allan fans eftir fornu ráði, en að tilsögn ektamanns orðin kvendið skráði. Hrognkelsin og marglyttan Til er gömul sögn um það, hvernig lirognkelsin liafi orðið til og marglyttan. Og sagan er á þá leið, að einhverju sinni liafi Jesús Kristur verið á gangi með sjó fram. Þá bar svo við, að Kristur hrækti í sjóinn „og af þvi varð rauðmaginn“. -—- Sankti Pétur hafði verið í för með meistara sínum að þessu sinni. Og er hann sá, að Krist- ur lirækti í sjóinn, þá gerði liann það líka „og af því varð grásleppan“. — Rauðmaginn er herramanns-matur, eins og all- ir vita, en grásleppan töluvert lakari. Ivölski var á flakki um þessar mundir og sá til ferða þeirra Krists og Péturs. Hljóp liann nú niður að sjó og fór í hámót á eftir þeim, því að liann fýsti að vita, hvaða erindi þeir ætti niður í fjöru og inn með öllum sjó. Og er lia.nn sá að þeir hræktu i sjóinn, þá gerði liann slíkt hið sama. En af þeim hráka varð marglyttan og vita menn ekki til þess, að liún sé til nokkurs nýt. F JÖRFISKURINN. — Nú er stundin komin, liús- bóndi góður, sagði niðursetn- ingurinn, fjörgamall karl, einn morguninn, Eg er víst bráð- feigur, og skelfing lield eg lireppsnefndin verði glöð, þeg- ar liún lieyrir látið mitt. — Hvers vegna heldurðu að þú sért feigur, karlinn minn, spurði liúshóndinn. — Eg held ekkert um það, sem eg veit, svaraði karlinn, og villu nú ljá mér Passíusálm- ana ? — Eg fer ekki á fætur hér eftir og langar nú til að stauta eitthvað í guðsorði mér til sálu- hjálpar, uns kallið lcemur. — Þér að segja, liúsbóndi minn og ykkur báðum, blessuð lijónin, þá hefir fjörfiskurinn ólmast í. livirflinum á mér og iljunum líka í alla liðlanga nótt, og það er merlcið. Karlinn lifði mörg ár eftir þetla og sagðist ekkert skilja í fjörfiskinum, að liafa liegðað sér svona þessa minnisstæðu nótt. Og líklega væri ekkert að reiða sig á hann nú orðið. GLYMUR í BOTNSDAL. Oxneyingar. Af Öxneyingum (eða Öxn- eyjarhræðrum) á Vesturlandi hafa farið viðlíka sögur og af Bakkabræðrum á Norðurlandi. Einu sinni fóru Öxneyingar til meginlands og ætluðu í kaup- slað (Stykkishólm). Þeir lentu býsna-spotta frá kaupstaðnum, og fengu sér liross eitt, til að ríða í kaupstaðinn. Öxneyingar voru óvanir reiðum, og settust því allir sex upp á hrossið í einu, og riðu svo þangað til þeir voru nærri komnir í Stykkis- liólm. „Þá urðu þeir í ráðaleysi með það, hvernig þeir ættu að geyma lirossið, meðan þeir værn í kaupstaðnum; lolcsins urðu þeir allir á því, að þeir skyldu stjóra aftur af þvi og fram af, og bundu hausinn og taglið til við livorn klettinn og röðuðu stórum steinum eftir endilöngu bakinu á því. Þegar þeir komu aftur, og ætluðu að taka hrossið, var það dautt, sem von var, af þessari meðferð, svo að þeir urðu nú að labha til skipsius. Á leiðinni í lcaupstað- inn hafði gömul kona verið með þeim, en orðið ilt, svo að þeir ldeyptu henni upp i flæðisker eitt, og ætluðu að láta liana bíða sin þar, þangað til þeir kæmu aftur, og hefðu liana lieim með Botns af liáu brún í gjá, er breytinn þrymur, vatni bláu fleytir fimur fossinn sá, er heitir Glymur. (Stalcan mun vera eftir Sig- urð Helgason dbrm.) STAKA eftir sira Hallgrím Pétursson: Gleymska sló i veður og vind vitra manna ráðum; heimsku bjó þar hyggjan blind, hún villi banna dáðum. FALLEG VÍSA. (Ferskeytt. Ljóðstöfun sléttu- bánda og fléttubanda. — Úr Númarímum Sigurðar Breið- fjörðs): Þegai’ dagsins bláa brá breytir háttum tima, sólin stígur sjái frá, sekkur þá hún gríma. sér. En á meðan þeir voru burtu, liafði orðið fallaskifti, og komið flóð, en fjara var, þegar kerling fór upp í slceriö. Þetta höfðu Öxneyingar ekki athug- að, að sjór gengi vfir skerið, sem liafði skolað kerlingunni burt“. (Sögu þessa kveðst Dr. Maurer hafa eftir Agli Svein- bjarnarsvni i Stykkislióhni. Isl. þjóðs.).

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.