Vísir Sunnudagsblað - 27.06.1943, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 27.06.1943, Blaðsíða 7
mrnA'mmXmím VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 1)m aístöðu Tjörnesslag- anna til fornra jökulmenja (Útdráttur úr fyrirlestri, fluttum í Vísindafélagi Islendinga 26. febr. af Jakobi H. Lindal, bónda á Lækjamóti). Tjörneslögin eru þykkar leir- steins- og malarkenndar mynd- anir, er enn sjást miklar leifar af á vestanverðu Tjörnesi. Þau liafa að mestu orðið til undir sjávarmáli, en þó hefir landið hækkað þar svo á vissum tíma- bilum, að hafsbotninum hefir skotið upp og hann þá klæðst ýmiskonar jurtagróðri. Þar skiptast því á lög með skeljum og fleiri sædýraleifum og svo lög mynduð af þróttmiklum sjávargróðri. Lög þessi eru einna merkust þeirra steingerf- ingamyndana, er fundizt hafa hér á landi og einna mest rann- sökuð af fræðimönnum. Hefir það orðið samhljóða niðurstaða þeirra rannsókna, að þau séu frá jarðtímabili, sem nefnt hefir verið Pliosen, en það er talið næst á undan jökultíma. Hins vegar hefir skipun þeirra í berg- lagakerfi landsins verið minni gaumur gefinn og þá einnig því, hverjar upplýsngar þau kynnu að geta gefið um aldur liinna elztu jökulmenja hér á landi. Til glöggvunar á þessu verð- ur að hafa í huga, að basaltsvæði Norðurlands vestan Skjálfanda- fljóts telst til elzta hluta lands- ins og að berglög þess hafa ver- ið að fullu byggð, áður en svo miklar byltingar urðu á basalt- hellunni miklu í Atlantshafi, að sigtungur í sambandi við þær gengu langt inn til lands, en slik spildusig liafa orðið upphaf til núverandi fjarða og dala um Norðurland. Einna stórfeldust þessara hrotalama var sprunga norðan úr hafi, skammt austan við Grímsey, og inn með Kinnar- og Bárðardalsfjöllum fram á Ör- æfi. Austan þessarar sprungu virðist hafa sigið til muna breið spilda, er tekur um báðar Þingeyjarsýslur. Síðar hafa jarð- eldar hlaðið berglögum á þetta signa svæði og sumstáðar mynd- að há fjöll, svo sem Lambafjöll, Gæsafjöll og báfjöllin austan og sunnan Mývátns. Sömuleiðis liggur grágrýtishella frá svip- uðum tima norður eftir hálendi Tjörness. Þessar yngri berg- myndanir Þingeyjarsýslu eru að gerð óg byggingareinkennum mjög í sámræmi við helztu fjöll um miðbikshálendi landsins og: efri hluta berglaga um vestan- vert Snæfellsnes, en um þau berglög er vitað, að þau eru miklu yngri en basalthéruðin. * Nú hafa sjávarmyndanirnar á vestanverðu Tjörnesi lagzt mis- lægt ofan í hvolfmyndaða lægð, sem virðist sorfin alldjúpt ofan í berglög af fornri gerð. Austur- jaðar þeiiTa sunnantil leggst upp. að fornri undirstöðu í hálendi Tjörness, en er norðar kemur leggjast efstu lög Tjörnesmynd- ananna inn undir liina yngri grágrýtishellu, er áður var getið. Tjörneslögin eru því eldri en grágrýtislögin á hálendi Tjör- ness, og þá sömuleiðis eldri en sambærilegar myndanir við þau lög annarsstaðar um Þingeyjar- sýslu. Sé hinsvegar um það spurt, hvort Tjörneslögin muni þá vera meðal þeirra berglaga, sem bafi tekið þátt i upprunalegri byggingu basalthálendisins norðlenzka, eins og það var orð- ið, áður en aðal misgengið átli sér stað, þar á meðal landsigið mikla austan Kinnarfjalla, þá má meðal annars ráða af eftir- farandi atriðum, að svo muni ekki vera. 1) Að hliðstæðar myndanir við Tjörneslögin hafa hvex*gi fundizt, enn sem komið er, i lögum basaltfjallanna. 2) Að Tjörneslögin hafa lagzt svo mislægt á undirstöðu sína, og ofan í svo djúpt sorfna lægð í langtum forn- ara berg, en þau eru sjálf, að það er í ósamræmi við venj ulega sldpun Lerglaga í basalthálendinu. 3) Að þar sem að Kinnarfjalla- sigið virðist hafa numið 6— 700 mtr. og hér er um sjáv- arlag áð i*æða, þá hafa engin merki fundizt urn svo háa sjávarstöðu gagnvart basalt- hellunni, meðan hún var að byggjast upp, að Tjörneslög- in ættu ekki að vera komin langt undir sjávarmál, ef þau hefðu myndazt á undan Kinnarfjallasiginu. Af framangreindum atriðum, ásamt fleirum, verðúr að draga eftirfarandi: Tjörnesslögin hafi ekki mýndazt fyrr en eftir að aðalmisgengið um Kinnar- og Bárðardalsfjöll var um garð gengið, og þau hafi hlaðizt upp á löngum tíma í flóa- eða fjarð- armyndun, sem af landsiginu leiddi. Að því er viðkemur afstöðu Tjörnesslaganna til fornra jök- ulmenja, þá hafa Dr. Helgi Pjet- urs og fyrirlesarinn fundið jök- uh-ispaða steina undir grágrýtis- hellunni, sem lagzt hefir norðan á norðanverð Tjörnesslögin. Sömuleiðis hefir Jóhannes As- keslson jarðfræðingur fundið svonefnda jökultoddu, (Port- landica Arctica), i efsta hluta Tjörnesslaganna, (Breiðuvikur- lögunum), en þetta er heim- skautaskel, sem aðeins þrífst i isköldum sjá. Loks hefir fyrir- lesarinn nýlega fundið jökul- menjar lengra niði'i í lögun- urn í svonefndri Furuvik. Þetta ásamt fleiru gefur til kynna, að um það leyti, sem efri hluti Tjörnesslaganna var að myndast, þá hafi Ioftslagi verið þannig háttað, að jöklar hafa öðru hverju náð allt til sjávar. Næst liggur þá fyrir spurning- in um það, livort jöklar muni þá einnig hafa verið lagztir á landið, áður en Tjöi-nesslögin urðu til. Um þetta efni mætti lielzt vænta úi'lausnar i þeim kafla Tjörnessbakkanna, þar sem rekja má samskeyti sjávarmynd- ananna og foi-nbasaltsins, sem undir liggur, en því miður er þessi kafli tiltölulega stuttur og samskeytin svo torkennileg, að af þeim verður tæpast komizt að ákveðinni niðui'stöðu um- fram það, að sjávarmyndanirn- ar hafa lagzt mislægt ofan á djúpsorfinn basaltgrunn, en nokkru innar en nú sér til Tjör- nesslaganna og ofan á bei'gi, sem ælla má að þau einnig hafi lagzt ofan á, þótt nú séu ejrdd að mestu, þá liefir fyrirlesarinn fundið nijög fornlegar jökul- menjar, svo sem neðantil i Reyð* arárgili við Bakkagil og norðan í Héðinshöfða. Axdc þessa hefir hann einnig fundið jökulfram- burð milli bei'glaga efst í fjöll- unum við Ljósavatnsskarð og norður . um Kinnárfjöll, allt noi'ður móts við botn Skjálf- andaflóa. Þessar jökulmenjar bera þess greinilegan vott, að þær eru til orðnar á undan Kinn- arfjallasiginu og öðrum dalsig- um milli Skjálfanda og Eyja- fjarðar. Byggl á þeim forsendum, að Tjörnesslögin séu yngri en lantl- sigið austan Kinnarfjalla, bljóta því jökulmenjarnar í háfjöllun- um vestan Skjálfandaflóa að vera svo miklu eldri en Tjörnesslög- in, að á millibilinu hafi langur tími unnizt til jökulsvörfunar og að þá hafi gi-afizt fornbergstrog- ið, sem Tjörnesslögin hafi lagzt ofan i. Afstaða Tjörnesslaganna til nærliggjandi bergmyndana leiða því til þeirrar niðurstöðu, að þau verði að skoðast sem milli- jökultímamyndanir í íslenzkum berglögum, og þar sem Tjörness- lögin, samkvæmt sædýrategund- um sínum, eru frá Pliosentíma, þá hefir stórfelld jöklamyndun átt sér stað hér á landi — og sennilega einnig um önnur norð- læg lönd — svo langtum fyrr en jökultími er talinn hefjast sam- kvæmt erlendum rannsóknum, að upphaf alllangvarandi jökul- skeiða nær að minnsta kosti langt aftur á Pliosen. Myndin sýnir brezka flugmenn, sem skutu niður fjórar þýzkar flugvélar í næturárás Þjóðverja á London nóttina milli 17. og 18. janúar s. 1.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.