Nýja dagblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 3
N Ý J A 8 D A G B L A f> I Ð NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: Blaöaútgáfan h.f. Ritnefnd: Guðbrandur Magnússon, Gísli Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðmundsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: þórarinn pórarinsson. Ritst j ómarskrif stofumar: Hafn. 16. Símar4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa Hafnarstr. 16. Sími 2353. Áskriftargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Sími 3948. Sumarbástaðir Þjóðbankans Mönnum er það enn í fersku minni, hversu slælega Kveld- úifur sótti fiskinn á síðustu vetrarvertíð. En hitt muna menn líka, að þegar mestallur flotinn var farinn norður fyrir land til síldveiða, höfðu Kveld- úlf stogararnir einkennilegt verkefni hér syðra. Þeir þurftu sem sagt að flytja efnivið í nýjan sumarbústað vestur að Haffjarðará. Og hinir „ráð- kænu“ fors’tjórar, sem eigi munu telja sig miður fallna til að stjórna göngu fiskanna en landsfólkinu, treystu því að síldin myndi bíða á meðan. Svo lengi, sem Kveldúlfs- bræður skulda bönkunum 5 milljónir og geta ekkert borg- að, verður svona „buisness“ íyrir veiðiskipin að vísu að teljast nokkuð vafasamur, eftir að vertíð er byrjuð. En hitt er þó enn íhugunarverðara, hvort sumarbústaðaframleiðsla þeirra Kveldúlfsmanna só svo arðvæn- leg, að rétt sé að halda áfram að binda veltufé þjóðbankans þar, það getur að vísu verið gaman fyrir þjóðbankann að eiga þessa sumarbústaði. En hitt væri þó enn ánægjulegra, að fá eitthvað endurgreitt af hinni stóru skuld, því að nóg er af lánbeiðnum frá framleið- endum, sem hvergi geta hreyft sig fyrir skorti á veltufé. Það stendur líka ómó'tmælt, að hátt upp I hálfa miljón af því fé, sem Kveldúlfur hefir fengið að láni til framleiðslu sinnar, hafi verið varið til að byggja íbúðarhús handa fram- kvæmdastjórunum. Það er víst líka nokurnveginn áreiðanlegt, að þetta eru lang hagstæðustu byggingalánin, sem veitt hafa verið á þessu landi. Fram- kvæmdastjórarnir þurfa sem sé ekki að borga neina vexti af þessum lánum. Það myndi mörgum bóndanum þykja gott. Það má í rauninni telja, að bankinn hafi byggt yfir þessa heiðursmenn og láti þá búa leigulaust. Þetta er auðvitað einstaklega mannúðlegt, ef þjóðin hefði ráð á. En margur myndi sjálfsagt verða fáanleg- ur til að ávaxta þessa hálfu miljón, ef hún væri innheimt og sett í umferð handa fram- leiðslunni. Og býsna fróðlegt myndi það Nv leið i mjóiRurmáli Sunnlendiuga Mjólkurmálið sunnlenzka hefir haft tjón af því að vera rætt á of þröngum grundvelli. Það er stundum dæmt eingöngu út frá sjónarmiði • neytenda í Rvík og Hafnarfirði, en í önn- ur skifti eins og það væri sér- mál mjólkurframleiðenda í Rvík, Mosfellssveit, ölfusi, Kjósinni, Suðurláglendinu yfir- leitt eða í Borgarfirði og Mýr- um. Ifver hópur framleiðenda hefir komið með sérhagsmuna- lcröfur sínar, og beitt sér ein- huga fyrir þeim. En það má taka þetta mál á allt annan hátt, sem afar þýð- ingarmikið þjóðþrifamál fyrir alla sem búa á landinu sunnan- og vestanverðu. Þá er það ekki lengur mjólkurmál Reykjavíkur, heldui- mál allra, sem búa við Faxaflóa sunnan- og vestan- verðan og á hinum tveim miklu undirlendum við Faxaflóa og austanfjalls. Lausnin í þessu mjólkur- máli Sunnlendinga, er sú, að sem allraflestir menn geti haft atvinnu af að framleiða mjólk á þessu svæði, og að sem allra- mest verði notað af þessari mjólk til lífsuppeldis þeirra, er þar búa. í stuttu máli: Að framleiða sem mesta mjólk og nota sem mesta mjólk til dag- legrar fæðu. Bráðabirgðalög þau er Her- mann Jónasson gaf út, sumarið 1934 og sem Alþingi sam- þykkti síðar á því ári, hafa aukið framleiðsluna stórkost- lega. Svo mjög hefir mjólkur- framleiðslan aukist í skjóli þessarar löggjafar, að mörgum þykir tvítýnt að svo megi halda áfram stefnunni. Markaðurinn hefir að mestu staðið í stað, en framleiðslan stórum aukizt. Mjólkurneyzlan er allt of lítil bæði í kaupstöðunum og sveit- unum, ef miðað er við hina raunverulegu þörf fólksins. En í erfiðu atvinnuári er von að mörgum fátæklingi verði þungt um fót að auka mjólkurkaup ef lítrinn er 40 aurar. Erfið- leikar atvinnulífsins við sjóinn valda því að minna selst af niðursoðinni mjólk en áður. Við það skapast sölutregða fyrir Borgarnesbúið. í fyrra og nú hafa sunnlenzku mjólkurbúin selt osta til Þýzkalands með sæmilegu verði. En sá markað- ur er næsta hverfull. í einræð- islöndunum getur eitt stjórnar- bréf haft hausavíxl á markaðs- skilyrðum milli þjóða, og mark- aður undanfarandi ára í Þýzka- landi hefir verið dýrkeyptur og á hverfanda hveli. Fyrir framleiðendur er sala á mjólk til neyzlu í landinu lang ör- vera, að fá nánari sundurliðun á því, hvar þær eru niðurkomn- ar þessar fimm milljónir, sem bankarnir eiga í Kveldúlfi. uggasti og bezti markaðurinn. Og fyrir líf og heilbrigði þjóð- arinnar, þarf mjólkurneyzlan stórlega að aukast. Einn af bezt menntu mjólk- lU'fi'amleiðendum í Rvík, hefir um undanfarin ár, haldið því íram, að í mjólkurmáli Sunn- iendinga væri ekki nema ein leið fær: Að hafa sameiginleg- an sölureikning fyrir alla mjólk af verðlagssvæði Sunnlendinga, livort sem mjólkin er seld til daglegrar neyzlu í Rvík og Hafnarfirði, soðin niður handa sjómönnunum íslenzku, eins og Baula í Borgarnesi gerir, eða unnin í osta, skyr og smjör eins og gert er aðallega í bú- unum austanfjalls. Hvert bú er þá orðin deild í sama félagi. Skúli á Móeiðarhvoli, Sigur- grímur í Holti, Thor Jensen og Jón í Deildartungu og Ragn- liildur í Háteigi fá þá sama verð fyrir hveni lítra af jafn- góðri mjólk, sem lögð er í alls- herjarsölu Mjólkurbandalags Sunnlendinga. En .jafnhliða þessu þarf að athuga það, hvað sé heppileg- ast markaðsverð á mjólk til sölu í Rvík og Hafnarfirði, ef miðað er við að ná sem mestri sölu og mestri neyzlu. Til lengd- ar er það vafasamur gróði fyr- ir framleiðendur, að hver mjólkurlítri sé seldur á 40 aura í Rvík, en bóndinn austanfjalls eða í Borgarfirði verði að tak- marka framleiðslu sína, af því að markaðurinn utanlands og innan er of þröngur fyrir það sem framleitt er. Bændur í Eyjafirði komust að þeirri nið- urstöðu, að 25 aurar fyrir lítra væri hentugt söluverð fyrir þá á Akureyri, og í skjóli við það verð hefir framleiðslan stór- iega aukizt í Eyjafirði, þanníg að nú er mjólkurbúið þar að verða allt of lítið og þarf að endurbyggjast. Það er álitið að verð á mjólk þurfi að vera hærra á Suðurlandi en í Eyja- firði. En takmörkin hafa ekki enn verið fundin hér sunnan- lands, hvar mætast kröfur framleiðenda um mesta sölu með arði, og mesta neyzlu í bæjunum. En rétt er að taka það fram, að reynslan hefir sýnt að Eyfirðingar eru í far- arbroddi um alla meðferð mjólkurmála hér á landi, og er þess vegna tilgangslaust, að tala um aðgerðir þeirra eins og fávitaskap eða svik við bænda- stétt landsins. Ég hygg að tillaga hins fram- sýna stórbónda í Rvík, sem vill hafa sameiginlega sölu fyr- ir allar mjólkurvörur Sunn- lendinga, sé þess verð að henni sé gaumur gefinn. J. J. Hjartans pakkir Syrir sýnda hluttekn- ingu víð andlát og jarðarSör móður okk- ar og tengdamóður Jónu Lárusdóttur. Börn og tengdabörn. Leopold III. lýsir yfir al- gerðu hlutleysi Belgjíu Endurskipulagning: hersins í vændum Frakkar óttaslegnir Leopold III. Belgíukonungur gaf í fyrrakvöld út mikilsverða yfirlýsingu. Hann tilkynnti, að Belía ætlaði að taka upp á ný Leopold III. liina fyrri stefnu sína um al- gert hlutleysi, og standa alger- lega utan við deilur nágranna- landa sinna. Aðstaða Belgíu væri þannig, að henni myndi gagnslaust að gera sáttmála við önnur ríki sér til vamar, þar sem unnt væri fyrir árásarþjóð að ráð- ast , inn í landið, áður en að ákvæði slíks sáttmála gætu komið til íramkvæmda. Belgía æ'tti þess eins kost, að standa utan við öll bandalög, til þess að forðast að verða dregin inn í deilur nágrannaþjóðanna. Samtímis nyeddist hún til að styrkja hervarnir sínar á sem fullkomnastan hátt. Leopold konungur lýsti yfir þessari stefnu á fundi ráðu- ney'tis síns í gærkvöldi, en van Zeeland forsætisráðherra fór fram á það við konunginn, að yfirlýsingin yrði birt opinber- lega, og gaf konungurinn til þess samþykki sitt. Konungurinn tilkynnti ráðu- neytinu einnig, að hann myndi biðja stjómina að leggja fram tvö frumvörp, annað um end- urskipulagningu hersins, og hitt um breytingu á reglugerð- um um herþjónustu. Yfirlýsing Belgíukonungs liefir vakið mikinn ugg í Frakk landi. (FÚ). Vesalingarnir » myndín í Nýja Bíó er listaverk Hin mikla og fræga saga Vietor Hugo ,,Les Miserables“, hefir í fyrsta skipti nú verið tekin á talmynd. Myndin sýnir alla höfuðviðburði sögunnar, baráttu Jean Valjean við misk- unnarlaus lög, sem leggja gal- eiðuþrældóm á menn fyrir smá- vægileg afbrot. Valjean kemst að raun um, að það er ekki nóg að heita frjáls maður. Þótt af- brotamaðurinn hafi afplánað sekt sína, er líf hans eyðilagt. Gula vegabréfið gerir hann út- rækan úr sambúð náunga hans. Hann segir mönnunum stríð á hendur, en um leið gerast straumhvörfin. Hann verður snortinn af miskunnsemi og göfgi góðgerðamanns síns, biskupsins, og heitir því að gerast nýtur maður. Jean Valjean fær aðstöðu til þess að lina hina hörðu dóma laganna; hann verður borgar- stjóri. En þá koma fornar synd- ir yfir hann á ný. Hann verð- ur að bjarga meðbróður sínum, sem dæmast átti vegna hans, með frelsi sínu. Þó ofbýður honum fyrst frekja og hrotta- skapur lögreglustjórans, er hann ryðst inn að sjúkrabeði skjólstæðings hans og svo að segja drepur hann. Jean legg- ur á flótta með uppeldisdóttur sinni og kemst undan. Árin líða. Uppeldisdóttir hans er orðin gjafvaxta kona, og ástin kemur til sögunnar. Maður gizkar á að föðurtilfinningar Jean séu blandnar öðrum heit- ari. En — hvað elskar sér líkt. Hann er ekki ungur lengur og verður að bergja á þeim beizka bikar, að annar maður taki stúlkuna hans. Þetta áfall fær liann naumast borið, en þá taka atburðimir aðra rás. Jean Val- jean fær enn á ný að sýna miskunnsemi sína og hjálp- ar elskendunum til þess að ná saman. En þá koma gömlu syndimar. Þjónn laganna stend- ur við dymar, óbifanlegur. Jean gefst upp. Nú var stundin kom- in, og hann réttir fram hend- urnar eftir járnunum. Þá loks mildast Javert, lögreglustjór- inn. Hið góða er að fá yfir- liöndina í sál hans: Farðu og kveddu ástvini þína. í fyrsta sinn braut þessi strangi maður Framli. á 4. siðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.