Nýja dagblaðið - 30.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 30.09.1934, Blaðsíða 1
Alþingí sett á tnorgun Þar taka sæti 15 þingmenn, sem ekki hafa setið á Alþingí fyr Á morgun verður Alþingi sett. Það er hið 63. löggjafar- þing í röðinni, og fjölmennara en áður. Þingmenn eru nú 49 (áður 42). Þar af eiga 16 sæti í efri deild og 33 í neðri deild. Sigfús Jónsson, aldursforseti Alþingis. Á þessu þingi eiga væntan- lega sæti 15 þingmenn, sem ekki hafa setið á Alþingi fyr: Bjami Bjamason, Emil Jóns- son, Garðar Þorsteinsson, Gísli Guðmundsson, Gunnar Thor- oddsen, Hermann Jónasson, Jónas Guðmundsson, Páll Zop- honiasson, Páll Þorbjarnarson, Sig-f. Jónsson, Sig. Einarsson, Sigurður Kristjánsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Þorbergur Þorleifsson og Þorsteinn Briem. Eru sjö af þeim uppbótarþing- menn. Kl. 12,45 koma þingmenn Samkvæmt 6. gr. bráða- birgðalaga um mjólkursöluna skipar ríkisstjórn sjö manna nefnd til að hafa á hendi stjóm mjólkursölumála. Tvo nefndar- menn skal skipa eftir tilnefn- ingu Mjólkurbandalags Suður- lands, einn eftir tilnefningu Samb. ísl. samvinnufélaga, einn eftir tilnefningu Alþýðu- sambandsins, einn eftir til- saman 1 Alþingishúsinu og ganga til dómkirkjunnar. Hefst þar guðsþjónusta kl. 1. Sr. Sveinbjörn Högnason prédikar. Að lokinni messu ganga þing- menn aftur til Alþ.hússins og verður þá Alþingi sett í fund- arsal neðri deildar. Setur for- sætisráðherra þingið, en síðan tekur aldursforseti þingsins, sr. Sigfús Jónsson, við fundar- stjóm. Fyrsta verk aldursforseta, eftir að hann hefir tilnefnt sér skrifara, er að minnast fyrv. þingmanna, sem látist hafa nulli þinga, ef einhverjir eru. Þá fer fram rannsókn á kjörbréfum þingmanna, og skiptist þingið í kjördeildir, meðan sú rannsókn fer fram. Að lokinni atkvæðagreiðslu, vinna nýir þingmenn dreng- skaparheit að stjómarskránni. Á fyrsta fundi sameinaðs þings ber ennfremur að kjósa forseta sameinaðs þings, skrif- ara, kjörbréfanefnd, og 16 þingmenn til efri deildar. Að loknum 1. fundi samein- aðs þings ganga deildirnar á fundi. Fer þá fram kosning deildarforseta og skrifara og hlutkesti um sætaskipun. óvíst er, að þessu verði öllu lokið á morgun. Ljúki því ekki, verður fundi frestað til næsta dags. Á öðrum fundi deildanna eru fastanefndir kosnar. Enn eru allmargir þingmenn ókomnir til bæjarins, en koma væntanlega flestir í dag. nefningu bæjarstjómar Rvíkur og tvo skipar landbúnaðarráð- herra án tilnefningar og ^ er annar þeima formaður nefnd- arinnar. Landbúnaðarráðherra skrif- aði fyrir nokkru þeim stofnun- um, sem velja eiga menn i nefndina og óskaði eftir til- nefningu þeirra. 1 gær hafði aðeina borizt svör frá tveimur þeirra, Sís, sem tilnefndi Árna Eyland ráðunaut og Alþýðusamband- inu, sem tilnefndi Guðmund R. Oddsson. Skipaði landbúnaðarráðhei'ra í gær fjóra menn í nefndina, þá tvo sem að ofan greinir, Hann- es Jónsson dýralækni og sr. Sveinbjörn Högnason, sem verður fonnaður nefndariimar. Hinir þrír nefndarmennirnir verða skipaðir, strax og þeir hafa verið tilnefndir af hlut- aðeigandi stofnunum. Sfcóiasetningarnar i Reykjavík Reykjavíkurskólarnir verða settir ýmist á morgun eða á þriðjudaginn. Háskólinn verður settur á morgun kl. 10 fyrir hádegi í neðrideildarsal Alþingis. Enn er ekki vitað til fullnustu, hvað margir sækja þangað nám í vetur, en gert er ráð fyrir, að aðsóknin verði ekki minni en í fyrra. Menntaskólinn var settur 20. þ. m. og hefir áður verið sagt frá því hér í blaðinu. Gagníræðaskóli Reykjavíkur verður settur á þriðjudaginn kl. 4 í kennaraskólahúsinu. Um 140 nemendur sækja skólann í vetur. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga var settur 20. þ. m. og kennsla hófst þar síðastl. fimmtudag. Nemendatala er þar lík og í hinum gagnfræðaskólanum. Kennaraskólinn verður sett- ur á þriðjudaginn kl. 2. Gert er ráð fyrir, að skólann sæki um 70 nemendur. Samvinnuskólinn verður sett- ur á morgun kl. 5 Skólinn er fullskipaður og mun eitthvað af unglingum utan af landi hafa farið í alþýðuskólana, sökum þess að skólinn gat ekld veitt þeim viðtöku. Verzlunarskólinn verður sennilega settur á morgun kl. 3, en þó var það ekki fast- arráðið, þegar blaðið átti til við skólastjórann í gær. Til skóla- stjóra hafa borizt 265 umsókn- ir og eru þó frátalin bæði námskeið og framhaldsdeild. Kvennaskólinn verður settur % á morgun kl. 2. Skólinn verð- u r fullskipaður. Iðnskólinn verður settur ' annað kvöld kl. 8. í skólanum 1 verða um 200 nemendur. Vélstjóraskólinn verður sett- ur á morgun kl. 10 f. h. Útlit er fyrir, að nemendafjöldi verði svipaður og í fyrra, en þá sóttu skólann um 40 nem- endur. Framíh. á 4. síðu. 10 menn bíða bana, en 21 slasast hættulega Loadon kl. 16, 2ð./9. FÚ. Ógurlegt járbrautarslys varð nálægt Worrington í Englandi í gærkvöldi,. þegar árekstur varð milli hraðlestar og far- þegalestar. Tíu manns biðu bana, og 21 meiddust hættu- lega, en margir fleiri meiddust eitthvað. 1 alla nótt var unnið að því, að ryðja rústunum burtu og bjarga hinum særðu. I morgun var hægt að halda uppi einhverri umferð á lín- unni, en í kvöld hafði komizt á : regluleg- umferð aftur. laidbelglsizzlisii bjargað Einar M. Eínarsson tekur aftur víð skipstjórn á Ægí í dag tekur Einar M. Ein- arsson aftur -við skipstjóm á Ægi af Friðrik Ólafssyni. -- Fyrir fáum dögum tók Pálmi Loftsson aftui' við yfirstjórn landhelgisgæzlunnar og björg- unannála. Ihaldið hefir um tvö undau- farin ár eyðilagt landhelgis- Einar M. Einarsson. gæzluna og björgunarstarf- semi þá sem áður var rekin í sambandi við Skipaútgerð rík- isins. Nú er því fargi létt af. Nú byrjar aftur framsýn og sterk yfirstjórn á björgunar- ogT landhelgismálum. Nú fer hraustasti skipstjórinn, sem varið hefir landhelgi Islands aftur að beita í þágu íslenzkra sjómanna bezta skipinu, sem ríkið hefir eignazt. Ihaldið hefir á undanfömurn tveim árum sýnt hversu alger- lega óhæft það er til að stjórna vandasömum málum. Sú raunasaga er löng. Hér verður ekki drepið á nema að- aldrættina. Pálmi Loftsson. Undir eins og M. Guðm. var kominn í stjómina vorið 1932, tók hann yfirstjóm gæzlunnar af Pálma Loftssyni og fékk valdið í hendur Guðm. Svein- björnssyni. Um leið borgaði M. G. G. Sv. 4000 kr. fyrir þetta aukastarf. Tilgangurinn sá, að gefa G. Sv. bitann, og að taka valdið af hinum á- hugamikla og æfða sjómanni og fá það skrifstofulögfræð- ingi, sem eng'in skilyrði hafði til að sinna þessu máli. Framh. á 3. d6u.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.