Nýja dagblaðið - 16.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 16.09.1934, Blaðsíða 1
2. ár. Reykjavík, sunnudaginn 16. sept. 1934. 219. blað. Sólskin«sunnanvindur um mestallt Norður- og Austur- land 3—4 síðustu daga. Loksins hefir nú raknað úr hinum gífurlegu óþurkum á Norður. og Austurlandi. Sner- ist veður til sunnanáttar síð- ara hluta vikunnar, og hafa verið þurkar um mestallt Norður- og Austurland síðustu 3—4 daga. Vestan til í Húna- vatnssýslu hefir þó lítill eða enginn þurkur verið þessa daga, og mun þar því vera einna lakast ástand nú um heyskap á öllu landinu. Til Austfjarða sunnanverðra hafa þurkarnir heldur ekki náð. I flestum sveitum norðan- lands og austan var ástandið orðið svo alvarlegt að fá dæmi eru til slíks. Víðasthvar hafa verið svo að segja stöðugar rigningar síðan um míðjan júlí_ mánuð og sumstaðar lengur. Nærri tvo mánuði hefir í þess- um héröðum naumast náðst heystrá með sæmilegri verkun. Og á einstaka bæjum í norð- austursveitmrí landsins svo sem á Austur-Sléttu, Langa- nesi og Vopnafirði, hefir nær ekkert hey náðst í allt sumar fyr en nú síðustu tvo daga. Og byrjaði þó túnasláttur þar yfirleitt fyrstu daga júlímán- aðar. Nýja dagblaðið átti tal við Kópasker seinni partinn í gær. Var þar álitið, að bændur í Norður-Þingeyjar. og Norður- Múlasýslum myndu vera í þann veginn að ná inn miklu af þeim heyjum, sem ekki voru orðin ónýt af langvarandi hrakningi. Veður var þá bjart og hæg sunnanátt, en var að ganga til austurs með kvöld- inu- Blaðið átti sömuleiðis tal við Akureyri. 1 Eyjafirði var á fimmtudag og föstudag mjög hvass sunnanvindur, svo að heldur var til tafar við hey- þurkun og samantekning. I dag var logn og sólskin. Eru eyfirzkir bændur nú búnir að ná upp öllum heyjum, en mik- ið enn úti óbundið. Mikið af fyrri túnaslætti hafði þar staðið í sæti síðan, um miðjan júlí. í Skagafirði komu þurkamir tveim dögum fyr en í Eyja- firði, og hafa nú þegar orðið að ágætum notum. Víðast hvar um óþurka- svæðið er heyskapur með minna móti (auk þess sem heyin eru hrakin), því að bændur hafa veigrað sér við að slá niður. r Ihaldsleiðtogarnir og réttarfarið Um mörg undanfarin ár hef- ir staðið hörð deila mjlli leið- toga íhaldsins og Framsóknar- manna um réttarfarið í land- inu. Leiðtogar íhaldsins hafa haldið því fram, að þeir og þeirra vinir ættu að vera hafnir yfir aðhald hegningar- laganna. „Meiriháttar" menn að efnum eða lífsaðstöðu ættu aldrei að vera dæmdir fyrir af- brot sín. Fíamsóknarmenn héldu fram, að lögin væru ein og réttarfar- ið óskift fyrir alla, án tillits til aðstöðu í þjóðfélaginu. Samkvæmt þessari kenningu varði íhaldið fölsunina í Hnífsdal, sjóðþurð og embætt- isspillingu Einars Jónassonar, sjóðþurðina í Brunabótafélag- inu og vaxtatöku bæjarfóget- ans í Rvík, svo að nefnd séu fá dæmi af mörgum. 1 samræmi við þessa skoðun létu forráðamenn íhaldsins bæði vanta betrunarhús til að taka á móti dæmdum mönnum, og það betrunarhús, sem til var, höfðu þeir í því ástandi, að það eyðilagði heilsu fang- anna og lífsþrek þeirra. Þessi framkoma er skiljanleg. For- ráðamenn íhaldsins sögðu: Okkar fólk er aldrei dæmt til fangavistar. Þangað fara ein- göngu smælingjar úr okkar flokki og svo menn frá „hin- um“, ef til þeirra verður náð. Þess vegna má fangelsið vera eins og kvalastaður frá mið- öldum. Baráttan hefir verið löng og hörð um þessi mál. Síðan yfirstjóm réttarfarsmálanna fór ú r höndum íhaldsmanna, hafa leiðtogar íhaldsins kvein- að sárt undan því, að „heldri menn“ úr íhaldsflokknum ættu ekki að vera dæmdir þó að þeir brytu hegningarlögin. í hvert skifti sem fölsun, sjóð- þurð, eða yfirhilming þesskon- ar manna hefir verið kærð og dæmd, hafa Vísir og Mbl. kvartað sáran um ofsókn og ranglæti, sem haft væri í frammi við alsaklausa menn. Nú kemur nýtt og átakan- legt dæmi. Einn af leiðtogum ílialdsmanna verður sekur um meiriháttar fjársvik. Og af því M. G. er ekki dómsmála- íáðherra, verður mál þetta vit- anlega rannsakað, án nokkurr- ar hlutdrægni eða yfirhilm- ingar. Saga þessa máls er rauna- leg, ekki eingöngu fyrir þann mann, sem lendir í þungbæru óláni, heldur fyrir íslenzkt eyðslustéttalíf, eins og það er nú. Gustaf Sveinsson lögfræð- ingur er af góðu og greindu fólki kominn, austan úr Skaftafellssýslu. Hann er efni- legur til náms, er settur í menntaskólann, verður að hætta háskólanámi um stund fyrir fátækt. Gerist þá skóla- stjóri á Hvítárbakka um nokk- urra ára skeið, er þar vel þokkaður af nemendum og héraðsbúum. Með þessum at- vinnustyrk lýkur hann námi, sezt að í Rvík, sem praktiser- andi lögfræðingur, gengur í íhaldsflokkinn og lætur mikið á sér bera. Hann verður for- maður í flokksfélagi íhalds- manna. Og þegar Jón Þorl. brýst í því, að stofna íhalds- sparisjóð í Rvík, og dró iðnað- armenn til að taka fé sitt úr Landsbankanum, og setja það í þennan sparisjóð, þá velur Jón þennan unga og áhuga- sama íhaldsmann til að vera þar forstjóri. Um kosningamar í vor var Gústaf einna óvingjamlegast- ur í orði og ræðu til andstæð- inga íhaldsmanna, og kunnug- ir menn sögðu, að íhaldið ætl- aði sér, að fengnum sigri 24. júní, að reka Hermann Jónas- son umsvifalaust og gera Gústaf Sveinsson að yfirmanni lögreglunnar, varalögreglunnar og réttarfars í bænum. En úr þessu varð ekki. Og undanfarna daga barst sú vitneskja um bæinn, að þessi maður hefði dregið sér stórfé af peningum, sem hann hafði til geymslu fyrir aðra. Pétur Magnússon kallaði saman stétt- arbræður hans, hæstaréttar- málafærslumennina, eins og vant er, þegar um sjóðþurð er að ræða. Gustaf vonaðist eftir, að flokksbræður hans hlypu undir baggann og borg- uðu skuld hans. Sennilega j hefir það þótt of erfitt, og i máske ekki treyst á að hilmað Hlaðan á Vífllsstöðum eftir bnmann Þessi mynd var tekin 8. s eptember af hlöðunni á Vífils- stöðum, sem Alþýðublaðið 7. sept. segir, að hafi „brunnið til kaldi'a kola“ á skömmum tíma! Er Alþbl. velkomið að birta myndina á morgun. Uptoxi Sincla.ir* og Epic Upton Sinclair var áður jafn_ aðarmaður, en er nú genginn í demókrataflokkinn og sleit með því öllu sambandi við jafnaðarmannaflokkinn í Am- eríku. Um líkt leyti bauð hann sig fram fyrir demókrataflokkinn. við landsstjórakosningar í Cali- fomíu og gaf þá út stefnuskrá sína, sem nefnd hefir verið: „The Epic Plan“. í „The Epic Plan“, sem ef- laust má telja að einhverju leyti byggt á „socialistiskum skoðunum“, þó ekki falli í sama farveg og jafnaðarstefna Marx, lýsir Sinclair hvemig hann vill breyta skipulaginu í Calífomíu. yrði yfir málið, eins og Pétur ætlaðist til um Brunabóta- sjóðþurðina 1927, og ekki varð framgengt þá. Frá mínu sjónarmiði er ólán Gustafs Sveinssonar bæði sorglegt og þó lærdómsríkt. Allt sem vitað er um uppruna mannsins, æsku hans, starf í Borgarfirði og lok á námi, benti eingöngu í þá átt, að maðurinn yrði nýtur og dug- andi borgari. En ólán hans b.vrjar með kynningu hans við forsprakka íhaldsins. Hann tekur fyrir að lifa við hina ó- þörfu atvinnu millimannsins. j Stéttarbræður hans margir | afla mikils fjár og eyða hóf- iaust. Hann dregst með í I nríkla eyðslu. Félagar hans ýta að honum mannvirðingum. Hann sér hylla undir mestu valdastöður í landinu í skjóli íhaldsleiðtoganna. Og þar er ekki farið í felur með, að Framh. á 4. líðu stefnan Hefir höfuðmálgagn sænska jafnaðarmannaflokksins, Social- Deniokraten í Stokkhólmi, sagt, að „The Epic Plan“ væri mjög í anda samvinnunnar, og var útdráttur úr grein þess blaðs um þetta efni birtur í Nýja dagblaðinu 5. maí síðastl. Alþýðublaðið hefir í fyrra- dag sent Upton Sinclair svo- hljóðandi skeyti: „Símið hvort þér hafið fall- ið frá hinum socialistisku skoð- unum yðar“ (þýðing Alþbl. á skeytinu). Upton Sinclair hefir skilið það svo, að þegar Alþýðublað- ið talar um hinar „socialistisku skoðanir yðar“, þá ætti það við „The Epic Plan“ og svar- ar því: „Vissulega ekki. — Sinclair“. Það sem Alþýðublaðið hefir því haft upp úr þessum skeyta- sendingum, auk kostnaðar, er það, að Upton Sinclair heldur fast við „The Epic Plan“. En vilji Alþýðublaðið vita, hvort Upton Sinclair sé enn talinn jafnaðarmaður, ætti það að leita sér upplýsinga hjá stjórn jafnaðarmannaflokksins í Bandaríkjunum og ritstjórn Social-Demokraten í Stokk- hólmi. „Njál!“ koninn í gærkvöldi seint kom m.b. „Njáll“ hingað með ítölsku leiðangursmennina, sem fóru til Grænlands. Komust þeir heilir á húfi úr hinni erfiðu fjallgöngu í óbyggðum lands- ins. — Mun heimferðinni hafa seinkað eitthvað vegna bilunar á skrúfu bátsins.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.