Nýja dagblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 28.09.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, föstudaginn 28. sept. 1934. 229. blað Rannsókn á launakjðrutn amerískra verkamanna ivefnaðariðnaði Londou kl, 16, 27./9. FÚ. Hðiiiiitioi Hiii [ónssm Ólafur Thors réð hann yfíríækní á Nýja Kleppi til 6 ára I skipulagsbréfinu er gert ráð tyrir, aO hann „praktiseri“ ank embættisine, og lækki tekjnr hans iyrir þan stört vegna nýrrar gjaldskrár, á rikið að greiða honnm 4000 kr. i skaðabætur á ári. Landlæknir hefir gert tillögur um, að yfirstjórn beggja spítalanna á Kleppi verði falin Þórði Sveinssyni, yfirlækni öllum er ennþá í fersku minni árásir Helga Tómas- sonar á Jónas Jónsson fyrv. ráðherra. Aldrei hefir í manna minnum verið gerð jafn ó- drengileg og svívirðileg árás á pólitískan andstæðing, með þeim ásetningi að ryðja hon- um úr vegi. Þegar sleppt er allra æst- ustu íhaldsmönnum, má segja að jafnt samherjar sem and- stæðingar Helga Tómássonar fordæmi þetta athæfi hans og telja að með því hafi hann glatað allri tiltrú, sem nauð- synlegt er að bera til manns í ábyrgðarmikilli stöðu. Þessi dómur keniúr m. a. skýrt fram í eftirfarandi um- mælum Vilmundar Jónssonar landlæknis: „Mér er ánægja að taka það fram, að þrátt fyrir alla póli- tik, sem frá öndverðu hefir verið nærri óaðskiíjanleg þessu máli, erú læknar yfirleitt svo óblindaðir, að allir hinir mörgu þeirra, sem' ég hefi rætt niálið við, mega heita hafa verið á einu máli um, að áminnst framkoma Helga Tómassonar sem læknis hafi verið fyrir neðan allar hellur og bókstaf- lega enginn viljað réttlæta hana með einu orði. Ég hefi einnig borið málið undir er- lendan sérfræðing, geðveikra- lækni, sem jafnframt er dokt- or í lögum, og er úrskurður hans alveg eindregið á sömu leið“. En Helgi var þjónn íhalds- ins og íhaldið taldi hann launa- verðan. Þvert ofan í vilja alls almennings í landinu og til- lögur landlæknis, var Helgi Tómasson settur að nýju yfir- læknir nýja geðveikraspítalans á Kleppi. Mun marga fýsa að heyra skipunarbréf Helga Tómasson- ar, sem er hið eina afrek „hundadagaráðherrans“, en það er svohljóðandi: Skipunarbréfið 8. des. 1932. Með þessu bréfi ræður ráðu- neytið yður, herra doktor, til þess, frá þessum degi og um næstu 6 — sex ár, — frá 1. jan. 1933 að telja, að vera yf- irlæknir á Nýja spítalanum á Kleppi, með yfirlæknisskyldum og réttindum og að öðru leyti með þeim réttindum er síðar greinir, og til þess að vera umráðamaður á spítalanum að öllu leyti, þar með til að hafa með höndum allt er viðkemúr ráðningu starfsfólks, enda séu launakjörin svipuð og á öðrurn spítölum landsins. Ekki má þó fjölga starfsfólki frá því sem nú er nema með samþykki ráðuneytisins. Þér skuluð eiga rétt til þess fyrsta ár ráðning- artímans að segja upp starfa yðar með 6 mánaða fyrirvara, hvenær sem er. í árslaun skulu þér hafa 5000 — fimm þúsund — krón- ur, auk dýrtíðaruppbótar eins og embættismenn, og ennfrem- ur ókeypis húsnæði, ljós og liita. Ráðuneytið heitir yður því, að þó skuli árslaun yðar aldrei verða lægri en yfirlækn- anna á Vífilsstöðum og í Laugamesi. Þér skuluð hafa rétt til sex vikna orlofs árlega. Ennfrem- ur heitir ráðimeytið yður því, að svo framarlega sem sett verður gjaldskrá samkvæmt lögum nr. 47 frá 1932, og það hefir í för með sér rýmun tekna yðar fyrir læknisstörf, er þér kimnið að vinna fyrir ein- staklinga, utan spítalastarf- seminnar, þá skuli yður þegar eftir hvert ár, í fyrsta sinn í árslok 1933, sýnið fram á slíka tekjurýmun, greidd uppbót, sem nemur þeirri tekjurýrnun, þó aldrei meira en 4000 — f jögur þúsund — krónur á ári, um það er þó í þessu efni á- skilið, að ef þér hafið á hendi kennslu við Háskólann, og tak- ið laun fyrir, þá falli niður hin umrædda uppbót, að því leyti, sem nemur kennslulaunum frá háskólanum. Eins og það verð- ur að telja sjálfsagt að þér, að ráðningartímanum liðnum, og ef til ráðningar kæmi á ný, sitjið fyrir öðrum um ráðn- ingu, ef þér óskið, eins sjálf- sagt er það, ef um stöðu þessa verða sett lög og hún þar með lögfest sem embætti eða lífs- tíðarstaða, að þér þá, að ráðn- ingartíma liðnum, sitjið fyrir öðrum til að fá það embætti, ef þér óskið. Yður ber þegar í stað, að taka við yfirlæknisstarfinu af Lámsi lækni Jónssyni, sem nú samstundis hefir verið vikið úr yfirlæknisstöðunni, og er yður hér með sent endurrit af bréfi ráðuneytisins til hans. Ó(Iafur) Th(órs).“ Tillögur landlæknis Sumarið 1932 skrifaði land- læknir bréf til stjómarinnar og gerir þar að tillögu sinni að báðir spítalamir á Kleppi yrðu sameinaðir undir eina yfir- stjórn og hún falin próf. Þórði Sveinssyni yfirlækni. Eærði landlæknir m. a- þau rök fyrir þessu, að með þessu inætti spara laun annars yfir- læknisins, því forstaða beggja spítalanna væri ekki meira verk en það, að hún væri vel kleif einum manni. Nýja dagblaðið átti tal um þetta við landlækni í gær og sagðist hann enn telja það fyrirkomulag heppilegt, sem hann hefði gert tillögur um 1932. Hæstaréttardómur Hæstiréttur hefir nýlega fellt dóm í máli fyrv. gjald- kera útibús Útvegsbankans í Vestmannaeyjum, Sigurðar Snorrasonar, út af sjóðþurð- inni hjá honum s. 1. vetur. Var hann dæmdur í 2 ára betrunarhússvinnu og auk þess til að endurgreiða bankanum sjóðþurðina, 61 þús. 753 kr. og allan málskostnað. Hefir hæstiréttur gert þá breytingu á dómi undirréttar að lengja betrunarhússvinnuna úr 18 mánuðum upp í 2 ár. Samkvæmt tillögum miðlun- arnefndarinnar, sem! Roosevelt útnefndi í verkfallsdeilunni í Bandaríkjunum, hefir hann í dag fyrirskipað nákvæma rann- sókn á launakjörum og vinnu- tíma verkamanna í vefnaðar- iðnaðinum1. Rannsókn þessa á verkamálaskrifstofan að fram- kvæma. Urn leið hefir verzlun- arráði ríkisins verið falið að gera sérstaka rannsókn á öll- um högum vefnaðariðnaðarins, til þess að komast að raun um, hvort kauphækkun, sem grund- vallast á styttri viimutímá eða Patreksfirði 27./9. FÚ. Hingað til Patreksfjarðar kom í gær línuveiðaskipið Jacinth frá Aberdeen, til þess að fá sér vistir. — Með skipinu voru 3 Englendingar leiðang- ursmenn frá Grænlandi, sem teknir voru í Angmagsalik, þeir Lindsey, Godfrey og Cröft. Lindsey, sem er fararstjóri, og Godfrey, höfðu tekið sér far með Gertrud Rask frá Kaup- mannahöfn, en Groft sem hafði verið í Jakobshavn síðastlið- inn vetur, slóst þar í förina. Lagt var upp frá Jakobshavn við Diskoflóa 17. júní síðast- j liðinn á þrem hundasleðum, og ; haldið þvert yfir Grænlands- . London kL 16, 27./9. FÚ. Fundur Þj óðabandalagsins í dag samþykkti endanlega, að Afganistan skyldi verða með- limur Þjóðabandalagsins. A fundinum bar Litvinoff fram tillögu Rússa um afvopnunar- málið. Sandler forseti stakk upp á því, að fundurinn skyldi taka tillögur Litvinoff til íhug- unar, en hélt því fram, að þær kæmu of seint fram, til þess að þær yrðu ræddar. Litvinoff svaraði og sagði, að hann ætl- aði sér ekki að trufla störf fundarins og því síður að þrengja þessu inn á fundar- menn, en hann kvað það mjög I áríðandi að fundurinn kynnti I sér málið og þaÖ, sem gert öðru, geti komið til mála undir núverandi kringuimstæðum. Forsetinn hefir líka í dag til- nefnt 3 menn í sérstaka verka- málanefnd, sem á að hafa það hlutverk með höndum, að jafna vinnudeilur í vefnaðar- iðnaðinum. Meirihluti vinnuveitenda hafa fylt fyrirmælum Roosevelts, og tekið aftur menn sína í vinnu, án undantekningar. Nokkrir þeirra hafa þó enn ekki opnað verksmiðjurnar, og fulltrúar verkamanna hafa einnig komið fram með nokkrar kvartanir um hlutdrægni vinnuveitenda gegn fyrv. verkfallsmönnum. daga jökul á 70. breiddarstigi, og komið niður að austanverðu fyrir botni Scoresbysunds. Það- an hélt leiðangumin til suð- urs, alltaf uppi á jöklinum, alla leið til Angmagsalik. Þangað kom hann 5. þ. m. eftir að hafa farið 1150 mílur á jökl- inum. Leiðangursmenn kortlögðu fjöllin milli Scoresbysunds og Angmagsalik. Þeir fengu verstu veður á ferðalaginu, en allt gekk þó slysalaust. Skipstjórinn á Jacinth er sá sami, sem bjargaði Hutchinson og fjölskyldu hans við Austur- Grænland árið 1931. hefði verið á afvopnunarráð- stefnunni, til þess, ef unt væri, að hjálpa henni. Ilann kvað það ekki vera neitt launungarmál, að hann sjálfur hefði ákveðnar skoðanir um það, hvemig bezt væri að koma afvopnun í fram- kvæmd, og uppástunga sín væri sú, að sérstakt ráð yrði stofnað, til þess að sjá um við- hald friðarins, og þá auðvitað um leið að sjá um afvopnun, sem væri þó aðeins liður af friðarstarfseminni. Hann bað fundinn að sýna það á ein- hvern hátt, að Þjóðabandalag- ið hefði ekki gleymt því, að af- vopnunarmálið væri stöðugt vandamál, sem þyrfti að ráða fram úr. Á Grænlandsjökli í 80 Tillögur Litvinoffs á fundi Þjóðabandalagsins

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.